Morgunblaðið - 09.07.1997, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ1997 23
AÐSENDAR GREINAR
Aðeins 26,1% mjög
hlynnt veiðigjaldi
Bjarni Hafþór
Helgason
í NÝLEGRI skoð-
anakönnun, sem Mark-
aðssamskipti ehf. unnu
fyrir Stöð 2, koma
fram athyglisverðar
niðurstöður um af-
stöðu fólks til veiði-
gjalds. í vetur hefur
því verið haldið fram
að mikill meirihluti
landsmanna sé fylgj-
andi veiðigjaldi og þá
vitnað til skoðana-
könnunar sem birt var
í Morgunblaðinu sl.
haust með fyrirsögn
sem var eitthvað á
þessa leið: „75% lands-
manna styðja veiði-
gjald“. í ljósi þess að einstaka fjölm-
iðlar hafa haldið uppi skeíjalausum
áróðri fyrir þessum auðlindaskatti
vekja mesta eftirtekt svörin við
tveimur spumingum í þessari nýju
könnun Stöðvar 2. Spurningamar
eru þessar: „Ertu mjög hlynntur
Kannski er skýringin á
fallandi fylgi veiðigjalds
einfaldlega sú, segir
Bjarni Hafþór Helga-
son, að fólk er búið að
fá hundleið á þessari
fáfengilegu umræðu
um nýjan skatt.
veiðigjaldi?" og „Ertu frekar
hlynntur veiðigja!di?“. í mínum
huga er verulegur munur á þessum
tveimur spurningum. Sá sem neitar
því að vera „mjög hlynntur" veiði-
gjaldi en játar að vera „frekar
hlynntur" því er ekki eindreginn
stuðningsmaður veiðigjalds. Þeir
sem hafa með áróðri barist fyrir
þessum nýja auðlindaskatti geta
ekki fullyrt að þessi maður sé klár
stuðningsmaður veiðigjalds. Hann
er aðeins „frekar hlynntur“ því.
Þeir sem segjast „mjög hlynntir"
veiðigjaldi styðja hins vegar hug-
myndina heilshugar.
Aðeins 25,1% „vill kannski"
í þessari könnun Stöðvar 2 voru
896 einstaklingar spurðir hvort þeir
væm „mjög hlynntir" veiðigjaldi og
svömðu 234 spurningunni játandi.
Þetta jafngildir aðeins 26,1%. Þeir
sem sögðust „frekar hlynntir“
gjaldinu vom 225 eða 25,1%. Sam-
tals eru því 51,2% sem svara þess:
um tveimur spurningum játandi. í
könnuninni neituðu 15,5% að svara
þessum spurningum og lýstu þann-
ig ekki yfir stuðningi við þessa
nýju skatthugmynd í þessari könn-
un. Þessum 15,5% geta veiðigjalds-
sinnar ekki eignað sér
hlut í, því þeir hafa í
sóknarhug sett fram
þessa nýju skatthug-
mynd og geta ekki sagt
þeir eigi fylgjendurna
fyrr en þeir játa. Hvað
stendur þá eftir? Má
kannski segja sem svo
að raunvemlegir tals-
menn veiðigjalds séu
aðeins 26,1% en þeir
sem ekki lýsa yfir ein-
dregnum stuðningi við
hugmyndina, eða eru
henni andvígir, séu
73,9%? Gæti fyrirsögn-
in í Morgunblaðinu þá
kannski orðið: „Um
75% landsmanna lýsa ekki yfir skil-
yrðislausum stuðningi við veiði-
gjald“ eða „Aðeins um 25% lands-
manna lýsa yfír skilyrðislausum
stuðningi við veiðigjald“?
Minnihluti í báðum
stjórnarflokkum
Það er athyglisvert að skoða fylg-
ið við þessa skatthugmynd innan
núverandi stjórnarflokka. Eðlilegt
er að gefa sér sem forsendu, að
þeir sem neituðu að svara skiptist
á stjórnmálaflokka í sömu hlutföll-
um og þeir sem veittu svör. Fram-
sóknarmenn sem yfirlýsa sig annað-
hvort mjög eða frekar hlynnta
gjaldinu em 39,2% og sjálfstæðis-
menn 51,7%. Út frá gögnum könn-
unarinnar eru því þeir framsóknar-
menn sem eru „mjög hlynntir"
gjaldinu 20,0% og sjálfstæðismenn
sem eru því „mjög hlynntir" eru
26,4%. Þetta eru eindregnir stuðn-
ingsmenn gjaldsins innan þessara
flokka ef marka má könnunina.
Áróðursmenn veiðigjalds hafa ekki
náð vilja sínum fram gagnvart þeim
sem segjast „frekar hlynntir“ gjald-
inu og neita um leið að þeir séu
„mjög hlynntir“ því. Ekki síst þegar
fylgið við hugmyndina er fallandi.
Fólkið spyr spurninga
Skýringar á fallandi gengi veiði-
gjalds eru vafalaust margar en eft-
ir því sem umræðunni vindur fram
verður fólk upplýstara. Kannski er
almenningur í huga sér að leita
svara við einhveijum eftirtalinna
spurninga: Hvað ætli yrði fyrst
skorið niður hjá fyrirtækjunum til
að mæta þessum nýja skatti? Hvað
verður um þessar tekjur í ríkiskass-
anum? Yrðu 80% af tekjunum notuð
á höfuðborgarsvæðinu þó 90%
þeirra kæmu af landsbyggðinni?
Hefur nýr skattur nokkurn tímann
lækkað aðra skatta? Á landsbyggð-
in einhverja aðra framtíð en arð-
bæran rekstur fyrirtækjanna sem
þar starfa? Falla hlutabréfin mín í
verði? Á að fella gengið og hækka
þannig verð á öllum innflutningi?
Eru auðlindaskattar besta framtíð-
arsýn þessarar eyþjóðar sem ætlar
að lifa á sjávarútvegi, orku fall-
vatna og ferðaþjónustu? Til hvers
að búa til verðmiða á þessar at-
vinnugreinar og láta stjórnmála-
menn framtíðarinnar leika sér með
þá frá ári til árs? Hver er að leggja
þetta til og hvers vegna?
Veiðigjald er
lúin hugmynd
Kannski er skýringin á fallandi
fylgi veiðigjalds einfaldlega sú að
fólk er búið að fá hundleið á þess-
ari fáfengilegu umræðu um nýjan
skatt. Þessari umræðu er hrint af
stað á sama tíma og þjóðir hins
vestræna heims leita leiða til að
draga úr ríkisumsvifum, lækka
skatta og hvetja atvinnulífið til
frekari dáða. Öll samkeppni er að
verða alþjóðleg og fer sífellt harðn-
andi og þessi skattur yrði beinlínis
skaðlegur fyrir samkeppnisstöðu
sjávarútvegsins á erlendum vett-
vangi. Veiðigjald á íslandi er mjög
lúin hugmynd um landsbyggðar-
skatt.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Útvegsmannafélags Norðurlands.
VINNUPALLANET
Þrælsterkt vinnupallanet á mjög
hagstæöu verði.
Rúllur 3x50 metrar á 14.950
m/vsk.
Verð pr. fm. 99/60 m/vsk.
Hellas
Suðuriandsbraut 22
Sími 568 8988, 551 5328 og 8521570
llEIF—EIT
£imaen
SÍÐUMÚLi 4 - SÍMi 553 8775
HAFNARSTRÆTI 21 - SÍMI 551 3336
UNDIR-
FATALÍNA
Kringlunni
S. 553 7355 — ^
.
STEINAR WAAGE
S KOVE RS
Domus Medica og Kringlunni
k J
:
■■
L „ hí 'y ' í %. Á <, %■? '■ ,4
■
Teg. Korsar
Teg. Topy
Reykjavík: Byggt og Búiö Kringlunni. Vesturland: MálningarþjónustanAkranesi, Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guöni E.Hallgrímsson, Grundarfiröi.
Vestflrölr:. Geirseyrarbúöin, Patreksfiröi. Rafverk.Bolungarvík. Straumur.ísafiröi. Noröurland: Kf.Steingrímsfjarðar, Hólmavík. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúö,
Sauöárkróki. KEA, byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri. KEA.Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Urö, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstöðum. Verslunin Vík,
Neskaupsstaö. Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúösfirði. KASK, Höfn Suöurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Jón Þorbergsson, Kirkjubæjarklaustri. Brimnes,
Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavík.
Ný, lítib létt og afar nett ryksuga frá
Rosso ryksugc
aori tosku sem hefur
gan kemur
í vandaori tösku
margvíslegt notagildi
orkusparnaburl
14.900,- stgr.
Öko Vampyr Rosso
Fjórföld ryksíun
Stillanlegur sogkraftur
Stillanlegt Sogrör
Fylgihlutageymsla
Tveir auka sogstútar
B
• Inndraganlea snúra
• Rykpoki 4,0 lítrar
• 750wött (Nýtt sparar 30% orku
skilar sama sogk rafti
og 1400w mótor)
Umbo&smenn um allt land