Morgunblaðið - 11.05.1997, Side 14

Morgunblaðið - 11.05.1997, Side 14
14 F SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1997 HUSIÐ & GARÐURINN MORGUNBLAÐIÐ AFTAN við húsið eru fleiri blómabeð úr hraunhellum. Vin ímið- bænum SUÐURGATA 6 sker sig frá öðr- um húsum við Suðurgötu og þótt víðar væri leitað. Húsið er lágreist og bratt dökkt þakið með langa kvistinum gefur því framandi og heillandi blæ. Garðurinn fyrir framan húsið fullkomnar að lokum myndina á fögrum sumardegi. Heiðurinn af snyrtilegu húsinu og ræktarlegum garðinum eiga íbú- arnir og hjónin Brian Holt, ræðis- maður Breta á fslandi um langt árabil, og Guðrún Holt, eiginkona hans. Brian rifjar upp sögu hússins áður en talinu er vikið að garðin- um. „Suðurgata 6 er byggð af dönskum kennara í kringum 1850. Húsið komst svo í eigu fjölskyldu Guðrúnar, konu minnar, þegar Hafliði Guðmundsson frá Engey, langafi hennar, festi kaup á því um 1870. Næsti ábúandi var Lúð- vfk, sonur Hafliða, ásamt Jóhönnu Bjarnadóttur frá Reykhólum, konu hans, og Friðrik, sonur Lúðvíks og Jóhönnu og faðir Guðrúnar, fæddist í þessu húsi. Hér var auðvitað allt með öðr- um brag á þeim tíma eða um aida- mótin. Lítill áhugi var fyrir garð- rækt og fáir stunduðu aðra rækt- un en grænmetisræktun. Jóhanna var hér t.a.m. með kartöflur og kál. Ekki má heldur gleyma hænsnunum hennar," segir Brian og hnýtir sposkur aftan við að sú staðreynd að Lúðvík og Jóhanna seldu húsið til að flytjast í miðbæ- inn, nánar tiltekið á Vesturgötu 11, segi trúlega meira en flest orð um Reykjavík í þá daga. Mosanum sagt stríð á hendur Hinn kunni útvarpsmaður Helgi Hjörvar festi kaup á húsinu fyrir seinna stríð. Helgl var með stóran barnahóp og lét stækka húsið snemma á stríðsárunum. „Nú vík- ur sögunni að okkur, því Guðrún hafði alltaf haft augastað á húsinu og við festum kaup á því árið 1977. Við byrjuðum á því að taka garðinn í gegn og höfðum t.a.m. töluvert fyrir því að útrýma skrið- sóleyjunni. Eftir tuttugu ár stingur hún enn öðru hverju upp kollin- um,“ segir Brian. „Aðalumbreytingin fólst hins vegar í því að við afmörkuðum blómabeð fyrir fjölær blóm með hraunhellum fyrir aftan og að hluta til fyrir framan húsið. Gras- fletir fyrir aftan hús og neðan við blómabeðin fyrir framan húsið fengu að halda sér. En eins og svo algengt er á íslandi gerði mosi okkur lífið leitt. Þrátt fyrir að leitað væri ráða hjá innlendum og erlendum sérfræðingum, alls Morgunblaðið/S. Pétursdóttir GARÐURINN er litskrúðugur um mitt sumar. Fremst sést göngustígur- inn. Upp við húsið eru blómabeð mynduð úr hraunhellum. BRIAN segir ekkert annarra áhugamála sinna jafnast á við garðrækt. kyns efni keypt og aðferðir reynd- ar, tókst ekki að ráða niðurlögum mosans. Ekki virtist heldur neinu máli skipta hvaða sláttuvél var notuð. Mosinn kom alltaf upp aftur. Að lokum fauk svo í mig að ég skar allt grasið upp í þökur og henti þeim. Því næst pantaði ég reið- innar býsn af þvegnum sandi og gangstéttarhellum og útbjó litla göngustíga með blómabeðum inn á milli neðan við hraunhellu- blómabeðin fyrir framan húsið. Meðfram göngustígunum lagði ég um 25 sm háa blikkrenninga til að koma í veg fyrir að gangstétt- arhellurnar fserðust úr stað." Brian og Guðrún rækta raba- bara og myntu í svokölluðu geymslubeði aftan við húsið. Nafnið á beðinu skýrist af því að GRÓANDINN garðyrkjuritið ’er eina tímaritið sinnar tegundar á Islandi. Allar greinar eru skrifaðar af fagfólki, sem leiðbeinir og fræðir garðeigendur, sumarbústaðaeigendur og annað gróðuráhugafólk. GERIST ÁSKRIFENDUR að leiðbeinandi og góðu garðyrkjuriti. ÁSKRIFTARSÍMINN ER 553-3233 þar bíða plöntur eftir því að vera gefnar eða færðar til. Gulrætur eru í öðru beði til hliðar við húsið. „Annars er langmestur hluti plantnanna í garðinum fjölærar plöntur. Lúpínan hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér. íslend- ingar eru vanastir bláu og hvítu Alaska-lúpínunni. Mínar lúpínur eru hins vegar bláar, hvítar, ble'ik- ar og gular Russell lúpínur. Önnur sérstaklega skemmtileg blóm eru gulhvítur og appelsínu- gulur valmúi og svo dvergfjólan. Báðar tegundir færa sig til af eig- in rammleik í garðinum. Valmúinn er kannski upp við hús eitt sumar- ið og niðri í miðjum garði næsta sumarið," segir Brian þegar talið berst að einstökum tegundum og nefnir þessum til viðbótar fjallafrú og dvergnellikku. Ekki megi held- ur gleyma bleikum, gulum og hvít- ufn steinbrjótum í hraunhellubeð- unum upp við húsið. Þá verði að líta vel eftir og grisja ört. Kalk úr heimilishaidinu Brian hefur gaman af því að prófa sig áfram f ræktuninni. „Ég el svolítið upp í herbergi upp á lofti og fer með út á sumrin. Til- raunirnar eru skemmtilegar og koma oft á óvart. Ég get nefnt að daginn sem frú Vigdís Finn- bogadóttir var kosin forseti ís- lands voru okkur gefnir tveir litlir angar af „Honey Suckle" blómi. Við höfðum ekki hugmynd um hvernig til tækist en nú hafa blóm- in skriðið upp vegginn fyrir utan húsið og mæst hér fyrir ofan sto- fugluggann," segir Brian og upp- lýsir að því miður hafi þau hjónin of oft orðið fyrir því að óprúttnir áhugamenn um garðyrkju hafi stolið sjaldgæfum blómum úr garðinum en á slíka þrjóta vill hann eyða sem fæstum orðum. Hann segist reyna að komast hjá því að nota kemískan áburð í garðinum. „Ég fæ alveg hreint fyrsta flokks kindaskít hjá Ólafi Dýrmundssyni, ráðunauti, helli á hann vatni og vökva með því gróð- urinn. Nauðsynlegt kalk fáum við úr eggjum úr heimilishaldinu. Við söfnum saman svona 30 til 40 skurnum, hitum þau í bökunarofn- inum, t.d. þegar Guðrún er að baka, og berum kalkið á plönturn- ar. Hugmyndin er frá okkur komin enda þurfa plönturnar á kalki að halda og eggjaskurn er að sjálf- sögðu ekkert annað en kalk. Illgresi vex ekki í garðinum en sífellt verður að hafa auga með því að grasfræ skjóti ekki rótum og fjölæru plönturnar breiði ekki of mikið úr sér. Að lokum verður ekki undan því vikist að minnast á sniglana. Þeir eru eilíft vanda- mál hér á íslandi vegna veðrátt- unnar. Fyrir þeim verður að eitra einu sinni til tvisvar sinnum á hverju sumri," segir Brian. Brían er af írsku bergi brotinn. „Sú staðreynd að ég er alinn upp við mikla blóma- og garðrækt kann að hafa valdið því að ég fékk áhuga á garðrækt. Ég get hins vegar ekki sagt að ég hafi tekið með mér gamlar hefðir frá ætt- landi mínu og ég er alls ekki að reyna að koma upp dæmigerðum breskum skrúðgarði hér og víst er að garðyrkja er enginn leikur á íslandi," segir hann. Ef til vill er sú staðreynd ein af skýringunum á því að garðrækt hefur heillað Brian meira en fjöl- mörg önnur áhugamál hans. „Ég hef verið haldinn söfnunaráráttu og átt fjölmörg önnur áhugamál. Hins vegar get ég með sanni sagt að ekkert jafnast á við að ganga út í garð að vori og virða fyrir sér litlu blómin hér í miðri steinsteyp- unni." Ahna G. Ólafsdóttir Túnþökur- ókeypis upplýsingar • • • Í'ií!. iiá íiiWÆs-Mklvx 562-6262

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.