Morgunblaðið - 09.07.1997, Síða 14

Morgunblaðið - 09.07.1997, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1997 VIÐSKIPTI MORGUN BLAÐIÐ Auðug ekkja selur eignir fyrir marga milljarða dollara New York. Reuter. Morgunblaðið/Árni Sæberg SORPA hefur hafið söfnun á metangasi sem myndast við rotnun sorps. Sorpa semur við Járnblendifélagið og Afurðasöluna Borgarnesi Bygginggas- stöðvar könnuð LEONA HELMSLEY, ekkja Harrys Helmsley, hins kunna fasteignarisa í New York, hefur auglýst hluta margra milljarða dollara fasteigna- stórveldis síns til sölu. Eignirnar eru auglýstar fimm milljarða dollara virði, en dregið er í efa að ekkjan vilji sleppa hótelum sínum, þar sem hún vilji ekki hverfa úr sviðsljósinu í New York. „Hún mun halda eftir bestu hót- elunum til að eiga eitthvað að leika sér að,“ segir gamall samstarfs- maður hinnar umdeildu ekkju. „Án þeirra yrði hún aðeins ríkur New Yorkbúi, ekki drottning." Fasteignafýrirtækið Eastdil Realty í New York sér um söluna á eignum frú Healmsleys. Fyrirtæk- ið sérhæfir sig í sölu til stofnana, sem eru í fasteignahugleiðingum, og hefur því verið falið að selja hið mikla stórveldi Healmsleys víðs vegar í Bandaríkjunum: skýja- kljúfa, íbúðarbyggingar, verslun- armiðstöðvar og hótel. Sat 18 mánuði í fangelsi Forstjóri Eastdil, Ben Lambert, vill sem minnst um viðskiptin segja, en telur að búast megi við löngum og hörðum samningavið- ræðum við ekkjuna, sem sat 18 mánuði í fanngelsi 1989 fyrir að skjóta um einni milljón dollara undan skatti. Helmsley erfði eignirnar í janúar þegar eiginmaður hennar, Harry, lézt. Harry var nafnkunnur auðjöf- ur af kvekaraættum og komst yfir einhveija verðmætustu skýjakljúfa NÝ STJÓRN sósíalista í Frakklandi hefur gefið til kynna að hún muni hefja sölu ríkisfyrirtækja, þótt flokkurinn berðist gegn einkavæð- ingu í kosningabaráttunni, og er búizt við að athyglinni verði fyrst beint að fjármálageiranum. Lionel Jospin forsætisráðherra hét því í ótvíræðustu yfirlýsingu sinni um sölu ríkiseigna í síðustu viku að vega og meta kosti og galla einkavæðingar í hveiju máli fyrir sig — leita að beztu lausninni og láta þjóðarhagsmuni ráða, ekki hugmyndafræði. „Jospin vill greinilega losa sig við öll þau fyrirtæki, sem voru þjóðnýtt í upphafi valdatíma sósíal- ista (á síðasta áratug ),“ sagði hagfræðingur Morgan Stanley, Eric Chaney. BRITISH AIRWAYS býr sig undir að mæta þriggja daga verkfalli flugáhafna í vikunni og kann það að verða byijun á fleiri vinnudeilum sem geta reynzt kostnaðarsamar, samkvæmt heimildum frá aðilum í greininni. BA, sem reynir að ljúka við end- urskipulagningu upp á einn milljarð punda fyrir árið 2000, á það á hættu að tapa 20 milljónum punda á dag vegna verkfallsins. Félagið kann einnig að dragast inn í hart áróðursstríð sem getur valdið því álitshnekki meðal við- skiptavina og fjárfesta. „Almenningur hefur enga samúð með deiluaðilum, en því meir sem New York fyrir lítið á fyrstu árun- um eftir síðari heimsstryjöld. Harry var snilldarstjórnandi með stálminni og hafði strangt eftirlit með öllum kostnaði, jafnvel af ljósa- perum. Ekkja hans fylgdist lítið með störfum hans. „Hún er 76 ára gömul, með enga reynslu af öðru en hótelum og því er skynsamlegt hjá henni að selja eignimar," sagði gamall samstarfs- maður. Hann spáði því að það mundi taka hana mörg ár að losa sig við fasteignirnar, en þar á meðal er Helmsley-byggingin við Park Avenue, Graybar og Lincoln skrif- stofubyggingarnar nálægt Grand Central Station og fasteignir í 111- inois og Kaliforníu. „Margar byggingamar á hún ekki ein,“ sagði samstarfsmaðurinn. „Þetta er mjög flókið, því að hún þarf að semja við meðeigendur.“ Alls er um að ræða 25 milljónir feta skrifstofuhúsnæðis og 20.000 íbúðir. Á Harley hótelkeðjuna Helmsley á hina kunnu Harley hótelkeðju, sem teygir sig um öll Bandaríkin, og tvö hótel í New York, sem hún heldur mest upp á, New York Helmsley hótelið við 42. stræti og hið virðulega Park Lane hótel gegnt Central Park — þar sem hún býr í stórri þakíbúð. Óvíst er að ekkjan selji Park Lane hótelið. „Henni þykir vænt um það af því að Harry reisti það,“ sagði talsmaður Helmsleys, How- ard Rubenstein. Hann telur að ríkisstjórnin muni að lokum einkavæða tryggingarfyr- irtækið GAN og dótturfyrirtæki þess, landshlutabankann CIC, og bankann Crédit Lyonnais, auk fleiri fyrirtækja. Milljarða franka kostnaður Áhugi er á því að losna við fyrir- tæki, sem hafa kostað ríkið millj- arða franka. „Ég er ekki viss um að það sé hlutverk ríkisins að bjarga fjár- málastofnunum, sem eru í vanda staddar,“ sagði Jospin í ræðu sinni. Stjórnin þarf einnig fé af sölu arðsamra ríkisfyrirtækja til að styrkja bágstödd ríkisfyrirtæki án þess að auka fjárlagahalla á sama tíma og stefnt er að aðild að evr- ópsku myntbandalagi. verkfallið dregst á langinn, því meiri líkur eru á því að BA bíði álitshnekki og minna mark verði tekið á auglýsingum um að það sé traust flugfélag sem hugsi vel um farþega sína,“ sagði sérfræðingur evrópsks banka í London. BA reynir umfram allt að forð- ast að lenda í sömu hremmingum og Air France fyrir fjórum árum þegar endurskipulagning leiddi til mótmælaaðgerða og verkfalla sem lömuðu félagið, að sögn sérfræð- ingsins. Fá brezk fyrirtæki auglýsa eins mikið og BA, sem varði 60 milljón- um punda í merkingar á nýjum flug- vélum fyrr á þessu ári. Á VEGUM Sorpu er unnið að gerð kostnaðaráætlunar um hvað kosti að reisa gasvinnslustöð hér á landi þar sem gas yrði hreinsað og þjapp- að en fyrir liggur viljayfirlýsing frá íslenska járnblendifélaginu um að það vilji kaupa metangas, sem myndast við rotnun sorps, til nota við vinnsluferlið á Grundartanga í stað olíu sem notuð er í dag. Að sögn Ögmundar Einarsson- ar, framkvæmdastjóra Sorpu, hef- ur Sorpa safnað metangasi und- anfarið vegna umhverfisáhrifa þess og hefur það verið brennt hingað til. „Það er öruggt að það er hagkvæmt að byggja þessa verksmiðju, bæði vegna þess að við erum að reyna að draga úr neikvæðum gróðurhúsaáhrifum hér á landi, en metangas hefur 25 sinnum verri áhrif á ósonlagið heldur en koldíoxíð, auk þess sem BALDUR Guðnason, framkvæmda- stjóri flutningasviðs Samskipa hf., segir að úrskurður samkeppnisráðs um samkomulag félagsins og Eim- skips hf. í Ameríkusiglingum komi sér verulega á óvart. Hann segir það hafa verið skilning Samskipa að samningurinn væri fullkomlega löglegur. Samkeppnisráð telur að sam- komulag Samskipa við Eimskip um flutninga til Norður-Ameríku brjóti í bága við 10. grein samkeppnislaga. Ráðið hefur þó veitt skipafélögunum undanþágu frá bannákvæði sam- keppnislaga vegna samningsins til 1. ágúst árið 2000 þar sem hann hefur í för með sér fleiri kosti en galla við núverandi aðstæður. Samningurinn uppsegjanlegur frá og með áramótum Umræddur samningur tók gildi í janúar síðastliðnum og er hann hægt er að nota metangasið í stað olíu.“ Ráðgjafarfyrirtækið VBB/Viak í Stokkhólmi hefur umsjón með hönnun gasvinnslustöðvarinnar og gerð ítarlegrar kostnaðaráætlunar um uppsetningu hennar. Að sögn Ögmundar verður kostnaðaráætl- unin væntanlega tilbúin um miðjan september og þá verða komnar forsendur fyrir því að fara að semja um hvort af byggingu verksmiðj- unnar verður. Fóður unnið úr kjötafgöngum Stjórn Sorpu hefur gengið frá samkomulagi við Afurðasöluna Borgarnesi um að allur úrgangur frá kjötvinnslustöðvum og slátur- húsum á höfuðborgarsvæðinu fari til vinnslu hjá Afurðarsölunni frá og með 1. september næstkom- andi. uppsegjanlegur af beggja hálfu með sex mánaða fyrirvara frá og með 1. janúar á næsta ári. Kjósi skipafélögin að viðhalda samningn- um verður hann væntanlega í gildi til 1. ágúst árið 2000 en þá rennur undanþága samkeppnisráðs út. Urskurður þess frá 2. júlí sl. myndi þá væntanlega fella samninginn úr gildi ef undanþágan verður ekki framlengd. Ekki yóst hvort úrskurðinum verði áfrýjað Baldur Guðnason segir að und- anþága samkeppnisráðs geri það að verkum að Samskip muni fyrir sitt leyti standa við ákvæði samn- ingsins og koma verði í ljós hvað taki við verði hann felldur úr gildi. Þá segir hann að Samskip hafi ekki tekið ákvörðun um hvort úr- skurði samkeppnisráðs verði áfrýj- að. Að sögn Ögmundar verður kjötúrgangur og bein unnið í kjöt- mjöl og fitu sem notað verður í dýrafóður fyrir aðrar skepnur en jórturdýr. „Síðastliðið ár hafa staðið yfir prófanir á þessu og hefur árangurinn verið framar öllum vonum. Afurðasalan er að endurnýja búnað kjötmjölsverk- smiðju sinnar og verður endurnýj- unni lokið í byijun september. I kjölfarið verður hætt að urða þennan úrgang á vegum Sorpu á höfuðborgarsvæðinu en hér er um umtalsvert magn að ræða eða á annað þúsund tonn af úrgangi á ári. Með þessu verður hægt að fullnýta kjötúrgang frá kjöt- vinnslum og sláturhúsum auk þess sem með þessu mun aukast atvinna í Borgarnesi," segir Ög- mundur Einarsson framkvæmda- stjóri Sorpu. Coke eyk- ur umsvif á Indlandi Nýju-Delhi. Reuter. INDVERSKA stjórnin hefur samþykkt að Coca-Cola komi á fót tveimur drykkjarvöru- fyrirtækjum á Indlandi sam- kvæmt 700 milljóna dollara fjárfestingaráætlun, eftir heimildum í Nýju-Delhi. Ákvörðunin þykir bera vott um frjálslyndi tveggja mán- aða stjórnar Kumars Gujarals forsætisráðherra í efnahags- málum. Indveijar leyfðu Coca-Cola að starfa á ný á Indlandi eft- ir 16 ára hlé 1993. Fyrirtæk- ið hætti starfsemi sinni á Ind- landi 1977 þegar stjórnvöld kröfðust þess að það gæfi upp formúlu þá sem notuð er við framleiðsluna og er algert leyndarmál. Aðalkeppinautur Coke, Pepsico Inc, færði út kvíamar til Indlands 1990 með stofnun sameignarfyrirtækis, sem keppir við inlenda framleið- endur cola-drykkja. Jospin vill sölu vissra ríkiseigna París. Reuter. BA býr sig undir dýr verkföll London. Reuter. Framkvæmdastjóri flutningasviðs Samskipa um niðurstöðu samkeppnisráðs Úrskurðurinn kemur á óvart t I i \ t í ) I i r i i \ i i l i i L

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.