Morgunblaðið - 11.05.1997, Page 8

Morgunblaðið - 11.05.1997, Page 8
8 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Rfldsstjóm Blairs kynnir stefnubreytíngu ( ESB-málum BLAIR, Blair . . . Bessastaðahreppur Verður veitt leyfi fyrir búddahofi í hreppnum? FORRÁÐAMENN Bessastaða- hrepps áttu í gær fund með umsækj- endum sem hafa óskað þess að reisa búddahof á Álftanesi. Verður málið væntanlega tekið fyrir á fundi hreppsnefndar á næstunni. Gunnar Valur Gíslason sveitar- stjóri tjáði Morgunblaðinu í gær að á fundinn hefðu komið íslenskir og tælenskir talsmenn fyrir umsókn- inni til að fylgja henni eftir. Sat hann einnig formaður skipulags- nefndar, Jón G. Gunnlaugsson. Sagði hann að fulltrúar hreppsins hefðu óskað eftir að fá staðfestar upplýsingar og nánari um fyrirhug- aða byggingu og í framhaldi af því mætti gera ráð fyrir að málið yrði tekið fyrir á næsta hreppsnefndar- fundi. Ekki veik- indabætur vegna áfengissýki ÁFENGISSÝKI fellur ekki undir veikindahugtak kjarasamnings Fé- lags ísienskra atvinnuflugmanna og Flugleiða og því á flugmaður, sem missti réttindi sín vegna áfengissýki, ekki rétt á 7,5 milljóna króna greiðslu vegna veikinda- tryggingar. Þetta var niðurstaða Hæstarétt- ar í máli sem flugmaður höfðaði gegn Flugleiðum. Flugmaðurinn vísaði til þess að veikindatrygging samkvæmt kjarasamningi næði til skírteinismissis vegna veikinda, sem væru að uppruna sálræn. Drykkjusýki félli undir hugtök læknisfræðinnar og væri skilgreind sem veikindi, sem m.a. mætti rekja til sálrænna ástæðna. Byggt á ákvæði kjarasamnings í dómi héraðsdóms, sem meiri- hluti Hæstaréttar vísaði til, kemur fram að ákvæðið í kjarasamningn- um hefur staðið óbreytt frá 1974 og ekki verið breytt á þann veg að áfengissýki félli þar undir, þrátt fyrir opnari umræðu um eðli áfeng- issýki. Slíkt hefði þó verið eðlilegt í ljósi vilja flugmanna til að tryggja réttindi sín sem best og í ljósi dóms Hæstaréttar frá 1984, þar sem fram kom að enda þótt drykkju- sýki teldist sjúkdómur í læknis- fræðilegum skilningi hefðu fjar- vistir manna frá vinnu vegna áfengisneyslu eða drykkjuhneigðar lengst af verið virtar að lögum á annan veg en fjarvistir vegna veik- inda eða slysa. Hæstaréttardómararnir Harald- ur Henrysson, Guðrún Erlends- dóttir, Hjörtur Torfason, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein kváðu upp dóminn. Hjörtur skilaði sératkvæði og vildi dæma flug- manninum veikindabæturnar, með þeim rökum að viðurkennt væri að áfengissýki væri sjúkdómur af geðrænum toga. m ■ LHIIK AB IIEDÍKHIR L E ISIA R . TMLMM L HASKOLAllOl MIÐVIKUDAGINN 14. MAÍ (óskrilmtónleikm) 0G FIMMTUDAGINN 15. MAÍ KL. 20.00 Wayne Marshall Kim Criswell hljómsveitarstjóri og einleíkaríjf I einsóngvari Efnisskrá George Gershwin: Kúbanskur forleikur George Gershwin: Rhapsody in blue Aron Copland: RODEO Leonard Bernstein: Divertimenlo Rodger & Hort: Tónlist úr þekktum söngleikjum SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS(f) Háskólabíói vib Hagatorg, sími 562 2255 - ^ MIÐASALA Á SKRIFSTOFU HLJÓMSVEITARINNAR OG VIÐ INNGANGINN Ný þjónustumiðstöð í Reykjavík Samræmir ýmsa málaflokka Regína Ásvaldsdóttir REGÍNA Ásvalds- dóttir hefur verið ráðin fram- kvæmdastjóri við Þjón- ustumiðstöð Reykjavíkur- borgar í Grafarvogi. Þjón- ustumiðstöðin er stofnsett sem tilraunaverkefni sam- kvæmt lögum um reynslu- sveitarfélög þar sem gerð verður tilraun til þess að samræma undir eina stjóm einstaka mála- flokka svo sem félagsmál, dagvistarmál, sérfræði- þjónustu grunnskóla og íþrótta- og tómstundamál. Hvaða ávinningur skyldi vera að slíkri þjónustu- miðstöð fyrir hinn al- menna borgara? - Markmiðið er að færa þjónustuna nær íbúunum. Áður þurfti fólk t.d. að fara niður í miðbæ Reykjavíkur ef það sótti um leikskólapláss fýrir bam í út- hverfí en nú getur það farið á þjónustumiðstöðina í sínu hverfí, sama gildir ef fólk pantar tíma hjá félagsráðgjafa. Þetta ætti að gera þjónustuna aðgengilegri. Þá er einnig nýjung að íbúasamtökin í Grafarvogi eiga tvo fulltrúa í stjórnarnefnd Þjónustumiðstöðv- arinnar. Hefur þetta áhrif á starfsmanna- hald? - Með því að hafa undir einum hatti þjónustu á ýmsum sviðum er möguleiki á betri samnýtingu þeirra fagmanna sem vinna á stofnuninni, t.d. sálfræðinga sem nú koma til með að sinna bæði skólum og leikskólum en áður unnu þeir hjá fleiri stofnunum. Hvar er umfangið í þjónustunni mest? - Það er á sviði félagsþjón- ustunnar. Sú þjónusta hefur verið að aukast jafnt og þétt. Félags- þjónustan er m.a. ráðgjöf við fjöl- skyldur og einstaklinga, fjárhags- aðstoð, barnavemdarstarf og að- stoð við unglinga eða unglinga- ráðgjöf. Hvert þessara atriða er umfangs- mest? - Fjárhagsaðstoð og félagsleg ráðgjöf. í kjölfar meira atvinnu- leysis hafa margar fjölskyldur þurft að leita eftir ijárhagsaðstoð á síðustu ámm og á ég þá við til framfærslu. Oft er um að ræða einstaklinga sem missa atvinnu en eiga ekki fullan bótarétt úr atvinnuleysistryggingasjóði. Hefur barnaverndarstarf breyst upp á síðkastið? - Já, það hefur breyst á þann hátt að það komu ný bama- verndarlög árið 1992 sem gera mjög miklar kröfur til faglegra vinnubragða, þannig að réttarstaða foreldra og barna ætti að vera betur tryggð. Það sem gerir barnavemdarstarfíð frábrugðið á þessari nýju þjón- ustumiðstöð er að starfsfólki er ætlað að sinna stuðningsstarfí og taka á móti tilkynningum um bamaverndarmál en ef beita þarf þvingunarúrræðum fer málið til Barnavemdar Reykjavíkur. Þvingunarúrræði er t.d. að taka barn af heimili sínu og vista það annars staðar, eða setja ungling á meðferðarstofnun, nú verður það sem sagt ekki í verkahring starfsfólks Þjónustumiðstöðvar- innar að grípa til slíkra úrræða heldur starfsmanna Bamavemd- amefndar Reykjavíkurborgar. Hefur stofnun hinnar nýju Þjón- ► Regína Ásvaldsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1960 en ólst upp í Kópavogi. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Kópavogi og stundaði nám í heimspeki, afbrotafræði og félagsráðg- jöf í Ósló á árunum 1982 til 1987. Hún hefur starfað sem félagsráðgjafi við félagsþjón- ustu og barnavernd hérlendis og i Noregi sl. tíu ár. Frá ársbyrjun 1995 hefur Regína starfað sem félagsmálastjóri á Sauðárkróki og jafnframt verið starfsmaður Barna- verndarnefndar Skagafjarð- ar en að nefndinni standa 12 sveitarfélög í sýslunni. Reg- ína á tvær dætur fæddar 1981 og 1984. ustumiðstöðvar áhrif á verka- hring starfsmanna í öðrum tilvik- um? - Já, gert er ráð fyrir víðtæku samstarfi t.d. við heilsugæslu og lögreglu sem ekki hefur verið fyr- ir hendi á þennan hátt. T.d. mætti hugsa sér samþættingu á sviði heimahjúkrunar sem hefur verið í höndum heilsugæslustöðva og heimaþjónustu sem hefur hingað til verið verkefni öldmnarþjón- ustudeildar Félagsmálastofnunar Rey kj avíkurborgar. Hefur starfsemi Þjónustumið- stöðvar verið rækilega skilgreind? - Það var ráðinn verkefnis- stjóri, Snjólaug Stefánsdóttir, í lok október 1995. Snjólaug hefur skilað tillögum að ytri ramma þjónustunnar. En auðvitað á eftir að fara í saumana á nánari út- færslu einstakra mála- flokka og er það hluti af þróunarstarfí því sem miðstöðinni er ætl- að að vinna. Hvernig verður fylgst með árangri þessarar tilraunastarfsemi? - Það verða gerðar notenda- kannanir jafnt og þétt á tímabil- inu, sem er til loka ársins 1999. Síðasta ár verkefnisins verður svo starfið sem fram hefur farið endurmetið og tekin ákvörðun um framhaid á þjónustunni. Eða með öðrum orðum gerð úttekt á ár- angri samkvæmt lögum um reynslusveitarfélög, en það eru þau sveitarfélög sem eru að gera tilraunir á sviði stjórnsýslunnar og hafa tekið yfír þjónustu ríkis- ins á ýmsum sviðum, t.d. hefur Hornafjarðarbær gert þjónustu- samning við ríkið um rekstur heil- sugæslu og hefur samræmt undir eina stjórn félags- og heilbrigðis- þjónustu. Markmiðið er að færa þjón- ustuna nær íbúunum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.