Morgunblaðið - 04.05.1997, Síða 9

Morgunblaðið - 04.05.1997, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Ráðstefna um veiði- gjald og skattbyrði SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ heldur ráðstefnu um áhrif veiði- gjalds á skattbyrði einstakra lands- hluta á Hótel KEA á Akureyri 6. maí nk. undir yfirskriftinni: Er veiðigjald í raun byggðaskattur? Tilgangur ráðstefnunnar er að kynna greinargerð sem Hagfræði- stofnun Háskóla íslands hefur unn- ið fyrir sjávarútvegsráðuneytið um veiðigjald og skattbyrði byggðar- laga. í fréttatilkynningu segir: „Þetta er fyrsta sinn sem þessi áhrif veiði- gjalds hafa verið könnuð ofan í kjöl- inn á faglegan hátt. Könnunin sýn- ir glöggt að veiðigjald sem lagt yrði á sjávarútveg og innheimt í ríkissjóð myndi hafa í för með sér verulegar breytingar á skattbyrði sveitarfélaga frá því sem nú er. Könnun Hagfræðistofnunar sýnir t.d. að heildarskattbyrði myndi ein- göngu lækka í Reykjavíkur- og Reykjaneskjördæmi. Skattbyrðin myndi hins vegar hækka í öllum öðrum kjördæmum jafnvel þótt aðr- ir skattar lækkuðu til jafns við álagt veiðigjald.“ Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra, ávarpar ráðstefnuna en Ragnar Árnason, prófessor, kynnir skýrslu Hagfræðistofnunar og nefnir erindi sitt: Byggðadreifing veiðigjalds. Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, ijallar um áhrif veiðigjalds á Vest- mannaeyjar. Tilræði við byggð er yfirskrift erindis Einars Odds Krist- jánsson, alþingismanns og Stein- grímur J. Sigfússon, formaður sjáv- arútvegsnefndar Alþingis, nefnir sína framsögu: Veiðigjald - dragbít- ur á framþróun í sjávarútvegi. Sig- hvatur Björgvinsson, formaður Al- þýðuflokksins, flytur erindi undir yfirskriftinni: Veiðileyfagjald - rök og réttlæti. Ráðstefnustjóri verður Tómas Ingi Olrich, alþingismaður. Ráðstefnan verður haldin þriðj- daginn 6. maí nk. í Stuðlabergi á Hótel KEA og hefst með innritun kl. 15. Skráning á ráðstefnuna er hjá KOM ehf. Jógastöðin með nám- skeið í Blá- fjöllum JÓGASTÖÐIN heldur nám- skeið í Bláfjöllum 7.-11. maí. Á námskeiðinu er stuðst við aðferðir Charles Berner. Leið- beinandi námskeiðsins er Osha Reader frá Bandaríkjunum. Hún er náttúrulæknir og nær- ingarfræðingur og hefur leitt námskeið víða um heim í 27 ár. Kynningarkvöld verður haldið í Jógastöðinni Heims- ljósi sunnudagskvöldið 4. maí kl. 20. Þar gefst væntanlegum þátttakendum kostur á að hitta Oshu Reader og kynna sér nánar aðferðir Charles Berner. Aðgangseyrir er 500 kr. - kjarni málsins! Viltu losna við 20 aukakíló eða meira fyrir fullt Itellu Vertu með á 8 - vikna námskeiði í umsjón Hrafns Friðbjörnssonar Hrönn og Ásdís tóku þátt í göngu- námskeidi á síðasta ári og misstu samtals 31 kg. Þær völdu skynsamlegu leidina, þær voru ekki í „megrunarkúr"! Hrafn getur líka hjálpað þér. Með einstakri hvatningu, aðhaldi og ótal góðum rádum getur þú losnað við óvelkomna fitu fyrir fullt og allt. Asdis léttist um 11 kg. Á þessu hnitmiðaða og árangursríka námskeiði lærír þú hvernig þú getur losnað við aukakílóin og haldið þeim frá fyrir fullt og allt en jafnframt notið lífsins og borðað ijúffengan mat. Hefst 12. maí! Námskeiðið byggist þannig upp: # Gönguferðir 3x í viku # Æfingar 1 x í viku # Vikulegir fundir - mjög mikið aðhald stuðningur og fræðsla # Girnileg uppskriftabók með 150 léttum réttum # Sálfræðilega hliðin, sjálfstraustið og margt fleira fróðlegt og uppbyggjandi. KSK'ffiSÍsWíÉs Rósa léttist um 10 kg. SUNNUDAGUR 4. MAÍ 1997 B 9 . ■ FLUGLEIÐIR m ■ FLUGLEIÐA HAGNÝTT NÁM í FERÐAÞJÓNUSTU SEMVEITIR ALÞJÓÐLEGA VIÐURKENNINGU Ferðaskóli Flugleiða býður upp á nám í feröaþjónustu. Skólinn er sá fyrsti á íslandi sem fær formlegt leyfi frá IATA (Alþjóðasambandi flugfélaga) til að kenna samkvæmt IATA-UFTAA staóli með gögnum frá IATA. Námið veitir því alþjóðlega viðurkenningu. Námskeiðið er S58 kennslu- stundir og hefst í október 1997. Kennt verður frá kl. 13.00-17.00 alla virka daga. Samtals tekur það u.þ.b. 20 vikur og verður skipt í tvær 10 vikna annir. Kröfur eru gerðar um stúdentspróf eóa sambærilega menntun oggóða enskukunnáttu því námsefnið er á ensku, en kennt verður á íslensku. Helstu námsgreinar: • Fargjaldaútreikningur • Farseðlaútgáfa ■ Bókunarkerfið AMADEUS • Ferðalandafræði erlend og innlend • Ferðaþjónusta á íslandi • Sölutækni og markaösmál Leiðbeinendur hafa mikla reynslu í ferðamálum og kennslu, því þeir sjá um þjálfun starfsmanna Flugleiða og ferðaskrifstofa. Að loknu námi verður farið til einhvers áfangastaðar Flugleióa erlendis. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást hjá starfsþróunardeild Flugleiða, sínii 50 50173 og 50 50193 milli kl. 10 og 12 alla virka daga. Umsóknarfrestur ertil 12. maín.k.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.