Morgunblaðið - 04.05.1997, Qupperneq 11
10 B SUNNUDAGUR 4. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Snjóflóð
ó Flateyri
ÞRIÐJA mannskæðasta
snjóflóð á íslandi skall á
Flateyri í október 1995 og
fórust 20 íbúar staðarins.
Heimamenn hófu leit og um
morguninn barst þeim liðs-
auki frá Isafirði og ná-
grannastöðum. Myndin var
tekin þá um morguninn
þegar leitað var við mjög
erfíðar aðstæður að fólki í
rústum húsa sem fíóðið
hafði splundrað. Halldór
Sveinbjörnsson, ljósmyndari
Morgunblaðsins á ísafírði,
tók myndina sem er fyrsta
fréttamyndin sem tekin var
af þessum hörmulega at-
burði og birtist hún í blöð-
um víða um heim. Dóm-
nefnd valdi mynd Halldórs
bestu fréttamyndina og
jafnframt bestu mynd ljós-
myndasamkeppninnar.
Þorskhaus
STRÁKARNIR í aðgerðinni hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum
brugðu á leik fyrir Sigurgeir Jónasson ljósmyndara og til varð mynd-
skreyting á hinu alkunna hugtaki, þorskhausi. Fyrir þessa hugmynd
fékk Sigurgeir fyrstu verðlaun fyrir spaugilegar myndir.
Moðurinn
í nóttúrunni
Maðurinn í náttúrunni er yfirskrift sýningar á Ijósmyndum fréttaritara Morg-
unblaðsins sem opnuð hefur verið í anddyri Morgunblaðshússins. Dóm-
nefnd valdi 26 myndir og myndraðir úr liðlega 700 Ijósmyndum í samkeppni
sem Okkar menn, félag fréttaritara Morgunblaðsins, stóð fyrir. Gaf nefndin
þá umsögn að miklar framfarir hefðu orðið í Ijósmyndun hjá fréttariturum
blaðsins frá síðustu keppni, þeir væru hugkvæmari og legðu meiri rækt við
þennan þátt starfsins. Hér á opnunni eru birtar bestu myndirnar úr öllum
efnisflokkum. Myndirnar á sýningunni eru frá árunum 1995 og 1996 en á
þeim árum urðu miklir atburðir sem fréttaritarar blaðsins tóku þátt í að segja
frá í máli og myndum. Myndirnar eru fjölbreyttar, þær sýna manninn í bar-
áttu við öfl náttúrunnar og þverskurð af lífinu í landinu. Sýningin verður sett
upp víðsvegar um landsbyggðina á vegum Morgunblaðsins og fréttaritara.
Við mjaltir
NÝIR ti'mar í gamalli atvinnugrein. Árni Brynjólfsson bóndi á Vöðlum í Önundarfirði
leikur stundum á harmoníku fyrir kýrnar enda segir hann að þær mjólki betur eftir
nokkur fjörug Iög. Dómnefnd veitti þessari mynd Halldórs Sveinbjörnssonar, ljósmynd-
ara á Isafírði, 1. verðlaun í flokki mynda úr atvinnulífinu.
Frambjóðandi ó ferð
FRAMBJÓÐENDURNIR þurftu að leggja mikið á sig fyrir forsetakosningarnar 1996.
Guðrún Pétursdóttir skoðaði meðal annars steinbítsvinnslu á Flateyri og heilsaði upp á
„atkvæðin". Egill Egilsson, fréttaritari Morgunblaðsins á staðnum, fangaði svipbrigði for-
setaframbjóðandans og fékk að launum fyrstu verðlaun í flokki mannamynda.
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 4. MAÍ 1997 B 11
Bjargmaður
EINS og bjargmanna er siður saup Ágúst Halldórsson úr volgu fyls-
eggi enda búinn að vera lengi í bjarginu í Álsey og orðinn svangur.
Nautn veiðimannsins leynir sér ekki á mynd Sigurgeirs Jónassonar,
ljósmyndara í Vestmannaeyjum, enda var hún valin besta ljósmyndin
sem tengd er daglegu h'fi.
Ungir íþróttamenn
ORKA ungu íþróttamannanna virðist óþijótandi. Búnaðarbaukamót-
ið var haldið í Borgarnesi og hinir upprennandi íþróttamenn léku sér
í rörunum á milli þess sem þeir öttu kappi á vellinum. Mynd Theo-
dórs Kr. Þórðarsonar, fréttaritara í Borgarnesi, af „hinni hlið“ íþrótt-
anna var valin besta íþróttamyndin.
Vorkvöld
við Skagafjörð
KYRRÐ er yfir hestunum og
Drangey á vorkvöldi við Skaga-
fjörð. Það er eins og hestarnir
hafi stillt sér upp fyrir Sigurð
Sigmundsson, fréttaritara og ljós-
myndara í Syðra-Langholti, og
bjarmi kvöldsólarinnar skapar
viðeigandi umgjörð. Myndin fékk
1. verðlaun í opnum flokki.
Lundaprins
ERFITT getur verið að ná mynd
af sjaldgæfum fuglaafbrigðum.
Sigurgeir Jónasson, ljósmyndari
Morgunblaðsins í Vestmannaeyj-
um, var til dæmis fjóra daga að
komast í návígi við hvítan lunda,
svokallaðan lundaprins. Það tókst
að lokum og mun þetta vera eina
myndin sem náðst hefur af lunda-
prinsi með venjulegum lunda.
Hún var valin besta dýralífs-
myndin í Ijósmyndasamkeppni
fréttaritara.
Verslunarafmæli
BÆJARBUAR og gestir þeirra voru í sólskinsskapi þegar þess var minnst 4. júlí 1996 að eitthundrað og
tuttugu ár voru liðin frá því verslun og þar með byggð hófst á Blönduósi. Jón Sigurðsson fréttaritari fékk
1. verðlaun fyrir röð mynda sem hann tók við setningu hátfðarhaldanna við Hillebrandtshús sem talið er
eitt elsta hús landsins. Þar á meðal er þessi mynd af ungu stúlkunum að klappa við undirleik félaga úr Har-
monfkuklúbbi Blönduóss.