Morgunblaðið - 04.05.1997, Page 2

Morgunblaðið - 04.05.1997, Page 2
2 B SUNNUDAGUR 4. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ JÚLÍUS Havsteen sýslumaður flytur ávarp í veislu sem haldin er til heiðurs forsetahjónunum. Sýslumanui á vinstri hönd situr eiginkona Sveins Björnssonar forseta, Georgía Björnsson, þá forsetinn og lengst t.h. er Karl Kristjánsson alþingismaður. , HEILSAÐ UPP A ÞINGEYINGA VIQFÚS Sigurgeirsson ljósmyndari með vél af gerðinni Speed Graphic. Myndina tók hann sjálfur árið 1950. FAÐIR Gunnars, Vigfús Sig- urgeirsson, var ljósmyndari forsetaembættisins frá upp- hafi, og var ávallt í fór með þeim Sveini Bjömssyni, fyrsta forseta lýðveldisins, og Asgeiri Asgeirs- syni er þeir heilsuðu upp á fólkið í byggðum landsins. Tók Vigfús einnig mikið af 16 mm kvikmynd- um í lit og eru þær enn í eigu af- komenda hans. ' Á þessum myndum er hægt að sjá þjóðina á sparifótunum fyrstu áratugi lýðveldisins og munu tískuhönnuðir vafalaust geta leit- að þar fanga vilji þeir reyna að endumýta gamlar hugmyndir. Vigfús fór einnig með Ásgeiri Ásgeirssyni til útlanda er hann sótti heim grannþjóðimar á Norð- urlöndum, Kanadamenn og Breta. I safni Vigfúsar eru m.a. mynd- imar úr ferðum Sveins og Ás- geirs í Pingeyjarsýslur sem hér birtast. Vigfús var Þingeyingur, fædd- ist aldamótaárið 1900 og lést 1984. Hann var ágætur tónlistar- maður, nam píanóleik af fóður sínum, Sigurgeiri Jónssyni og fleiri innlendum og innlendum SVEINN Björnsson forseti og Júlíus Havsteen sýslumaður á kirkjutröppunum á Húsavík, Skátar standa heiðursvörð. kennurum og var eftirsóttur und- irleikari fyrir einsöngvara og kóra á Akureyri. Tónlistin þótti ekki vænlegt lifi- brauð fyrir ungt fólk á þessum ámm, Vigfús lærði því ljósmynd- un hjá Hallgrími Einarssyni á Akureyri og stofnaði síðan ljós- myndastofu þar í bæ. Hann stundaði framhaldsnám í ljós- myndun og kvikmyndun í Þýska- landi 1935-1936 en stofnaði síðan ljósmyndastofu í Reykjavík sem sonurinn rekur nú. Á námsárunum í Þýskalandi hélt Vigfús sýningu í Hamborg á myndum frá Islandi sem vafalaust hefur verið mikil nýlunda á meg- inlandinu og vakti mikla athygli. Hann gerði auk þess kvikmynd um Island fyi’ir Samband ís- lenskra samvinnufélaga sem not- uð var á heimssýningu í New York árið 1940. Vigfús lét ekki nægja að taka myndir af opinberum athöfnum og veislum, hann tók einnig fjölda mynda af alþýðufólki sem eru nú mikilvægar heimildir um lífshætti og þróun byggðar og atvinnuvega fyrstu áratugi lýðveldisins. Eink- um þykja myndii’ hans frá síldar- árunum Norðanlands góðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.