Morgunblaðið - 11.05.1997, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 11. MAÍ1997 53
MYNDBÖND
Landkönnuður í
nýju ljósi
Marco Polo
(Marco Polo)____________
Sögudrama
★ ★
Framleiðandi: Gigamesh
Productions. Leikstjóri og hand-
ritshöfundur: Rafi Bukaee. Kvik-
myndataka: Avi Karpick. Tónlist:
Uri Ophir. Aðalhlutverk: Avital
Dicker, Peter Firth, Alon
Aboutboul og Orli Silberschatz. 117
mín. Bandaríkin. Miramax Intem-
ational/Myndform 1997.
ÞEGAR Marco Polo sagði fyrst frá
ferðalögum sínum, greindi hann
ekki frá hluta þeirra sem tengdust
ástarsögu hans við gyðingastúlk-
una Tamöru, og hér er bætt úr
því. Þessi ævintýramynd gerist í
upphafi 14. aldar og fjallar um
ófullnægða konu, óvitra krossridd-
ara í leit að líki Krists, og hinn
skapstóra landkönnuð Marco Polo.
Hér er komin frumleg og ný sýn
á þann mikla mann. Persónurnar
eru flestar heldur óaðlaðandi, og
kannski hefði leikstjórinn átt að
splæsa í betri leikara. Þeir hafa
víst leikið í verri
myndum en
þessari. Það er
samt sem áður
ansi gaman að
fylgjast með af-
drifum þeirra,
og myndin hefur
að geyma mörg
skemmtileg atr-
iði. Má þar sér-
staklega nefna það sem gerist við
ána Jórdan. Hér er komin mynd
sem mikið hefur verið lagt í fyrir
augað. Hún er vel tekin, búningar
og öir sviðssetning eru sannfær-
andi. Betra tónskáld hefði mátt
finna, og handritið er stundum
dálítið rytjulegt. Það hefði mátt
gefa betri mynd af landkönnuðin-
um og hans tilfinningum. Hann er
svo óljós að hann verður nánast
að aukapersónu. Önnur hlutverk
eru mun heilsteyptari. Helstu kost-
ir myndarinnar eru að hún tekur
mannkynssöguna ekki of alvar-
lega, og gæti því komið mörgum
á óvart í óvenjulegri meðhöndlun
sinni á efninu.
Hildur Loftsdóttir.
Lögga á lyflum
Tækifærishelvíti
(An Occasional Hell)_______
Sakamálamynd
★ ★
Framleiðandim Inititial Entertain-
ment. Leikstjóri: Salome Breziner.
Handritshöfundur: Randall Silvis.
Kvikmyndataka: Mauro Fiore. Tón-
list: Anton Sanko. Aðalhlutverk:
Tom Berenger, Valerina Golino,
Robert Davi og Kari Wuhrer. 90
mín. Bandaríkin. Initial Ent./Mynd-
form 1997. Myndin er bönnuð böm-
um yngri en 16 ára.
TOM Berenger leikur Ernest
Dewalt, sjúkan rannsóknarlög-
reglumann sem hætt hefur störfum
eftir glæfralegt líferni. Hann starf-
ar nú sem bókmenntakennari við
háskóla, og samkennari hans
finnst látinn með ástkonu sinni í
bíl. Eiginkona hins látna biður
fýrrverandi lögguna að taka að sér
málið, sem hann og gerir. Þetta
er ágætis sakamálasaga. Hún er
miðlungs spenn-
andi, en ágæt-
lega gerð í flesta
staði og heldur
manni vel við
efnið. Það er
mikið að þakka
handritshöfund-
inum sem hefur
lagt sig fram við
að skapa heild-
stæðar og mannlegar persónur, í
anda breskra sakamálamynda.
Berenger er ansi góður í sínu hlut-
verki, og það má í raun segja um
alia leikara myndarinnar. Við
rannsóknina sér Emest tálsýnir af
ástkonu hins látna sem er mjög
falleg og kynþokkafull. Þær tál-
sýnir eru látnar óútskýrðar, því
þótt hann þurfi að taka lyf við
krankleika sínum, þá er það nú
varla LSD. Svona fín dægrastytt-
ing á þó skilið skemmtilegri titil.
Hildur Loftsdóttir
(a/ii/ií/e
Trósmiöjíin
Funahöfða 19-112 Reykjavlk • Slml: 577 1600
Trésmiðjan Eldhús og bað er íslenskt fyrirtæki
sem sérhæfir sig í hönnun, smíði og ráðgjöf á
sviði innréttinga. Það hefur langa reynslu i að
leiðbeina fólki við val á innréttingum og leggur
áherslu á faglega ráðgjöf, hagstætt verð og
góða og lipra þjónustu.
Lfttu inn i verslun okkar að Funahöfða 19 og
láttu okkur aðstoða þig.
Eldhússtörfin geta verið ævintýri likust ef
umhverfið er spennandi og andrúmsloftið rétt
Candide-eldhúsinnréttingin, sem sameinar
frábært útlit og einstaklega þægilega vinnu-
aðstöðu, er hönnuð af Studio Granda og
framleidd í Trésmiðjunni Eldhús og bað.
Allir sem staðfesta pöntun á Candide-eldhús-
innréttingu fyrir 1. júlí n.k. fá ókeypis spennandi
nýjung frá Candide með innréttingunni, auk
þess sem nöfn þeirra lenda í lukkupottinum
okkar.
Dregið verður eitt nafn úr pottinum og fær sá
heppni i vinning hinn glæsilega Ijósakassa,
„Birtingr úr Candide.
•f
r
V -
MYNDBÖND
SÍÐUSTil VIKU
í moröhug
(The Limbic Region)ic
Framandi þjóö
(Alien Nation)
Keðjuverkun
(Chain Reaction)-k ★
Belnt í mark
(Dead Ahead)k ★
Jarðarförin
(The Funeral)k ★
Fræknar stúlkur f fjár-
sjóöslelt
(Gold Diggers: The Secret of
Bear Moun tain) ★ ★ 'h
Sú fyrrverandi
(TheEx)k
Lokaráð
(Last Resort)1/2
Varöeldasögur
(Campfire Talcs)k ★
Vöröurinn
(The Keeper)-k
Voðalegt vændlshús
(Bordello of BIood)k ★
Verndarenglarnir
(Les Anges Gardiensk
Reykur
(Smoke)k ★ ★ Vi
Eyðimerkurtunglsýki
(Mojave Moon)k ★ 'h