Morgunblaðið - 13.04.1997, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 13. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ - AUGLÝSING
TIÖNAMAÐUR
IDNMENNTUNÁSAMT
REKSTRARMENNTUN
Tryggingafélag í Reykjavík óskar eftir að ráða
tjónamann til starfa.
Starfs- og ábyrgðarsvið
Starfið er fjölbreytt og krefjandi á sviði bíla- og
eignamála. Móttaka á tilkynningum, tjónaskoðanir
og matsstörf, úrskurðir um bótaskildu og
samningagerð, afgreiðsla bóta, frágangur skjala
og skýrslugerð.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Iðnmenntun, ásamt rekstrarfræði- eða
iðnrekstrarfræðimenntun eða reyndur
vátryggingamaður.
• Hröð og vönduð vinnubrögð.
• Lipurð í samskiptum ásamt festu í samningum.
• Góð íslensku- og tölvukunnátta.
• Aðeins reyklaus einstaklingur kemur til greina.
Nánari upplýsingar veita Torfi Markússon eða
Jón Birgir Guðmundsson hjá Ráðgarði frá kl. 9-12
I síma 533 1800.
Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til
Ráðgarðs, á eyðublöðum er þar liggja frammi,
merktar: "Tryggingafélag - tjónamaður”
fyrir 19. aprll nk.
RÁÐGARÐURhf
SHÍSÍNUNARCKíREKSIRARRÁEXJfCS7
Furugsrtl 5 108 Ruykjavlk Sfml 533 1800
Fam 833 1808 Nutfang: rgmi4lun«tr*kn*t.i«
Helmsalða: http://www.treknet.ls/raUaarUur
Markaðsstarf
Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. óskar eftir
að ráða metnaðarfullan, hugmyndaríkan
starfsmann, sem hefurfrumkvæði og getur
unnið sjálfstætt að markaðs- og sölumálum.
í boði erfjölbryett og krefjandi starf í flestu
því sem viðkemur markaðs- og sölumálum
fyrirtækisins s.s. markaðsrannsóknum og vera
sölustjórum fyrirtækisins til aðstoðar við fram-
kvæmd á kynningum og söluherferðum. Sjá
einnig um auglýsingamál og samskipti við fjöl-
miðla varðandi birtingar á auglýsingum. Við-
komandi þarf að vera vanur vinnu í excel og
word tölvuvinnslu.
Krafist er háskólaprófs í viðskipta- eða
markaðsfræðum.
Laun eru samkomulag.
Áhugsamir sendi greinargóðar upplýsingar
um menntun, reynslu og fyrri störf til af-
greiðslu Mbl., merktar: „Egils 1997" fyrir 22.
apríl nk.
Upplýsingar eru ekki veittar í síma.
Farið verður með allar umsóknir, sem trúnað-
armál og þeim öllum svarað.
Ölgeröin Egill Skallagrímsson ehf. er stofnuð 1913. Ölgerðin framleiði
mikið úrval öls, gosdrykkja og þykknis. Erlendir samstarfsaðilar eru
Pepsí, Tuborg, Carlsberg, Schweppes og Guinnes. Megináhersla
er lögð á gæði hráefna og framleiðsluferils til að skila gæðavöru.
Starfsmannafjöldi fyrirtækisins er 115.
Vantar strax!
Erum að leita að 5 einstaklingum til sölustarfa.
Reynsla ekki nauðsynleg, bara viljinn til að læra
Þú færð sölu- og tækniþjálfun. Þú þarft ekki að
fjárfesta í neinu, því að vió fjárfestum í þér. Þeir
sem verða valdir geta byrjað strax. Bíll skilyrði.
Ef þú ert tilbúin(n) til að leggja á þig vinnu til
að ná árangri, pantaðu þá viðtal í síma
565 5965.
Skólastjóri
Laus ertil umsóknar staða skólastjóra Grunn-
skóla Eyrarsveitar í Grundarfirði frá og með
1. ágúst nk. Umsóknir sendist sveitarstjóranum
í Grundarfirði, Grundargötu 30, 350 Grundar-
firði, fyrir 28. apríl nk.
Nánari upplýsingar gefur Björg Ágústsdóttir
sveitarstjóri í síma 438 6630.
Kennarar
Grunnskóli Eyrarsveitar óskar eftir að ráða
kennara í almenna bekkjarkennslu, stærðfræði,
raungreinar, handmennt og myndmennt á
næsta skólaári.
Umsóknir sendist sveitarstjóranum í Grundarf-
irði, Grundargötu 30, 350 Grundar-
firði, fyrir 28. apríl nk.
Nánari upplýsingar gefur Gunnar Kristjánsson
skólastjóri í síma 438 6619.
Húsvörður
Laus er til umsóknar staða húsvarðar við
Grunnskóla Eyrarsveitar, íþróttahús og sund-
laug. Þarf að geta hafið störf í byrjun júní.
Leitað er að handlögnum og röskum starfs-
manni, sem á gott með að umgangast fólk.
Einhver verkmenntun kæmi sér vel. Umsóknir
sendist á skrifstofu Eyrarsveitar, Grundargötu
30, 350 Grundarfirði fyrir 1. maí 1997.
Nánari upplýsingar gefur sveitarstjóri í síma
438 6630.
Grundarfjörður er kauptún á norðanverðu Snæfellsnesi, í tæplega
3ja stunda akstursfjarlægð frá Reykjavík (enn styttra þegar Hvalfjarð-
argöngin verða tilbúin). Grundarfjörður er vaxandi byggðarlag og
þar er næg atvinna. í Grundarfirði búa um 950 manns og hefur íbúum
fjölgað um 25% síðustu 10 árin.
í Grunnskóla Eyrarsveitar eru í dag rúmlega 180 nemendur- og fer
fjölgandi! Unnið er að stækkun skólabyggingarinnar og ennfremur
er að fara í gang stefnumótun i skólamálum. Við leitum að skólastjóra
og kennurum sem vilja taka þátt í að gera góðan skóla betri.
Leikskólakennarar
Ennfremur vantar leikskólakennara til starfa
á Leikskólanum Sólvelli, en þar starfa um 90
börn á tveimur deildum.
Nánari upplýsingar gefa leikskólastjórar í síma
438 6645 og sveitarstjóri í síma 438 6630.
Sjúkraþjálfari, málari,
bakari!
Langar ekki sjúkraþjálfara að koma og vinna
hjá okkur í Grundarfirði? Góð aðstaða á nýrri
heislugæslustöð í Grundarfirði.
Upplýsingar gefur Hallgrímur Magnússon
heilsugæslulæknir í síma 438 6682.
Ennfremur gullið tækifæri fyrir málara og bak-
ara að setja upp starfsstöð!
Sveitarstjórinn í Grundarfirði.
Mosfellsbær
Mosfellsbæ búa um 5000 íbúar og eru börn og unglingar fjölmennur
tldurshópur. Félagsmálasvið Mosfellsbæjar annast starfsemi á sviði
élagsþjónustu s.s. félagslega ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, barnavernd,
'élagslega heimaþjónustu, málefni aldraðra, málefni fatlaðra, félags-
eg húsnæðismál, áfengisvarnarmál og vinnumiðlun. Félagsmálasvið
sinnir ennfremur sérfræðiþjónustu við grunnskóla á sviði sálfræði-
jg ráðgjafaþjónustu.
Félagsráðgjafi
Auglýstar eru lausartil umsóknartvær stöður
Félagsráðgjafa viðfjölskyldudeild, um er að
ræða hlutastörf, 75% og 50%. Starfið býður
jpp á afar fjölbreytt starfssvið. Æskilegt er að
jmsækjandi hafi reynslu af starfi á félagsmála-
stofnun og þekkingu á fjölskylduvinnu. Um-
sækjandi þarf aðvera löggiltur félagsráðgjafi.
Hann þarf að hafa reynslu á sviði félagsþjón-
jstu og vinnu með fjölskyldur. Starfið gerir
<röfu um frumkvæði, skipulagshæfileika og
næfni til samvinnu. Laun eru skv. kjarasamn-
ngi Starfsmannafélags Mosfellsbæjar og
Launanefndar sveitarfélaga.
Nánari upplýsingar veitirfélagsmálastjóri í
5Íma 566 8666.
Félagsmálastjóri.
giiiitdiiii
lIliIISElli
IlIEIIEIIII
migiiii
EIIiEIlII
iciiaiiEi
Háskóli Islands
Heimspekideild
Við heimspekideild Háskóla íslands eru laus
til umsóknartvö lektorsstörf.
Annars vegar er um að ræða lektor í dönsku
máli og bókmenntum.
Umsækjandi þarf að geta sýnt fram á fullnægj-
andi kunnáttu í íslensku til að taka virkan þátt
í stjórnunarstörfum.
Hins vegar er starf lektors í spænsku máli og
bókmenntum.
Umsækjandi skal hafa háskólapróf á sviði mál-
vísinda og bókmennta spænskumælandi
þjóða. Æskilegt er að umsækjandi geti sýnt
fram á kunnáttu í íslensku til að taka virkan
þátt í stjórnunarstörfum eða sé reiðubúinn til
að læra íslensku.
Reiknað er með að ráða í störfin frá og með
1. ágúst 1997.
Laun eru skv. kjarasamningi Félags háskóla-
kennara og fjármálaráðherra.
Umsóknarfrestur ertil 5. maí.
Umsókn þarf að fylgja greinargóð skýrsla um
vísindastörf, ritsmíðarog rannsóknir umsækj-
anda, svo og vottorð um námsferil hans og
störf. Með umsókn skulu send þrjú eintök af
vísindalegum ritum og ritgerðum umsækj-
anda, birtum og óbirtum, sem hann óskar eftir
að tekin verði til mats. Standi fleiri en einn höf-
undur að ritverki skal umsækjandi gera grein
fyrir framlagi sínu til verksins. Einnig er nauð-
synlegt að í umsókn komi fram hvaða verkefn-
um umsækjandi hafi unnið að, að hverju hann
sé að vinna og hvaða áform hann hafi ef til
ráðningar kæmi. Ennfremur er ætlast til þess
að umsækjandi láti fylgja umsagnir um
kennslu- og stjórnunarstörf sín, eftir því sem
við á.
Umsókn og umsóknargögrium skal skila á
starfsmannasvið Háskóla íslands, Aðalbygginu
við Suðurgötu, 101 Reykjavík. Starfsmanna-
svið mun svara öllum umsóknum og greina
umsækjendum frá því hvort og þá hvernig
starfinu hafi verið ráðstafað þegar sú ákvörðun
liggur fyrir.
Siri A. Karlsen, lektor í dönsku, gefurfrekari
upplýsingar um lektorsstarfið í dönsku máli
og bókmenntum í síma 525 4720 eða í tölvu-
pósti sirik@rhi.hi.is.
Margrét Jónsdóttir, lektor í spænsku, gefur
frekari upplýsingar um lektorsstarfið í spænsku
máli og bókmenntum, í síma 525 4716 eða í
tölvupósti jonsdotr@rhi.hi.is.
Einnig gefur María Jóhannsdóttir, skrifstofu-
stjórij upplýsingar um störfin í síma 525 4401
eða í tölvupósti mariaj@rhi.hi.is.
Heilsugæslustöðin Patreksfirði
Hjúkrunarforstjóri
Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöð-
ina á Patreksfirði er laus til umsóknar. Um er
að ræða 100% stöðu við H2-stöð á Patreksfirði
og innan Patreksfjarðarlæknisumdæmis. Stað-
an veitist frá 1. maí nk. eða eftir samkomulagi.
Umsóknarfrestur ertil 22. apríl. (Endurbirting
úr 8.4. sl.)
Heilsugæslustöðin á Patreksfirði, rekur heilsu-
gæslustöðvar á Patreksfirði, Bíldudal og
Tálknafirði og þjónar íbúum Vesturbyggðar
og Tálknafjarðarhrepps. íbúar á starfssvæðinu
eru um 1.700.
Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri
störf sendist Viðari Helgasyni, framkvæmda-
stjóra Sjúkrahúss og heilsugæslustöðvar,
Patreksfirði, Stekkum 1, 450 Patreksfirði.
Náriari upplýsingar um stöðuna veitir Kolfinna
Guðmundsdóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma
456 1110. Öllum umsóknum verður svarað
þegar ráðið hefur verið.
Heilsugæslustöðin á Patreksfirði.
Reyklaus vinnustaður.