Morgunblaðið - 29.04.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.04.1997, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR íslenska knattspyrnulandsliðið jék tyívegis gegn fyrrum Tékkóslóvakíu ytra og í bæði skiptin fóru leikirnir fram þar sem nú heitir Slóvakía. íslendingar mæta Slóvökum í dag í vináttulandsieik í borginni Trnava. Bratislava 1981 Tékkóslóvakía sigraði 6:1 í undankeppni heimsmeistaramótsins að viðstöddum 22.816 áhorfendum. Magnús Bergs úr Val , gerði eina mark íslands og er eini Islending- urinn sem hefur skorað í landsleik þar. Kosice 1990: . jV Tékkóslóvakia sigraði 1:0 í undankeppni Evrópumótsins, að viðstöddum 30.184 áho'rféndum. Bjarni Sigurösson. Vai 7 var í marki íslandsog varði eins ög berserkur allan leikinn. Meðal leikmanna voru Guðni Bergssonj’fém þá lélímeð ______ -ingúrlnnRúnar Kristlnsson, \ sem nú leikur méðörgryté. ftéiir verða báðir með í dag. ■ HANNES Þorsteinsson frá Akranesi hefur verið ráðinn til starfa hjá Golfsambandi Islands. Verið er að fjölga á skrifstofu sam- bandsins og var Hannes valinn úr hópi 20 umsækjenda. Hannes er öllum hnútum kunnugur hjá GSÍ var í stjórn sambandsins um tíma, sá um unglingamálin þar um árabil og er auk þess golfvallahönnuður. ■ BIRKIR Krístinsson og Agúst Gylfason léku ekki með norska lið- inu Brann um helgina. Agúst er að ná sér eftir veikindi og er byrjað- ur að æfa en Birkir er enn meiddur í nára og ekki tilbúinn í markið. Brann vann Strömsgodset 4:0 á útivelli um helgina og er í efsta sæti deildarinnar ásamt Kongsvin- ger með 7 stig eftir þrjár umferðir. ■ MICHELLE Smith, ólympíu- meistari í sundi frá írlandi, sigraði í 100 metra skriðsundi á alþjóðlegu móti í París um helgina. Hún kom í mark á 57,53 sek og var 0,23 sek- úndum á undan heimsmeistaranum þýska, Franzisku van Almsick, sem var að keppa í annað sinn síðan á ÓL í Atlanta sl. sumar. Van Almsick vann hins vegar 50 metra skiðsundið á 27,01 sek, en Smith keppti ekki í þeirri grein. Mm FOLK ■ BRÆÐUR tveir frá Kúbu, Al- berto og Alexis Cuba, urðu í fyrsta og öðru sæti í Madridar-maraþon- uni um helgina. Alberto var næst- um mínútu á undan bróður sínum á rúmlega 2,16 mín. sem er besti tími sem náðst hefur í hlaupinu í fimm ár. Sergia Martinez frá Kúbu sigr- aði í kvennaflokki. ■ MARK James frá Bretlandi sigraði á opna spænska meistara- mótinu í golfi um helgina. Hann vann Ástralíumanninn Greg Nor- man í bráðabana. ■ AGNES Kovacs frá Ungverja- landi bætti Evrópumet sitt í 200 metra bringusundi í 50 m langri laug í Búdapest fyrir helgi þegar hún synti á 2.25,31 mínútum. Fyrra metið var 2.26,57 frá því á Ólymp- íuleikunum í Atlanta í fyrra en þá vann hún til bronsverðlauna. Is- landsmet Ragnheiðar Runólfsdótt- ur er 2.34,08 frá því á EM í Aþenu 21. ágúst 1991. ■ MICHAEL Laudrup, fyrirliði danska landsliðsins í knattspyrnu, missir af leiknum gegn Slóveníu í Evrópukeppninni á morgun vegna meiðsla á hné. ■ SKARPSKYGGN áhangandi enska knattspyrnufélagsins Derby County kom í veg fyrir að fjórir leikmenn frá löndum utan Evrópu- sambandsins yrðu í byijunarliðinu gegn Nottingham Forest í síðustu viku og kom þar með hugsanlega í veg fyrir að Derby missti þijú dýr- mæt stig í botnbaráttunni. ■ UMRÆDDUR stuðningsmaður Derby sá hvers kyns var, kom skila- boðum á varamannabekkinn og fá- einum mínútum áður en leikurinn hófst var hægt að breyta liðinu - eistneski markvörðurinn Mart, Poom var settur á bekkinn en heimamaðurinn Russell Hoult stóð í markinu. ■ BERND Krauss, fyrrum þjálfari Borussia Mönchengladbach, tekur við þjálfun spænska knattspyrnul- iðsins Real Sociedad í sumar. Hann hefur gert tveggja ára samning við Real. SAMAN Undanfarin misseri hefur markvisst verið unnið að sameiningu íþróttasambands íslands og Ólympíunefndar ís- lands og eftir fund Óí um máiið í gærkvöldi bendir allt til þess að sameiningin verði að veruleika í haust eins og að er stefnt. íþróttafé- lögin Þór og Týr í Vest- mannaeyjum hafa stigið skrefið til fulls og keppa héðan í frá undir nafni ÍBV. Valur á Reyðarfirði og Austri á Eskifirði senda sameiginlegt lið á íslandsmótið í knattspyrnu. KR og Grótta íhuga alvarlega sameiningu í fimleikum, hand- knattleik og knattspyrnu og þegar hefur verið ákveðið að senda sameiginleg lið félaganna til keppni í kvennaflokkum í handboltanum næsta tímabil. Þetta eru fyrstu merki mark- vissra skipulagsbreytinga í ís- lensku íþróttastarfi, sem hljóta að verða því til framdráttar og hagsbóta, og þess vegna ætti ekki að koma á óvart, þó sam- vinna og sameining íþróttafé- laga verði áberandi á næstu misserum og árum - rétt eins og í almennum fyrirtækja- rekstri, ekki síst í sjávarútvegi. Í grófum dráttum má skipta starfsemi íþróttafélaga í tvennt. Annars vegar er um uppeldis- starf að ræða með áherslu á þátttöku, leik og gleði barna og unglinga frekar en keppni og hins vegar flokka eldri iðkenda með árangur fyrst og fremst í huga. Með einsetnum skóla hlýt- ur yngri flokka starfið að fær- ast æ meira inn í grunnskólana og því má gera ráð fyrir að fé- lögin einbeiti sér enn frekar að keppni þeirra eldri með árangur í huga. Augljóst er að fámennur bær getur ekki haldið úti mörg- um íþróttafélögum í fremstu röð og takmörk eru fyrir hvað hægt er að dreifa kröftunum á stæiri stöðum eins og í Reykjavík. Vilji menn ná langt liggur beinast við að sameina kraftana sem kostur er og þá hlýtur sameining deilda eða félaga að vera iykilorðið. Ákveðin flatneskja ríkir í keppni þeiiTa bestu í flestum ef ekki öllum íþróttagreinum hér á landi sem sést best á árangri á alþjóða mótum. íslendingar eiga fáa sannkallaða afreksmenn í íþróttum og frammistaðan á erlendum vettvangi er því yfir- leitt ekki til að hrópa húrra fyr- ir. í flokkaíþróttum er það að- eins karlalandsliðið í handknatt- leik sem hefur staðið upp úr, fyrst og fremst vegna þess að bestu mennirnir hafa komist að hjá erlendum liðum, eflst þar og styrkst. I einstaklingsgrein- um halda þrír fijálsíþróttamenn nafni þjóðarinnar á lofti. Afreksstefna í íþróttum kost- ar meiri peninga en einstök íþróttafélög hafa almennt yfir að ráða auk þess sem markaður- inn, fámenni þjóðarinnar, býður ekki upp á nauðsynlegan stuðn- ing við allar núverandi einingar. Hins vegar skilar árangur mikl- um tekjum, einkum í knatt- spyrnu, og því er ekki óeðlilegt að ætla að sameining verði ofar- lega í huga framsýnna íþrótta- leiðtoga á næstunni. Steinþór Guðbjartsson Sameining íþrótlafé- laga hreyfingunni til framdráttar Ætlarfyrirliði Bolton og iandsiiðsins, GUÐIMIBERGSSON að slá 100 íþrígang? Vantar her- bergisfélaga GUÐNI Bergsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er fyrsti íslendingurinn sem tekur við bikar fyrir sigur iiðs í keppni í ensku knattspyrnunni. Bolton hefur þegar tryggt sér sigur í 1. deild og lék síðasta heimaleikinn á Burnden Park sl. föstudagskvöld en eftir 4:1 sigur á Charlton tók Guðni, sem er fyrirlið Bolton, við bikarnum eftirsótta. Guðni er kvænt ur Elínu Konráðsdóttur og eiga þau soninn Berg, sem er fimm ára, og hundurinn Depill tilheyrir fjölskyldunni. Guðni hóf að leika með meist- araflokki Vals 1983, varð tvisvar íslandsmeistari, einu sinni bikarmeistari og Efjir ' nokkrum sinnum Steínþór Reykjavíkurmeist- Guðbjartsson arj au|< þess að verða Meistari meistaranna, en hefur aðeins einu sinni verið fyrirliði í meistaraliði meistaraflokks - nú með Bolton. „Eg tók reyndar við nokkrum bikurum í yngri flokkunum og var alltaf nálægt Grími [Sæmundsen] og Togga [Þorgrími Þráinssyni] þegar þeir fengu sigurlaunin, reyndi að klína mér sem næst þeim. Ég hef verið 14 ár í meist- araflokki og auðvitað er frábært að vera í núverandi sporum. Það er nálægt því að vera hápunktur á ferli hvers leikmanns að lyfta bikar sem fyrirliði." Sagi hefur veríð um Bolton að liðið sé alltof gott til að vera í 1. deild en ekki nógu gott til að vera í úrvalsdeildinni. Hvað er til í þessu? „Það kemur í ljós en við þurfum að sanna ákveðna hluti fyrir okk- ur og öðrum. Við njótum þess að vera eina liðið í borginni og í vet- ur höfum við fundið fyrir geysi- legri stemmningu og frábærum stuðningi íbúanna. Þeir fylgjast vel með og vilja auðvitað gott gengi en urðu fyrir vonbrigðum þegar við vorum í úrvalsdeildinni. Þá gekk dæmið ekki upp en nú erum við reynslunni ríkari. Liðið er líka sterkara núna en þá auk þess sem bætt verður við tveimur til þremur mönnum. Síðast voru ýmis atriði ekki í lagi en ég er bjartsýnn á að við lærum af mis- tökunum, við mætum sterkir í Morgunblaðið/Valur 13. Jónatansson GUÐNI Bergsson, fyrirliði Bolton, gefur ungum og áhuga- sömum stuðningsmönnum félagsins eiginhandaráritun. næstu baráttu og gerum betur en áður. í vetur sýndum við að við getum staðið í úrvalsdeildarliðum og gott betur samanber sigrana á Tottenham og Chelsea í bikarn- um, en. bikar er reyndar annað en löng og hörð úrvalsdeild." Bolton á möguleika á að ná 100 stigum og gera 100 mörk í deild- inni og þú setur íslenskt lands- leikjamet, þegar ísland sækir SIó- vakíu heim nokkrum tímum eftir að þetta blað kemur úr prentun. Eru þetta ekki spennandi tímar? „Við þurfum að sigra Tranmere á sunnudag til að ná 100 stigum og gera tvö mörk til að ná 100 mörkum og að því er stefnt. Landsliðið er næst á dagskrá og vel fór á því að við Óli Þórðar vorum samstíga í því að slá lands- leikjamet Atla Eðvaldssonar, þeg- ar við spiluðum 71. landsleik okk- ar en nú er hann hættur með landsliðinu og þegar ég leik 72. landsleik minn í Slóvakíu skil ég hann loks eftir og lækka rostann í honum.“ En kemurðu ekki til með að sakna hans eftir öll þessi ár sem þið hafið veríð samarí? „Jú. Síðan 1985 höfum við ver- ið saman í herbergi í landsleikja- ferðum og okkur þykir mjög vænt hvorum um annan. Reyndar var þetta orðið svo að við vorum nán- ast með einn tannbursta í ferð sem er auðvitað fáránlegt en það sýn- ir hvað vel hefur farið á með okk- ur. En nú eru Límamót og ég þarf að finna annan herbergisfé- laga.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.