Morgunblaðið - 25.05.1997, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 25. MAÍ1997 E 17
Skraddarinn
í Panama
Ný njósnasaga eftir John le Carré geríst í
Panama og segir af skraddara sem flækist
í meira en hann ræður við. Arnaldur Indr-
iðason kynnti sér um hvað sagan fjallar og
segir af rithöfundinum sem eitt sinn var í
leyniþjónustu Breta
NEITAÐI að hitta Philby; breski njósnasögu-
höfundurinn John le Carré.
IMEIRA en þijátíu ár hefur
breski njósnasagnahöfundurinn
John le Carré kortlagt baktjaldam-
akk og samsæri leyniþjónustu-
stofnana í bókum sem ætíð eru í
flokki bestu sinnar tegundar.
Hann hefur lifað af sem kalda-
stríðshöfundur og fundið nýjar
hliðar á gömlu söguefni, nýjar
persónur í breyttum en ekki endi-
lega bættum heimi og nýjar sögur
sem segja gamlan sannleika um
tryggð og svik og blekkingu. Nýj-
asta sagan hans heitir Skraddar-
inn í Panama og með henni hefur
hann skapað sér óvinsældir yfir-
valda í Panama. En hann er vin-
sæll meðal lesenda og einstakir
höfðingjar taka honum ætíð fagn-
andi. Hann er t.d. einn af örfáum
góðvinum hins sérlundaða banda-
ríska leikstjóra Stanley Kubricks
og í hópi fárra útvaldra, sem fá
að fara inná lóðina hans í Bret-
landi.
Le Carré skilur ekki almenni-
lega af hveiju Panamastjórn er í
nöp við hann vegna bókarinnar
því Bretland fær mun verri útreið
í nýju sögunni. „Við erum ekkert
skárri hér í Evrópu. Þvert á móti,“
segir hann í viðtali í Berlingske
Tidende. Hann kvartar yfir stjórn-
lausri efnishyggju. „Nú, þegar við
höfum lagt kommúnismann að
velli, verðum við að útrýma kapít-
alismanum. Okkar versti óvinur
er okkar eigin græðgi. Þannig lít
ég á málið og ég reyndi að búa
til úr því gamansögu sem ég lét
gerast í Panama.“
Skraddarinn í Panama segir af
Harry Pendel. Hann er fertugur
svikahrappur sem þykist eiga sér-
lega fínt klæðskerafyrirtæki í Pa-
nama en hefur í raun setið inni
fyrir að hafa kveikt í vöruhúsi
Benna frænda síns heima í Bret-
landi, að hans eigin ósk reyndar.
Dag einn kemur kúnni að nafni
Osnard inn í fataverslun Harrys
og veit allt um fortíð hans og vafa-
söm fjármálaævintýri í nútíð. Osn-
ard viðurkennir að hann sé njósn-
ari og að leyniþjónustan hafi sent
hann frá London að dusta rykið
af gamla, góða Panamamálinu;
stjórn landsins fær yfírráð yfir
Panamaskurðinum þann 31. des-
ember árið 1999 og einhvern veg-
inn verður að koma vitinu fyrir
Bandaríkjastjórn svo hún fari ekki
að heiðra samkomulagið sem
Jimmy Carter gerði á sínum tíma.
Það, sem Harry á að gera, er að
leka upplýsingum til leyniþjón-
ustunnar því sem klæðskeri er
hann í kynnum við bæði forseta
Panama og hershöfðingja Banda-
ríkjamanna á svæðinu. En Harry
hefur ekki hugmynd um hvað
Osnard vill heyra og tekur að
sníða, eins og skraddara er siður,
sögur, sem hann heldur að falli í
kramið hjá þeim í London.
Undanfarin þijátíu ár hefur
Carré búið í Cornwall á stað sem
heitir Lands End. Carré er höfund-
arnafn hans eins og alkunna er,
hans raunverulega nafn er David
Cornwell, og í einni af sínum bestu
bókum hin síðari ár, Fullkomnum
njósnara eða „A Perfeet Spy“,
gerði hann næstum sjálfsævisögu-
lega sögu sem reyndist fela í sér
uppgjör höfundarins við föður
sinn, svikahrappinn og smákrim-
mann Ronnie Cornwell. Andi föð-
urins svífur einnig yfir vötnunum
í Skraddaranum í Panama. Le
Carré þekkti ekki móður sína eins
og hann rekur í viðtalinu við Berl-
ingske. Hún hvarf úr hans lífi
þegar hann var fimm ára og hann
sá hana ekki aftur fyrr en hann
var orðinn tuttugu og eins árs.
Faðir hans hafði sagt honum að
hún væri látin en bróðir hennar
lét le Carré hafa heimilisfang
hennar eftir bréfaskriftir og þau
hittust. Lítið kom út úr þeim end-
urfundum. Móðirin sagðist hafa
flúið föðurinn af því hann var
vondur maður og hún vissi að ef
hún hefði tekið drenginn með sér
hefði Ronnie elt hana uppi. Þess
vegna skildi ég þig eftir hjá hon-
um, sagði hún. En þú gast látið
mig verða eftir hjá honum, sagði
le Carré. „Ég skildi ekkert og það
var ekki meira um málið að segja
svo ég fór og ég skil þetta ekki
enn í dag,“ er haft eftir rithöfund-
inum.
Hann gat aldrei stólað á föður
sinn sem þrátt fyrir allt veitti hon-
um það sem hann þurfti. Þeir
bjuggu í stórum húsum sem hann
átti ekki og varð að yfirgefa með
hraði. Eftir að sonurinn varð fræg-
ur rithöfundur notaði Ronnie nafn-
ið hans til að verða sér úti um
kvenfólk. En le Carré segir að
erfið æska sé besta vopn rithöf-
undarins.„Ég naut hennar á
tvennan hátt. í fyrsta lagi var hún
mjög óvenjuleg og í öðru lagi efld-
ist ég af mótlætinu. Bróðir minn
hefur aldrei borið sitt barr. Ég
gerði mér grein fyrir að ég ætti
aldrei eftir að vinna með föður
mínum og þannig hófst blekking-
arleikurinn. Ef hann sendi mig til
Oxford að læra lög samþykkti ég
það en skráði mig í tungumála-
deild af því ég vildi læra um nú-
tímamál." Hann var mjög ungur
þegar hann var ráðinn til bresku
leyniþjónustunnar og hann segist
hafa orðið njósnari af hugsjónaá-
stæðum og til þess að bæta fyrir
það sem svikahrappurinn faðir
hans hafði gert samfélaginu. Hann
byijaði að skrifa njósnasögur í
leyniþjónustunni og bjó sér því til
höfundarnafnið John le Carré.
Sagt er að aðalpersónan í nýju
sögunni, Han-y Pendel, eigi sér
hliðstæðu í Okkar manni í Havana
eftir Graham Green en le Carré
bendir einnig á samlíkingu við
Tómas Mann, sem hann segist lesa
oft og mikið. „Ég hef einkar gam-
an af mönnum sem fabúlera líkt
og aðalpersónan í Skraddaranum
í Panama. En Tómas Mann, sem
ég les oft, tók athyglisverða af-
stöðu til syndarinnar sem fylgir
sköpun, hættunnar við að vera
listamaður. Ég held að með ein-
hveijum hætti sé Pendel í ætt
skotið við Mann. Aðalpersóna mín
gerist lygari og listamaður og
hann hefur það í raun ótrúlega
gott. En tök hans á raunveruleik-
anum eru hættuleg öðrum, líka *
þeim sem hann elskar.“
Le Carré afþakkaði boð um að
hitta njósnarann Kim Philby í
Moskvu þegar hann var þar á ferð
í fyrsta skipti árið 1987. Philby
kom til hans orðsendingu í gegn-
um blaðamann sem sjálfsagt var
á vegum KGB að sögn le Carré.
Komdu og hittu mig. Við skulum
tala saman, stóð þar. Rithöfundur-
inn vildi það ekki og þegar blaða-
maðurinn spurði hann hvers vegna
svaraði hann: „Annað kvöld mun
ég snæða kvöldverð í boði breska
sendiherrans og ég hef ekki í
hyggju að vera gestur drottningar
einn daginn og þann næsta svik- <
ari hennar.“ Skömmu síðar spurði
annar blaðamaður Philby hvað
honum fyndist um le Carré og
hann svaraði: „Ég hef ekkert nema
gott um hann að segja, ég hef
gaman af bókunum hans og veit
ekki hvers vegna honum líkar ekki
við mig. Hann hlýtur að vita eitt
eða annað um mig“. Blaðamaður-
inn hringdi í le Carré og spurði
hvað hann vissi um Philby en rit-
höfundurinn sagðist ekki vita neitt
„nema að við höfðum átt svipaða^
feður - faðir Philbys, Silgen
Philby var harðstjóri og skelfilegur
faðir og einnig nokkurskonar
svikahrappur - og ég veit að þeg-
ar maður kemur að ákveðnum
tímamótum í lífinu getur maður
valið á milli þess að standa fastur
á því sem maður hefur trú á eða
hefna sín á samfélaginu."
FÉLAGSLÍF
éSAMBAND ÍSLENZKRA
____i KRISTNIBOÐSFÉLAGA
Kristniboðssalurinn,
Háaleitisbraut 58.
Samkoma á Kristniboðsþingi i
kvöld kl. 20.30. Kjartan Jónssor
og Karl Jónas Gíslason sjá um
dagskrána. Allir velkomnir.
FERÐAFELAG
# ÍSLANDS
MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533
Sunnudagur 25. maí
kl. 10.30:
Hengilssvæðið, 1. áfangi
Folaldadalir—Jórugil —
Nesjaskógur.
Afmælisverð: 1.000 kr.
30.-31. mai Næturganga á
Eyjafjallajökli
Miðvikudagskvöld 28. júní
kl. 20.00
Nauthólsvík-Öskjuhlíð-Foss-
vogur, afmælisganga 3. ferð.
Göngudagur F.í. sunnudag-
inn 1. júní. Ath. að brottför í
fjölskyldugöngu um Esjuhliðai
(frá Mógilsá m.a. um skógrækt-
arsvæðið) verður kl. 10.30 og
heimkoma um kl. 14.00. Brottför
frá BSl, austanmegin og Mörk-
inni 6.
Opið hús sama dag í félags-
heimilinu, Mörkinni 6, kl. 14.00
18.00. Ferðakynning, fræðsla um
útbúnað o.fl. Árbókin 1997, „I
fjallhögum milli Mýra og Dala"
var að koma út.
GSP-námskeið á mánudags-
og þriðjudgskvöld i Mörkinni
6. Skráning á skrifst.
Félagar í F.í. og aðrir, skráið ykk-
ur á heillaóska- og áskriftarlistó
vegna afmælisrits Ferðafélags-
ins, Ferðabók Konrads Maurers.
KROSSINN
Sunnudagur: Almenn sam-
koma kl. 16.30. Barnagæsla er
meðan á samkomunni stendur.
Vorvindar vakningarinnar blása
og í dag ætlum við að skíra. Við
minnum einnig á það sem Drott-
inn talaði til okkar í síðustu vikt
um að „fara út". Hittumst i húsi
Guðs í dag full eftirvæntingar.
Þriðjudagur:
Biblíulestur kl. 20.30.
Laugardagur:
Unglingasamkoma kl. 20.30.
Dagsferðir í dag, sunnudag-
inn 25. maí: Fjallasyrpan, 2.
áfangi. Gengið verður á Ingólfs-
fjall. Brottför frá BSÍ kl. 10.30.
Arganga. Gengið niður með
Ölfusá. Brottförfrá BSÍ kl. 10.30.
Helgarferðir:
30. -1. júnf Básar.
Ekið í Bása á föstudagskvöld.
31. -1. júní Fimmvörðuháls
Gengið frá Skógarfossi, upp með
Skógá. Gist i Fimmvörðuskála og
þaðan er gengið í Bása.
Frekari upplýsingar veitir skrif-
stofa Útivistar.
KRISTILEG..
MlÐSTOÐ
Frelsið, kristileg miðstöð,
Hverfisgötu 105.
Predikun: „Aðferðir Almætt-
isins AA". Predikari Hilmar
Kristinsson.
Sunnudagsmorgun kl 11.
Frelsishetjurnar. Krakkakirkja.
Þriðjudagskvöld: Almenn
samkoma kl. 20. Robin Lyle kem-
ur í heimsókn og þjónar í söng
og predikun. Allir velkomnir.
Föstudagskvöld: GEN-X kvöld
fyrir unga fólkið kl. 20.
Þá kemur fram drama, dans, tón-
list. Feikilegt fjör.
Allir velkomnir.
Orð lífsins, Grensásvegi 8
Samkoma og sunnudagaskóli
kl. 11.00. Ásmundur Magnússon
predikar.
Kennsla kl. 20.
Samkoma miðvikudag.
Allir hjartanlega velkomnir.
SAMBAND ÍSLENZKRA
v^r KRISTNIBOÐSFÉLAGA
Guðsþjónusta með altarisgöngu
i Grensáskirkju kl. 11.
Prestur: Sr. Kjartan Jónsson.
Ræðumaður: Skúli Svavarsson.
Kl. 20.30 verður samkoma í Frið-
rikskapellu. Ræðumaður: Helgi
Hróbjartsson. Kristniboðahjónir
Valgerður Gísladóttir og Guð-
laugur Gunnarsson boðin vel-
komin heim.
Allir hjartanlega velkomnir.
Hvftasunnukirkjan Filadelfía.
Brauðsbrotning kl. 11.00.
Ræðumaður Ólafur Jóhannsson.
Almenn samkoma kl. 16.30.
Ræðumaður Hinrik Þorsteins-
son. Lofgjörðarhópur FiladelfÍL
leiðir söng. Barnagæsla fyrir
börn undir grunnskólaaldri.
Láttu sjá þig, þú ert innilega vel-
kominnl
Dagskrá vikunnar fram-
undan:
Þriðjudagur: Tónleikar með
Andraé Crouch á Hótel íslandi
kl. 20.00. Aðeins þetta eina skipti
Örfáir miðar óseldir í versluninni
Jötu.
Miðvikudagur: Lofgjörð, bæn
og biblíulestur kl. 20.00.
Föstudagur: Unglingasam-
koma kl. 20.30.
Kriitii i i n I f I i |
Sunnudagur 24. maí kl. 20.
Samkoma Bæjarhrauni 2,
Hafnarfirði.
Predikun: Jón Þór Eyjólfsson.
Mikil lofgjörð og tilbeiðsla.
Athugið breyttan samkomutíma.
Miðvikudagur: Bænastund
kl. 20.00.
Allir velkomnir!
Hjálpræðis-
herinn
Kirkjustræti 2
Hjálpræðissamkoma kl. 20.
Elsabet Danielsdóttir talar.
Allir hiartanleaa velkomnir.
Fríkirkjan Vegurinn,
Smiðjuvegi 5, Kópavogi.
Kvöldsamkoma kt. 20:00.
Lofgjörð og gleði í Heilögum
anda. Jesús elskar þig og vill
leysa þig.
fomhjalp
Almenn samkoma í Þribúðum,
Hverfisgötu 42, i dag kl. 16.00.
Fjölbreyttur söngur. Samhjálp-
arkórinn tekur lagið. Barna-
gæsla. RæðumaðurÓli
Agústsson. Vitnisburðir. Kaffi
að lokinni samkomu.
Allir velkomnir.
Samhjálp.
Almenn samkoma verður í
kvöld kl. 20.30 í Friðriks-
kapellu við Valsvöllinn. Fjöl-
breytt dagskrá. Þórarinn Björns-
son, guðfræðingur, flytur þátt
um séra Friðrik Friðriksson.
Ragnheiður Hafstein syngur.
Séra Helgi Hróbjartsson talar.
Heitt á könnunni í Valsheimilint
eftir samkomuna. Allir hjartan-
lega velkomnir. Athugið breyttar
tíma oa stað.
Hörgshlið 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í dag kl. 14.00.
Nýja postulakirkjan
Ármúla 23
108 Reykjavík
Guðsþjónusta sunnudag kl. 11.
„Sælir eru þeir menn, sem finn<
styrk hjá þér, er þeir hugsa ti
helgigöngu." (Sálm 84.6)
Axel Kollman, prestur, þjónar.
Sunnudagaskóli kl. 17.00.
Verið hjartanlega velkomin í hús
Drottins.
Síðasta morgunsamkoman
að sinni i Aðalstræti 4B kl. 11.00
Sameiginlegur matur eftir stund-
ina.
Almenn samkoma í Breið-
holtskirkju kl. 20.00. Leik-
þáttur barna. Guðmundur Ómar
Guðmundsson predikar.
Mikil lofgjörð og fyrirbænir.
Ailir velkomnir.
Gjafir manns — gjafir jarðar
Kynningarkvöld
Jóhanna, Hjördís, Arnhildur og
Björg kynna starfsemi sína í
Lifssýnarsalnum, mánudaginn
26. maí. Langar þig að koma og
eyða með okkur Ijúfu kvöldi i
notalegu umhverfi, fá að sjá,
heyra og finna hvað nudo, heilur
og ilmkjarnaolíur geta gert fyrii
þig? Vertu þá velkomin til okkar i
Lífssýnarsalinn, Bolholti 4,
4. hæð, mánudaginn 26. mars <<
kl. 20.00. Aðgangseyrir 500 kr.