Morgunblaðið - 11.05.1997, Page 4
4 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1997
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 4/5 -10/5
►SÍÐASTA meginsending
íslenzkra handrita frá Áma-
safni í Kaupmannahöfn kom
til landsins með danska varð-
skipinu Vædderen. Von
bráðar verður haldin sýning
á handritunum.
►ÍSLENZKIR aðalverktak-
ar voru harðlega gagnrýnd-
ir á Aiþingi vegna meintra
óeðlilegra undirboða á vikri
á Þýskalandsmarkaði. Finn-
ur Ingólfsson iðnaðarráð-
herra og nokkrir þingmenn
Sunnlendinga sögðu fyrir-
tækið hafa beitt því fyrir
sig á óeðlilegan hátt að rík-
ið væri meirihlutaeigandi í
fyrirtækinu til að vinna
traust kaupenda.
►ÁVÖXTUN hlutabréfa í
fimm hiutafélögum sem
skráð eru á Verðbréfaþingi
og Opna tilboðsmarkaðnum
er orðin meira en 100% frá
áramótum og gengi margra
annárra félaga hefur hækk-
að verulega. Hæsta ávöxt-
unin er hjá Fiskmarkaði
Suðurnesja, tæp 164%.
►TÆPLEGA 3.000
skammtar af LSD fundust í
bréfi frá Belgíu, sem rann-
sakað var á pósthúsi. And-
virði efnisins er talið á bii-
inu þrjár til fimm og hálf
milijón króna. Þetta er
stærsta LSD-sending, sem
verðir laganna hafa komið
höndum yfir.
►STÚLKA á 18. ári, sem
hugðist synda i Bláa lóninu
að næturlagi ásamt félögum
sínum, lézt af slysförum í
lóninu. Lögregla telur að-
gang að svæðinu of auðveld-
an og gæzlu of litla.
Sátt í lífeyrismálinu?
FORSVARSMENN ASÍ og VSÍ hafa
óskað eftir þvf við ríkisstjórnina að
afgreiðslu frumvarps um starfsemi líf-
eyrissjóða verði frestað til hausts. ASÍ
og VSÍ telja eftir viðræður undanfarna
daga að mögulegt sé að ná víðtækri
sátt um aukinn sveigjanleika í kerfmu
fyrir almennu lífeyrissjóðina og sér-
eignarsjóði. Samtökin hafa kynnt hug-
myndir um að í stað þess að lágmarks-
viðmiðun fyrir samtryggingu lífeyris-
réttinda verði ákveðin krónutala á
mánuði verði miðað við svokallaða lág-
markstryggingavernd. Efnahags- og
viðskiptanefnd Alþingis heldur umfjöll-
un sinni um frumvarpið áfram á mánu-
dag.
Kennarar vilja ógilda
stærðfræðiprófið
Á FUNDI stærðfræðikennara um sam-
ræmt próf í stærðfræði varð niðurstað-
an sú að prófíð hefði verið of viðamik-
ið. Auk þess hefði ýmislegt athugavert
verið við framsetningu verkefna á próf-
inu og nægileg rök væru fyrir því að
dæma prófið ógilt. Harðar deilur hafa
orðið um stærðfræðiprófíð.
Nýjar Schengen-
viðræður
SAMKOMULAG er í augsýn um að
Schengen-vegabréfasamstarfíð verði
innlimað í Evrópusambandið. Fari svo
er gert ráð fyrir nýjum viðræðum við
ísland og Noreg um aðlögun að breyttu
samstarfí, en ríkin hafa gert samstarfs-
samninga við Schengen-ríkin. Þor-
steinn Pálsson dómsmálaráðherra segir
að verði vegabréfasamstarfið fært und-
ir yfirþjóðlegar stofnanir ESB, sé þátt-
taka Islands sennilega úr sögunni.
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra
segist hins vegar sjá tækifæri f stöð-
unni.
Mobutu og Kabila til
viðræðna á ný
MOBUTU Sese Seko, forseti Zaire,
og Laurent Kabila, leiðtogi uppreisn-
armanna, féllust á föstudag á að
ræðast við í suður-afrísku herskipi á
miðvikudag fyrir milligöngu Samein-
uðu þjóðanna. Sögusagnir um að
Mobutu hygðist ekki snúa aftur til
Kinshasa fengu byr undir báða vængi
þegar hann héit ekki á brott frá
Gabon, en sonur forsetans og tals-
maður, Nzanga Mobutu, hélt fram
að hann færi heim í dag. Haft var
eftir heimildarmönnum innan Sam-
einuðu þjóðanna að Frakkar hefðu
samþykkt að veita Mobutu hæli, en
frönsk stjórnvöld vildu engin svör
gefa um málið. Thabo Mbeki, vara-
forseti Suður-Afríku, er í Gabon til
að ræða við Mobutu, en fyrr í gær
ræddi hann við Kabila í Lubumbashi
í suðausturhluta Zaire. Mobutu ræddi
á fimmtudag við fimm Afríkuleiðtoga
í Gabon. Að loknum viðræðunum var
gefíð út skjal þar sem Mobutu hvatti
her Zaire til að undirbúa kosningar.
Einnig var tekið fram að Mobutu, sem
er með ristilkrabbamein, væri of veik-
ur til að sækjast eftir kjöri sjálfur. í
skjalinu var hins vegar hvergi minnst
á Kabila, né að Mobutu mundi segja
af sér og leyfa bráðabirgðastjóm eins
og uppreisnarleiðtoginn hefur krafíst.
Gegn hagsmunum
íslands að hefja
hvalveiðar
MARSHALL P. Adair, aðstoðarut-
anríkisráðherra Bandarikjanna,
sagði í Morgunblaðinu í gær, að
bandarísk stjórnvöld væru þeirrar
skoðunar að það þjónaði ekki hags-
munum íslands að hefja aftur hval-
veiðar. Efnahagslega væru íslend-
ingar mun berskjaldaðri en Norð-
menn þar sem olía væri uppistaðan
i utanrikisverslun þeirra síðar-
nefndu.
►T0GER Seidenfaden,
ritstjóri danska blaðsins
Politiken, hlaut í fyrradag
tuttugu daga skilorðs-
bundinn fangelsisdóm fyr-
ir að birta dagbækur Ritt
Bjerregaard án samþykkis
hennar.
►HÁTÍÐ kvikmyndanna í
Cannes í Frakklandi hófst
á miðvikudag og var þess
minnst að 50 ár eru liðin
frá því hún var haldin f
fyrsta sinn.
►LÖGREGLANíNew
York hefur fengið hug-
mynd að nýju vopni úr
teiknimyndabókum um
Kóngulóarmanninn til að
klófesta glæpamenn sem
reyna að flýja. Byssa, sem
hún tekur senn í notkun,
skýtur neti á glæpamenn-
ina.
►TVEIR þriðjuhlutar
franskra kjósenda eru
ósáttir við frammistöðu
Jacques Chiracs forseta.
Þá telur 41% þjóðarinnar
að hann eigi að segja af
sér, vinni vinstrimenn sig-
ur í komandi kosningum.
Skoðanakannanir benda til
þess að stjórnin muni
halda meirihluta sínum, ná
301 sæti en vinstriflokk-
arnir fái 254 sæti.
►VÍSINDAMENN skýrðu
frá því sl. mánudag, að
þeim hefði tekist að breyta
yfirborði rauðra blóð-
korna þannig, að unnt yrði
að búa til einn blóðflokk,
sem gengi hjá öllum án
tillits til blóðflokkagrein-
ingar.
Aætlun um hvernig staðið
er að móttöku flóttamanna
A RAÐSTEFNU sem Rauði kross
íslands gekkst fyrir um málefni
flóttamanna í Norræna húsinu sl.
fímmtudag, á Alþjóðadegi Rauða
krossins, kom m.a. fram að í undir-
búningi væri gerð áætlunar um
hvernig standa eigi að móttöku
flóttamanna til landsins. Myndað
hefur verið Flóttamannaráð á vegum
ráðuneytanna og á Rauði kross ís-
lands þar áheymarfulltrúa.
Jakobína Þórðardóttir, ráðgjafi hjá
Rauða krossinum, sagði að Hans
Thulen, forstöðumaður flóttamanna-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna {
Stokkhólmi, hefði farið yfír ástandið
almennt og rakti hann mismunandi
ástæður fyrir flóttamannavandanum
og mismunandi stöðu flóttamanna
gagnvart lagabókstafnum.
Sigrún Árnadóttir,_ framkvæmda-
stjóri Rauða kross Islands, fjallaði
um þátt íslendinga í alþjóðastarfínu
og starf Rauða króssins í tengslum
við móttöku á flóttamönnum.
Páll PéturSson, félagsmálaráð-
herra, rakti aðgerðir stjómvalda og
greindi frá myndun Flóttamannaráðs
hérlendis. Flóttamannaráðið á að
vera ráðgefandi í sambandi við mót-
töku á flóttamönnum. I máli hans
kom fram að í burðarliðnum væri
áætlun um hvernig staðið yrði að
þessum málum í framtíðinni.
Jakobína segir að engin áætlun
sé til um móttöku flóttamanna ef
undanskildir eru svokallaðir kvóta-
flóttamenn.
„Við höfum ekki staðið okkur sem
skyldi í þeim málum því við höfum
undirgengist vissar skyldur í sam-
bandi við móttöku á flóttamönnum,"
sagði Jakobína.
Jakobína sagði að þess hefði verið
vænst síðastliðið haust að dómsmála-
ráðuneytið legði fram tillögu um
lausn á þessu máli.
Flóttamaður frá gömlu Júgósiavíu,
sem kom til íslands í fyrra, lýsti sinni
sögu og síðan var efnt til pallborðs-
umræðna með þátttöku þriggja þing-
manna. Jakobína sagði að í máli
þingmannanna hefði komið fram vilji
til þess að íslendingar gerðu betur í
þessum málum. Þegar gengið hefði
verið á þá um svör við því hvers
vegna stæði á framkvæmdum svar-
aði Einar Guðfinnsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokks í Vestfjarðakjör-
dæmi, því til að þar væri um að
kenna „þverpólitískum aumingja-
skap“.
Veittir hafa verið fjórir styrkir úr
Minningarsjóði Sveins Björnssonar.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti ís-
lands, afhenti styrkina, alls 950.000
kr., við upphaf ráðstefnunnar. Út-
hlutað var úr sjóðnum í annað sinn
en hann var stofnaður árið 1994 til
minningar um Svein Björnsson,
fyrsta forseta lýðveldisins og fyrsta
formann Rauða kross íslands. Til-
gangur sjóðsins er að styrkja rann-
sóknir sem lúta að mannréttinda- og
mannúðarmálum.
Snorri Guðjón Bergsson hlaut
350.000 kr. styrk fyrir verkefnið
Flóttamenn á íslandi 1935-1947,
Dögg Pálsdóttir hlaut ,150.000 kr.
styrk fyrir verkefnið Réttindi sjúkl-
inga sem fjallar um rétt sjúklinga
til heilbrigðisþjónustu og almanna-
trygginga. 300.000 kr. styrk fyrir
verkefnið Almennar og sérstakar
reglur um flóttamenn í alþjóðlegum
mannúðarlögum og Þorbjörg Jóns-
dóttir hlaut 150.000 kr. styrk fyrir
verkefnið Staða kvenna og karla í
alþjóðiegum mannúðarlögum og ís-
lenskum refsirétti.
SAMGÖNGURÁÐHERRARNIR Halldór Blöndal og Peter Gronvold Samuelsen virða fyrir sér tignar-
legan ísbjörninn þegar þeir ganga inn á Grænlandssýninguna . Þó að björninn virðist stór og mik-
ill, segir grænlenski ráðherrann hann þó langt frá því að vera fullvaxinn.
Beðið hagstæðr-
ar veðurspár
Grænlandssýning
í Perlunni
Grænland
sem ferða-
mannaland
GRÆNLAND '97 er yfirskrift
ferðasýningar sem hófst á föstu-
daginn í Perlunni og lýkur síð-
degis í dag.
Um 30 ferðaþjónustufyrirtæki
eru með bása á sýningunni, þar
sem þeir kynna þjónustu sína.
Má þar nefna hundasleðaferðir,
vélsleðaferðir, siglingar, útsýnis-
flug, veiðiferðir og sögu- og
menningarferðir. Einnig er þar
kynning á grænlensku hand-
verki, svo sem listmunum út-
skornum í bein ogtönn. Um 30
ferðaheildsalar víðsvegar að úr
Evrópu eru mættir á sýninguna,
auk þess sem hún er opin öllum
almenningi.
Peter Gronvold Samuelsen,
samgönguráðherra Grænlend-
inga, segir samstarf grannland-
anna Grænlands og Islands I
ferðamálum afar þýðingarmikið
og að það fari sifellt vaxandi.
Til dæmis séu flugsamgöngur
landanna á milli alltaf að verða
meiri og betri, til mikils gagns
fyrir ferðaþjónustu, samgöngur
og viðskipti.
ÍSLENSKU Everestfararnir vonast
eftir að geta lagt af stað á topp
Everest á morgun, en það er háð því
að veðurspá bendi til þess að veður
fari batnandi við topp fjallsins. Björn
Ólafsson, einn leiðangursmanna,
sagði að veðurspámar hefðu staðist
nokkuð vel fram að þessu, en í upp-
hafi hefði hann verið vantrúaður á
ágæti þeirra.
Bjöm sagðist vera bjartsýnn á að
þeim tækist ætlunarverk sitt þrátt
fyrir að veður hefði tafið för. Babu,
sem er í forystu fyrir Sherpunum,
hefði sagt við sig í gær að það hefði
oft komið fyrir að veður hefði ekki
skánað á toppi Everest fyrr en 15.
maí. Hann hefði sagt íslendingunum
að hafa ekki áhyggjur. Björn sagðist
treysta þessum orðum enda hefði
Babu farið sex sinnum á tind Ever-
est og þekkti fjaliið betur en flestir
aðrir. JHann sagði það mikinn styrk
fyrir íslendingana að Babu myndi
fara með þeim upp.
Löng bið
í grunnbúðum
Islensku íjallgöngumennirnir hafa
farið í stutta göngutúra undanfarna
daga til að halda sér í formi, en þeir
hafa þurft að bíða í grunnbúðum
marga daga eftir að réttar aðstæður
sköpuðust fyrir þá til að fara upp. í
fyrradag aðstoðuðu þeir við að koma
Sherpa úr öðrum leiðangri í björgun-
arþyrlu, en hann hafði veikst og
þurfti nauðsynlega að komast á
sjúkrahús.
Það er víðáttumikil lægð yfír Ind-
landi sem veldur hvössum vindum
og kulda á tindi Everest. Bjöm sagði
að það væri ekki fyrr en lægðin
færði sig úr stað sem búast mætti
við Betra veðri á Everest. Allar veður-
breytingar gerðust hægar hér en
heima. Hann sagði að fjallgöngu-
mennimir sem lögðu af stað sl.
þriðjudag hefðu verið óheppnir vegna
þess að ef þeir hefðu lagt af stað
einum degi fyrr hefðu þeir að öllum
líkindum komist á toppinn. Tíma-
setningar skiptu því miklu máli þeg-
ar gengið væri á Everest.
Sjá Everestsíðu Morgunblaðsins:
http://www.mbl.is/everest/