Morgunblaðið - 09.07.1997, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1997
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Hita- og vatnsveitan kaupir nýjar varmadælur
Heildarverð um
25 milljónir króna
HITA- og vatnsveita Akureyrar hef-
ur fest kaup á tveimur nýjum varma-
dælum fyrir veituna. Varmadælurn-
ar eru keyptar af Kværner-fiski-
tækni í Reykjavík en fyrirtækið bauð
dælur frá Gram A/S í Danmörku
og kosta þær um 25 milljónir króna,
komnar á staðinn. Dælurnar koma
til landsins í nóvember og verða
gangsettar í desember nk.
HVA leitaði eftir verðtilboðum í
nýjar varmadælur er féllu betur að
núverandi forsendum, svo sem
vatnshita, vatnsmagni, að þær not-
uðu ammoníak sem kælimiðil og að
hávaði frá þeim yrði innan eðlilegra
marka. Auk þess óskaði HVA eftir
tilboðum sem gerðu ráð fyrir að raf-
mótarar af núverandi varmadælum
gætu nýst á hinar nýju.
A endanum bárust tvö tilboð,
annað frá Frosti hf. sem bauð tvær
dæiur frá Sabro með samanlögð
hitaafköst 1918 kw við 308,2 kw
raforkunotkun. Heildarverð hljóðaði
upp á rúmar 35,7 milljónir króna
en ekki var gert ráð fyrir að rafmót-
arar af eldri vélum yrðu notaðir.
í tilboði Kværner-fiskitækni voru
boðnar tvær dælur með samanlögð
hitaafköst samtals 3740 kw við 809
kw raforkunotkun. Heildarverð
hljóðaði upp á 25 milljónir króna og
gert var ráð fyrir að rafmótarar af
núverandi búnaði yrðu nýttir.
Mat á tilboðunum sýndi að orku-
framleiðsla yrði miklu meiri á af-
skriftartíma og jafnframt ódýrari
miðað við gefnar forsendur í varma-
dælum þeim er Kvæmer bauð. Þær
þóttu auk þess ekki síður tæknilega
fullnægjandi en hinar sem í boði voru.
Þá er orkuframleiðsla í nýju dælunum
ódýrari en í þeim sem nú era í notkun.
Café Menning á Dalvík
Þórarinn Eldjárn og sonur
FEÐGARNIR Þórarinn Eldjárn
skáld og sonur hans Kristján Eld-
járn verða með uppákomu á Café
Menningu á Dalvík í kvöld kl. 21.30.
Þórarinn les eigin ljóð við undirleik
Kristjáns sonar síns og er þetta til-
raun að þeirra hálfu. Aðgangur er
ókeypis.
A morgun, fimmtudagskvöld,
flytja Anna Sigríður Helgadóttir
söngkona og Þórhildur Björnsdóttir
undirleikari þekkt lög úr söngleikj-
um og kvikmyndum. Þær eru á
tónleikaferðalagi um Norðurland
þessa helgi og ætla að hefja leikinn
á Dalvík. Aðgangseyrir er kr. 500.
Reinald Jónsson opnar málverka-
sýningu á Café Menningu í dag.
Morgunblaðið/Björn Gíslason
KÍKT í SUÐUR
Sameining þriggja sveitarfélaga við Eyjafjörð
Stefnt að því að ganga
til kosninga í haust
STEFNT er að kosningu um sam-
einingu þriggja sveitarfélaga við
Eyjafjörð á hausti komanda, Dal-
víkur, Svarfaðardals- og Árskógs-
hrepps. íbúar þessara þriggja sveit-
arfélaga samþykktu sameiningu í
kosningu um sameingu íjögurra
sveitarfélaga við fjörðinn í júní en
Hríseyingar felldu tillöguna.
Bæjarstjórn Dalvíkur og sveitar-
stjórnir Svarfaðardals- og Árskógs-
hrepps hafa samþykkt að vinna
áfram að sameiningu sveitarfélag-
anna þriggja. Kristján Ólafsson,
bæjarfulltrúi á Dalvík og formaður
sameiningamefndar segir stefnt að
kosningu í haust. Með Kristjáni í
sameiningamefnd eru Atli Frið-
björnsson, oddviti Svarfaðardals-
hrepps og Kristján Snorrason, odd-
viti Árskógshrepps.
Áhugi Dalvíkinga vaxið
„Okkur finnst full ástæða til
þess að láta reyna á vilja íbúa sveit-
arfélaganna þriggja til sameining-
ar, þrátt fyrir að Hríseyingar hafi
fellt tillöguna í vor,“ sagði Kristján.
Þrátt fyrir að sameiningartillag-
an hafi verið samþykkt á Dalvík í
vor, var áhugi íbúanna lítill. Kjör-
sókn á Dalvík var rétt um 54%,
275 sögðu já en 265 sögðu nei.
Kristján vonast til að kjörsókn á
Dalvík verði betri í haust og að
hans mati hefur áhugi heimamanna
fyrir sameiningu farið vaxandi.
Ekki áhugi á stærri
sameiningu
Atli Friðbjörnsson segist á þess-
ari stundu ekki sjá fyrir möguleika
á stærri sameiningu en sveitarfé-
laganna þriggja og að áður hafi
verið rætt við Siglfirðinga og Ól-
afsfirðinga um það mál. „Og við
vitum að í Arnarneshreppi er ekki
áhugi nema þá fyrir stærri samein-
ingu.“
Ibúar Svarfaðardalshrepps voru
hvað áhugasamastir um samein-
ingu sveitarfélaganna fjögurra í
síðasta mánuði. Kjörsókn var um
73%, 92 sögðu já en 31 nei. í Ár-
skógshreppi var kjörsókn tæp 58%,
76 sögðu já en 43 nei.
Gagnfræðaskóli Ólafsfjarðar
Framhaldsdeild ekki
starfrækt í vetur
Kór Glerárkirkju
Vel
heppnuð
söngför
KÓR Glerárkirkju kemur til
landsins í dag eftir vel heppn-
aða söngför til Portúgals. Kór-
inn hélt erlendis fyrir hálfum
mánuði og hefur á tímabilinu
haldið tónleika vítt og breitt
um Portúgal.
Jóhann Baldvinsson, stjórn-
andi kórsins sagði viðtökur
hafi verið mjög góðar og að
ferðin hafi verið vel skipulögð
og heppnast vel í alla staði.
Alls tóku 37 kórfélagar og 10
makar þátt í ferðinni og not-
aði hópurinn síðustu dagana
til þess að sóla sig á ströndinni.
NÚ þykir ljóst að ekki verði starf-
rækt framhaldsdeild við Gagn-
fræðaskóla Ólafsfjarðar næsta
skólaár. Ólafsfirðingar hafa til
fjölda ára átt þess kost að ljúka
fyrsta bekk í framhaldsskóla á
heimavelli og hefur Menntaskólinn
á Akureyri verið móðurskóli deild-
arinnar í Ólafsfirði síðustu árin.
Anna María Elíasdóttir, formað-
ur skólanefndar segir að nemenda-
íjöldi nái ekki settu lágmarki, auk
þess sem ríkisvaldið veiti ekki fjár-
magn til deildarinnar lengur.
„Við höfum verið að þrjóskast
við að halda deildinni úti en það
hefur verið miðað við að nemenda-
fjöldinn væri ekki undir 12-15
manns. í þeim árgangi sem nú er
að heíja nám í framhaldsskóla eru
ekki nema 9 krakkar. Það var því
orðið nokkuð ljóst að þetta yrði
erfiður róður.“
Þýðir aukin útgjöld
Um 15-20 ungmenni voru við
nám í framhaldsdeildinni sl. vetur,
auk þess var alltaf eitthvað um að
fullorðið fólk sækti þar nám. Hægt
var að velja um nám við 3-4 braut-
ir. Anna María segir mjög bagalegt
að geta ekki haldið deildinni og það
þýði m.a. aukin útgjöld fyrir fjöl-
skyldur, sem þurfa að senda börn
sín að heiman í skóla ári fyrr en
hingað til.
Aðspurð u n hvernig gengi að fá
kennara til ^tarfa í Ólafsfirði, sagði
Anna María ástandið nokkuð gott í
Barnask jianum og að helst vantaði
kr.nnara í myndmennta- og hand-
.nenntagreinar. Hins vegar vantaði
raungreinakennara við Gagnfræða-
skólann og hafi reynst nokkuð erfitt
að fá stærðfræðikennara.
Kaup á heitu vatni
í Eyjafjarðarsveit
Undan-
þágur af-
numdar
TILLAGA frá Áka Áskelssyni, full-
trúa U-listans í sveitarstjórn Eyja-
fjarðarsveitar, um að allir íbúar
sveitarfélagsins sem kaupa vatn
af hitaveitu Eyjafjarðarsveitar sitji
við sama borð hvað varðar verðlag
og allar undanþágur verði afnumd-
ar hið bráðasta, var samþykkt með
atkvæði Áka.
Þrír fulltrúar í sveitarstjóm sátu
hjá við afgreiðslu málsins og tveir
fulltrúar tóku ekki þátt í afgreiðsl-
unni vegna tengsla við málið
Áki sagði í samtali við Morgun-
blaðið að tveir aðilar í sveitinni
hafi haft sérsamninga við kaup á
heitu vatni á lægra verði en aðrir.
„Þessir aðilar eru á Grísará og í
Vín og þeir hafa greitt 60% af því
gjaldi sem aðrir notendur hitaveitu
í sveitinni greiða.“
Áki segir að komið hafi fram
óánægja í sveitinni með þá mis-
munun sem verið hefur í gangi og
hann telur að afgreiðsla sveitar-
stjórnar tillögu sinni sé í raun við-
urkenning á að svo hafi verið. „Ég
tel að þarna hafi verið um að ræða
pólitíska fyrirgreiðslu frá fyrri tíð,“
sagði Áki.
♦ ♦ ♦----
Þorvaldsdalsskokk-
ið um síðustu helgi
Jón Ivar
setti met
FJÓRÐA Þorvaldsdalsskokkið fór
fram um helgina við ágætar að-
stæður. Þátttakendur voru í færra
lagi eða rétt um 20 og vakti at-
hygli að engar konur mættu til
leiks.
Sífellt er verið að bæta metið í
skokkinu og um helgina bætti Jón
ívar Rafnsson á Akureyri met
Finns Friðrikssonar um 6 mínútur
og 13 sekúndur og var tími hans
2,07,37 klst. Þorvaldsdalsskokkið
er ætlað hlaupurum, skokkurum
og göngumönnum og fer hver á
þeim hraða sem honum hentar
best og velur þá leið sem honum
sýnist hagkvæmust.
Elsti þátttakandinn var Arnór
Haraldsson, 67 ára Akureyringur
og fór hann vegalengdina á
5,26,00 klst. Jón Ivar sigraði í
flokki 16-39 ára, Ólafur H. Bald-
vinsson á Akureyri í flokki 40-49
ára, á 2,43,20 klst. Sigurður Bjark-
lind á Akureyri sigraði í flokki
50-59 ára og náði hann jafnframt
næstbesta tíma allra keppenda.
Sigurður fór vegalengdina á
2,09,03 klst. Arnór sigraði svo í
flokki 60-69 ára.
------♦ ♦ ♦
Baugaselsmót
í skák
SKÁKMÓT verður haldið á eyði-
býlinu Baugaseli í Barkárdal
laugardaginn 12. júlí og er öllum
heimil þátttaka.
Baugaselsmótið var fyrst haldið
í fyrra og er það í minningu Stein-
bergs heitins Friðfinnssonar,
bónda í Spónsgerði en hann var
fæddur og uppalinn í Baugaseli. Á
mótinu er keppt um veglegan far-
andbikar sem Jón Björgvinsson
vann í fyrra.
Þátttaka tilkynnist til Þórs Val-
týssonar í síma 462-3635.
)
l
I
(
>
>
l
l
i
\
I
I
I