Morgunblaðið - 04.05.1997, Side 8

Morgunblaðið - 04.05.1997, Side 8
8 B SUNNUDAGUR 4. MAÍ 199? MORGUNBLAÐIÐ VIÐ ALMÆTTIÐ TONLIST má á breiðskífunni Baduism. A Baduism bregður fyrir jasssveiflu, hiphop og gamal- dags soul, svo eitthvað sé nefnt. Erykah Badu, sem hét Wright í eina tíð, hefur fengist við tónlist lengi, þó ekki sé hún aldin að árum, því í menntaskóla var hún í rappflokknum Apples, sem naut hylli í heimabæ henn- ar. Framhaldsnámið var í tónlistarskól , en að því loknu tók hún upp samstarf við írænda sinn Robert Free“ Bradford, undir nafninu Erykah Free. Plötuútgefandi sá þau á sviði og hreifst svo af Erykah Badu að hann bauð henni snimhendis sólósamning og afrakstur þess var umrædd breiðskífa Heimasmíðuð trú Á Baduism sér Erykah Badu um flest það sem sjá þarf um, en meðal annars stýrði hún upptökum á plöt- unni og fékk til samstarfs við sig ýmsa listamenn, þar á meðal rappflokkinn Roots og forðum samstarfsmann sinn Robert Bradford. Á plöt- unni má fínna trúarlega texta en Badu segist ekki vera að boða neina trú nema sína heimasmíðuðu sem hún kallar Baduism og heiti plöt- unnar vísai’ í. Pó ekki sé hamagangi fyrir að fara á plötunni tóku menn henni vel í heimalandinu, þar sem fyrsta smáskífan fót beint í annað sætið, og hefur víst ekki gerst með byrjanda áð- ur. 011 velgengnin er vegna sérsamnings við almættið að hennar sögn. BRESKA rokksveitin Super- grass sló eftirminnilega í gegn sumarið 1995, með sína fyrstu breiðskífu og lagið Allright. Tónlistin var glaðvær og ung- æðisleg og ekki skemmdi gal- gopaleg hegðum þeirra félaga og framkoma. I kjölfarið seldist höfðu reynt fyrir sér í ýmiskon- ar tónlist áður en þeir slógu saman í púkk. Þrír hófu þeir æfíngar, Gaz Coombes gítarleikari og söngvari, Danny Goffey trommuleikari og Mick Quinn bassaleikari, og um leið leit að fjórða hjóli undir Þrír pörupiltar breiðskífan í yfír milljón eintökum og Supregrass sópaði til sín verðlaunum og viðurkenningum áður en hún tók sér frí til að semja lög á næstu skífu. í liðinni viku kom síðan út breiðskífan In it for the Money. Supergrass var í hópi sveita sem léku það sem sum bresk blöð vildu kalla strákarokk, þótti fersk og skemmtileg. Liðsmenn voru þó engir nýliðar í bresku rokki, þó annað hafí má lesa úr tilkynn- ingum útgáfu þeirra, því þeir eftir Árno Matthíasson vagninn, því til stóð að hafa sveitina kvartett með hryngítarleikara til viðbótar. Þegar þeirri leit miðaði miður ákváðu þeir Supergrass-menn að vera bara þrír með góð- um árangri. Supergrass var í hópi sveita sem breska popppressan vildi kenna við strákarokk, kraftmikil og innihaldslítil skemmtitónlist og víst mátti lýsa frumraun þeirra félaga með þeim orðum. A nýrri skífu sveitarinnar má þó glöggt heyra að það er meira í hana spunnið og greinilegt að vel- gengnin hefur gert þá félaga hugsi, ekki bara í textasmíð, heldur er tónlistin pældari en áður og fleiri hljóðfæri koma til sögunnar. Reyndar gaf smáskíf- an Going Out frá í febrúar í fyrra nasasjón af því, en á henni var orgel í aðal- hlutverki. Gagn- rýnendur víða um heim hafa tekið plötunni nýju harla vel og skiljanlegt því á einni nóttu hefur Supergrass tekist að endurfæðast sem al- varleg bráðgóð rokksveit eftir að hafa slegið í gegn á öðrum og léttari nótum. Þannig sperrtu menn eyrun þegar fyrsta smáskífan, Richard III, kom út; rífandi gítarrokk af bestu gerð. Hvort platan á eft- ir að ganga eins vel í plötukaup- endur er ekki gott að segja, en vonandi líka fyrir framtíð Supergrass að þeir sem kunnu að meta síðustu skífu hafi tekið út einhvern þroska á síðustu tveimur árum eða svo. ÞEGAR þetta er ritað er framundan söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva, en lokið þegar það birtist. Á sviðinu í Dyflinni stóð Páll Óskar Hjálmtýsson og fluttu Minn hinsti dans sem hann samdi með Trausta Haraldssyni. Það er til siðs að gefa út keppnislag- ið, ýmist á smáskífu eða geisladisk og Páll Óskar sendi frá sér í'yrir rúmri viku stuttdisk þar sem finna má lagið góða á íslensku og ensku, aukin- heldur sem þrjú lög eru til við- bótar á disknum, eitt frum- samið en hin eldri. Við sögu á plötunni koma lagasmiðir sem lögðu drjúgt af mörkum á plötunni Seif‘ sem Páll Óskar sendi frá sér á síðasta ári, því þar átti Trausti lag og einnig þeir sem semja annað lag plöt- unnar með Páli, Bjarki Jónsson og Birkir Björnsson. Þeir félagar semja með Páli Óskari lagið Never Done This Before og leika á bassa og hljómborð. Það lag hefur ekki áður heyrst, var samið sérstaklega fyrir nefndan kynn- ingardisk. Einnig er á plötunni gam- alt Duran Duran-lag sem Páll Oskar hefur nokkuð flutt á sviði, A View to a Kill. Til viðbótar við þetta er svo lag- ið Ást við fyrstu sýn eftir Magnús Þór Sigmundsson. Þess má geta að ensk útgáfa keppn- islagsins heitir My Dear og er nokk- uð frábrugðið í þeirri útgáfu sem flýtur með á disknum. Flytjendur á plötunni eru auk Páls og lagahöfunda Szymon Kuran, sem annaðist og strengjaút setningar, Máni Svavarsson, sem vélaði um Duran Dur- an-lagið, Pálmi Sig- urhjartarson, Jóhan Hjörleifsson og Jens Hansson. Páll Óskar gefur plöt- una sjálfur út, en Japís annast dreifingu. að spila á Akureyri um verslunarmannahelgina og gerði það undir nafninu Utopia. Liðsmenn þá voru fjórir, en eru þrír í dag, Hermann Fannar Valgarðs- son, Oddur Snær Magnús- son og Úlfar Linnet. Nuance hefur spilað nokkuð, en þeir Hermann og Oddur segja að þetta hafi ekki orðið að neinni al- vöru fyrr en uppúr áramót- um þegar þeir voru farnir að spila það sem þeir vildu gera; búnir að finna stefnu. Þá vorum við búnir að læra nóg til að geta spilað þá tónlist sem okkur fannst skemmtileg." Mikið að gerast Mikið er að gerast í Hafnarfirði mest í rokkinu, „vegna þess að það er svo miklu auðveldara að byrja í rokkinu og ódýrara og svo þarf líka að kunna miklu meira til að verða góður í danstónlist". Þeir félagar segjast eiga mikið af lögum, en þau megi telja á fingrum sér sem þeir vilji sýna öðrum. „Við verðum svo snemma ósáttir við lögin, því þróun- in er svo hröð og við erum alltaf að læra svo mikið, við erum aldrei sáttir nema með þau lög sem við vorum að Ijúka við.“ Þeir félagar segjast ekkert hafa velt því fyrir sér að taka upp, en þegar lögin séu á annað borð tilbúin er auðvelt að taka upp. „Þetta er þó alltaf spurning um peninga og þó það sé orðið ódýrara að gefa út er það samt dýrt. Eflaust kemur að þvi að við gefum út, en það liggur ekkert á, fyrst þurf- um við að verða ánægðir." ÞYNNIST í röðum rappara en þeir sem sjmgja rytma- blús, eða bara soul-tónlist, sækja í sig veðrið. Ný | stjarna á því sviði er banda- ríska söngkonan Ei-ykah Badu og sendi frá sér fyrstu skífuna fyrir skemmstu. Lagið On and On kannast væntanlega flestir við, en Erykah Badu hefur þó fleira í pokahominu eins og heyra Rytmablús Erykah Badu fer ekki troðnar slóðir Skemmtilegt Hljómsveitin Nuance úr Hafnarfirði MEÐAL athyglisverðra hljómsveita í síðustu Mús- íktilraunum var Hafnar- fjarðarsveitin Nuance, sem stóð sig vel þó ekki kæmist hún í úrslit. Nunace tekur nafn sitt af stillingu á trommuheila sveitarinnar, eins konar prívatbrandari sem liðsmenn segja að eng- inn skilji utan þeir. Nuance var búin til að fá

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.