Morgunblaðið - 15.04.1997, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL1997 B 9
KNATTSPYRIMA
Lizarazu til Bayern
BAYERN Miinchen hefur keypt franska
landsliðsmanninn Lizarazu frá Atletico
Bilbao á Spáni. Bayern borgaði 300 millj.
ísl. kr. fyrir Lizarazu, sem er 27 ára.
Hann skrifaði undir fimm ára samning.
Reuter
Balakov með þrennu
BÚLGARINN Krasimir Balakov
skoraði í fyrsta skipti meira en tvö
mörk í leik með Stuttgart. Hann
gerði gott betur, setti þrjú mörk of
fagnar hér þrennu sinni ásamt Glo-
vane Elber, sem skoraði eitt mark.
Þýskaland stend-
urbestaðvígi
ÞÝSKALAND sótti um að halda HM 2006
fyrir fjórum árum og stendur best að
vígi, að sögn Sepps Blatters, fram-
kvæmdastjóra FIFA. Hann sagði að staða
þess væri í raun mjög sterk en allar þjóð-
ir gætu sótt um mótshaldið og FIFA
tæki ákvörðun 2000. Þjóðveijar með
Franz Beekenbauer í fararbroddi vilja
að Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA,
komi fram sem ein heild á bak við eina
Evrópuþjóð. UEFA tekur ákvörðun um
það 17. apríl og ákveður þá hvort sam-
bandið eigi að styðja Þýskaland eða
England sem hafa sótt um mótshaldið
en Blatter sagði að UEFA þyrfti ekki
að sameinast um eina umsókn. Hann
sagði að Afríkuþjóðirnar Morokkó,
Egyptaland og Suður-Afríka vildu halda
keppnina og í Suður-Ameríku væru um-
sóknir frá Brasilíu og Argentínu sem
sýndi að baráttan stæði ekki aðeins á
milli álfa heldur einnig innan álfa.
Bæjarar á
góðri ferð
Bayern Miinchen er með fimm stiga for-
ystu í þýsku deildinni. Liðið hafði heppn-
ina með sér og vann Köln 3:2 um helgina
en Dortmund tapaði 3:2 í Duisburg og féll í
fjórða sæti. Stuttgart vann Hansa Rostock
5:1 og er í þriðja sæti með 52 stig en Leverk-
usen er með 53 stig.
ítalski miðhetjinn Ruggiero Rizzitelli var
með tvö mörk og Jrgen Klinsmann eitt fyrir
Bayern sem er með 58 stig þegar fimm
umferðir eru eftir. Þetta var sjöundi sigur
Bayern á heimavelli í röð.
Þrennan Krasimir Balakov, Giovane Elber
og Fredi Bobic skoraði fyrir Stuttgart. Bobic
byijaði þegar eftir þijár mínútur, 18. mark
hans á tímabilinu, Balakov gerði tvö mörk á
tveimur mínútum eftir hálftíma leik og Elber
afgreiddi boltann í netið á 71. mínútu eftir
sendingu frá Bobic. Marco Haber gerði
fimmta markið en Yasser Radwan minnkaði
muninn undir lokin. Þetta var ellefti leikurinn
í vetur sem Stuttgart skorar fleiri mörk en
fjögur, sem er met í Þýskalandi.
Rétt áður en leikur Dortmund byijaði kom
í ljós að Andreas Möller var með flensu og
gat ekki leikið og þar með var liðið án allra
sem annars væru í byijunarliðinu. Duisburg
byijaði vel og þegar staðan var 2:0 var ljóst
hvert stefndi. „Enn er 21 stig í pottinum,"
sagðj Ottmar Hitzfeld, þjálfari Dortmund.
„Við urðum fyrir áfalli en verðum að sigra
Bayern í staðinn.“
Portúgalinn Sosa meiddist í leiknum og
leikur ekki með Dortmund um næstu helgi -
vöðvaþræðir í læri slitnuðu.
Um næstu hegi verða tveir stórleikur,
Stuttgart mætir Leverkusen og Dortmund
tekur á móti Bayern Munchen.
Óvænt stórtap Juventus
gegn Udinese íTórínó
MIKIL spenna er nú komin í
toppbaráttuna á Ítalíu. Juvent-
us beið óvænt afhroð gegn
Udinese á heimavelli 0:3 um
helgina á meðan Parma vann
enn einn 1:0 sigurinn, í þetta
skiptið gegn Roma, og er nú
aðeins þremur stigum á eftir
Juve. Inter niðurlægði Milan í
nágrannaslag Mflanó liðanna,
sigraði 3:1 og er íþriðja sæti.
Algjört svartnætti, leikmenn
mínir voru tómir og andlaus-
ir,“ sagði Marcello Lippi þjálfari
Juventus eftir að lið
EinarLogi hans hafði beðið
Vignisson óvænt skipbrot gegn
skrifar frá Udinese á Delle Alp-
l,allu hi í Tórínó eftir
hörkugengi undanfarið. Frakkan-
um Genaux hjá Udinese var vísað
af leikvelli eftir einungis tveggja
mínútna leik fyrir svívirðingar í
garð dómarans en gestirnir létu það
ekki á sig fá og Brasilíumaðurinn
Amoroso náði forystunni úr víta-
spyrnu, sem dæmd var fyrir brot á
Þjóðveijanum Oliver Bierhoff, rétt
fyrir leikhlé.
„Gulldrengurinn" Bierhoff klár-
aði síðan leikinn fyrir Udinese á
fyrstu fjórum mínútum síðari hálf-
leiks, fyrst gerði hann hörkumark
með skalla og lagði síðan upp mark
fyrir Amoroso.
Ekkert gekk upp
hjá Juventus, lið-
ið fékk tvær víta-
spyrnur en Vieri
og Zidane só-
lunduðu þeim og
eftir að Taccin-
ITALIA
Inter niðurlægði
Milan í nágranna-
urinn verður
spennandi þótt
ég telji Juventus
eiga meiri mögu-
leika. Þetta var
slappur leikur en
þeim mun betra
að klára dæmið.
ardi var vísað af slag Möanó liðanna, Það var býsna
leikvelli er stund- -------;-----~, ------------- skrýtið að spila á
arfjórðungur var SÍQTaðÍ 31 móti „Barónin-
° --------og ljóst að
liðinn af síðari —
hálfleik var ljóst
að Juventus næði aldrei að komast
inn í leikinn. „Við vorum þreyttir,
erum nú einu sinni ekki vélmenni"
sagði „II soldatino (litli hermaður-
inn), Angelo Di Livio, landsliðsmað-
ur Juve.
Parma hefur þotið upp töfluna
síðari hluta tímabilsins, hefur dreg-
ið 13 stig á Juve í síðustu 14 um-
ferðum. Argentínumaðurinn Hern-
an Crespo tryggði Parma stigin
þijú á Ólympíuleikvanginum í Róm
í fremur slökum leik. Crespo var
síógnandi og skemmtilegar rispur
hans og enn ein snilldarframmistað-
an hjá Frakkanum Lillian Thuram
var það eina sem gladdi augað.
Parma minnkaði forystu Juve í
þijú stig og stefnir nú í hreinan
úrslitaleik um titilinn á milli liðanna
í þriðju síðustu umferð deildar-
keppninnar í Tórínó. „Endasprett-
--- um
hann á mikið
verk fyrir höndurn," sagði Carlo
Ancelotti þjálfari Parma eftir leik-
inn. „Baróninn" er Nils Liedholm,
en undir hans stjóm varð Ancelotti
meistari hjá Roma.
Liedholm er goðsögn á Ítalíu eft-
ir gifturíkan feril sem leikmaður
og þjálfari og tók í fjórða skiptið
við stjórninni hjá Roma í vikunni,
75 ára gamall.
„Ég get hughreyst Berlusconi
með því að við látum lið hans sleppa
með svona þrjú mörk,“ sagði boru-
brattur forseti Inter, Massimo Mo-
retti fyrir slag Mílanó liðanna á
sunnudaginn og leiddist greinilega
ekki ófarir Milan undanfarið. For-
setinn reyndist sannspár, Inter setti
þijú mörk, fyrst Djorkaeff úr víti
en síðan fylgdu tvö skallamörk frá
Ivan Zamorano og Maurizio Ganz.
Þeir þremenningar gerðu oft mikinn
usla í óskipulagðri vörn Milan þótt
liðið geti reyndar þakkað Gianluca
Pagliuca sigurinn en hann varði oft
frábærlega frá framheijum Milan.
Hann réð þó ekki við vel útfært
skot frá Roberto Baggio undir lok
leiksins. Leiks Sampdoria og Lazio
var beðið með eftirvæntingu og
kringumstæðurnar eilítið einkenni-
legar: Liðin heyja harða baráttu um
sæti í Evrópukeppninni og nái Samp
að skáka Lazio í þeim slag verður
Sven Göran Eriksson að láta sér
deildarkeppnina nægja næsta vetur
en hann tekur við liði Lazio í sumar
og sagt er að hann vilji fá fyrirlið-
ann Roberto Mancini með sér til
Rómar. Fyrri hálfleikur einkenndist
af dútli og dúlli hjá báðum liðum
en Samp var þó sterkari aðilinn. Á
22. mínútu síðari hálfleiks náði lið-
ið loks að brjóta ísinn, Vicenzo
Montella skoraði úr víti sem dæmt
var fyrir brot á besta manni vallar-
ins, Argentínumanninum Sebastian
Veron. Montella hefur nú gert 18
mörk í deildinni og er markahæstur
ásamt Inzaghi. Honum var kippt
útaf rétt fyrir leikslok og reyndist
það dýrkeypt, liðið fékk aðra víta-
spyrnu og án hans kom það í hlut
Mancini að taka vítið. Brenndi hann
því snyrtilega af og muna elstu
menn ekki eftir því að kempan hafi
skorað úr vítaspyrnu.
Shearer
krýndur
sá besti
ALAN Shearer, markahrókur
þjá Newcastle, var krýndur
besti leikmaður úrvalsdeild-
arinnar í Englandi á suimu-
dagskvöldið. Það voru leik-
menn deildarinnar sem völdu
hann, efnilegasti leikmaður-
inn var valinn David Beckham
hjá Manchester United. She-
arer er annar leikmaðurinn
sem hefur fengið þessa nafn-
bót tvisvar, en hann var einn-
ig valinn sá besti 1995. Hinn
leikmaðurinn er Mark Hugh-
es, leikmaður með Chelsea.
Eindhoven
lagði Ajax
PSV Eindhoven sigraði Ajax 2:0 í
toppslag hollensku deildarkeppn-
innar á sunnudag. PSV er í efsta
sæti deildarinnar með 62 stig þegar
sex umferðir eru eftir og Feyenoord
er í öðru sæti með jafn mörg stig.
Þetta var fyrsta tap Ajax í deild-
inni eftir vetrarhléið. Philip Cocu
og Belginn Gille de Bilde, sem gekk
tii liðs við félagið fyrir skömmu,
gerðu mörkin. Patrick Kluivert og
Jari Litmanen léku ekki með Ajax.
Kluivert er meiddur og Litmanen
tók út leikbann.