Morgunblaðið - 11.05.1997, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1997 F 21
I
!
I
J
]
j
j
i
J
y
i
i
i
<
<
<
<
I
<
HÚSIÐ & GARÐURINN
Giuggahlerar
LÍFRÆNAR varnir auka á mótstöðu plantna gegn sjúkdómum.
Hlandfor, lík-
brennsla og bjór
Morgunblaðið/Steinn Kárason
PELARGONIA, garðanál og bjórglas handa ölkærum sniglum.
STEINN Kárason garðyrkjufræðing-
ur nefnir í inngangi að kafla um líf-
rænar varnir gegn meindýrum í bók
sinni Trjáklippingar, að löngum hafi
verið uppi andóf hérlendis gegn
notkun sterkra eiturefna í görðum
og leggur til aðrar lausnir. „Margir
hafa hætt úðun alfarið en því miður
oft setið eftir með sárt ennið og
horft á meindýr éta upp árangur
margra ára ræktunarstarfs á fáein-
um dögum." Steinn segist líka
þeirrar skoðunar að lífrænar varnir
auki á heilbrigði plantna og mót-
stöðu gegn sjúkdómum. „Margt
bendir til þess að illgresiseyðirinn
geri hið gagnstæða þótt það hafi
ekki verið sannað. Ég er sjálfur á
því að sumar tegundir sem notaðar
eru í trjárækt veiki mótstöðuna."
Steinn er spurður hvaða meindýr
hrelli garðeigendur helst. „Á mat-
jurtum eru það fyrst og fremst blað-
lúsin og kálflugan á kálmeti. Hægt
er að nota hlandfor gegn kálflug-
unni, en þegar ræðir um hlandfor
er átt við sambland af kúahlandi
og kúaskít. Hlandforin er borin í
kringum rótarháls plantnanna sem
fælir fluguna í burtu og kemur í veg
fyrir að hún verpi.
Akrýldúkur getur líka virkað
hamlandi og þá er um að ræða
gegndræpan dúk sem settur er yfir
sem veðurhlíf og dregur úr ásókn
flugunnar. Gegn blaðlús hafa menn
líka notað kúahland," segir hann.
Steinn nefnir líka trjámaðk, sem
sækir í tré eins og nafnið ber með
sér, og snigla. „Sniglar valda yfir-
leitt mestu tjóni á grænmeti og fjöl-
ærum plöntum. Þeir sækja líka í
jarðarber og hið sama gildir um
ranabjöllu en skaði eftir hana virðist
í fljótu bragði svipaður og eftir snig-
il. Munurinn er hins vegar sá að
sniglarnir skilja eftir sig slím sem
líkist silfraðri slóð þegar það þorn-
ar. Síðan má nefna furu-, álm- og
grenilús," segir hann.
Kúahlandið hefur verið notað
gegn lúsunum en Steinn nefnir líka
til sögunnar þangvökva, sem not-
aður hefur verið með góðum ár-
angri. „Hann er notaður til úðunar
og er ekki bara lúsafæla, því í hon-
um eru næringarefni sem plönturn-
ar sjúga upp gegnum blöðin. Þang-
vökvinn er blandaður í hlutföllunum
1 á móti 200 eða 400 en fólk þarf
að prófa sig áfram með hann.“
Ölkærir sniglar
Hægt er að verða sér út um
þangvökva með því að kaupa þör-
ungamjöl sem unnið er úr Breiða-
fjarðarþara. „Út af fyrir sig er hægt
að búa til lög úr þesu mjöli og nota
sem iífrænan áburð í garða. Síðan
er til í verslunum sérstakur þang-
vökvi, sem nefnist Maxicrop."
Ekki er hlaupið að því fyrir íþúa
í þéttbýli að útvega hlandfor til
ráðstöfunar en Steinn segir líka
mögulegt að nýta sér jurtir til þess
að fæla skordýr. „Klóelting er notuð
gegn ryðsveppi sem leggst gjarnan
á rótarháls sáðplanta. Með því að
nota seyöi af eltingunni má fyrir-
byggja rotnun hans. Hið sama gild-
ir um tóbakslög sem fenginn er
með því að leysa eitt bréf af pípu-
tóbaki upp í 2-3 lítrum af vatni.
Þegar búið er að kreista allan vökv-
ann úr tóbakinu er afraksturinn
notaður sem blanda í hlutföllunum
einn á móti átta," segir hann.
Alþekkt ráð gegn sniglum er að
grafa litla dollu niður í jarðveginn
þannig að brún hennar nemi við
yfirborð og hella í bjór eða pilsner.
„Þá renna sniglarnir, sem eru mjög
ölkærir, á lyktina og detta ofaní.
Einnig er því haldið fram að með
því að tína saman sniglana, brenna
og dreifa öskunni um staði sem
þeir halda sig á megi fæla þá í
burtu."
Steinn segir líka hægt, verði
menn varir við snigla í matjurta-
garði sínum, að vökva beð með
sjóðandi heitu vatni til að drepa egg
sniglanna. „Alþekkt aðferð í gróður-
húsum er að sótthreinsa með gufu
og þá er hreinlega drullumallað
með heitu vatni og breiddur yfir
plastdúkur svo hitinn haldist sem
lengst í jarðveginum. Sniglaeggin
eru í efsta lagi jarðvegsins og ef
maður vökvar smástund með heitu
vatni þannig að 5-10 efstu sentí-
metrarnir hitni vel og breiðir síðan
plast yfir ætti maður að ná að tor-
tíma einhverju magni af eggjum.
Þetta verður auðvitað að gera á
vorin áður en sett er niður því heitt
vatn drepur plöntur líka ef þær eru
nálægt."
Límborði gegn lirfum
trjámaðks
Sögunni víkur aftur að trjámaðk-
inum en Steinn segir hægt að setja
klístur eða límborða á einstofna tré
í lok ágúst til þess að koma í veg
fyrir að lirfurnar nái að skríða upp.
Inni í gróðurhúsum er margt
sem angrar garðeigandann og því
koma ránskordýr í góðar þarfir.
„Blaðlýs eru mjög. algengar í gróð-
urhúsum og gegn henni má nota
sníkjuvespu sem verpir eggjum
sínum í búk blaðlúsanna. Þau klekj-
ast síðan út og éta blaðlúsina inn-
an frá. Þessar vespur er hægt að
kaupa innfluttar hjá nokkrum fyrir-
tækjum og sleppa lausum í gróður-
húsin. Þær eru í plastflöskum,
pínulitiar með dökkan búk og líkj-
ast helst rykmýi."
Einnig má nefna roða- eða-
spunamaur sem þrífst best í hita
og trekki. „Gegn honum má nota
innflutta ránmaura í umslögum sem
éta spunamaurinn og deyja þegar
honum hefur verið útrýmt þar sem
þeir nærast ekki á neinu öðru,"
segir Steinn. „Líka má nefna skor-
dýr sem í daglegu tali er kölluð
hvíta flugan en heitir mjöllús réttara
nafni. Þetta er agnarsmá fluga með
hvíta vængi og sníkjuvespur duga
einnig á hana. Hvíta flugan er hins
vegar mikið óalgengari en blaðlús
og roðamaur."
Steinn segir erfiðast að eiga við
kögurvængjuna með lífrænum að-
ferðum eins og þær tíðkast hér.
„Lífsferill kögurvængjunnar er
bæði í moldinni og á plöntunni og
þótt ránmaurinn dugi á lirfurnar
ér erfiðara að eiga við hana í mold.
Ef fólk er með plöntu heima í stofu
þar sem kögurvængjan hefur kom-
ið sér fyrir er ekki um annað að
ræða en að henda plöntunni eða
nota sterkt eitur, því miður."
Loks nefnir Steinn að hægt sé
að nota plöntur sem halda meindýr-
um frá. „Til dæmis regnfang og
kryddjurtir á borð við tímían og
myntu og flauelsblóm. Þeir sem
rækta á lífrænan hátt nýta sér einn-
ig að vera ekki með einsleita rækt-
un heldur blanda saman tegundum
plantna svo hver verji aðra.“
tSNSVTT
á Isianeli
fflQDH°¥°[L(D©DS*
Hágœða lyklakorfí
EINN LYKILL
- endalausir möguleikar
ðryggiskerfi sem uppfyllir allar kröfur
um öryggi f kerfislæsingum.
Skútuvogi 1 0E • S(mi S88-0600
undirstaðan
er það sem skiptir mestu máli
METPOSÍ
Með METPOST stálstólpum
er hœgt aðíiítbúa skjólveggi
og sólpalla á fljótlegan og ein-
faldan hátt. Ymist rná reka
niður METPOST stólpa,
sleypa þá eða bolta niður.
Þegar METPOST stólpa hefur
verið komið fyrir er sett
í hann stoð og viðkomandi sól-
pallur / skjólgirðing sett upp.
Einfalt, öruggt, fljótlegt.
Söluaðilar: Málningarþjónustan Akranesi, Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi, Mctro-Árval fsafirði,
Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki, Kaupfélag Eyfirðinga Akureyri, Kaupfélag Þingeyinga Húsavfk, TF-Búðin
Egilstöðum, KASK Höfn, SG Búðin Selfossi, Húscy Vestmannacyjum, Húsasmiðjan Keflavík, BYKO Keflavík.
Á höfuðborgarsvæðinu: BYKO, Húsasmiðjan, Björninn og MR Búðin.
METPOST
stálstólpl
tll aö raka
nlöur
METPOST
stálstólpl
í steypu
HELUIR
&ÞREP
&KANT
STEINAR
Við eigum ávallt á lager hellur, þrep,
kant- og hleðslusteina í ýmsum stærð-
um og gerðum. Hellur í gangstéttir,
bílastæði, innkeyrslur, leiksveeði, úti- r
vistarsvæði o.fl. Hleðsluefni í úrvali til
ýmissá nota. Þrepin og kantsteinninn
henta hvar sem er.
Hyrjaitiölða 8,110 Reykjavík - Sími 686211.
- kjarni málsins!