Morgunblaðið - 13.04.1997, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.04.1997, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ - AUGLÝSING Spyrlar- kvöldvinna Hagvangur hf. er leið- andi fyrirtæki á íslandi á sviði markaðsrannsókna. Starfsfólk Hagvangs er vel menntað og hefur víðtæka reynslu á ýmsum sérsviðum. Með virkum tengslum við GfK Europe Ad Hoc Research, sem er stærsta fyrirtæki í Evrópu á sviði markaðsrannsókna, býðst viðskiptavinum aðgangur að mikilli þekkingu og reynslu sem spannar breitt svið. Hjá Hagvangi starfa á annan tug fastráðinna sérfræðinga og 20 spyrlar í hlutastarfi. Vegna aukinna umsvifa óskar Hagvangur hf. eftir að ráða til starfa nokkurn fjölda spyrla sem starfa munu á kvöldin við framkvæmd spurningakannana á vegum Hagvangs. Um er að ræða laus- ráðningar. Leitað er eftir einstaklingum, 25 ára og eldri, sem eru tilbúnir að vinna að lág- marki 5 kvöld í viku og frá klukkan 2-6 um helgar þá daga sem kannanir standa yfir. Hæfniskröfur: Góð tölvukunnátta og reynsla í notkun Windows umhverfis er áskilin. Viðkomandi þurfa að vera liprir í mann- legum samskiptum, stundvísir og ábyrgðarfullir. Spyrlar þurfa að getað starfað reglubundið yfir vetrartímann, en minna yfir sumartimann. Umsækjendur þurfa að gangast undir hæfnispróf sem snýr að tölvukunnáttu og framsögu. Væntanlegir spyrlar munu fá þjálfun íframkomu, almennun atriðum varðandi framkvæmd á skoðana- könnunum svo og notkun tölvukerfis. Athugið að upplýsingar um störfiri verða ekki gefnar ( síma. Umsækjendum er bent á að senda skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á umsóknareyðublöðum sem þarfást. Umsóknir skulu merktar „Spyrlar". Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl nk. Með allar umsóknir verður farið með sem trúnaðarmál. Hagvangur hf Skeifan 19 108 Reykjavík Sími: 581 3666 Bréfsími: 568 8618 Netfang: hagvang@tir.skyrr.is Veffang: h tt p ://www. a p p I e. i s /hagvangur HAGVANGUR RADNINGARMÚNUSIA Rétt þekking á réttum tíma -fyrir rétt fyrirtæki PÓSTUR OG SÍMI HF Fjarskiptanet óskar að ráða til starfa verkfræðinga, tæknifræðinga og/eða tölvunarfræðinga Um er að ræða eftirfarandi störf: • Starf í rannsóknarhópi fyrirtækisins sem tek- ur þátt í alþjóðlegum rannsóknarverkefnum. Góð þekking á UNIXtölvukerfum ásamt góð- ri enskukunnáttu er skilyrði. Þekking og reynsla á tölvunetum er æskileg. • Starfvið hönnun og þróun tæknilegs eftir- litshugbúnaðar sem nota á við daglegan rekstur símstöðvakerfisins. Góð þekking á rekstri og forritun UNIX tölvukerfa og/eða viðmótsforritun í Powerbuilder, Visual C++, Visual Basic eða Delphi er skilyrði. • Starf við uppbyggingu og tæknilegan rekstur fjarskiptanetsins. Starfið felst einkum í vinnu við merkja- og stjórnkerfi símstöðvakerfisins og við samnetið. Reynsla af fjarskiptatækni er æskileg. • Starf við gerð áætlana um jarskiptalagnir í notendakerfum og tæknilegan rekstur þeirra. Starfið felst einkum í uppbyggingu breiðbandsnetsins. Póstur og sími hf. er þjónustufyrirtæki og viðskiptavinir þess eru allir landsmenn. Hjá fyrirtækinu vinna 2.400 starfsmenn. Fjarskiptanet Pósts og síma hf. ber ábyrgð á uppbyggingu og tæknilegum rekstri fjarskipta-kerfa fyrirtækisins og tölvukerfum þeim tengdum. Nánari upplýsingar veita Hilmar Ragnarsson, forstöðumaður Símstöðvadeildar, í síma 550 6302 og Snorri Olgeirsson, deildarstjóri í Not- endalínudeild, í síma 550 6741. Umsóknum skal skila fyrir 23. apríl nk. til: Pósts og síma hf., skrifstofu Fjarskiptanets, Landssímahúsinu v/Austurvöll, 150 Reykjavík. ói b6< Eftirlits- og viðhaldsmaður Rafvirki - rafvélavirki Við leitum að starfsmanni til eftirlits- og viðhaldsstarfa fyrir öflugt framleiðslufyrirtæki í Reykjavík. Helstu starfs- og ábyrgðarsvið: »- Viðhald og viðgerðir á frysti- og kælitækjum. »- Þjónustuheimsóknir til viðskiptavina. »- Fyrirbyggjandi viðhald og gerð viðhaldsáætlana. Við Ieggjum áherslu á: »- Þjónustulund og samskiptahæfni. »- Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð. »- Reglusemi og stundvísi ► Enskukunnáttu, vegna fræðslu og námskeiða erlendis. Þetta er nýtt og áhugavert framtiðarstarf, fyrir metnað- arfullan mann með góða rafmagns- og vélaþekkingu. Æskilegt að nýr starfsmaður geti hafið störf fljótlega. Nánari upplýsingar veitir Benjamín Axel Árnason hjá Ábendi. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Vinsamiegast sækið um i eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar sem fyrst, en í síðasta lagi fyrir hádegi 20. apríl 1997 A Á B E N D I R Á Ð G I Ö F & RÁÐNINGAR <S^>I LAUGAVEGUR 178 SÍMI: 568 90 99 FAX: 568 90 96 ísafoldarprentsmiðja ehf. er ein stærsta prentsmiðja landsins. ísafoldarprentsmiðja var stofnuð árið 1877 og verður því 120 ára á þessu ári. ísafoldarprentsmiðja býöur uppá mjög fjölbreytta prentþjónustu og leggur áherslu á vönduð vinnu- brögð, hraða og góða þjónustu. Hjá ísafoldarprentsmiðju starfa f dag um 40 starfsmenn. Vegna aukinna umsvifa óskar ísafoldarprentsmiðja eftir að ráða nýja prentsmiði til starfa. ► Prentsmiðir Viö leitum að fólki með reynslu í 4 lita skeytingu, útkeyrslu og með góða tölvuþekkingu. Við leitum að kraftmiklum og drífandi starfsmönnum. Nánari upplýsingar verða veittar hjá verkstjóra forvinnsludeildar ísafoldarprentsmiðju í síma 550 5982 og hjá Ábendi. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaóarmál. Vinsamlega sækið um á eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu. Ábendis sem fyrst, en f síðasta lagi fyrir hádegi föstudaginn 18. apríl n. k. a ^ <c r^j >1 SUNNUDAGUR 13. MARZ 1997 B 9 BYGGINGAVERK- EÐA TÆKNIFRÆÐINGUR Olíufélagið hf. óskar eftir að ráða byggingaverkfræðing eða byggingatæknifræðing til starfa í fasteigna- og framkvæmdadeild Olíufélagsins hf. Deildin sér um rekstur fasteigna og viðhald, hönnun og byggingastjórn nýframkvæmda. Meginverksvið verk- eða tækni- fræðingsins er verkefnastjórnun auk hönnunar og tölvuvinnslu. Auk þess sfarfar hann m.a. að eftirfarandi verkefnum: Vióhaldi fasteigna Olíufélagsins hf. Eftirlit meö framkvæmdum. Kostnaöaruppgjöri framkvæmda. Umsjón meö eígna- og tækjaskráningarkerfi. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólanámi á sviði byggingaverkfræði eða tæknifræði og hafa góða þekkingu á tölvuvinnslu og notkun Auto Cad forrits auk reynslu í hönnun bygginga og mannvirkjagerðar ásamt, byggingareftirliti og verkefnastjórnun. Ef þú telur þig uppfylla ofangreind skilyröi og ert metnaöarfullur einstaklingur meö áhuga á aö starfa hjá framsæknu fyrirtæki - þá er þetta rétta starfið fyrir þig. Upplýsingar veitir Ingvar Stefánsson starfsmannastjóri og Stefán Guðbergsson, forstöðumaður fasteigna- og framkvæmda- deildar. Umsóknum um aldur, menntun og fyrri störf skal skila fyrir 17. aprfl nk., merkt: Olíufélagið hf. b/t Ingvars Stefánssonar Suöurlandsbraut 18 108 Reykjavík Olíufélagið hf. er alíslenskt olíufélag og eru hluthafar um 1300. Samstarfssamningur Olíufélagsins hf. við EXX0N veitir þvl einkarétt á notkun vörumerkis ESS0 á íslandi, án þess að um eignaraðild sé að ræða. Olíufélagið hf. er stærsta olíufélagið á Islandi með um 42% markaðshlutdeild. Höfuðstöðvar Olíufélagsins hf. eru að Suðurlandsbraut 18 í Reykjavík en félagið rekur 130 bensín- og þjónustustöðvar vítt og breitt um landið. Á árinu 1996 voru starfsmenn Olíufélagsins hf. um 290. Olíufélagið hf Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Síðumúla 39 • Sími: 588 8500 • Bréfasími: 568 6270 Deildarstjóri félags- starfs Deildarstjóri félagsstarfs við Dvalarheimili aldraðra, Hjallaseli 55 (Seljahlíð) óskast í 100°/ starf frá og með 1. maí 1997. Starfið erfólgið í skipulagningu, umsjón og þátttöku í félags- starfi fyrir íbúa Seljahlíðar. Æskilegt er að um- sækjendur hafi reynslu af félagsstörfum með öldruðum. Umsóknarfrestur ertil 25. apríl nk. og skal um- sóknum skilað til Seljahlíðar á eyðublöðum sem þar fást. Nánari upplýsingar veitir María Ríkarðsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri í síma 557 3633 milli kl. 10 og 12 virka daga. Hjúkrunarfræðingar/ sjúkraliðar Hjúkrunarfræðingur óskast á næturvaktir og til sumarafleysinga við Hjúkrunarheimilið að Droplaugarstöðum, Snorrabraut 58. Einnig vantar sjúkraliða til sumarafleysinga. Umsóknum skal skilað til Droplaugarstaða, á eyðublöðum sem þar fást. Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Bernhöft, forstöðumaður í síma 552 5811 fyrir hádegi næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.