Morgunblaðið - 08.04.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.04.1997, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR KNATTSPYRNA Glæsimark Rúnars og óvæntur sigur Elfsborg Landsliðsmennirnir Rúnar Krist- insson og Sigurður Jónsson skoruðu fyrir lið sín í 1. deild í ■■■■■■ Svíþjóð en deiidar- GrétarÞór keppnin hófst í gær- Eyþórsson kvöldi. Óvæntustu úrslitin urðu í Elfs- ra Sviþjoð borg þar sem Krist- ján Jónsson og samheijar tóku Svíþjóðarmeistara Gautaborgar í kennslustund og unnu 3:0. „Þetta var mjög góður leikur hjá okkur,“ sagði Kristján sem lék sem hægri bakvörður og átti mjög góð- an leik en hann hefur fengið góða dóma í fjölmiðlum að undanförnu. „Venjulega er nýliðunum spáð faili og svo var einnig að þessu sinni en úrslitin urðu sjálfsagt áfall fyrir sérfræðingana því nýliðar Ljung- skile sigruðu líka.“ Kristinn sagði að liðið hefði fengið góðan stuðning hjá 16.000 áhorfendum og mót- staðan hefði komið meisturunum á óvart. Rúnar gerði gull af marki þegar Örgryte vann Trelleborg 2:0. Snemma í seinni hálfleik var hann við vítateigshornið hægra megin, skaut með vinstri og skömmu síðar var boltinn í samskeytunum fjær. Þetta gaf heimamönnum rétta tón- inn og þeir gerðu annað mark áður en yfir lauk. „Það var ánægjulegt að skora og stigin eru mikilvæg," sagði Rún- ar við Morgunblaðið en helstu styrktaraðilar félagsins kusu hann mann leiksins. „Þó Trelleborg sé ekki hátt skrifað er erfitt að leika á móti liðinu en undanfarin tvö ár höfum við aðeins fengið eitt stig í fjórum innbyrðis viðureignum. Að þessu sinni lékum við mótheijana sundur og saman og sýndum góðan leik en næst er það nágrannaslagur við Gautaborg sem verður þrautin þyngri, ekki síst eftir tap meistar- anna fyrir Elfsborg." Örebro gerði 1:1 jafntefli í Öster og skoraði Sigurður úr vítaspyrnu fyrir gestina á 58. mínútu. Arnór Guðjohnsen lék á hvern mótheijann af öðrum og þegar hann var einn á móti markverðinum felldi sá síðar- nefndi íslendinginn. Dómarinn sýndi markverðinum þegar rauða spjaldið og dæmdi fyrrnefnda vítaspymu. Hlynur Birgisson leikur líka með Örebro en Skagamaðurinn Stefán Þórðarson er ekki byijaður að spila með Öster eftir uppskurð í vetrar- byijun. Einar Brekkan og félagar í Vást- erás sóttu Maimö heim og töpuðu 2:0. AIK vann Helsingborg 2:1 og Ljungskile vann Norrköping með sama mun. Kluivert ekki meira með Ajax PATRICK Kluivert, hinn tví- tugi sóknarmaður Ajax leikur varla meira með þvl félagi. Hann meiddist í landsleik með Hollendingum gegn Tyrkjum á miðvikudaginn í síðustu viku og verður að gangast undir uppskurð. Kluivert vildi ólmur leika með Ajax gegn Juventus í undanúrslitum Evrópukeppninnar, en lækn- ar Ajax hafa ákveðið að hann verði skorinn upp vegna meiðsla á hægra hné, aðeins nokkrum klukkustundum áð- ur en liðin mætast á morgun. Það er því Jjóst að Kluivert mun ekki leika meira með Ajax því hann verður að minnsta kosti sex vikur að ná sér og eftir keppnistimabilið fer hann til AC Milan. Guðni og félagar ör- uggir upp Barcelona á enn von NÚ þegar aðeins tiu umferðir eru eftir af keppnistímabilinu á Spáni virðist Ijóst að einungis Barcelona getur veitt Real Madrid einhverja keppni um spænska meistaratitiiinn í knattspyrnu. Lið Real Betis, sem er í þriðja sæti, kastaði frá sér sigri á heimavelli sínum á sunnudag og er nú níu stigum á eftir Real Madrid sem gerði aðeins markalaust jafntefli á heimavelli gegn Compostela í gærkvöldi. Real er sjö stigum á undan Barcelona. Framheijinn Predrag Mijatovic hjá Real fékk nokkur góð tæki- færi til að skora í fyrri hálfleik ■■■■■■■ gegn Compostela en Ásgeir nýtti ekkert. Gest- Sverrisson irnir fengu einnig skrifar marktækifæri og frá Spáni voru óheppnir að fá ekki vítaspyrnu í síðari hálfleik þeg- ar Fernardo Hierra braut á Lyub- oslav Penev í teignum. Á lokasekúndum leiksins átti Raul Gonzaiez svo hælspyrnu í stöng Compostela marksins og varnarmaður náði að spyrna frá áður en nokkur Real-maður komst að boltanum. Lið Barcelona vann auðveldan 4-0 sigur á Sporting Gijon á heima- velli sínum, Camp Nou, á sunnu- dag. Barcelona náði 2-0 forustu í fyrri hálfleik með mörkum þeirra Giovanni og Ivan de la Penya eftir að vörn Sporting hafði verið grátt leikin. Brasiiíumaðurinn Ronaldo bætti þriðja markinu við á 61. mín- útu og heyrði til tíðinda að það gerði hann með skalla en síðasta markið kom á 88. mínútu þegar Pizzi skoraði eftir góðan undirbún- ing þeirra Oscars og Ronaldos. Þetta var 25. mark Ronaldos á þess- ari leiktíð og virðist hann ótrauður stefna að því að verða pichichi, markakóngur spænsku fyrstu deild- arinnar, þetta árið. Leikmenn Sporting áttu dapran dag, liðið sýndi enga baráttu, átti engin færi og sigur Barcelona var öruggur þó svo að leikmenn liðsins sýndu engan stórleik. Mikil gleði ríkti eftir leikinn í herbúðum Barcel- ona og hún var ekki minni fyrir þær sakir að körfuboltalið félagsins varð bikarmeistari á sunnudag. „Þetta er ekki búið. Enn eru tíu umferðir eftir,“ sagði Bobby Robson, þjálfari Barcelona, að leik loknum. Kæruleysið kostaði sigur Áhorfendur troðfylltu Benito Villamarin-leikvanginn í Sevilla þegar heimamenn í Betis tóku á Reuter BRASILÍUMAÐURINN Ronaldo hjá Barcelona skorar með skalla gegn Sportlng Gljon um helg- ina. Þetta var 25. mark þessa unga snillings í spænsku deildinni í vetur. BOLTON Wanderers gull- tryggði sér sæti í ensku úr- valsdeildinni í knattspyrnu næsta vetur með sigri, 2:1, á QPR um helgina. Bolton féll úr hópi þeirra bestu síðasta vor þannig að dvölin í 1. deild var aðeins einn vetur. Yfirburðir Bolton i deild- inni eru miklir; liðið hefur nú 17 stiga forskot á Barns- ley, sem er í öðru og á einn leik til góða, og Wolves er í þriðja sæti - 18 stigum á eft- ir Bolton. Guðni Bergsson, fyrirliði Bolton, lék nyög vel með lið- inu í vetur en hefur ekki leik- ið með síðustu vikurnar vegna meiðsla. Dómari myrtur BRASILÍSKI dómarinn Valm- ir da Silva var skotinn til bana, eftir neðrideildarleik i bænum Parana. Da Silva rak einn leikmann af velli og eftir ieikinn skaut leikmaðurinn, sem þoldi ekki mótlætið, dóm- arann með fyrrgreindum af- leiðingum. móti Racing frá Santander. Heima- menn náðu þægilegri forustu í fyrri hálfleik með sjálfsmarki Aibertos og marki frá Alfonso, sem var hans 23. á tímabilinu, og veitir hann því enn Ronaldo keppni um marka- kóngstitilinn. Leikmenn Betis gáfu eftir á lokamínútum hálfleiksins sem kostaði mark. í síðari hálfleik gekk allt á afturfótunum hjá heima- mönnum sem köstuðu frá sér unn- um leik á 88. mínútu þegar Alberto bætti fyrir mistökin í fyrri hálfleik, skoraði og tryggði gestunum jafn- tefli, 2-2. Betis er enn í þriðja sæti deildarinnar með 64 stig og er nú tveimur stigum á eftir Barcel- ona. Heppnissigur Deportivo Deportivo La Corunya heldur fjórða sætinu eftir 1-0 heppnissig- ur á Zaragoza á heimavelli. Deport- ivo hóf leikinn af krafti og eina markið kom eftir sérlega glæsilega sókn á 34. mínútu þegar sóknar- menn Deportivo tættu í sundur vörn andstæðinga með hröðu samspili. Gestirnir vöknuðu til lífsins í síðari hálfleik og voru óheppnir að ná ekki jafntefli. Gengi meistaranna í Atletico de Madrid heldur áfram að vera rysj- ótt og liðið sýnir lítinn sem engan stöðugleika. Áð þessu sinni steinlá Atletico gegn Oviedo sem sigraði 4-1. Atletico er hins vegar áfram í 5. sæti með 55 stig. Spennan magnast á botninum Spenna er nú tekin að magnast á botni spænsku fyrstu deildarinn- ar. Lið Hercules frá Alicante vann annan sigur sinn í röð að þessu sinni gegn Real Sociedad 2-1 og er nú í þriðja neðsta sæti eftir að hafa verið lengi á botninum. Það sæti vermir nú fyrrum stórlið Sev- illa sem gerði 0-0 jafntefli á úti- velli gegn Athletic de Bilbao. Ein- ungis gott gengi Betis kætir knatt- spyrnuhjörtun í Sevilla þessa dag- ana. Annað botnlið sem tekið hefur mikinn kipp í síðustu umferðum er Extremadura, sem vann örugg- an og mikilvægan 3-0 sigur á liði Logronyes, sem er nú í næstneðsta sæti með 28 stig eins og Hercules. Extremadura er hins vegar komið upp í 16. sæti með 35 stig en munurinn á botnliðunum er lítill og ljóst að hörð fallbarátta er í uppsiglingu í spænsku knattspyrn- unni. HANDKNATTLEIKUR Þjóðverjar eiga þijú lið í úrslitum l^jóðveijar eiga möguleika á að hampa þremur titlum í Evr- ópumótum félagsliða kvenna í handbolta og Danir eiga tvö lið í úrslitum en seinni undanúrslita- leikirnir fóru fram um helgina. Danska liðið Viborg sló Ferenc- varos frá Ungveijalandi út úr meistarakeppninni, vann 23:19 í Búdapest og 50:43 samanlagt. Viborg mætir spænska liðinu Mar Vaiencia sem vann austurrísku Evrópumeistarana Hypo Niede- rösterreich með einu marki, vann 34:22 heima en tapaði 26:15 úti. Rússneska liðið Istochnik Rostov vann Larvik frá Noregi 28:25 í Evrópukeppni bikarhafa og það nægði, því norska liðið undir stjórn Kristjáns Halldórsson- ar vann fyrri leikinn 33:30 og féli úr keppni á færri mörkum gerðum á útivelli.. Istochnik mætir þýska liðinu Vfb. Leipzig í úrslitum en Þjóðveijarnir unnu ZRK frá Júgó- slavíu 33:21 eftir að hafa tapað útileiknum 23:18. Dortmund frá Þýskalandi og Robit Olimpija frá Slóveníu leika til úrslita í EHF-keppninni. Þýska liðið tapaði 20:19 fyrir Otelul Gal- ati í Rúmeníu en vann fyrri leikinn 26:16. Robit vann Vasas frá Ung- veijalandi 26:24 og 21:17. Frankfurter frá Þýskalandi vann IK Junkeren frá Noregi 28:23 og 27:26 í borgakeppninni og mætir Ikast frá Danmörku í úrslitum en Ikast vann Silcotub Zalau frá Rúmeníu 29:23 eftir að hafa tapað 24:21 úti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.