Morgunblaðið - 11.05.1997, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 11.05.1997, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MAÍ1997 53 MYNDBÖND Landkönnuður í nýju ljósi Marco Polo (Marco Polo)____________ Sögudrama ★ ★ Framleiðandi: Gigamesh Productions. Leikstjóri og hand- ritshöfundur: Rafi Bukaee. Kvik- myndataka: Avi Karpick. Tónlist: Uri Ophir. Aðalhlutverk: Avital Dicker, Peter Firth, Alon Aboutboul og Orli Silberschatz. 117 mín. Bandaríkin. Miramax Intem- ational/Myndform 1997. ÞEGAR Marco Polo sagði fyrst frá ferðalögum sínum, greindi hann ekki frá hluta þeirra sem tengdust ástarsögu hans við gyðingastúlk- una Tamöru, og hér er bætt úr því. Þessi ævintýramynd gerist í upphafi 14. aldar og fjallar um ófullnægða konu, óvitra krossridd- ara í leit að líki Krists, og hinn skapstóra landkönnuð Marco Polo. Hér er komin frumleg og ný sýn á þann mikla mann. Persónurnar eru flestar heldur óaðlaðandi, og kannski hefði leikstjórinn átt að splæsa í betri leikara. Þeir hafa víst leikið í verri myndum en þessari. Það er samt sem áður ansi gaman að fylgjast með af- drifum þeirra, og myndin hefur að geyma mörg skemmtileg atr- iði. Má þar sér- staklega nefna það sem gerist við ána Jórdan. Hér er komin mynd sem mikið hefur verið lagt í fyrir augað. Hún er vel tekin, búningar og öir sviðssetning eru sannfær- andi. Betra tónskáld hefði mátt finna, og handritið er stundum dálítið rytjulegt. Það hefði mátt gefa betri mynd af landkönnuðin- um og hans tilfinningum. Hann er svo óljós að hann verður nánast að aukapersónu. Önnur hlutverk eru mun heilsteyptari. Helstu kost- ir myndarinnar eru að hún tekur mannkynssöguna ekki of alvar- lega, og gæti því komið mörgum á óvart í óvenjulegri meðhöndlun sinni á efninu. Hildur Loftsdóttir. Lögga á lyflum Tækifærishelvíti (An Occasional Hell)_______ Sakamálamynd ★ ★ Framleiðandim Inititial Entertain- ment. Leikstjóri: Salome Breziner. Handritshöfundur: Randall Silvis. Kvikmyndataka: Mauro Fiore. Tón- list: Anton Sanko. Aðalhlutverk: Tom Berenger, Valerina Golino, Robert Davi og Kari Wuhrer. 90 mín. Bandaríkin. Initial Ent./Mynd- form 1997. Myndin er bönnuð böm- um yngri en 16 ára. TOM Berenger leikur Ernest Dewalt, sjúkan rannsóknarlög- reglumann sem hætt hefur störfum eftir glæfralegt líferni. Hann starf- ar nú sem bókmenntakennari við háskóla, og samkennari hans finnst látinn með ástkonu sinni í bíl. Eiginkona hins látna biður fýrrverandi lögguna að taka að sér málið, sem hann og gerir. Þetta er ágætis sakamálasaga. Hún er miðlungs spenn- andi, en ágæt- lega gerð í flesta staði og heldur manni vel við efnið. Það er mikið að þakka handritshöfund- inum sem hefur lagt sig fram við að skapa heild- stæðar og mannlegar persónur, í anda breskra sakamálamynda. Berenger er ansi góður í sínu hlut- verki, og það má í raun segja um alia leikara myndarinnar. Við rannsóknina sér Emest tálsýnir af ástkonu hins látna sem er mjög falleg og kynþokkafull. Þær tál- sýnir eru látnar óútskýrðar, því þótt hann þurfi að taka lyf við krankleika sínum, þá er það nú varla LSD. Svona fín dægrastytt- ing á þó skilið skemmtilegri titil. Hildur Loftsdóttir (a/ii/ií/e Trósmiöjíin Funahöfða 19-112 Reykjavlk • Slml: 577 1600 Trésmiðjan Eldhús og bað er íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í hönnun, smíði og ráðgjöf á sviði innréttinga. Það hefur langa reynslu i að leiðbeina fólki við val á innréttingum og leggur áherslu á faglega ráðgjöf, hagstætt verð og góða og lipra þjónustu. Lfttu inn i verslun okkar að Funahöfða 19 og láttu okkur aðstoða þig. Eldhússtörfin geta verið ævintýri likust ef umhverfið er spennandi og andrúmsloftið rétt Candide-eldhúsinnréttingin, sem sameinar frábært útlit og einstaklega þægilega vinnu- aðstöðu, er hönnuð af Studio Granda og framleidd í Trésmiðjunni Eldhús og bað. Allir sem staðfesta pöntun á Candide-eldhús- innréttingu fyrir 1. júlí n.k. fá ókeypis spennandi nýjung frá Candide með innréttingunni, auk þess sem nöfn þeirra lenda í lukkupottinum okkar. Dregið verður eitt nafn úr pottinum og fær sá heppni i vinning hinn glæsilega Ijósakassa, „Birtingr úr Candide. •f r V - MYNDBÖND SÍÐUSTil VIKU í moröhug (The Limbic Region)ic Framandi þjóö (Alien Nation) Keðjuverkun (Chain Reaction)-k ★ Belnt í mark (Dead Ahead)k ★ Jarðarförin (The Funeral)k ★ Fræknar stúlkur f fjár- sjóöslelt (Gold Diggers: The Secret of Bear Moun tain) ★ ★ 'h Sú fyrrverandi (TheEx)k Lokaráð (Last Resort)1/2 Varöeldasögur (Campfire Talcs)k ★ Vöröurinn (The Keeper)-k Voðalegt vændlshús (Bordello of BIood)k ★ Verndarenglarnir (Les Anges Gardiensk Reykur (Smoke)k ★ ★ Vi Eyðimerkurtunglsýki (Mojave Moon)k ★ 'h
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.