Morgunblaðið - 29.04.1997, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.04.1997, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1997 B 9 KNATTSPYRNA Logi Ólafsson landsliðsþjálfari ánægður með að fá vináttuleik við Slóvakíu Skiptir miklu máli að strák amir hittist ÓLAFUR Gottskálksson kemur Inn í landsliðið á ný í dag eftir fjögurra ára hlé. Hann byrjar í markinu gegn Slóvakíu. ÍSLENSKA landsliðið íknatt- spyrnu leikur vináttulandsleik við Slóvakm í Trnava, sem er skammt utan við Bratislava, í dag. Þetta er fyrsta verkefni liðsins síðan það mætti írum í Dublin í nóvember ífyrra, en alvaran hefst í júníþegar leik- ið verður við Makedóníu og Litháen. Logi Ólafsson, lands- liðsþjálfari, segir leikinn mikil- vægan, ekki síst þar sem hann sé fyrsti leikurinn síðan í nóvember og í raun sá eini sem liðið fái áður en að alvör- unni komi. Undirbúningur liðsins er ekki mikill. Leikmenn voru komn- ir á hótelið í Bratislava kl. átta á sunnudagskvöldið og í gær voru tvær æfingar og SkúliUnnar leikurinn er í dag. Sveinsson „Oftast höfum við sknfarfrá tvo ^aga fyrir leiki þannig að und- irbúningurinn er svona í styttri kantinum að þessu sinni,“ segir Logi. „Við verðum að taka tillit til þess að allir strákarnir voru að keppa um helgina og því er ekkert víst að það borgi sig að vera með þá í miklum æfingum fyrir leikinn. Þetta eru meira og minna atvinnu- menn, að minnsta kosti fagmenn, og þeir eiga að vita hvað þarf til.“ Telur þú mikilvægt að leika vin- áttuleiki áður en „alvöruleikirnir“ verða í júní? „Já, auðvitað. Það er alltaf Logi sá þriðji sem reynir LOGI Ólafsson landsliðsþjálf- ari er þriðji þjálfarinn sem reynir að knýja fram sigur í Bratislava og næsta nágrenni. í fyrri leik Islands á svæðinu var Guðni Kjartansson lands- liðsþjálfari en Bo Johansson í þeim síðari. verdur í ÓLAFUR Gottskálksson mark- vörður úr Keflavík verður í byrj- unarliðinu þegar Islendingar mæta Slóvökum í dag. Rúm fjög- ur ár eru síðan Ólafur stóð síð- ast í marki íslenska landsliðsins; hann lék seinni hálfleikinn í vin- áttuleik gegn Bandaríkjamönn- um, sem lauk með 1:1 jafntefli, í Costa Mesa í Kaliforníu 17. apríl 1993. í þriggja manna í dag verða Ólafur Adolfsson, hægra megin, Guðni Bergsson, fyrir miðju, og Lárus Orri Sigurðsson. A miðj- unni verða, frá hægri; Hlynur Birgisson, Eyjólfur Sverrisson, Arnar Grétarsson, Rúnar Krist- insson og Sigursteinn Gíslason og í framlínunni Þórður Guðjóns- son og Helgi Sigurðsson. mikilvægt að leika, en ég tei að svona leikur hafi meira gildi en bara leikrænt og taktískt. Það er ekki síður mikilvægt að strákarnir komi saman. Eftir því sem þeir eru lengur saman verða þeir meiri fé- lagar og þeir tala meira saman þannig að út frá því sjónarmiði er leikurinn líka mikilvægur. Þegar undirbúningurinn er jafnstuttur og raun ber vitni er mjög mikilvægt að menn séu einbeittir alveg frá því hópurinn kemur saman. Við vitum að ætli ísland sér að ná sæmilegum árangri á alþjóðavett- vangi verður að nást rétt stemmn- ing í hópinn og það verða allir að beijast af fullum krafti - leika með hjartanu. Slíkt gerist miklu frekar ef menn þekkjast vel og með því að hittast sem oftast kynn- ast menn betur. Það er allt annar andi í hópnum eftir að hann hefur verið saman í nokkurn tíma en er á fyrsta degi, alveg eins og þegar aðrir hópar koma saman. Eg legg áherslu á að menn séu opnir frá fyrstu mínútu, það er að segja al- veg frá því hópurinn kemur sam- an.“ Slóvakar eru í 20. sæti UEFA- listans en ísland í 76. þannig að út frá þeim upplýsingum þurfa menn ekki að gera sér miklar von- ir um vænleg úrslit. En Logi er hóflega bjartsýnn. „Ég býst við að þetta verði enn frekari prófsteinn á varnarleik okkar og síðan í fram- haldi af því snöggar sóknir. Ég á síður von á að við ráðum gangi og hraða leiksins, en við þurfum að veijast vel og útfæra hraðar sóknir þannig að við náum að ógna mótheijunum. Þetta tókst að vissu marki gegn Irum þó svo að síðasta sending fram völlinn væri ekki allt- af nægilega hnitmiðuð. Ég er auðvitað einnig með í huga hvernig við munum leika gegn Makedóníu og Litháen í júní og þó svo að það hafi orðið nokkur forföll í þeim hópi sem ég valdi í upphafi og hefði kannski viljað velja er það bara eins og gengur Ekkert var leikið í fyrstu deildinni á Ítalíu um helgina vegna landsleiks ítala og Pólveija í vik- unni. Hinsvegar var Einar Logi leikið í annarri deild, Vignisson Serie B, og þar eru skrifar i;nur nokkuð teknar frá Italiu skýrast með hvaða lið komast í Serie A í júní. Brescia, Lecce og Empoii standa vel að vígi en um fjórða sætið beijast Bari og Ravenna auk stórliðanna Genúa og Tórínó sem heyja örvænt- ingarfulla baráttu um að komast í deildina dýrmætu nú þegar sjö um- ferðum er ólokið. Brescia hefur stöku sinnum skot- ist í fyrstu deild undanfarin ár en jafnharðan fallið þrátt fyrir að hafa á köflum skartað stórstjörnum á borð við Rúmenana Hagi og Raducioiu. Nú er engum stjörnum fyrir að fara en Brescia hefur leikið liða best frá áramótum, er í efsta sæti með 57 stig og er öruggt með að komast upp. Um helgina steig liðið þó feilspor og gerði markalaust í lífinu. Eins dauði er annars brauð. Það fá aðrir tækifæri til að reyna sig og það útaf fyrir sig er ják- vætt. Það er síðan hlutverk lands- liðsþjálfarans að fínna út hveijir passa best saman í hverri stöðu þannig að út komi eins sterk liðs- heild og kostur er. Þjálfarinn þarf síðan að koma réttri stemmningu i hópinn fyrir leikinn og eins er mikilvægt að vera með á hreinu jafntefli gegn Ravenna sem er í 4.-5. sæti ásamt Bari en þess ber að geta að þijú stig voru dregin af Ravenna fyrr í vetur vegna óláta áhorfenda. Lecce er gamalkunnugt lið sem var í fremstu röð fyrir nokkrum áratugum en hefur dvalið langdvöl- um í neðri deildum. Liðið sem er frá bæ syðst á „hælnum" á Ítalíu er í öðru sæti, bytjaði glimrandi en hef- ur heldur gefið eftir þótt sæti í Serie A sé enn i sjónmáli. Liðið burstaði Lucchese 4:1 á sunnudaginn. Framheijinn Esposito er öfiugasti maður Empoli og hann tryggði lið- inu sigur með eina marki leiksins gegn Chievo. Liðið er i þriðja sæti með 52 stig og er til alls líklegt. Fimm stigum á eftir Empoli eru Bari og Ravenna og á eftir þeim Tórínó og Genúa. Þessi lið heyja harða baráttu um 4. sætið og er ólíklegt að önnur blandi sér í þá baráttu nema e.t.v. Foggia sem er undir stjórn gamla landsliðsharð- jaxlsins Burgnich. Bari sigraði frá byijun ákveðna leið sem við ætlum að fara og koma henni til strákanna. Persónulegur metnaður piltanna á að vera það mikiil að þeir séu tilbúnir að leggja sig alla fram fyrir hönd þjóðar sinnar. Maður ætlast til þess að í landsleikj- um finni menn hjá sér aukinn kraft og þor og eitthvert eðli þannig að þeir beijist meira en áður,“ sagði Logi Óiafsson landsliðsþjálfari. Cremonese á útivelli með marki frá Ventola. Margir snjallir leikmenn leika með liðinu, Svíinn Klas Inge- son, Þjóðveijinn Thomas Doll og Pólvetjinn Garzya, og væri fengur að því í Serie A. Þessi leiktíð hefur verið mikið niðurlægingarskeið fyrir aðdáendur Tórínó og Genúa. Liðin hafa alls ekki verið sannfærandi og er allt eins víst að þau þurfi að dvelja ann- að ár í Serie B meðan nágrannalið þeirra, Juventus og Sampdoria, blómstra í fremstu röð. Tórínó stendur heldur betur að vígi eftir 2:1 sigur á Palermo og framheijarn- ir Ferrante og Júgóslavinn Fioij- ancic gætu reynst dýrmætir á loka- sprettinum. Genúa tapaði óvænt á heimavelli fyrir Castel Di Sangro, 1:8, en býr að því að eiga mikil- væga heimaleiki eftir. Koma mar- kvarðarins Mario Ielpo frá AC Milan hefur ekki náð að loka götóttri vörn liðsins og Belginn Goossens hefur verið hljóðlátur undanfarið eftir að hafa skorað góð mörk í vetur. Lands- leikjum fækkar um 54 ÞRJÁR breytingar voru gerðar á landsliðshópnum á laugardag, daginn áður en hópurinn hélt til Bratislava. Báðir markverðirnir, Birkir Kristinsson frá Brann og Kristján Fjnnbogason úr KR, sem Logi Ólafsson landsliðsþjálf- ari hafði valið, heltust úr lestinni og Sigurður Jónsson úr Örebro að auki. Kristján fékk skarlats- sótt en hinir eru lítillega meidd- ir og því varð Logi að kalla til aðra í þeirra stað. Markverðir eru þeir Ólafur Gottskálksson frá Keflavík, sem hefur leikið með varaliði Motherwell í Skot- landi undanfarnar vikur, og Þórður Þórðarson frá Akranesi og félagi hans þaðan, Ólafur Adolfsson kemur í stað Sigurðar. Fjöldi landsleikja þeirra sem í hópnum eru snarlækkaði fyrir vikið, sérstaklega vegna mark- varðanna. Birkir hefur leikið 48 landsleiki fyrir Island og Krist- ján 11 þannig að markvarðapar- ið átti að vera með 59 landsleiki á bakinu, en verður þess i stað með fimm! Ólafur hefur leikið fjóra og Þórður einn. Tveir leik- menn fóru frá íslandi AÐEINS tveir lcikmenn mættu kl. 5.30 á sunnudagsmorgun við skrifstofu KSÍ, Helgi Sigurðsson úr Fram og Bjarni Guðjónsson frá Akranesi. Allir aðrir leik- menn landsliðsins voru erlendis með félagsliðum sínum og var mikið púsluspil að koma þeim öllum á réttan stað í tíma. Flog- ið var frá Keflavík til Frankfurt og þar bættust KR-ingarnir Heimir Guðjónsson, Einar Þór Daníelsson og Ríkharður Daða- son í hópinn, komu frá Lúxem- borg. Frá Frankfurt var flogið til Vínar þar sem hinir ellefu leik- mennirnir biðu. Arnar Grétars- son kom frá Kaupmannahöfn og einnig þeir Guðni Bergsson og Lárus Örri Sigurðsson, en þeir komu þangað frá Manchester. Hlynur Birgisson kom frá Örebro til Kaupmannahafnar og þaðan til Vínar og Rúnar Krist- insson flaug frá Árósum, þar sem hann var í heimsókn hjá bróður sínum, til Kaupmanna- hafnar og þaðan til Vínar. Skagamennirnir Sigursteinn Gíslason, Ólafur Adolfsson og Þórður Þórðarson komu frá Belgrad, Þórður Guðjónsson frá Amsterdam, Ólafur Gottskálks- son frá Gautaborg um London og Eyjólfur Sverrisson kom frá Berlín. KR-ingar unnu Genk ÞÓRHALLUR Dan Jóhannsson var með þrennu þegar KR vann 1. deildar lið Genk 5:2 í æfinga- leik í Belgíu um helgina. Genk er 16. sæti í Belgíu og var þetta fyrsti tapleikur liðsins í nokkurn tíma. Ríkharður Daðason og Ein- ar Daníelsson skoruðu líka fyrir KR-inga en Belgarnir gerðu tvö síðustu mörk leiksins. Risamir Genúa og Tór- ínó fastir í annarri deild?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.