Morgunblaðið - 04.05.1997, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 04.05.1997, Qupperneq 16
16 B SUNNUDAGUR 4. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Aðalfundur Krabbameinsfélags Reykjavíkur Sameiginlegt átak gegn óbeinum reykingum barna NORRÆN krabbameinssamtök hafa samvinnu um átak gegn óbein- um reykingum barna og er nú unn- ið að íslenskri útgáfu þriggja rita í því sambandi. Eitt þeirra er ætlað foreldrum og hin tvö starfsfólki heilsugæslustöðva. Verða þau gefin út fljótlega á vegum Krabbameins- félagsins og Tóbaksvarnanefndar. Þetta kom fram á aðalfundi Krabbameinsfélags Reykjavíkur sem haldinn var nýlega. Framhaldsskólum hefur að venju verið veitt hver sú aðstoð sem um er beðið, svo sem með fyrirlestrum og útvegun fræðslu- og upplýsinga- efnis. Nokkur reykbindindisnám- skeið voru haldin á starfsárinu fyr- ir einstaklinga og hópa frá fyrir- tækjum og stofnunum. Tvö fræðslurit, „Lungnakrabbamein" og „Krabbamein í skjaldkiitli" voru .gefin út endurskoðuð á árinu, auk annars fræðsluefnis, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Leikrit fyrir grunnskóla Félagið samdi í vetur við hóp ungra atvinnuleikara, Stoppleik- hópinn, um að setja á svið nýtt leikrit til að sýna í efri bekkjum grunnskóla í tengslum við tóbak- svarnastarfið. Leikritið samdi Val- geir Skagfjörð leikari gagngert af þessu tilefni. Sýningar eru þegar hafnar. Allmargir styrkir voru veittir ein- staklingum til að sækja fundi, nám- skeið og ráðstefnur utanlands um krabbamein og krabbameinsvarnir. Tveir stuðningshópar krabbameins- sjúklinga fengu styrki: „Ný rödd“ til að halda Norðurlandaráðstefnu og „Samhjálp kvenna" til að halda námskeið fyrir sjálfboðaliða. Að- standendur krabbameinssjúklinga utan af landi voru einnig studdir til dvalar í Reykjavík. Sigríður Lister hjúkrunarfræð- ingur var endurkjörin formaður fé- lagsins. Formaður fræðslunefndar síðasta starfsár var Jóhannes Tóm- asson blaðamaður. Framkvæmda- stjóri er Þorvarður Örnólfsson." Auknu framlagi fagnað Eftirfarandi ályktanir voru sam- þykktar á aðalfundinum. „Aðalfundur Krabbameinsfélags Reykjavíkur þakkar Heimahlynn- ingu Krabbameinsfélagsins 10 ára árangursríkt starf í þágu krabba- meinssjúklinga og aðstandenda þeirra. Fundurinn hvetur stjórnvöld til að tryggja framhald þessarar mikilvægu starfsemi og rétt ein- staklingsins til að fá að lifa og deyja þar sem hann sjálfur kýs. Aðalfundur Krabbameinsfélags Reykjavíkur fagnar breytingum sem gerðar voru síðastliðið sumar á lögum um tóbaksvarnir, meðal annars þeim breytingum sem miða að aukinni vernd gegn óbeinum reykingum. Fundurinn tekur sterk- lega undir ályktun síðasta for- mannafundar Krabbameinsfélags íslands þar sem hvatt er til að sem flestir kaffi- og matsölustaðir verði reyklausir. Fundurinn fagnar því að ríkisframlag til tóbaksvarna hef- ur hækkað verulega og þar með er unnt að stórauka tóbaksvarnastarf í landinu. Jafnframt minnir fundur- inn á þann mikla skerf sem krabba- meinssamtökin, ekki síst Krabba- meinsfélag Reykjavíkur, hafa um langt skeið lagt til þessa mikilvæga forvarnastarfs." Heilsum sumri, hreinsum lóöina dagana 3.-11. maí. Nú er vetur úr bæ og ruslið úr görðunum á að fara sömu leið. Tökum höndum saman með hækkandi sól og fegrum lóðirnar okkar fyrir sumarið. Sérstakir hreinsunardagar eru frá 3. til 11. maí. Ruslapokar verða afhentir í hverfabækistöðvum gatnamálastjóra. Næstu daga eftir hreinsunardagana fara borgarstarfsmenn um hverfin og hirða fulla poka. Eftir það er aðeins hægt að losa sig við garðaúrgang og annað rusl sem ekki kemst í ruslafötuna í endurvinnslustöðvum Sorpu. n E CQ ui Endurvinnslustöðvar Sorpu eru opnar alla daga frá kl. 12:30 til 19:30. Endurvinnslustöðvar eru á fjórum stöðum: Við Bæjarflöt austan Gufunesvegar. ♦ Við Jafnasel í Breiðholti. Við Ánanaust gegnt Mýrargötu. t Við Sævarhöfða gegnt malbikunarstöðinni. Stöðvarnar við Ánanaust og Bæjarflöt eru opnar alla virka daga frá kl. 8:00 til 19:30. \ Skorað er á forráðamenn fyrirtækja að taka til á lóðum sínum. Fyrir stóra og fyrirferðarmikla hluti er bent á Geymslusvæðið í Hafnarfirði, sem hreinsunardeild gatnamálastjóra leigir út. Við tökum pokann þinn Borgarstjórinn í Reykjavík - hreinsunardeild gatnamálastjóra Fræðslu- fundur CCU CCU SAMTÖKIN halda fræðslu- fund þriðjudaginn 6. maí kl. 20.30 í íþróttamiðstöðinni Laugardal (ÍSÍ) 3. hæð. Gestur fundarins verður Krist- leifur Kristjánsson, barnalæknir og erfðafræðingur og mun hann kynna rannsókn sem hann vinnur að á erfðum á Crohn’s og Colitis Ulcer- osa sjúkdómum hjá Islenskri erfða- greiningu. Á fundinn mætir einnig Sigurður Björnsson, meltingarsér- fræðingur. CCU samtökin eru hópur fólks með Crohn’s og Colitis Ulcerosa sjúkdóma sem eru langvinnir bólgu- sjúkdómar í meltingarvegi. Meðlim- ir eru um 100. Talið er að um þess- ar mundir séu 500-600 íslendingar með þessa sjúkdóma og að árlega greinist um 25-35 sjúklingar, segir í fréttatilkynningu. -----♦ ♦ ♦----- Hafnarfjarðarkirkja 50, 60 og 70 ára f ermingarbörn í heimsókn Á BÆNADEGI Þjóðkirkjunnar í dag munu 50, 60 og 70 ára ferming- arbörn Hafnarfjarðarkirkju sækja messu sem hefst kl. 14 svo sem þessir afmælisárgangar hafa gert undanfarin ár á bænadegi. Sr. Sighvatur Birgir Emilsson sem nú er þjónandi prestur í Nor- egi predikar en hann er 50 ára fermingarbarn og þjónar fyrir alt- ari ásamt sóknarpresti, sr. Gunn- þóri Ingasyni. Eftir messuna verða teknar myndir af þessum hópum og þeir munu svo hittast í sam- kvæmi í Veitingahúsinu Skútunni til að rifja upp fyrri samleið og kynni og treysta vinabönd, segir í fréttatilkynningu. -----♦ ♦ ♦----- Hagfræðinem- ar mótmæla líf- eyrisfrumvarpi FÉLAG fijálslyndra hagfræðinema hefur staðið fyrir undirskriftasöfnun meðal hagfræðinema við Háskóla Islands þar sem skrifað er undir mótmæli gegn áformum ríkisstjórn- arinnar um frelsisskerðingu í lífeyr- issparnaði íslendinga. „Með frumvarpi til laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða er ríkisstjórn- in að ganga á bak orða sinna. Hætta er á að lögin dragi úr mögulegri samkeppni milli lífeyrissjóða og skapi óvissu og óstöðuleika á ungum fjármagnsmarkaði. Með frumvarp- inu teljum við hagsmuni ungs fólks fyrir borð borna og hvetjum ráð- hen'a til að beita sér fyrir nauðsyn- legum breytingum á frumvarpinu til þess að stuðla að valfrelsi og sam- keppni á lífeyrismarkaðinum," segir í yfirlýsingu nemanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.