Morgunblaðið - 25.05.1997, Síða 18

Morgunblaðið - 25.05.1997, Síða 18
18 E SUNNUDAGUR 25. MAÍ1997 MORGUNBLAÐIÐ Metanól myndi draga úr mengnn á Islandi Gömul hugmynd Baldurs Elíassonar, sérfræðings stórfyrirtækisins ABB í orku- og umhverfismálum Morgunblaðið/Anna Bjarnadóttir BALDUR Elíasson á skrifstofu sinni hjá ABB í Baden-Dattwil í Sviss. Ziirich. Morgunblaðið. ÞAÐ er undirstöðuatriði fyrir af- komu stórfyrirtækisins ABB að fylgjast með öllu sem viðkemur koltvísýringi og finna leiðir til að draga úr honum. Þijú og hálft pró- sent af koltvísýringi í andrúmsloft- “Ainu koma úr orkustöðvum sem það hefur reist um víða veröld. Það er svipað magn af koltvísýringi og Stóra-Bretland hleypir út í and- rúmsloftið. Flest bendir til að koltví- sýringur stuðli að gróðurhúsaáhrif- um á jörðinni og því er mikilvægt að draga úr útblæstri hans. Baldur Elíasson, vísindamaður, er yfirmað- ur deildar ABB í Sviss sem fylgist með öllu sem viðkemur orku og umhverfisbreytingum og gerir rannsóknir á því sviði. Baldur hefur búið erlendis í fjöru- ttíu ár. Hann ber þó enn hag ís- lands fyrir bijósti og hefur reynt að vekja athygli íslenskra ráða- manna á möguleikum þjóðarinnar til að gegna forystuhlutverki í al- þjóðaumhverfisrannsóknum, auk þess sem hann hefur lagt_ til að metanól verði framleitt á íslandi, en það er hægt að framleiða úr vetni og koltvísýringi. Fjórir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins lögðu til í vetur að iðnað- arráðherra léti athuga möguleika á nýtingu gróðurhúsalofttegunda til eldsneytisframleiðslu og í iðn- aði. ABB hefur borgað Baldri fyrir að athuga og fylgjast með rann- sóknum á slíkum möguleikum und- > anfarin ár. Hann er sannfærður um ágæti framleiðslu metanóls á íslandi. „Notkun metanóls gerði íslend- ingum kleift að verða fyrsta þjóð í heimi án heimatilbúinnar mengun- ar. Metanól yrði framleitt úr ís- lensku vetni og íslenskum koltvísýr- ingi. Koltvísýringsmengun vegna brennslu metanóls yrði eytt með töku koltvísýrings úr loftinu og endurnýtingu hans aftur og aftur til framleiðslu nýs metanóls. Fram- ^lag íslands til baráttunnar gegn alheimsmengun gæti ekki orðið göfugra," sagði Baldur í fyrirlestri á 50 ára afmælishátíð Sambands íslenskra rafveitna í Háskólabíói haustið 1993. Baldur segir íslendinga geta framleitt metanól fyrir allan bíla- og skipaflota landsins. Með mjög lauslegum útreikningi giskar hann á að það þyrfti 200 megawatta rafstöð til að framleiða nægt vetni til að fullnægja metanóleftirspurn landsmanna. Orkan sem þarf til að framleiða 2 lítra af metanóli, en það samsvarar einum lítra af bens- íni, myndi kosta um 20 krónur. „Koltvísýringur er ein af náttúru- auðlindum íslands. Það er hægt að vinna hann þar sem hann kemur upp úr jörðinni, til dæmis við heitar uppsprettur, eða úr útblæstri verk- smiðja, eins og þingmennirnir leggja til,“ segir Baldur. „Vetni er hægt að búa til úr vatni með því að nota rafmagns- eða hitaorku, en íslendingar hafa nóg af hvoru tveggja. Auk þess þarf að blanda vissum hvata út í, ég hef komist að raun um á rannsóknarstofu ABB að Danir framleiða besta hvatann fyrir metanól." Rannsóknarstofa ABB sem Bald- ur stjórnar sérhæfir sig í rannsókn- um á gróðurhúsalofttegundum og endurnýtingu þeirra. Aðalverkefnin eru: „Vinnsla gróðurhúsaloftteg- unda úr andrúmsloftinu og endur- nýting þeirra; vetnisbinding koltví- sýrings, en það felur í sér tilraunir með nýja hvata og geymslu vetnis í formi metanöls; efnafræði rafhlað- inna kolvatnsefna, sérstaklega í sambandi við oxun metans." Baldur er fulltrúi ABB í ýmsum alþjóðlegum verkefnum á sviði umhverfismála. Hann tekur til dæmis þátt í rannsóknarverkefni við háskólann á Hawaii þar sem rannsakað er hvað gerist þegar fljótandi koltvísýringi er dælt í sjó- inn. Og hann er þátttakandi í verk- efni í Kína þar sem verið er að reyna að auka orkunýtingu og draga úr koltvísýringsútblæstri kolknúinna véla. Baldur situr ráðstefnur og fundi um umhverfismál fyrir stórfyrir- tækið og er nú að undirbúa alþjóð- lega ráðstefnu um minnkun og eft- irlit á gróðurhúsalofttegundum sem ABB, Paul Scherrer stofnunin í Sviss (stærsta orkurannsóknar- stofnun Sviss) og IEA GHG í Bret- landi (rannsóknarverkefni á gróður- húsalofttegundum á vegum Alþjóða orkustofnunarinnar) standa fyrir, en Baldur er varaformaður og full- trúi Sviss í IEA GHG. Fremstu vís- indamenn heims í gróðuhúsaáhrif- um sækja ráðstefnuna í Interlaken í lok ágúst 1998. Baldur verður forseti hennar. Hann reynir einnig að fylgjast með umræðunni um gróðurhúsaáhrif á íslandi. „Mér finnst kostulegt að þeir sem hafa áhuga á þessum málum á íslandi hafa aldrei haft samband við mig þó að ég hafi nokkrum sinnum reynt að hafa samband við þá. Þeir vita kannski ekki að það er íslendingur úti í heimi sem veit allt um þessi mál - nema þeir óttist að tala við einhvern sem veit meira en þeir,“ segir Baldur og hlær. (Netfangið hans er: beliassonaccess.ch eða baldur.eliassonchcrc.abb.ch og heimasíðan: http://www.abb.c- h/abbgroup/chcrc/crbg/GH- PNet.html) Umræðan um gróðurhúsaáhrif og hugsanlegur koltvísýringsskatt- ur hefur hvatt fyrirtæki eins og ABB til aðgerða á þessu sviði. ABB vinnur nú þegar koltvísýring úr lofti sem kolaorkustöð í Oklahoma fram- leiðir. Stöðin framleiðir 4.000 tonn af koltvísýringi á dag, 3.800 tonn fara út í andrúmsloftið en 200 tonn eru hreinsuð út, lofttegundin er kæld í vökva og seld sem kælivökvi fyrir matvælaiðnaðinn. „Þetta er hægt,“ segir Baldur. „Það er auð- velt að safna koltvísýringi." Norðmenn leggja nú þegar skatt á útblástur koltvísýrings. Statoil byijaði í október í fyrra, þegar bor- holan Sleipner West var tekin í notkun, að vinna hluta koltvísýrings sem kom upp með jarðgasinu úr loftinu, kæla niður í vökva og dæla honum niður í hafsbotninn undir Norðursjónum til að sleppa við skattinn. „Nú verður hægt að rann- saka hvaða áhrif það hefur á hafs- botninn. An svona tilrauna verðum við aldrei neins vísari,“ segir Bald- ur. „Norðmenn riðu þarna á vaðið. íslendingar eiga að ríða á vaðið og nýta koltvísýring við framleiðslu og notkun metanóls." Morgunblaðið/Kristinn Á MYNDINNI eru þeir Kjartan Már Friðsteinsson, framkvæmdastjóri Banana, Rögnvaldur Ingólfs- son, heilbrigðisfulltrúi og Haukur Alfreðsson rekstrarverkfræðingur. Nýstjóm Vinnu- málasambandsins ÓLAFUR Ólafsson forstjóri Sam- skipa hf. var kjörinn formaður stjórnar Vinnumálasambandsins á aðalfundi sambandsins sem haldinn var á fimmtudag. Tekur hann við af Sigurði Jóhannessyni aðalfulltrúa s KEA. Aðrir aðalmenn í stjórn sam- bandsins eru þeir Benedikt Sveins- son forstjóri Islenska sjávarafurða hf., Reykjavík, Geir Magnússon for- stjóri Ölíufélagsins hf., Reykjavík, Pálmi Guðinundsson kaupfélags- stjóri Kaupfélags Austur-Skaftfell- inga, Höfn, Sigurður Jóhannesson : aðalfulltrúi Kaupfélags Eyfirðinga, Akureyri, Þorsteinn Pálsson fram- kvæmdastjóri Kaupfélags Árnes- inga, Selfossi og Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skag- firðinga, Sauðárkróki. Varamenn eru þeir Guðjón Stef- ánsson kaupfélagsstjóri Kaupfélags Suðurnesja, Axel Gíslason forstjóri Vátryggingafélags Islands hf. og Magnús Gauti Gautason kaupfélags- stjóri Kaupfélags Eyfirðinga, Akur- eyri. Aðildarfyrirtækjum Vinnumála- sambandsins hefur fjölgað nokkuð að undanförnu og hafa auk þess borist nokkrar fyrirspurnir vegna væntanlegrar inngöngu nýrra fé- laga, segir í frétt frá sambandinu. Bananar fá Gámes- viður- kenningu BANANAR ehf. hafa hlotið viðurkenningu frá Heilbrigði- seftirliti Reykjavíkur, fyrir að uppfylla ákvæði um innra eft- irlit samkvæmt reglugerð um hollustuhætti, gæðaeftirlit og dreifingu grænmetis og ávaxta. I frétt kemur fram að Ban- anar ehf. flytja inn hin þekktu vörumerki Chiquita-banana, Robin-appelsínur og BC-epli. Forstöðu- menn hjá fjar- skiptaneti Pósts og síma FJARSKIPTANET Pósts og síma hf. annast uppbyggingu, þróun og rekstur fjarskiptakerfa fyrirtækis- ins og þeirrar þjónustu sem þau veita. Nokkrar breytingar hafa orð- ið á skipulagi þess síðan að skipu- rit fyrirtækisins breyttist. Fram- kvæmdastjóri fjarskiptanets er Bergþór Halldórsson. • GÍSLI Skagfjörð er forstöðu- maður notendalínudeildar. Gísli er fæddur árið 1957 og lauk raf- magnsverkfræði frá Háskóla ís- lands árið 1981 og M.Sc.-prófi frá Virginia Po- lytechnic Instit- ute and State University í Bandaríkjunum árið 1984. Gísli starfaði á radíósendistöðvadeild Pósts og síma frá 1984 til 1988 er hann tók við starfi hjá sambanda- deild. • HILM AR Ragnarsson er for- stöðumaður símstöðvadeildar. Hann er fæddur árið 1948. Hilmar lauk fyrrihluta- prófi í rafmagns- verkfræði frá Háskóla íslands árið 1971 og M.Sc.-prófi í raf- eindaverkfræði frá Lunds Tekn- iska Högskola í Svíþjóð árið 1974. Hann hefur starfað hjá Pósti og síma síðan, fyrstu fjögur árin við almenn verkfræðistörf í síma- tæknideild en eftir það í deild sjálf- virkra símstöðva. Hilmar á fjögur börn. • JÓN K. Valdimarsson er for- stöðumaður fjölsímadeildar. Hann er fæddur árið 1938 og lauk námi í rafeindavirkjun árið 1959 ogí tæknifræði frá Stokkhólms TI árið 1963. Jón réðst til starfa hjá Pósti o g síma sama ár, sem al- mennur tækni- fræðingur. Eig- inkona Jóns er Margrét Órnólfs- dóttir og eigajiau þijú börn. • KRISTJAN Helgi Bjartm- arsson er forstöðumaður gervi- tunglafjarskipta. Kristján er fædd- ur árið 1947. Hann lauk prófi í rafmagnsverk- fræði frá Há- skóla íslands árið 1973 og M.Sc.-prófi frá Lunds Tekniska Högskola í Sví- þjóð árið 1980. Kristján hóf störf hjá Pósti og síma sama ár, fyrst í notendabúnaðar- deild en síðar í gervitunglafjar- skiptadeild. Kristján er kvæntur Halldóru Guðmundsdóttur og eiga þau tvo syni. • PÁLL Jónsson er forstöðu- maður langlínudeildar. Páll er fæddur árið 1950. Hann lærði raf- eindavirkjun hjá Póst- og síma- málastofnun 1969-72 og lauk síðan prófi í rafmagns- tæknifræði frá Odense Teknik- um árið 1978. Hann hefur starfað hjá Pósti og síma eftir að námi lauk að undanskildum þremur árum þegar hann vann hjá IBM og Sjónvarpinu. Páll er kvæntur Ás- dísi Björgvinsdóttur, sem einnig starfar hjá Pósti og síma, ogeiga þau tvö börn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.