Morgunblaðið - 11.05.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.05.1997, Blaðsíða 16
16 F SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ HÚSIÐ & GARÐURINN Klæðningar fyrir nýtt og gamalt ÍSLENDINGAR kynntust utan- hússklæðnirigum sem lækninga- meðali þegar steypuskemmda- faraldurinn stakk sér hér niður fyrir aldarfjórðungi eða svo. í húsagerð eins og á öðrum svið- um færir þjóðin sig smám saman nær alþjóðlegum háttum og nú er orðið alsiða að nýbyggingar séu einangraðar og klæddar að utan en klæðningar ekki aðeins notaðar til viðgerða. Hér verður gefin nokkur inn- sýn í nokkrar helstu tegundir sem eru í boði á markaðnum. Verðin sem eru nefnd eru ekki að fullu sambærileg, því einstakir aðilar gátu aðeins gefið upp verð á klæðningarefni en ekki t.d. list- um, nöglum að ógleymdri ein- angrun. Endanlegt verð allra klæðninga fer að miklu leyti eftir húsagerðinni, reglan er sú að því beinni veggir og færri gluggar því minni kostnaður. STO er vestur-þýsk akrýlmúr- - klæðning á stein eða timbur sem seld hefur verið á 140 þúsund fermetra hér á landi undanfarin 10 ár, ýmist á viðgerð hús eða nýbyggingar. Hægt er að velja um 400 liti og klæðningin er sam- skeytaiaus múrklæðning sem breytir ekki ytra útliti húsa. T.d. er hægt að klæða austurgafl húss án þess að útlit hans verði frábrugðið útliti annarra veggja. STO klæðning kostar 7.000- 8.000 krónur á fermetra, þ.e. efni, einangrun og vinna, en verð á gluggalausan gafl gæti verið um 6.000 kr. fermetrinn. Þá er við það miðað að klætt sé utan á plasteinangrun en einnig er hægt að klæða yfir steinull, sem er dýrara, eða þá á óeinangraðan vegg, sem er ódýrara, segir Hörður Guðmundsson, í Vegg- prýði, umboðsmaður STO klæðninga segir akrýlið hentugt vegna þess að það er eftirgefan- legt og höggþolið og því myndist sprungur ekki auðveldlega. Húsið mótað í plast Vinna við STO hefst á því að hús er háþrýstiþvegið til að fjar- lægja lausa málningu og óhrein- indi. Að því loknu er húsið grunn- að til að tryggja límfestu og síðan er límd á vegginn tregbrennanleg plasteinangrun og húsið mótað í einangrunina. Sé einangrað með steinull þarf að negla 8 múrtappa á fermetra. Síðan er styrktarlag með glertrefjaneti og fylliefni lagt yfir einangrunina og yfir það er sett klæðningarkápan. Hún er blanda af akrýlefnum og náttúrulegum steinmulningi og gefur margs konar áferð, fína eða grófhraunaða. Við glugga og hallandi fleti eru sett sérstök vatnsbretti sem eru til í ýmsum útfærslum og úr t.d. blágrýti, marmara, áli eða stáli. Meðal húsa sem klædd eru STO má nefna Frímúrarahúsið í Hafnarfirði og blokkir í Arahólum og Dúfnahólum. Tveir múrarar eru í um það bil mánuð að heil- klæða eitt einbýlishús. Talsverð reynsla er komin á STO hér á landi, því 11. sumarið er nú að hefjast. STENI-klæðningin, sem BYKO selur, hefur hins vegar verið til á markaðnum hér á landi í meira en 20 ár en hún á sér yngri tví- fara í Stoneflex, sem Húsasmiðj- an er umboðsaðili fyrir. STENI er norsk útveggja- klæðning. Þetta eru sterkar, veðrunar- og höggþolnar trefja- plötur með hrauni úr steinmuln- ingi eða sléttar. Til eru yfir 30 litir en séu pantaðir meira en 150 fermetrar er hægt að blanda hVaða lit sem er, miðað við lit- blöndunarkerfi, segir Pétur Andr- ésson hjá BYKO. Þetta eru loftræstar útveggja- klæðningar sem þýðir að það verður að lofta á bak við plöturn- ar svo að rakinn í veggnum geti leiðst í burtu en stoppi ekki í plöt- unum. Ekki má loka þvert fyrir loftunina og þvf verður helst að vera opið undir og upp úr klæðn- ingunni. Hús er klætt þannig að lóðréttri timburgrind er slegið upp á vegginn og fest með múr- boltum eða skrúfnöglum. Sé ein- angrun sett á milli er grind fest á vegginn til að bera steinullina. Síðan er pappi settur yfir ein- angrunina og loftunargrind þar Fegrar og bætir garðinn Þú færð allskonar grjót hjá okkur, sand og sérstakan sand í sandkassann. Við mokum efninu á bíla eða kerrur og afgreiðum það líka í sterkum plastpokum, sem þú getur sett í skottið á bílnum þínum. Simi: 577-2000 íigursteinar BJÖRGUN HF. SÆVARHÖFÐA 33 ÞETTA fjölbýlishús viö Funalind er með álklæðningu. GRANDASKÓLI er klæddur með samskeytalausri ÍMÚR útveggjaklæðningu. utan á. Á hana eru steniplöturnar negldar með ryðfríum nöglum í sama lit. Undir glugga og við brúnir er loftun tryggð með vönd- uðum frágangi og á hallandi fleti er sett Steni eða bretti úr þeim efnum sem húseigendur velja. Fermetrinn af STENI-plötum kostar um 1.900 krónur en kom- in upp kostar klæðning með ein- angrun 6-7.000 krónur með öllu á hvern fermetra. Steni er ein- hver útbreiddasta klæðningin á markaðnum. Hraunað Steni má m.a. sjá á blokkum við Engjasel 65-67 og Hátún 12 er klætt með sléttu Steni. Fjöimargar aðrar tegundir klæðninga eru til á markaðnum. ÍMÚR er íslenskt kerfi, sam- skeytaiaus utanhússmúrklæðn- ing fyrir nýbyggingar eða til við- gerða. ÍMÚR hefur verið notað í 11 ár hér á landi og er komið á um 120 þúsund fermetra. ÍMÚR er gjarnan sléttpússuð með sama útliti og múrhúðaðir útveggir og er þvíekki síst vinsæl þar sem þörf er á að klæða einn útvegg eða gafl án þess að breyta upprunalegu útliti, en einnig er ÍMÚR til með hraun- áferð, perlumúr eða steinsalla úr marmara, kvartsi o.fl. Aðal- steinn Steinþórsson, fram- kvæmdastjóri ÍMÚRs sagði í samtali við Morgunblaðið að verðið á fullklæddum vegg með ÍMÚR lægi yfirleitt á bilinu 6-9000 krónur og ylti á byggingu, þykkt einangrunar og yfirborðs- meðhöndlun. Meðal húsa sem eru klædd ÍMÚR má nefna Sjúkrahús ísa- fjarðar og Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum, auk Granda- skóla í Reykjavík, húss Alþýðu- flokksins á horni Laugavegar og Höfðatúns og Breiðuvíkur 5-7 í Grafarvogi. Þar sem ÍMÚR klæðning er sett á útveggi eru einangrunar- plötur fyrst festar með múrtöpp- um í vegg og síðan er galvaniser- að stálnet fest á múrtappana. Að því loknu er undirmúr spraut- að í gegnum netið. Síðan tekur við yfirborðsmeðhöndlun, þar sem annað hvort er sléttpússað eða gróft yfirborð. Þá er yfirmúr sprautað yfir og pússaður en efn- ið er verksmiðjuframleitt og með því fylgir vél sem er tengd við rafmagn og vatn á byggingarstað. Hún hrærir efnið og dælir .því á flöt. Héðinn hf. er annar íslenskur framleiðandi utanhússklæðninga en fyrirtækið hefur frá 1977 framleitt og selt utanhússklæðn- ingar, bæði hefðbundið litað stál eða ólitað bárustál og éinnig nýja gerð sem kölluð er Garðap- anell. Meðal húsa með íslenskri stálklæðningu eru SS-húsið eða Listaskólinn í Laugarnesi, sem er með sérhannaðri klæðningu, og hús B&L í Ármúla, þar sem klæðningin er stöðluð, auk ný- legra fjölbýlishúsa. Stálklæðn- ingin hefur einnig notið nokkurra vinsælda til viðgerða. Sérhannaðar lausnir Ármann Guðjónsson hjá Héðni segir að fermetrinn í stál- klæðningu kosti um 770-2.200 krónur, eftir hvort um er að ræða bárustál eða garðastál eða -pan- el, litað eða ólitað. Þá athugast að eftir er að taka mið af verði á trélistum, festingum og ein- angrun, auk vinnulauna en sam- kvæmt heimildum blaðsins er ekki fjarri lagi að ætla að nefna um 6.000 krónur sem algengt verð á fullklæddum vegg með einangrun og vinnulaunum. Við uppsetningu eru listar boltaðir á vegginn og smíðuð grind, veggpappi settur utan á grindina, yfir einangrun ef hennar er þörf. Að því loknu er klæðnirrg negld á með ryðfríum kamb- saumi. Gengið er frá við glugga og horn með sérstökum listum og hallandi undirstykkjum. Auk hins staðlaða frágangs býður Héðinn sérhannaðar lausnir. Hellulagnir - ókeypis upplýsingar ---gum 562-6262

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.