Morgunblaðið - 21.05.1997, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 21.05.1997, Qupperneq 6
6 E MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ HM I HAIMDKIMATTLEIK Morgunblaðið/Einar Falur BJARKI Sigurðsson sýnlr hæfn! sína með japönskum matprjónum þar sem hann bragðar á skelfiski í matarboði sem haldið var landsliðinu til heiðurs í hefðbundnu japönsku veitingahúsi í bænum Tarumizu. Leikmenn sátu þar á hækjum sér og borðuðu hefðbundna fiskrétti. Morgunblaðið/Einar Falur GEIR Sveinsson, fyrirliði, hugar hér að réttunum ásamt Degi Sigurðs- syni. íslensku landsliðsmennirnir borðuðu m.a. loðnu, stórar rækjur, eggjasúpu, skelfisk og þangsúpu. Duranona vinsæll RÓBERT Julian Duranona er mjög vinsæll meðal liðanna frá Suður-Amer- íku hér í Kumamoto, enda er hann einn þekktasti handknattleiksmaður álfunnar. Þegar langferðabifreið ís- iendinganna keyrði framhjá bifreið Brasilíumanna í gær, hrópaði Duran- ona til þeirra og ráku Ieikmenn Brasil- íu þá upp mikil fagnaðaröskur. Sáu Svía vinna Dani ÍSLENSKI landsliðshópurinn mætti í Kumamoto City General Gym höllina í gær, til að sjá leik Svia og Norð- manna. Svíar lögðu Norðmenn að velli í leik mistaka, 24:17. Mats Olsson varði vel í marki Svía og þeir Staffan Ols- son, sex mörk, og Magnús Wislander, fimm mörk, voru atkvæðamestu menn þeirra í vörn og sókn. Sáu þrjá leiki ÍSLENSKU landsliðsmennirnir sáu þrjá leiki í gær. Þeir sáu Svía vinna Norðmenn, einnig sáu þeir um morg- uninn myndbandsupptöku á leik sínum gegn Alsír, þar sem farið var yfir atr- iði sem hægt er að bæta. Þá sáu jþeir upptöku af leik Júgóslavíu og Litháen um kvöldið. Það var liður í undirbún- ingnum fyrir leikinn gegn Júgóslavíu í fyrramálið, sem verður klukkan sex að íslenskum tíma. Duranona hélt að Júlíus væri að ýta við sér FLESTIR landsliðsmennimir vöknuðu upp kl. 6,23 morguninn fyrir leikinn gegn Alsir. Róbert Julian Duranona hélt að herbergisfélagi sinn, Júlíus Jónasson, væri að ýta við sér. Það var ekki, heldur var það jarðskjálfti sem skók rúm hans. Jarðskjálfinn, sem var 4,7 á Richter, átti upptök sín um 50 km fyrir sunnan Kumamotoborg. Kúbumenn mættu nóttina fyrir leik ÞEGAR setningarathöfnin fór fram létu Kúbumenn ekki sjá sig og um tíma var óttast að þeir myndu ekki mæta í leikinn gegn Rússum á sunnudaginn. Þeir komu til Kumamoto aðfaranótt sunnudagsins með flugi frá Mexíkó, þar sem þeir dvöldi eina nótt á ferð sinni til Japans. Fyrir keppnina var óljóst hvort Kúbumenn hefðu efni á að koma, Það var þá sem fyrirtæki eitt í Japan ákvað að greiða ferð þeirra til Kumamoto. Skoðuðu lodnu verksmiðju íTarumizu að var stund milli stríða hjá landsliðsmönnum íslands í gær, en þá fóru þeir til bæjarins Tarumizu í Kogoshima-héraði fyrir sunnan Kumamoto í boði Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna - til að skoða eina af fimm loðnuverksmiðj- um Yamada Suisan Co. Ltd., sem pakkar loðnu frá íslandi í neytenda- pakkningar sem eru seldar víðs vegar um Japan. Það var Jón Magn- ús Kristjánsson, framkvæmdastjóri Icelandic Freezing Plants Corpor- ation, dótturfyrirtækis SH í Tókýó, sem stýrði ferðinni, en til Tarumizu var þriggja tíma akstur í langferða- bifreið. Landsliðsmönnunum var boðið til hádegisverðar á veitingahúsi í Tar- umizu, þar sem þeir snæddu loðnu, rækjur og annað sjárvarfang með ptjónum að japönskum sið - sátu á hækjum sér við lágt borð. Eftir það var verksmiðjan og vinnslan sem fer þar fram skoðuð. Menn sáu hvernig loðnan var verkuð fyrir Japansmarkað. Eftir það var ekið til baka og þá undir hlíðum eldfjallsins fræga Sak- urajima, sem er virkt og leggur reyk úr gíg fjallsins. Fjallið gaus síðast 1960. Þaðan var farið með ferju til Kogoshima og ekið aftur til Kumamoto. Strákarnir komu að hóteli sínu fimmtán mínútur í sex að kvöldi og héldu fljótlega á létta æfingu. Strákarnir eru bytjaðit' að búa sig undir leikinn gegn sterku liði Júgóslava, sem verður í fyrramálið. Slappað af eftir matinn IMOKKRIR landsliðsmannanna hvílast eftir að hafa neitt hef- bundins japansks máisverðar í matarboðl í bænum Tarumizu sunnarlega á eyjunni Kyuzu. Morgunblaðið/Einar Falur JÓN Magnús Kristjánsson frá SH í Japan sýnir landsliðs- mönnunum pakkningar með frystri loðnu frá íslandi. Þorbjörn kvartaði yfir tímagæslu ÞORBJÖRN Jensson var ekki ánægður hvað tímaverðir stöðvuðu klukkuna seint, þegar dómarar gefa merki um að stöðva leik Islands og Alsírs á lokasekúndunum. „Það líða oft þrjár til fjórar sekúndur frá því að dómarinn gefur merki, þar til tíminn er stöðvaður," sagði Þorbjörn á fundi með fréttamönnum eftir leik Islands og Alsír. Þor- björn sagði að hann ætti ekki sérstaklega við atvikið undir lok leiks- ins, heldur einnig áður í leiknum, þegar dómarar gáfu tímavörðum merki um að stöðva ieikinn. „Mér finnst eðlilegt að tímaverðir séu með fingurna við þann takka sem stöðvar klukkuna, en séu ekki að vinna að öðrum verkefnum er varða leikinn." Patrekur skoraði frá miðju Patrekur Jóhannesson vann það einstæða afrek að .skora frá miðju gegn Alsírmönnum, stökk upp og skaut yfir Sigmundur Ó. varnarvegg þeirra Steinarsson frá miðlínu vallarins skrifarfrá f Domehöllinni - knötturinn hafnaði á gólfinu og þeyttist fram hjá mark- verði Alsírmanna. Því miður fyrir Patrek og samheija hans var mark- ið ekki dæmt gilt. Aðeins voru eftir 1,2 sek., tíminn rann því út þegar knötturinn var á leið í markið. Is- lensku leikmennirnir urðu að sætta sig við jafntefli, 27:27, í leik sem leit út fyrir að vera tapaður um tíma. Þegar 5,20 mín. voru til leiks- loka voru Alsírmenn tveimur mörk- um yfir, 25:23. Valdimar Grímsson skoraði þá eftir hraðaupphlaup og í kjölfarið bað Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari um leikhlé og breytti varnarleik íslenska liðsins. Við það riðlaðist leikur Alsír- manna, sem voru einum færri. Júl- íus Jónasson jafnaði með marki af línu eftir sendingu frá Degi Sig- urðssyni, sem hafði fiskað knött- inn, 26:26. 2,19 sek. voru eftir. Þegar Dagur fiskaði síðan ruðning á Alsír, hrópaði Þorbjörn inn á völlinn; „Eitt í einu, strákar." Valdimar fór úr horninu og skor- aði 27:26 þegar 1,18 sek. var eft- ir. Þegar 4,7 sek., voru eftir fengu Alsírmenn aukakast, sem endaði með því að Bouanati skoraði af línu. Eftir það brutu Alsírmenn og tíminn var stöðvaður þegar 1,2 sek. voru eftir. Sá tími nægði ís- landi ekki. „Eg hefði viljað að það hefðu verið þtjár til fjórar sek. eft- ir - þá hefði verið stórkostlegt að horfa á eftir knettinum í netið,“ sagði Patrekur Varnarleikur íslands brást í leiknum og þá áttu leikmenn ís- lenska liðsins oft í erfiðleikum með að leika gegn framliggjandi vörn Alsírs. Patrekur, Valdimar og Gústaf Bjarnason voru bestu leik- menn íslenska liðsins, þá komst Konráð Olavson vel frá leiknum. „Ég var mjög ánægður með leik minna manna gegn Islendingum. Þeir náðu upp góðri baráttu, sem þeir héldu út allan leikinn,“ sagði Bouderbal Djillali, þjálfari Alsírs. SÓKNAR- NÝTING Úrslitakeppni HM 1997 i Japan ÍSLAND I ALSÍR Mðrk Sóknif % » Mðrk Sáknir % 15 20 75 F.h 13 20 65 12 24 50 S.h 14 23 61 27 44 61 Alls 27 43 63 5 Langskot 15 4 Gegnumbrot 2 3 Hraðaupphlaup 5 7 Horn 2 4 Lína 1 3 Víti 2 T

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.