Morgunblaðið - 13.04.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.04.1997, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ >J0 B SUNNUDAGUR 13. APRÍL 1997 „Ég er fædd á Akranesi árið 1957 en flutti þaðan með foreldrum mínum og systkinum til Reykjavíkur þegar ég var rétt rúmlega þriggja ára. Foreldrar mínir eru Halldór Sigurður Backman, fyrrverandi byggingarmeistari, og Jóhanna Dagfríður Arnmundsdóttir. Mamma er ættuð af Skaganum en pabbi var fæddur hér í Reykjavík. Við erum fjögur systkinin. Hin eru Ammund- ur Sævar, hæstaréttarlögmaður, Inga Jónína, söngkona og Erpst Jóhannes, auglýsingateiknari. Ég var oft uppi á Skaga hjá afa og ömmu á sumrin og fór kannski i svona mánuð í það sem ég kalla fitunarbúðir. Amma lagði mikið upp úr því að ég færi bústin heim. Ég var voðaleg písl sem lítið barn. Það var mjög notalegt að dvelja hjá afa og ömmu og andlega næringu fékk maður ómælda og ekki amalegt að fá að príla um i rabbabaragörðum og að stela einni og einni rófu. For- eldrar mínir voru vinstri sinnuð. Pabbi átti stóran þátt í uppbyggingu á félagsheimilinu Rein. Það var mik- il félagsskapur í kringum pólitíska starfíð í gamla daga og heimili okk- ar var oft eins og hótel fyrir sósíal- ista af Vesturlandi. Það var mikil félagsandi ríkjandi og oft ýmsar heimspekilegar vangaveltur lengi fram eftir.“ Manstu hvenær þú fórst fyrst í leikhús? „Ég var átta eða níu ára. Þá höfðum við búið í Reykjavík í nokk- ur ár. Fyrstu leikritin sem ég sá voru Dýrin í Hálsaskógi og Ferðin til tunglsins í Þjóðleikhúsinu. Svo fór ég að fara reglulega í leikhús þegar ég var orðin nemandi í Gagn- fræðaskóla Réttarholts. Fyrsta skiptið sem ég fór í Þjóðleikhúsið eftir að ég var komin í skólann var í fyrsta bekk og þá lét ég sauma á mig gulan kjól til hátíðabrigða, því það var svo fínt að fara í leikhús." Höfðu foreldrar þínir áhuga á leiklist? „Já, og pabbi var alltaf með ann- an fótinn í áhugaleikhúsinu uppi á Skaga. Við bjuggum á Skagabraut 5 og þar bjuggu einnig Asgerður Gísladóttir og Sigurður Guðmunds- son, lögga, og Asa var framarlega í leikfélaginu og ég sótti ýmsar hugmyndir til fólks í kringum mig og varð fyrir áhrifum frá þessu fólki mjög snemma. Ásu fannst alltaf að ég ætti mjög auðvelt með að setja mig inn í aðstæður annarra og hef- ur stundum minnt mig á það síðar. Ég held ég hafi fyrst áttað mig á því að leikarastarfið var möguleiki þegar ég skoðaði myndir frá áhuga- leikfélaginu á Skaganum, mjög skemmtilegar myndir. Þá grunaði mig að ég ætti eftir að leggja þetta fyrir mig síðar. I Gagnfræðaskólan- um byijaði ég svolítið að fást við leiklist. Við vorum saman í bekk ég og Bergþór Pálsson og ákváðum að fara á námskeið í leiklist. Þetta voru aðallega raddæfingar og upp- Iestur. Okkur fannst æfingamar sprenghlægilegar og gátum illa ein- beitt okkur en hlógum þeim mun meira. Mér fannst nú erfitt að koma fram og var svolítið taugaóstyrk og ætlaði að læra þetta betur.“ Hlutverk í leikhúsum, kvikmyndum og sjónvarpi Er það þá í framhaldi af þessum fyrstu kynnum þínum af leiklistinni að þú ákveður að gerast leikkona? „Nei, það var síðar. Ég gerði það upp við mig þegar ég fór til Olafsvík- ur og var þar við kennslu einn vetur eftir stúdentspróf úr menntaskóla. Þá fann ég að þetta togaði í mig og ég ákvað að fara í inntökupróf, með gott veganesti þaðan að vestan og innritaðist í Leiklistarskóla ís- lands árið 1978 og útskrifast síðan árið 1982. Helstu kennarar við skól- ann á þessum árum vom Helga Hjörvar, Hilde Helgason, Guðmunda Elíasdóttir, sem kenndi mér söng, Fjóla Ólafsdóttir, Arnar Jónsson, Sigmundur Öm Amgrímsson, Hallmar Sigurðsson, Eyvindur Er- lendsson og Ritvu Siikala, finnsk leikstýra. í Leiklistarskólanum var kennd leiklistarsaga og svo undirstöðuatr- iðin og tæknileg fög, leiktúlkun, spuni, raddbeiting, upplestur og svo vom einkatímar í leikfimi og gífur- lega mikil áhersla lögð á líkamlega færni. Námið reyndist mér ákaflega Morgunblaðið/Þorkell > EDDA Heiðrún verður aðalhlutverkinu Goldu í Fiðlaranum á þakinu sem Þjóðleikhúsið er að frumsýna um þessar mundir. „ÉG HEFÐIVILJAÐ LÆRA MEIRI SÖNG“ Edda Heiðrún Backman hefur það sem af er þessu leikári leikið tvö veigamikil hlutverk á stóra sviði Þi'óðleikhússins, Helgu í leikriti Olafs Hauks Símonarsonar, Þrek ogtár, og Gínu í leikriti Henriks Ibsen, Villiöndinni. Þá leikur hún aðalkvenhlutverkið í Fiðlaran- um á þakinu sem verður frumsýndur á stóra -rsviði Þjóðleikhússins um miðjan aprílmánuð. Olafur Ormsson ræddi við Eddu Heiðrúnu um leikhúsið, tónlistina, sönginn og leitaði álits leikstjóra, leikara og gagnrýnanda á ferli hennar sem leikkonu og söngkonu. EDDA Heiðrún Backman hefur leikið stór hlutverk í athyglisverðum sýning- um í Þjóðleikhúsinu síð- astliðin ár eða frá því að hún kom frá Borgarleikhúsinu eftir að hafa leikið með Frú Emilíuog Leikfélagi •.Jteykjavíkur um tíma. Þá hefur hún *einnig leikið í kvikmyndum og sjón- varpi og er nú tvímælalaust ein þekktasta leikkona okkar. Hún æfír nú af kappi fyrir næsta stórverk- efni, aðalkvenhlutverkið í Fiðlaran- um á þakinu. Edda Heiðrún býr ásamt manni sínum Jóni Axel Björnssyni, myndlistarmanni og syni sínum Arnmundi E. Bjöms- syni, sjö ára, og dóttur Jóns Axels og Sóleyjar heitinnar Eiríksdóttur, Brynju, vestarlega við Framnesveg- inn, í fallegu húsi sem byggt var á Bráðræðisholtinu fyrir um það bil ^fjórtán árum eða um svipað leyti og ýmsir starfsfélagar Eddu Heiðr- únar byggðu þar hús og til varð eins konar leikaranýlenda. Guðrún Ásmundsdóttir hefur búið í næsta nágrenni og Karl Ágúst Ulfsson, María Sigurðardóttir og Sigmundur Örn Arngrímsson áttu lengi heima í húsum á holtinu og í næsta húsi *iið heimili Eddu Heiðrúnar býr syst- ir hennar Inga Jónína sópransöng- í Villiöndinni með Pálma Gestssyni og Steinunni Ólínu Þorsteins- dóttur en að baki þeim standa Gunnar Eyjólfsson, Sigurður Sigur- jónsson, Sigurður Skúlason og Magnús Ragnarsson. kona og ofar í næsta húsi við Fram- nesveginn búa þau hjón Jón Ársæll, fréttamaður á Stöð 2 og kona hans, Steinunn Þórarinsdóttir, myndlista- maður. Það var einmun.a veðurblíða mánudag í marsmánuði þegar ég heimsótti leikkonuna , sólskin og hlýtt í veðri eftir frosthörkur og umhleypinga í allt að hálfan mánuð og einungis þrír dagar til voijafn- dægurs. Það vantaði ekkert nema þvottinn á snúrurnar og söng fugl- anna til að minna enn frekar á þann fögnuð sem framundan er í náttúr- unni þegar klakaböndin bresta og fyrstu vorboðarnir minna okkur á bjarta tíð með blóm í haga. Leikkonan skimaði út um eldhús- gluggann þegar ég gekk um hlaðið við húsið og var að vörmu spori komin að útidyrahurð og bauð mig velkominn, brosmild. Hún var stolt þegar hún sýndi mér húsið sem fað- ir hennar, Halidór heitinn Backman, átti heiðurinn af að byggja fyrir fjórtán árum og gera að jafn vistleg- um húsakynnum og raun ber vitni. Edda Heiðrún var í ljósbláum gallabuxum, í ljósbrúnu vesti utan yfir grænni skyrtu, hún er ljósskol- hærð og hafði bundið hárið í hnút aftur á hnakkann. Hún gerði í stuttu máli grein fyrir sögu hússins eftir að við höfðum sest við borð í stofu. „Pabbi byggði þetta hús fyrir fjórtán árum. Húsið var upphafiega kofi sem stóð sem úthýsi við bygg- ingu sem hét Vorboðinn og var sum- arbústaður fyrir böm róttækra for- eldra. Pabbi vildi endilega að ég notaði tækifærið og hefði þetta sem fyrstu einingu í hús. Húsið var upp- haflega við Rauðhóla." Uppruni og bernska á Akranesi og í Reykjavík Innan dyra eru "eggir hússins að mestu klæddir ljósbrúnum furupan- il. Úr stofu er gott útsýni yfír til næstu húsa og frá stofunni er yfír- byggð sólstofa þar sem Jón Axel hefur aðstöðu til að fást við teikn- un. Út frá stofunni er eldhúskrókur og á vegg við eldhúsið er portett- mynd í ramma sem vakti athygli mína og þegar ég forvitnaðist frek- ar um myndina kom í ljós að hún er eftir Ágúst Petersen myndlistar- mann og er af leikkonunni og svip- urinn er fremur alvörugefinn, ólíkur því brosi og því fjöri sem einkennir Eddu Heiðrúnu við fyrstu kynni. Ég spurði hana um fyrstu minning- ar hennar tengdar benskuárunum:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.