Morgunblaðið - 25.05.1997, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 25.05.1997, Qupperneq 1
fMatguiiMafrUk ATVINNU/RAD- OG SMÁAUGLÝSINGAR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS SVNNUDAGUR 25. MAÍ 1992 BLAD E Kennara vantar á Seltjarnarnesi Sérkennara vantar í 50% stöðu að Valhúsaskóla á Sel- tjarnarnesi en þar er 8.-10. bekkur með 220 nemendur. Auk þess vantar kennara til að kenna sænsku 6 stundir í viku. Umsóknir berist til skólastjóra, Ólafs H. Óskarsson- ar, vs. 561-2040. Frestur er til 23. júní. Kaffiunnendur Kaffitár í Njarðvík vantar starfsfólk til afgreiðslustarfa í Kaffiverslun-expressóbar í Kringlunni. Meðal skilyrða eru áhugi á góðu kaffi og tei, stundvísi og þjónustulund. Skjaldborg vantar sölufólk í símasölu Skjaldborg hf. er flutt í betra húsnæði og vill bæta við fólki í símasölu. Kvöld- og/eða helgarstörf. Tímakaup og pró- sentur, aldurstakmark 20 ár. Upplýsingar í símum 8961216 eða 5111270 á mánudag og þriðjudag. Starf í mötuneyti Fjármálaráðuneytið vantar starfskraft í mötuneyti vegna sumarleyfa. Einhver kunnátta í matargerð æskiieg. Upp- lýsingar í síma 5609008 eftir kl. 13.30 frá mánudegi. Kynna styrki á vegum Evrópu- sambandsins Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins heldur á föstudag kynningar- og fræðslufund á Hótel Loftleiðum vegna styrkja sem veittir verða völdum verkefnum á sviði tækni- yfirfærslu og/eða nýtingar á rannsóknarniðurstöðum. Manuel Villalonga frá stjórninni mun greina frá forsendum styrkveitingar. Svæðisskipulag miðhálendis Islands Haldinn verður almennur kynningarfundur um tillögu að svæðisskipulagi miðhálendis íslands á föstudag kl. 16.00 á Hótel Loftleiðum. Fundarstjóri verður Stefán Thors, skipu- lagsstjóri ríkisins. Umhverfísráðherra ávarpar fundinn. Ungbarnanudd Heilsusetur Þórgunnu verður með nýtt námskeið í ung- barnanuddi fyrir foreldra með börn á aldrinum 1-10 mán- aða. Byrjar fímmtudaginn 29. maí kl. 12.00. Upplýsingar og innritun í síma 5624745 milli 11 og 13 virka daga. Takmarkaður þátttakendaflöldi. SMÁAUGL ÝSINGAR Almenn samkoma hjá Krossinum Krossinn heldur almenna samkomu í dag kl. 16.30. Barna- gæsla meðan á samkomunni stendur. Biblíulestur er á þriðjudag kl. 20.30 og unglingasamkoma á laugardag. Morgunblaðið/Sigurgeir Jðnasson STEFNT er að því að stofna stjórnunarklúbb í Eyjum þar sem stjórnendur og áhugafólk um stjórnun geti komið saman til að fræðast og skiptast á skoðunum. Stjórnunarfélag íslands Samstarf við Þróunar- félag Vestmaimaeyja Vestmannaeyjum. Morgunblaðið ÞRÓUNARFÉLAG Vestmannaeyja og Stjórnunarfé- lag Islands hafa gert með sér samning um að Þróunar- félagið taki að sér þjónustu Stjórnunarfélagsins í Eyjum. Samningur þessa efnis var undirritaður í Eyjum um helgina af Árna Sigfússyni, framkvæmda- stjóra Stjórnunarfélagsins, og Bjarka Brynjarssyni, framkvæmdastjóra Þróunarfélagsins. Ámi Sigfússon sagði í samtali við Morgunblaðið að samningurinn gerði það að verkum að í Eyjum yrði boð- ið upp á námskeið á sviði reksturs og stjómunar. Þá opnaði þetta sam- starf möguleikann á að bjóða fyrir- tækjum í Eyjum upp á hagstæð kjör á námsstefnum með heimsþekktum erlendum fyrirlesurum. Þá yrði einnig reynt í samstarfínu að fara inn á ný svið í námskeiðahaldi. Námskeið yrðu brotin upp í styttri fyrirlestra sem haldnir yrðu en síðan myndu þessir fyrirlestrar í heild mynda heilt námskeið. Með því móti yrði unnt að koma til móts við mismunandi aðstæður fyr- irtækja. Þetta væri nýjung sem tal- in væri svara betur þörfum minni fyrirtækja sem ættu til dæmis erf- itt með að senda alla starfsmenn sína í einu á námskeið án þess að lama starfsemi fyrirtækisins á með- an. Árni sagði að þetta yrði tilraun sem ætti að gera og ef hún gæfist vel í samstarfinu við Þróunarfélagið í Eyjum þá gæti verið um að ræða fordæmi sem nýta mætti um allt land. Þá væri markmiðið að stofna stjórnunarkiúbb í Eyjum þar sem stjórnendur og áhugafólk um stjórn- un gæti komið saman, fræðst og skipst á skoðunum og upplýsingum. Árni sagði að með samstarfinu við Stjórnunarfélagið væri Þróunar- félagið í Eyjum komið í samstarf við hinn virta Berkeley-háskóla í Bandaríkjunum og Management Centre Éurope, sem eru stærstu endurmenntunarsamtök í Evrópu, þau hafa aðsetur í Brussel. Bjarki Brynjarsson sagði að samningur þessi væri mjög áhuga- verður og opnaði mikla möguleika í framtíðinni. Með honum gefist Eyja- mönnum nú möguleiki á að taka þátt í starfi sem hafi verið óaðgengi- legt fyrir þá til þessa. Landbúnaður í Evrópusambandinu Mjólkurvörustefnu umbylt? Brussel. Reuter. RÁÐHERRAR landbúnaðarmála í ríkjum Evrópusambandsins, ESB, koma saman á fundi í hollensku borginni Middelburg í dag til að ræða framtíð mjólkurbænda í sam- bandinu. Sérfræðingar telja að of hátt verð muni valda því að hlutur ESB í heimsframleiðslu á mjólkur- vörum muni minnka á næstu árum. „Við verðum að ræða þessi mál. Þetta er mikilvægt og eitthvað verð- ur að gera,“ sagði hollenskur emb- ættismaður en Hollendingar eru í forsvari fyrir sambandið þetta miss- erið. Þeir eru stórútflytjendur á ost- um og öðrum mjólkurafurðum og vilja að reglum um framleiðslukvóta og niðurgreiðslur verði umbylt til að auka samkeppnishæfnina á al- þjóðamörkuðum. „Það er slæm stefna að bíða þang- að til Heimsviðskiptastofnunin (WTO) beitir valdi til að þvinga fram breytingar," sagði annar embættis- maður en næsta viðræðuiota WTO hefst 1999. ESB framleiðir nú um 20% af mjólkurafurðum heimsins og er með 45% af sölu á heimsmarkaði. Flestir öflugustu mjólkurvöruframleiðendur í ESB eru andvígir því að fram- leiðslukvótar verði afnumdir, þeir óttast að þá muni markaðurinn yfir- fyllast og verð hrapa. Muni þá mörg þúsund bændur sem ekki eru með mikinn rekstur verða að gefast upp. Þjóðvetjar vilja auka við kvótana og halda fast í lágmarksverð til að tryggja hag smábænda. Meðalbóndinn í ESB er með 20 kýr en á Nýja Sjálandi er hann með um 200 kýr, í Astralíu 118.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.