Morgunblaðið - 11.05.1997, Side 6

Morgunblaðið - 11.05.1997, Side 6
6 F SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FJALLAÁLFURINN er bundinn við eitt fjall, Pike’s Peak, í Coiorado í Bandaríkjunum. HUSIÐ & GARÐURINN FJALLABLAÐKAN, uppáhalds erlenda fjallaplanta Ólafs, er til í ýmsum gerðum. ÓLAFUR Björn segist ekki vita betur en hann hafi verið fyrstur til að rækta skóg- arþrist frá Norður-Ameríku af sáningu hér. ■'V /*' ■ : IVc 3p% - v rf-p DALÍA er sérkennileg i í lögun og einkar fögur. Hún er viðkvæmt skrautblóm ætt- að sunnan úr Mexíkó. Óvænt ævintýri í garðinum I GARÐINUM er gott að vera enda er umhverfið afslappandi og marg- breytilegt. Ævintýrin eru alitaf að gerast og sum verða mjög óvaent," segir Ólafur Björn Guðmundsson, lyfjafræðingur og ritstjóri Garð- yrkjuritsins, og brosir giettinn í bragði. Við sötrum kaffitár og snú- um bökum í gróðurinn, sjálft um- ræðuefnið, fyrir utan stofuglugg- ann. Ef frá eru taldar stakar plöntur er sælureiturinn kringum Langa- gerði 96 heldur ekki kominn í vor- skrúða. Reyndar talar Ólafur Björn um að garðurinn eigi sér fjögur andlit og til að sjá þau öll þurfi að skoða hann í maí, júní, júlí og ágúst. Einstaka plöntur veigri sér heldur ekki við að koma upp úr klakanum um miðjan vetur. Garðurinn ber sterkan svip af áhuga Ólafs Björns á innlendum og erlendum fjallaplöntum. Hann segir að sá áhugi hafi snemma kviknað hjá sér. „Sumum þótti skrítið að sjá stráklinginn skríða upp um öll fjöll að leita að fjalla- plöntum. Aðrir létu sér nægja að hrista höfuðuð og segja að líklega kæmi vitleysan frá ömmubróður hans, Stefáni Stefánssyni skóla- meistara,” segir Ólafur Björn og tekur fram að Stefán eigi heiðurinn af Flóru íslands. Ólafur Björn lét ekki af söfnunar- áráttunni og flutti ásamt Elínu Mar- íusdóttur, eiginkonu sinni, nokkurt piöntusafn úr Vogahverfinu í rís- andi byggð í Langagerði árið 1955. „Hérna var afar skemmtilegur frumbyggjabragur enda stóðum við í svipuðum sporum við fram- kvæmdirnar. Ég man að af því að spýtur úr spýtukössum, t.d. undan innfluttum bílum, voru vinsælar til að slá upp fyrir húsunum var hverf- ið kallað Casablánka. Húsbyggjendumir hjálpuðust að og leituðu ráða hver hjá öðrum. Ýmis vandamál komu upp og var lóðin í kringum húsið þar ekki und- anskilin. Eftir síðasta ísaldarskeið stóð fjöruborðið nefnilega hér. Við framkvæmdirnar fannst fjörusand- ur fyrir neðan húsið og jökulleir fyr- ir ofan húsið. Húsið stendur í að- eins 50 m hæð yfir sjávarmáli og stutt í sjávarklöppina hér fyrir neð- an.“ Hjónin létu ekki lítinn jarðveg og erfiðar aðstæður aftra sér frá því að ganga frá lóðinni samhliða byggingarframkvæmdunum. „Með því móti leystust sum vandamál sjálfkrafa. Ég get nefnt að ekkert af grjótinu í garðinum þurfti að flytja burt. Tveir stærstu hnullungarnir fóru einfaldlega í húsgrunninn, annar í svefnherbergið og hinn í eldhúsið og afgangurinn er hér enn,“ segir Olafur Björn. Einföld söfnun og gróðursetning Grjótið myndar snyrtileg beð um margbreytilegan gróður í garðin- um. Hjónin hafa sjálf safnað tölu- verðu af fjallaplöntum á göngu- Eyjaslóð 7 Sími 5 I I 2200 Morgunblaðið/Árni Sæberg ÓLAFUR Björn hefur barist fyrir útbreiðslu safnhauga í tuttugu og fimm ár. Hann seg- ir ákjósanlegast að safnhaugurinn sé þrí- skiptur og sigtað á milli ár hvert. Með því móti fær hann um einn rúmmetra af fyrir- taks jarðvegi árlega. Ólafur Björn minnir á að breskt máltæki segi: „Sýndu mér safn- hauginn þinn og ég skal segja þér hversu góður garðyrkju-maður þú ert.“ Morgunblaðið/Ólafur Björn Guðmundsson GARÐURINN í fullum skrúða. Ólafur Björn segist ekki hafa tölu á því hversu margar tegundir plantna lifi í honum. ferðum sínum um landið. Ólafur Björn segir að söfnunin sé í sjálfu sér af- ar einföld. „Aðeins þarf að hafa plastpoka og góðan hníf meðferðis. Plöntuna verður svo að setja í mold um leið og komið er heim, ekki mörgum sólarhringum seinna. Gróðursetningin er einföld og eftir hana sjá plönturnar að mestu um sig sjálfar. Áður en haldið er af stað er hins vegar nauðsynlegt að kynna sér vel reglur um friðun einstakra plöntu- tegunda og aldrei skyldi taka eitt stakt blóm á víðavangi." Ef ætlunin er að stunda markvissa blómasöfnun er eðlilegt að huga að út- breiðslu plöntutegunda því ekki vaxa allar ís- lenskar fjallaplöntur um landið allt. „Klettafrú og gullsteinbrjótur finnast t.d. aðeins á Austurlandi og melasól og skollaber eru algengust á Vest- fjörðum. Jöklasóley vex hins vegar nær því alls staðar inni á hálend- inu. Hennar vandi er þó sá að hún er vön stuttu sumri og stendur því uppi ráðalaus á miðju sumri á lág- lendinu," segir Ólafur Björn. Fræjum sáð Hann tekur fram að ekki sé nauðsynlegt að safna plöntunum sjálfur því einfalt sé að nálgast og sá fræjum fjallaplantna. „Fræ er hægt að fá í grasagörðunum tveimur í Reykjavík og á Akureyri og félagar í Garðyrkjufélaginu geta valið úr meira en 1.000 frætegund- um. Með því að nýta tengsl félags- ins við erlenda klúbba eru mögu- leikarnir nær endalausir. Hérna í garðinum er t.a.m. töluvert af há- fjallaplöntum frá Japan, Kína og Kákasus. Hér er líka mikið af skrautplöntum frá Alpafjöllum, Kákasus, Himalaja og allt austur til Kína. Ótaldar eru þónokkrar teg- undir frá Norður- og Suður-Amer- íku. Ætli uppáhalds plantan mín sé t.d. ekki fjallablaðkan úr vindbörð- um hlíðum Klettafjalla Norður-Am- eríku,“ segir Ólafur Björn og neitar því ekki að nokkra þolinmæði þurfi í ræktunina ef sáningarleiðin er far- in. Fræin spíri oft á öðru ári. Stund- um komi blómin hins vegar ekki í Ijós fyrr en fimm árum eftir sán- ingu. Hann leggur í framhaldi af því áherslu á að tilraunir í kringum ræktun á erlendum tegundum geti verið mjög spennandi og mun fleiri erlendar plöntur þrífist hér en ætla mætti í fyrstu. Sumar (slenskar fjallaplöntur séu t.a.m sérhæfðari og viðkvæmari í ræktun en erlend- ar, kunni t.d. stundum ekki við sig annars staðar en úti í haganum. Fjallaplöntur hafa heillað Ólaf Björn frá blautu bamsbeini. Hann segir ekki eina skýringu á því held- ur margar. Plöntumar séu ósjaldan þétt- vaxnar og þurfi lítinn stuðning. Oft lagi þær sig eftir aðstæðum, stein- brjóturinn sé t.d. lægri uppi á há- lendinu en láglendinu. Ólafur Björn segir að heppilegustu vædarskil- yrði fjallaplantna séu grjót og sandur að tveimur þriðju en jarð- vegur aðeins að einum þriðja. Eins og sannir íslendingar lifi fjalla- plantan best við erfið skilyrði en éti sig annars í hel. Anna G. Ólafsdóttir GLÆSILEGT ÚRVAL Nýjar gerðir af gosbrunnum, úti og inni, styttum, dælum og Ijósum, garðdvergum, fuglum o.fl. til garðskreytinga. Vörufell hf. v/Suðurlandsveg, Hellu Sími 487-5470 I \ \ ! í ! í f I ( < (

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.