Morgunblaðið - 04.05.1997, Side 12
12 B SUNNUDAGUR 4. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MÓ3<iUN8LAI)lD
1
Stærstu hersldp Þjóðveria og’Bret’
•; > . ,
sjóorustu milli Islands og Grænlanc
Stærsta herskipi
Breta „Hood“ ^
sökt
lujr*ncl|) elttt
•toeisltt benklp Þ|óð-
verfa .llí»iimteku
SN'KJIMA I GVKtOKM'.CUN e»r W,: ^chix
i kiUJí kliKús *« Gnw-
U«U. *>:eö |-eii., aO 4ar*U h<r-
IwíkIu, ffoitttt* «s »n kið hmhip: Ud»**»w
,»r «MI, Mttttiiti;* m<? «Brt — Dlt t>n>ii... jjtiífu
Tilx.nwittgar «» j-x-M <;«-*!»!» Urui- 1«*» í
(»:xú;!i *fc- BíflUi £ s*r «* i fRikv jid,
-U
TILKVNXINC ilRKIA.
a i.
JÚM
Þjóðverjar segja vesturhiii
Kritar algerlega á sinu valc
Ilorfuraar hjá Matemi alv
Dýr þorsti
Kvikmynda-
stjórnandinn
Rob White, sem er
að gera heimilda-
mynd um breska
orrustuskipið HMS
Gárur
Hood og örlög þess á Grænlands-
sundi, kom úr ferðinni þangað í
gömlu höfnina með danska varð-
skipinu Triton. Hann langaði til
að fá nasasjón af Reykjavík og
rölti inn í miðbæinn. Þegar við
hittumst aftur síðdegis og spurt
var hvernig honum hefði litist
á, var hann sýnilega ekki enn
kominn yfir þessa reynslu.
„Fimm hundrað krónur fyrir
bjórglas!" Hann hafði orðið
þyrstur á röltinu og ætlað að fá
sér bjór. Fimm hundruð krónur
sagði barmaðurinn um leið og
hann skellti glasinu á borðið.
Ha? sagði hann. Fékk það endur-
tekið og kvaðst ekki ætla að fá
þetta. „Svei mér, maðurinn virt-
ist hissa. En svo að fram kominn
er ég ekki að ég drekki eitt bjór-
glas fyrir fimm pund,“ útskýrði
hann.
Bretinn var enn jafn hlessa
og spurði: „Sá ég ekki í einhveij-
um bæklingnum að þið ætlið að
reyna að fá ferðamenn til ís-
lands?“ Þótt reynt væri að út-
skýra að allt væri nú ekki svona
dýrt á íslandi, það væru áfengu
drykkirnir, þá hafði það sýnilega
lítil áhrif. Island var og yrði óhóf-
lega dýrt land! Ég er handviss
um að þetta er sú saga sem
hann segir öllum á ITN sjón-
varpsstöðinni og Discovery þegar
hann kemur hsim og farið er að
spyija hvernig honum hafi litist
á Reykjavík. Bjórglas fyrir fimm
sterlingspund við barborð á
hversdagslegum bar um hádegis-
bilið er óneitanlega saga til
næsta bæjar. Ætli viðmælendur
sækist nokkuð eftir að vita meira
um ferðalög til þvísa lands?
Önnur frétt í sambandi við
þessa sjóferð vestur að ísröndinni
vakti aftur á móti aðdáun og
nokkra furðu sjónvarpsmann-
anna sem höfðu í tvö ár unnið
að heimildaöflun um Hood og
sjóorrustuna þegar þessu vold-
uga herskipi var sökkt 250 mílur
vestur af íslandi. Viðbrögð þeirra
gerðu Gáruskrifara rígmontinn
af sínu Morgunblaði. Eg hafði
meðferðis ljósrit af frétt Morgun-
blaðsins, þvert yfír forsíðuna 25.
maí 1941, strax morguninn eftir
sjóorrustuna. Raunar líka 27.
maí, morguninn eftir að Bis-
marck var sökkt eftir æsilegan
eltingaleik suður undir Frakk-
land. í fyrra blaðinu var ná-
kvæmlega slegið upp að stærstu
herskip Þjóðveija og Breta hefðu
háð sjóorrustu milli íslands og
Grænlands og stærsta herskipi
Breta Hood hefði verið sökkt, en
bresk herskip væru að elta Bis-
marck suður eftir Atlantshafi.
„Mátti lesa þessa nákvæmu
frásögn í Morgunblaðinu strax
morguninn eftir?“ spurðu þeir
forviða. Já, já, þeir hafa haft
hana kvöldið áður eða um nótt-
ina, því þá þurfti að setja allan
texta í blý og handvinna blaðið.
Það sem Bretunum
þótti furðulegt við
þetta var að atburð-
--------------------- urinn hafði verið
eftir Elínu Pálmadóttur þvl'jíkt áfall fyrir
Breta að beitiskipið
sendi frásögnina sem
Suffolk
topp-leynifrétt og breska flota-
málaráðuneytið hikaði áður en
það sleppti henni iausri við blöð
í Bretlandi. Niðurstaða þeirra var
sem sagt að Morgunblaðið hefði
birt þessa ítarlegu frásögn ef
ekki fyrst blaða í heiminum þá
með þeim fyrstu.
Nú fór ég að reyna að sjá
hvernig okkar menn höfðu náð
þessari frétt strax, meðan á
stríðstímum var bann á henni
hjá Bretum. Og þykist hafa rak-
ið það nokkuð vel. Á Morgun-
blaðinu voru á þessum tíma frá-
bærir blaðamenn, ívar Guð-
mundsson og Pétur Ólafsson,
sem var mikill málamaður og
lunkinn við að ná í fréttir í er-
lendum útvarpsstöðvum. Lá í
útvarpinu fram á nætur. Síðdeg-
is þennan sama dag sem Hood
var sökkt var fréttin komin til
þýskra hernaðaryfirvalda og
írski „nasistavinurinn" Lord
Haw-haw, sem daglega útvarp-
aði fréttum og áróðri á ensku
frá Þýskalandi, sagði frá þessum
stórsigri Þjóðveija. Það hefur
Pétur heyrt þegar hann hlustaði
á útsendingu hans og seinna um
kvöldið virðist hann hafa herjað
út viðurkenningu frá London.
Á þessum stríðsárum var þó
ritskoðun á fréttum í íslensku
biöðunum. Mátti t.d. ekki nefna
veður þar sem Þjóðveijar gátu
nýtt sér það. Það gerði fréttirnar
svo kúnstugar, eins og þegar hús
taka sig upp og fjúka að því er
virðist af engri ástæðu. Bretarn-
ir hér fylgdust með því fyrirfram
hvaða hernaðarfréttir væru á
ferðinni. En sjálfsagt hefur þeim
ekki dottið í hug svo mikið sem
að gá að því hvað Morgunblaðs-
menn ætluðu að segja um sjóorr-
ustuna miklu, sem þeir áttu ekki
að vita neitt um.
Mér þykir dulítið gaman að
því að sjá af þessu og ýmsu
öðru hve útsjónarsamir og harð-
ir fréttamennirnir voru á Morg-
unblaðinu á þessum tíma. Eink-
um í ljósi þess að „greinendur"
í spjalli um blaðamennsku í sam-
bandi við 100 ára afmæli Blaða-
mannafélags íslands virðast
halda að fréttaöflun sem gagn
er að sé nýtt fyrirbrigði. Hún
hafi byijað þegar ný tækni gerði
handverkið svona miklu auð-
veldara.
Ekki er þetta raunar eina
dæmið. Maður rekst á þetta öðru
hveiju í heimildaleit um einhver
málefni. Þetta segir manni bara
það sem alkunnugt er að ekkert
er eins forgengilegt og fréttin
frá í gær. Hversu mikið sem fyr-
ir henni hefur verið haft og
hversu mikla athygli sem hún
vekur, þá er hún fyrr en varir
horfin og sprungin eins og
sápukúla. En sápukúlur geta nú
samt vakið aðdáun og ijómað
sinn stutta líftíma.
MAIMNLIFSSTRAUMAR
DANS/Hver var Balanchine oghvaba áhrif hajbi hann á
þróun listdans?
Balanchine og banda-
rískar batierínur
ÚR verkinu Agon eftir Balanchine þar sem sjá má ballerínu
með hið dæmigerða „Balanchine útlit“.
GLÖGGT er gests augað segir
máltækið og má það til sanns
vegar færa með ýmsu móti. Að-
komumenn í ókunnugu landi taka
eftir hefðum og siðum heimamanna
sem heimamenn
sjálfir eru lítið
meðvitaðir um.
Það að Bretar eru
þekktir fyrir að
borða egg og
beikon í morgun-
mat, að Frakkar
spóka sig um
með langt frans-
brauð undir
hendinni og að hvíldartími Spán-
veija sé á besta tíma dagsins eru
nokkur dæmi um slíka siði. Á sama
hátt undraði ungur Rússi sig á
þeim hraða sem ríkti í bandarísku
samfélagi á fjórða áratug þessarar
aldar. Hann taldi jafnframt að
Bandaríkjamenn hreyfðu sig á ann-
an hátt en Evrópubúar og hefðu
þar að auki ólíka líkamsbyggingu.
Þessar athugasemdir og aðrar hug-
myndir hans um listdans áttu eftir
að hafa gífurleg áhrif á mótun list-
dans í Bandaríkjunum og gera það
meðal annars að verkum að hann
komst á heimsmælikvarða.
George Balanchine var rússnesk-
ur danshöfundur og píanóleikari
fæddur árið 1904 í St. Pétursborg.
Hann kom til Bandaríkjanna árið
1934 eftir að hafa verið dansari
og danshöfundur í Evrópu um tíma,
meðal annars hjá Ballets Russes,
dansflokki sem hafði borið út vin-
sældir listdans í Evrópu í tuttugu
ár. í Bandaríkjunum á þessum tíma
var lítið um iðkun listdans en því
viidi auðkýfíngurinn Lincoln Kir-
stein breyta. Hann vildi koma af
stað bandarískri balletthefð sem
jafnaðist á við þá evrópsku og bauð
Balanchine að koma til Bandaríkj-
anna í þeim erindagjörðum. Balanc-
hine sagðist vita lítið um Bandarík-
in en að hann vildi glaður fara ti!
lands sem fæddi jafn fallega konu
og Ginger Rogers.
Kirstein og Balanchine stofnuðu
dansskóla, í New York árið 1934,
með það markmið að þjálfa upp
nógu marga góða bandaríska list-
dansara til þess að stofna banda-
rískan dansflokk. Balanchine valdi
inn nemendur í skólann eftir lík-
amsbyggingu, hann leit á nemend-
ur sína sem leir í höndum sér sem
hann ætti eftir að móta. Hann vildi
nýta sér einkenni bandarísks
samfélags í þjálfuninni sem hann
taldi byggjast á hraða og nýtingu
nýrra möguleika sem limalangir
líkamar bandarískra dansara gáfu.
Með þetta að leiðarljósi valdi Bal-
anchine einungis kvenmenn sem
voru tággrannir og með langa út-
limi. Kvenlegt vaxtarlag svo sem
mjaðmir, brjóst og rass máttu
missa sín, hann vildi að kvendans-
arar sínir litu út eins og tannstöngl-
ar. Hann fór ekki í felur með skoð-
anir sínar og sagði nemendum sín-
um að hann vildi fá að sjá í beinin
í þeim.
Eftir að þeir höfðu þjálfað
bandaríska dansara í fjórtán ár
bauðst New York borg til að styrkja
dansflokk Kirstein og Balanchine.
Upp úr því varð New York City
Ballet stofnaður, árið 1948, sem
staðfesti að vinna síðast liðinna
fjórtán ára hafði borið árangur.
Balanchine og dansflokkur hans
nutu mikillar virðingar strax frá
upphafi enda voru dansararnir
tæknileg undur á þessum tíma.
Hugmyndir Balanchine um ímynd
og útlit ballerínunnar höfðu um-
svifalaust mikil áhrif í Bandaríkj-
unum. Aðrir danshöfundar og ball-
ettskólar fóru að hans fordæmi og
varð tággrannur líkami forsenda
eftir Rögnu Söru
Jónsdóttur
VÍSINDI///í'«ri veldur stærb dýra?
Tengsl stærðar og dánartíðni
STUNDUM er sagt að einhver lifi hratt og hættulega, lifi lífinu til
fullnustu. Þó slík umsögn sé höfð um fólk er dýraríkið fullt af dæm-
um um slíkt. Dýr koma fyrir í öllum stærðum, lifa mislengi, eignast
mismunandi mörg og stór afkvæmi sem þarfnast umsjár foreldra í
mislangan tíma. Eins eru líflíkur dýrategunda mismunandi og þar af
leiðandi tíðni kynslóða. Þróunarfræðingar hafa lengi velt vöngum yfir
upphafi og eðli hinna augljósu tengsla sem eru á milli stærðar, líf-
líkna, fjölda afkvæma eða orkuupptöku dýra. Nýlega hafa tveir vísinda-
menn bent á áhugaverð tengsl á milli margra kennistærða dýrateg-
unda. Það sem er sérstaklega áhugavert við niðurstöður þeirra er að
þær varpa einnig ljósi á önnur vel þekkt tengsl á milli líkamsþyngdar
og fjölda dýrategunda.
Líffræðingar hafa lengi vitað
um augljós stærðartengsl á
milli mismunandi dýrategunda,
stór dýr lifa venjulega „hægt og
lengi“ en smádýr aftur á móti
„hratt og
skammt". En
þessi „regla“ er
ekki algör. Ýmis
nagdýr, s.s. rott-
ur og akurmýs,
lifa langtum
hraðara lífi en
jafnstórar leður-
blökur. Vísinda-
mennirnir
Kozlowski og Weinar telja stærð-
artengsl á milli mismunandi dýra-
tegunda lítið áhugaverð og ein-
beittu sér því að rannsóknum á
dýrum sömu tegundar. Þeir fundu
að innan tegundar fylgja tengsl
á milli orkuupptöku, frumuöndun-
ar og dánartíðni annarsvegar og
líkamsstærðar hinsvegar einföldu
veldislögmáli. Með öðrum orðum,
ef dánartíðni er lýst með stærð-
inni r og líkamsþyngd með þ, þá
tengjast þessar tvær stærðir sam-
kvæmt jöfnunni, r þ“. Svipaðar
jöfnur gilda fyrir tengslin á milli
orkuupptöku og þyngdar eða
frumuöndunar og þyngdar. I
hverju tilfelli er veldisvísirinn mis-
munandi. Ef við tökum lógaritm-
ann af Jiessari jöfnu finnum við
Iog(r) alog(þ). í (log-log) hnita-
kerfí er þetta jafna beinnar iínu
og ákvarðast halli línunnar af
veldisvísinum a.
Kozlowski og Weinar veltu
vöngum yfir því hvaða þættir
hefðu mest áhrif á tengslin á
milli ofannefndra stærða. Það er
eftirtektarvert að þessum tengsl-
um er lýst með einungis einni
stærð, sem fyrir dánartíðni og lík-
amsþyngd er veldisvísirinn a. Þeir
fundu að umhverfið sem dýrin búa
í hafði áhrif á þessi tengsl. Með
öðrum orðum, innan ákveðinnar
tegundar lífvera er veldisvísirinn
ekki algildur fasti heldur getur
hann tekið mismunandi gildi, sem
liggja innan ákveðinna marka.
Hvert veldisgildi leiðir til línu með
ákveðnum halla í (log-log) graf-
inu.
Flest einkenni og hátterni dýra
eru tilkomin vegna lögmála þróun-
arkenningarinnar. Þróun dýranna
leitar eftir kjörgildum fyrir flestar
þær stærðir og einkenni sem
ákvarða afkomu þeirra og lífslík-
ur. Það sem er sérstaklega áhuga-
vert við niðurstöður Kozlowskis
og Weinars er að gildi veldisvís-
anna tengist þessari viðleitni þró-
unar til að finna ákjósanlegasta
dreifingu orkueyðslu á milli vaxtar
dýrsins og fjölgunar þess. I upp-
eftir Sverri
Ólofsson