Morgunblaðið - 04.05.1997, Page 6
6 B SUNNUDAGUR 4. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
„ , Morgunblaðið/Halldór
MIKLOS Dalmay píanóleikari kennir á Flúðum, í Reykholti, Reykjavík, Hafnarfirði og Keflavík.
Af einhveijum
ástæðum á Flúðum
Míklós Dalmay og Edit Molnár eru nöfn
sem eiga örugglega eftir að festast í huga
okkar, þegar tónlistarsagan mjakar sér yfir
á nýja öld. Hann er píanósnillingur, hún
hámenntaður kórstjóri og þau hafa sest
5 --------------------
að á Islandi. Súsanna Svavarsdóttir heim-
sótti þessi ungu hjón á heimili þeirra á Fiúð-
um og varð margs vísari um ævi þeirra og
störf, gildismat og lífssýn.
HANN kennir á Flúðum, í
Reykholti, Reykjavík,
Hafnarfirði og Keflavík.
Hún stjórnar tveimur
kirkjukórum, tveimur barnakórum,
einum samkór og karlakór, er
kirkjuorganisti og kennir í grunn-
skóla og tónlistarskóla. Börnin eru
þijú, ungverska er málið sem talað
er á heimilinu, en eftir tveggja og
hálfs árs búsetu á Islandi, talar
öll fjölskyldan íslensku.
Það eru píanóleikarinn Míklós
Dalmay og kórstjórinn Edit Molnár
- hann frá Búdapest, hún frá Sopr-
on í Ungveijalandi - sem hafa
sest að á Flúðum í Hrunamanna-
hreppi og líklega óhætt að segja
að þau hafi gerbreytt söng- og
tónlistarmynd staðarins.
Haustið 1996, tveimur árum
eftir að þau hjónin fluttust til ís-
lands, bar Míklós sigur úr býtum
í Tónvakanum, tónlistarkeppni
Ríkisútvarpsins - og var það í
fyrsta sinn sem erlendum tónlistar-
manni hlotnast sá heiður.
Míklós er orðinn virkur í íslensku
tónlistarlífí og hefur komið fram á
nokkrum tónleikum hér á landi frá
því í haust og tónlistarmenn, jafnt
sem gagnrýnendur, eru á einu
máli um að þar fari píanósnilling-
ur. Ríkarður Orn Pálsson, segir í
Morgunblaðinu 23. nóvember síð-
astliðinn, að engum hafi dulist „að
Miklós Dalmay er efni í meirihátt-
ar píanósnilling,“ eftir tónleika í
Norræna húsinu. Um leik hans
segir Ríkarður: „Seinna Bartók-
verkið, hið fræga Allegro Barbaro
(1911), lék Dalmay með hraða sem
gaf til kynna að þrátt fyrir ungan
aldur væru flestir tækniþröskuldar
löngu yfirstignir, og það með, að
píanistinn hefði snemma tileinkað
sér bæði kraft og mýkt, eða eins
og segir í afmorsvísunni kunnu,
hefði bæði lært að stijúka og lært
að slá. Dalmay fór einmitt með
hljómborðið éins og skapmikill
rómantískur elskhugi með ofdekr-
aða greifadóttur, og minnti að því
leyti á landa sinn Liszt.“
Míklós lék einnig með Helgu
Þórarinsdóttur á tónleikum í Lista-
safni íslands nýlega og í dómi sem
Jónas Sen skrifar í DV, undir fyrir-
sögninni „Dalmay dásamlegur"
segir: „Hann er Ungveiji sem hefur
haldið tónleika víða um Evrópu en
býr nú af einhveijum ástæðum á
Flúðum... Forvitnilegt var að sjá
og heyra píanóleikarann sýna
klæmar, áður en tónlistarkeppni
RÚV var haldin var hann óþekkt
stærð í íslensku tónlistarlífí. Á hann
greinilega eftir að láta að sér kveða
í framtíðinni." Þar tekur Jónas und-
ir orð Sigfríðar Björnsdóttur sem
fjallaði um tónleika Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands, þar sem Míklós lék
einleik kvöldið sem Tónvakaverð-
launin vora afhent: „Eftir hlé sté
sá er hreppti Tónvakaverðlaunin í
ár á svið, Miklos Dalmay. Og þeir
vora ekki margir taktamir sem
hann þurfti í G-dúr píanókonserti
Ravels til að fanga alla viðstadda.
Slíkur listamaður er hvalreki fyrir
land og þjóð.“ Og hún bætir því
við að Míklós sé nú kominn á spjöld
íslenskrar tónlistarsögu.
En hver er hann, þessi snilling-
ur, sem hefur haldið tónleika víða
um heim og tekið þátt í nokkrum
keppnum ungra píanóleikara með
góðum árangri; útskrifaður frá
Bartók-Béla-tónlistarmenntaskól-
anum, Liszt Ferenc tónlistaraka-
demíunni í Búdapest og að lokum
frá Tónlistarháskólanum í Stokk-
hólmi? Og hver er þessi kona, sem
stjórnar sex kórum í byggðarlagi
sem átti einn kór fyrir tveimur
árum, hefur margfaldað nemenda-
fjöldann í Flúðadeild Tónlistar-
skóla Ámessýslu og er einn af
fáum háskólamenntuðu kórstjór-
um sem starfa hér á landi í dag?
Hann er fremur lágvaxinn,
snaggaralegur, kvikur í hreyfíng-
um, nánast eirðarlaus. Það er stöð-
ugur glettnisglampi í augunum,
stutt í hláturinn - og frásagnar-
hæfileikinn er með því betra sem
maður á að venjast. Leiðindahlutir
eins og snjóaveturinn mikli ’94-’95
(á Skagaströnd) verður einn brand-
ari og liggur við að maður geti
ekki beðið eftir næstu stórhríð til
að hlæja aftur; lifa það sem Míklós
segir frá. Og hann gefur góða veð-
urfarsskýrslu á meðan við dreypum
á kaffi í kyrrðinni á Flúðum, með
vorregnið á báðum áttum fyrir utan
gluggann. Dreypum á kaffinu og
bíðum eftir Edit, sem er að sinna
sínum skyldum, ásamt orgeii og
kór, við fermingarmessu.
Svo kemur hún, róleg og hlý;
konan sem heldur um þúsund
strengi á meðan hann leikur á sinn
ákveðna íjölda. Hún vinnandi frá
grunni í grasrótinni, segir það sína
„mission"; sýnir ekki á einu kvöldi
hvað í henni býr. Hann kemur, sér
og sigrar og gengur út að kvöldi
loknu með dynjandi iófaklapp og
hástemmd lýsingarorð frá öllum
sem á hann hlýddu.
Þau kynntust þegar þau voru
sextán ára í Bartók Béla tónlistar-
menntaskólanum í Búdapest. Hann
var heimamaður, hún frá Sopron,
vestustu borginni í Ungveijalandi,
mikilli menningarborg á landa-
mærum Austurríkis og Ungveija-
lands; borginni þar sem Franz Liszt
hélt sína fyrstu opinbera tónleika,
níu ára gamall.
En hvernig kynntust þau?
„Við vorum í sama bekk. Hún
sat fyrir framan mig í skólanum í
tvö ár.“ Og síðan hafa þau ferðast
saman. Eftir menntaskólann lá
leiðin í tónlistarháskólann, þar sem
Edit innritaðist í kórstjórn, Míklós
í píanódeild. Þau luku bæði prófi
og Míklós hlaut styrk til að fara
til Svíþjóðar til frekara náms. Þar
var hann að hálfu nemandi (út-
skrifaðist með aðra gráðu í píanó-
leik og hlaut kennaramenntun) og
að hálfu aðstoðarkennari, auk þess
sem hann kom fram á tónleikum.
Og þegar hann útskrifaðist lék
hann lokatónleikana sína með Út-
varpshljómsveitinni í Stokkhólmi.
Á þessum áram komu börnin
hvert á eftir öðru; fyrst Máté, sem
er níu ára, Péter, sex ára og Ánna,
fjögurra ára. Edit hafði í nógu að
snúast og það hélt áfram eftir að
þau snera aftur til Ungveijalands
og settust að í heimaborg Editar,
Sopron, og störfuðu þar sem tón-
listarmenn. Míklós hóf kennslu við
tónlistarháskólann í Györ, fjórðu
stærstu borg Ungveijalands og var
á stöðugum tónleikaferðum, til
Suður-Afríku, Bandaríkjanna,
Kanada og um alla Evrópu, auk
þess sem hann tók þátt í keppnum
víða um heim.
„Ég fékk stundum verðlaun,"
segir hann, þegar hann er spurður
um árangurinn „2.3. og 4. verðlaun
í keppnum á Ítalíu, Spáni og öðrum
Evrópulöndum - og „special priz-
es,“ (sérstaka viðurkenningu) en
ekki 1. verðlaun fyrr en ég vann
Tónvakaverðlaunin." Vænst þykir
honum um 3. sætið sem hann hlaut
í Píanókeppni Evrópusambandsins
árið 1992. „Það skipti miklu máli
að það vora stór nöfn í dómnefnd-
inni og því fólst í þessu mikil viður-
kenning. Þetta var líka í fyrsta
sinn sem Austur-Evrópubúi fékk'
verðlaun í þessari keppni.“
Þetta var árið sem yngsta bam-
ið, Anna, fæddist og Edit, sem
hafði verið kennari við kórstjórnar-
deild Liszt akademíunnar áður en
þau fóra til Stokkhólms, sá enga
möguleika á að halda kennslunni
áfram og lét sér nægja að stjórna
einum kvennakór og háskólakór.
Sumarið ’94 stofnuðu þau „The
Dalmay Foundation,“ (Dalmay
stofnunina), sem stóð fyrir tónleika-
röð á listahátíðinni í Sopron það
sumar. „Þetta er stór hátíð,“ segir
Míklós, „og stendur allt sumarið.
Hún hefst í maí, yfírleitt með bar-
okkhátíð og svo era ótal tónleikar
í tónleikasölum og kirkjum, ijórar
óperuuppfærslur og mikill fjöldi
af leiksýningum." Tónleikaröð
Dalmay stofnunarinnar gekk svo
vel að þeim var boðið að vera með
á Sopron hátíðinni næsta sumar á
eftir, og aftur sumarið ’96 og núna,
1. júní næstkomandi, halda þau
Míklós og Edit til Soprono til að
taka þátt í hátíðinni þar í sumar.
En þetta var sumarið ’94. Hátíð-
inni lauk undir haustið, Míklós bjó
sig undir að halda áfram kennsl-
unni í tónlistarakademíunni og Edit
að stjórna sínum kórum. „En við
voram farin að tala um að álagið
væri of mikið,“ segir Edit og Míklós
bætir við: „Ég var aldrei heima og
hraðinn og streitan vora orðin hálf
jrfirþyrmandi. Okkur langaði í ró-
legra líf; meira fjölskyldulíf.“
Og í október var hringt í þau
frá Siglufirði. „Þar var kona, skóla-
systir Editar úr kórdeildinni í tón-
listarakademíunni,“ segir Míklós.
„Hún sagði að það vantaði kór-
stjóra og orgelleikara við Tónlist-
arskóla Austur-Húnvetninga,
hvort við vildum ekki koma. Við
sögðum jú, vegna þess að þetta
var ísland. Ef þetta hefði verið
eitthvert hinna Evrópulandanna,
hefðu þeir þurft að bjóða margfalt
hærri laun til að við kæmum, en
okkur fannst þetta spennandi. Við
vissum ekkert um Island, en við
vissum að hingað kæmumst við
aldrei nema á þennan hátt, vegna
þess að það er svo dýrt að ferðast
hingað. Við vorum líka viss um
að hérna gætum við lifað rólegra
lífi. En við vildum ekki leggja nið-
ur Dálmay stofnunina, eða taka
þátt í hátíðinni í Sopron. Ákváðum
að halda öllu opnu og reyna að
tengja þessa tvo staði saman, eins
mikið og unnt var.“
Og þið lentuð á Skagaströnd.
„Já.
Það hlýtur að hafa verið rólegt.
„Já, en það var nú aðallega veðr-
inu að kenna,“ segir Míklós. „Mér
finnst mjög gott að vera í fríi -
en ekki alltaf. Annars sögðu
heimamenn okkur að þetta hefði
verið hræðilegasti vetur í manna
minnum, svo við vorum ekki beint
heppin með veðrið.“ Þau Edit og
Míklós sneru sér þó að kennslu og
Edit starfaði við kirkjuna á Skaga-
strönd og á Blönduósi. Hún stofn-
aði barnakór á Skagaströnd, sem
tók þátt í Landsmóti barnakóra í
Kópavogi um vorið. En þá höfðu
þau ákveðið að leita annað, því
þetta var eiginlega „of rólegt“.
En hvemig fannst Míklósi að
snúa sér frá háskólakennslu til að
kenna á grunnstigum tónlist-
arnáms?
„Það var dálítið óþægilegt að
hætta að kenna í háskóla og fara
að kenna börnum. Það var ein af
ástæðunum fyrir því að mér fannst
nóg komið um vorið.“
En hvað með tónleikahald í Evr-
ópu?
„Einn kennarinn minn spurði
mig einu sinni hvort ég væri „fan-
atic,“ (ástríðumaður). Ef þú ert
„fanatic," þá eignastu ekki fjöl-
skyldu, neytir ekki áfengis, finnst
leiðinlegt í kvikmyndahúsum. Þú