Morgunblaðið - 08.04.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.04.1997, Blaðsíða 12
faámR HANDKNATTLEIKUR / URSLITAKEPPNI KARLA Bjarki sem „indíáni" með eitraðar ön/ar Duranona eins og eldflaug ÞEGAR Sobastían Alexand- ersson, markvörður Aftureld- ingar, varði vítakast frá Ser- gei Zisa, spyrnti hann knettin- um upp í loft, þannig að úr varð dómarakast. Julian Rób- ert Duranona og Einar Gunn- ar Sigurðsson kepptu um knöttinn þegar Stefán Arn- aldsson kastaði honum upp á miðjum veUi. I fyrstu virtist Einar Gunnar sterkari, að hann næði að slá knöttinn. Svo varð ekki, því að Duranona var eins og eldflaug - greip knöttinn með annarri hendi og sendi hann til Leós Arnar Þorleifssonar, sem skoraði, 18:16. Átta leikmenn KAinná BJARKI Sigurðsson var í aðal- hlutverkinu þegar Afturelding lagði KA að velli ífyrsta leik liðanna í úrslitarimmunni um íslandsmeistaratitilinn. Bjarki var svo sannarlega í hlutverki „indíánahöfðingjans" - hann lék fremstur í vörn Afturelding- ar, fyrir utan punktalínu til að trufla sóknaraðgerðir KA- manna. Þá var hann með eitr- aðar örvar i' pyngju sinni, spennti bogann af mikilli fimi, hitti mark KA átta sinnum, sjö sinnum með langskotum og einu sinni eftir að hann hafði fiskað knöttinn og brunaði fram í hraðaupphlaup. KA- menn réðu illa við Bjarka og tvisvar í leiknum tóku þeir það til ráðs að setja mannhonum til höfuðs - fyrst Leó Örn Þor- leifsson ífyrri hálfleik og þá Sergei Zisa undir lok leiksins. Allt kom fyrir ekki, Afturelding- armenn fögnuðu sigri, 27:25, eftir að hafa náð mest sex marka forskoti. Sigmundur Ó. Steinarsson skrifar Það var strax ljóst í byijun leiks að leikmenn Aftureldingar ætluðu að selja sig dýrt, þeir léku vörnina mjög fram- arlega - Bjarki fremstur sem „indí- áni“ og við hlið hans voru Páll Þórólfsson og Þorkell Guðbrandsson sem fóru út fyrir punktalínuna til að sækja að Björgvini Björgvinssyni og Julian Róbert Duranona. Það var mikil keyrsla á varnarmönnum Aftureld- ingar - spurningin var hvort þeir myndu halda út leikinn, því að hreyfanleikinn sem var í vörn þeirra tekur mikinn toll. Þannig varnarleikur getur verið tvíeggjaður því að með því að fara svo langt út á völlinn, geta opnast miklar glufur. Það má segja að línumenn og hornamenn andstæð- inganna fái „ferðaleyfi" eftir lín- unni, fyrir aftan varnarmennina. Það var þó enginn ferðahugur í leikmönnum KA, þeir nýttu sér ekki þá möguleika sem boðið var upp á. Sjaldan sáust leikmenn á SÓKNARNÝTING Fyrsti leikur liðanna í úrslitum íslandsmótsins, leikinn I Mosfellsbæ sunnudaginn 6. ap * „ Afturelding KA Mörk Sóknir %_Mörk Sóknir % 16 23 62 F.h 12 23 52 11 26 42 S.h 13 27 48 27 49 55 Alls 25 50 50 10 Langskot 9 5 Gegnumbrot 3 5 Hraðaupphlaup 1 1 Hom 2 : 3 Lína 6 3 Víti 4 1997. Aftureldingu knöttinn, Sigurður Sveinsson skoraði eftir gegnum- brot, 26:22. Óvænt spenna undir lokin Spennan var mikil, spennufall hjá Aftureldingu, en KA-menn gerðu örvæntingarfulla tilraun til að klóra í bakkann. Duranona skor- aði með langskoti og bætti öðru marki við úr vítakasti, 26:24, þeg- ar 59 sek. voru eftir. Afturelding missir knöttinn, Duranona á línu- sendingu á Leó Örn Þorleifsson sem skorar, 26:25. 24 sek. eftir og spennan mikil. KA-menn fara að leika maður gegn manni, freista þess að ná knettinum, jafna og komast í fram- lengingu. Leikmenn Aftureldingar fara í sókn, tveir leikmenn þeirra eru með knöttinn við vítateigslínu, þeir voru hræddir, sendu knöttinn á milli sín, ekki tvisvar heldur þrisv- ar. Það var þá sem Sigurður Sveins- son tók af skarið og skoraði, 27:25, - sex sek. eftir af leik, þær dugðu ekki KA-mönnum. Aftureldingarmenn voru vel að sigrinum komnir - þeir léku betur, voru grimmari og ákveðnari í öllum aðgerðum sínum. Bjarki Sigurðsson var bestur þeirra, þá gerði Ingi- mundur Helgason vel, Bergsveinn Bergsveinsson varði vel í seinni hálfleik og þá sýndi Gunnar Andrés- son góðan kafla. KA-menn náðu sér aldrei vel á strik, hvorki í sókn né vörn. Sergei Zisa og Leó Örn voru bestir þeirra. LIÐSSTJÓRI KA-liðsins gerði mistök, þegar staðan var 12:10. Eftirlitsdómarinn, Kjartan Steinbeck, stöðvaði leikinn, þar sem átta leik- menn KA-liðsins voru inná. Áttundi leikmaðurinn var kallaður af leikvelli og einum leikmanni KA var visað af velli. Varði þrjú skot Aftureldingar- manna í röð GUÐMUNDUR A. Jónsson, markvörður KA, náði sér á strik undir lok leiksins, en of seint. Hann varði þrjú skot í röð í einni sókninni - fyrst skot úr homi, þá skot af línu og aftur skot af línu. Bjarki nálgast markametið BJARKI Sigurðsson, Aftureld- ingu, nálgast markametið í úrslitakeppninni í handknatt- leik. Bjarki hefur skorað 186 mörk fyrir Víking og Aftur- eldingu frá því að úr- slitakeppnin var tekin upp 1992. Metið á Valdimar Gríms- son, sem skoraði 199 mörk fyrir Val og KA. Ólafur Stef- ánsson kemur næstur á blaði, skoraði 190 mörk fyrir Val. Morgunblaðið/Golli SIGURÐUR Sveinsson (9), Alex Trúfan og Sigurjón Bjarnason fagna síðasta marki Aftureldingar, sem Sigurður skoraði eftir samleik hans og Trúfans. ferðinni í „línudansi“ og það var ekki oft sem KA-menn nýttu sér leikfléttur tveggja manna til að riðla vörninni hjá Aftureldingu - snöggum leikfléttum, sem hefðu hæglega getað endað með send- ingu inn á leikmann, sem vari á auðum sjó fyrir framan markið. Þannig fléttur hefðu rekið varnar- menn Aftureldingar til baka og við það opnað færi fyrir „fallbyssu- skot“ Duranona. Það var ekki laust við að mig langaði inn á völlinn, til að fá „ferðaleyfi" - það er önn- ur saga, snúum okkur að gangi leiksins. Afturelding með yfirhöndina Aftureldingarmenn náðu fljót- lega yfirhöndinni, sóknarnýting þeirra var góð til að byija með. Þeir náðu mest fjögurra marka for- skoti, 10:6, og staðan í leikhléi var 16:12. Það var ekki fyrr en staðan var 11:8 að Duranona náði að skora. Það var greinilegt að varnarleikur Aftureldingar hafði slegið KA- menn út af laginu. Markverðir liðanna höfðu sig lítið í frami í fyrri hálfleik, vörðu örfá skot. Bergsveinn Bergsveinsson fór aftur á móti á ferðina í seinni hálf- leik og átti mikinn þátt í að Aftur- elding náði sex marka forskoti, 22:16, eftir að staðan var 18:16 og KA-menn að gera sig líklega til að koma inn í leikinn af fullum krafti. Þegar hér var komið sögu tók Gunnars Andrésson til sinna ráða, skoraði tvö mörg eftir gegnumbrot og eitt með langskoti, staðan orðin 25:19 og sigur Aftureldingar virtist í öruggri höfn. Svo var þó ekki, Guðmundur A. Jónsson kom aftur í mark KA og fór að verja, leik- menn KA skoruðu þijú mörk í röð - Sverrir A. Björnsson tvö og stað- an orðin 25:22 þegar 4,38 mín. voru til leiksloka. Þá var Gunnari Andréssyni vikið af leikvelli fyrir að stöðva Alfreð Gíslason í hraða- upphlaupi. KA-menn einum fleiri, en slæm sending Duranona færði „Mínir menn andlausir" Þannig vörðu þeir Bergsveinn Bergsveinsson, Aftureldingn: 14 (Þar af sex skot sem knötturinn fór aftur til mótherja). 7 (2) langskot, 4 (1) úr horni, 2 (1) eftir gegnumbrot, 1 af línu. Sebastian Alexandersson, Aftureldingu: 1/1. 1 (1) vítakast. Guðmundur A. Jónsson, KA: 7 (þar af þrjú sem knötturinn fór aftur til mótherja). 3 langskot, 3 (2) af línu, 1 (1) úr horni. Hermann Karlsson, KA: 5. 2 langskot, 2 úr horni, eitt af línu. Það var dauðaþögn í búningsklefa KA-manna eftir leikinn, menn voru niðurlútir og Alfreð Gíslason var óhress. Þegar hann var spurður hvort að varnaraðgerðir Aftureld- ingar hefðu komið honum á óvart — og hvers vegna leikmenn hefðu ekki nýtt sér veikleika þannig varnar, sagði hann: „Ég vissi það fyrirfram, að Afturelding myndi leika þannig varnarleik — leikmenn liðsins myndu koma langt út á völlinn til að hindra sóknarleik okkar. Við náð- um okkur aldrei á strik, leikmenn voru andlausir og reyndu lítið að hreyfa sig án knattar til að riðla vörn Aftureldingar. Það er einkennilegt að við þurfum sextíu mínútur til að ná áttum gegn mótheij- um okkar. Við töpuðum fyrsta leiknum gegn Stjörnunni og einnig fyrsta leiknum gegn Haukum, en unnum síðan tvo leiki í röð. Ég ætla að vona að sagan endurtaki sig gegn Aftureldingu, að leikmenn mínir herði sig upp og geri ekki sömu mistökin aftur. Við fórum illa með færin okkar, þegar við áttum aðeins markvörðinn eftir.“ Einar Þorvarðarson, þjálfari Aft- ureldingar, var ánægður með sigur- inn. „Ég veit vel að varnarleikurinn sem við lékum tekur mikinn toll, leikmenn eru á fullri ferð bæði í vörn og sókn. Varnarleikurinn hélt gegn KA og við höldum áfram að leika hann á meðan hann gefst vel. Við erum einnig með önnur varnar- kerfi uppi í erminni." Er það ekki áhyggjuefni hvernig þið missið niður öruggt forskot — sex marka forskot gegn KA, niður í eitt mark? „Jú, ég er að sjálfsögðu ekki ánægður með það. Það er eins og leikmenn fari að slaka á og vanda ekki skotin. Við verðum að setja undir þennan leka.“ ENGLAND: 2 1X 121 122 X12X

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.