Morgunblaðið - 04.06.1997, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 04.06.1997, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA < 1 'í: KNATTSPYRNA Morgunblaðið/Ásdís JMmrguiiirifafeUk 1997 M MIÐVIKUDAGUR4.JÚNÍ BLAÐ Fylgst með Arnari og Árna Gauti ÚTSENDARI frá gríska félaginu AIK í Aþenu var á meðal áhorfenda á KR-vellinum í gærkvöldi í þeim tilgangi að fylgjast með Amari Grétarssyni leikmanni Leifturs, en sagnir herma að félagið hafi nokkum áhuga á að fá hann i herbúðir sínar. Eflaust hefur það ekki skemmt fyrir áhuga Grikkj- ans á Arnari að hann var einn örfárra leikmanna á vellinum sem virtist hafa hugann við að leika knattspyrnu.. AIK varð í öðm sæti í efstu deild grísku deildarinnar sem er nýlokið. Verði af því að Arnar fari til Grikklands fetar hann í fótspor bróður síns, Sigurðar Grétarsson, núverandi þjálf- ara Vals, sem lék með Iraklis fyrir nokkmm árum. Annar „njósnari“ var hér á landi í gærkvöldi; fulltrúi frá Arsenal í London var staddur á Val- bjamarvelli til að fylgjast með Árna Gauti Arasyni markverði Stjörnunnar en hann hefur verið undir smásjá félagsins allt frá því í ungmennalandsleik íslands og Irlands sl. haust. Leifur Geir til liðs við Framherja LEIFUR Geir Hafsteinsson, knattspyrnumaður í ÍBV, hefur tilkynnt félagaskipti í lið Framheija, sem einnig er frá Vestmannaeyjum og leikur í 3. deild - neðstu deild íslandsmótsins. Leifur Geir hefuur verið meiddur en er allur að koma til og ákvað því að skipta um félag til að komast í leikæfingu. Hann mun ekki leika með Framheijum í bikarkeppninni og getur því skipt yfir í lið ÍBV aftur þegar og ef kallið kemur og þá væntanlega betur búinn undir slaginn meðal þeirra bestu en ella. Bjarni Jóhannsson, þjáifari Eyjamanna, segist mjög hlynntur slíkri samvinnu milli liða, þar sem hægt sé að lána leikmenn til liða í neðri deildum og fá þá síðan aftur með skömmum fyrirvara. Þetta sé mikið gert á hinum Norðurlöndunum og víðar, með góðum árangri. Graf og Kafelnikov töpuðu bæði LJÓST er hvorki Steffi Graf og Yevgeny Kafeln- ikov veija meistaratitla sína á Opna franska meist- aramótinu í tennis. Graf tapaði í tveimur settum 6:1 og 6:4 fyrir Amanda Coetzer frá S-Afriku. Graf hefur vegnað vel á þessu móti síðustu árin og átta sinnum komist í úrslit á síðustu tíu árum. Takist Monicu Seles að sigra Mary Joe Fernandez er ljóst að Graf fellur niður í 3. sæti styrkleika- lista tenniskvenna, en svo neðarlega hefur hún ekki verið í tíu ár. Kafelnikov veitti andstæðingi ’ sínum meiri keppni en Graf en varð eigi að síður játa sig sigraðan og halda heim. Brasilíumaðurinn Gustavo Kuerten sigraði fimm settum; 6:2, 5:7, 2:6, 6:0, 6:4. Keflvíkingar enn með fullt hús stiga KEFLVIKINGAR sigruðu Vals- menn 2:0 með tveimur mörkum Hauks Inga Guðnason á heima- velli í gærkvöldi í efstu deild karla í knattspyrnu, Sjóvá Almennra deildinni. Lið Keflavíkur hefur því enn fullt hús stiga í deildinni - er með fimmtán stig að fimm umferðum loknum, en þess má geta að Keflvíkingar sluppu naumlega við fall i fyrra haust, og fengu þá aðeins 19 stig. íslandsmeistarar í A eru í öðru til þriðja sæti ásamt ÍBV. Skaga- menn sigruðu Grindvíkinga 3:1 á Akranesi í gærkvöldi, KR-ingar og Leiftursmenn gerðu marka- laust jafntefli í Reykjavík og Framarar sigruðu Stjörnumenn 1:0 í Laugardal. Viðureign IBV og Skallagríms var frestað vegna þoku í Vestmannaeyjum en hefur verið settur á í dag. Á myndinni kljást þeir Eysteinn Hauksson, Keflvíkingur, til hægri, og Valsarinn Stefán Óm- arsson. Lengst til vinstri er Ragn- ar Steinarsson. Eftir leikinn í dag verður gert hlé á efstu deild íslandsmótsins, vegna tveggja landsleikja í heims- meistarakeppninni, gegn Makeuó- níu ytra á laugardag og Litháum á Laugardalsvelli á miðvikudag í næstu viku. Sjötta umferð íslands- mótsins verður 18. júní. ■ Leikirnir / D4 HANDKNATTLEIKUR HSÍ fær þijár milljónir úr afreksmannasjóði Landslið íslands í handknattleik lenti á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi og var tekið á móti því með viðhöfn. Liðið lenti í fimmta sæti heimsmeistaramótsins sem lauk í Japan á sunnudag, og það er besti árangur sem tslendingar hafa nokkru sinni náð á HM í hand- knattleik. Fjöldi manns tók á móti íslenska liðinu í Leifsstöð, m.a. forseti ís- lands, Ólafur Ragnarsson og eigin- kona hans, frú Guðrún Katrín Þor- | bergsdóttir. Ólafur sagði m.a. í ávarpi sínu að það væri mjög mikil- vægt fyrir þjóðina að eiga íþrótta- menn á heimsmælikvarða, eins og handboltamennirnir væru. Forseti íþróttasambands ísiands, Ellert B. Schram, var einnig á flug- vellinum og tilkynnti í ávarpi við komu iandsliðsins, að Handknatt- leikssambandið myndi fá úthlutað þremur milljónum króna úr afreks- mannasjóði íþróttasambandsins vegna árangursins í Japan. I_ framhaldi af þessu má geta að HSI skuldar nú um 100 milljónir króna og stendur jafnvel til að fara út í landssöfnun, til að reyna að grynnka á skuldum. Vert er að geta þess að tilkynnt var í Leifsstöð að Landsbanki ís- lands, hefur ákveðið að bjóða landsliðsmönnum og eiginkonum þeirra til kvöldverðar og á leiksýn- ingu í tilefni árangursins í Japan og í dag kl. 17 er handboltamönnun- um boðið til mótttöku til forseta íslands að Bessastöðum. ■ Pabbi, af hverju / D8 SMÁÞJÓÐALEIKARNIR: KEPPNIGÆRDAGSINS OG SPÁÐ í FRAMHALDIÐ / B2f B3f B6

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.