Morgunblaðið - 09.07.1997, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ1997 29
I
)
I
>
>
>
>
>
I
>
f
J
I
>
I
Í
ð
i
i
BERGLJOT
HÓLMFRÍÐ UR
INGÓLFSDÓTTIR
+ Bergljót Hólm-
fríður Ingólfs-
dóttir fæddist á
Seyðisfirði 24. júlí
1923. Hún lést á
heimili sínu í
Reykjavík 30. júní
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Ingólfur Hrólfs-
son, bóndi á Vak-
ursstöðum
Vopnafirði, síðar
verkamaður á
Seyðisfirði, f. 15.
nóv. 1889, d. 7. júlí
1947 og kona hans
Guðrún Eiríksdóttir, f. 9. des.
1888, d. 9. ágúst 1970. Systkini
Bergljótar voru: 1) Bergljót,
f. 2. ágúst 1914, d. 25. júní
1921. 2) Amþrúður, f. 14. ág-
úst 1916, d. 25. júní 1964. 3)
Hrólfur, f. 20. des. 1917, d. 31.
maí 1984. 4) Bryiyólfur, f. 10.
maí 1920, d. 3. okt. 1991. 5)
(Jón) Kristján, f. 8. okt. 1932,
d. 31. jan. 1977.
Hinn 27. september 1952
giftist Bergljót Agústi Jóhann-
essyni frá Karlsstöðum í
Vöðlavík, f. 28. nóv. 1916, d.
21. sept. 1989. Foreldrar hans
voru Jóhannes Sigfússon frá
Stóru-Breiðuvík
við Reyðarfjörð og
Valgerður Arn-
oddsdóttir úr Sand-
gerði. Börn Berg-
ljótar og Ágústs
eru: 1) Jóhannes,
f. 11. janúar 1953,
menntaskólakenn-
ari við Upplands-
Bro Gymnasiet í
Svíþjóð. Kona hans
28. júní 1997 er
María Ohlsson, f.
18. apríl 1957,
starfar við kennslu
og rannsóknir við
Uppsalaháskóla. 2) Hróifur
Brynjar, f. 27. apríl 1955,
bókasafnsfræðingur, búsettur
í Gautaborg. Sambýliskona
hans er Anne-Lie Ardenheim,
f. 26. des. 1965, táknmálstúlk-
ur. Þeirra sonur er Bjarki
Fannar Hrólfur, f. 23. sept.
1996. 3) Guðrún, f. 25. júlí
1960, sjúkraliði á Landspítal-
anum. Hennar böm em: Dúa
Berg, f. 24. maí 1984, og Ág-
úst Fannar, f. 18. sept. 1990.
Útför Bergljótar fer fram
frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í
dag og hefst athöfnin klukkan
14.
Hún Begga föðursystir okkar
varð bráðkvödd á mánudaginn.
Hvílíkt áfall. Tveimur dögum áður
hafði hún samglaðst fjölskyldunni
í glæsilegu brúðkaupi þeirra Jó-
hannesar og Maríu.
Þannig viljum við minnast henn-
ar, skemmtilegrar, hjartahlýrrar
og hláturmildrar frænku sem átti
sínar bestu stundir í faðmi fjöl-
skyldunnar. Hún var tryggur félagi
og sérstaklega góður hlustandi
sem tók af heilum hug þátt í gleði
og sorgum hvers sem til hennar
leitaði. Hún hafði fagra söngrödd
og hafði gaman af söng og sögum.
Löngum nutum við þess að heyra
hana segja frá gamla tímanum,
þegar foreldar okkar voru að draga
sig saman, eða hvemig það var
að búa á Seyðisfirði í stríðinu, þeg-
ar afi okkar þurfti sérstakt vega-
bréf til þess að komast í húsin að
sinna skepnunum.
Ung fór Begga að vinna enda
var það nauðsynlegt á íslandi milli-
stríðsáranna að allar hendur tækju
þátt í lífsbaráttuni. Hún var ekki
nema átta ára þegar hún fór að
vinna í saltfiski, síðan í bakaríinu
og eftir það tóku við margvísleg
störf. Hún vann á hótelum, bæði
á Akureyri og síðar í Reykjavík,
og síðustu árin áður en hún fór
að búa vann hún í mjólkurbúð í
Reykjavík.
Árið 1951 kynntist Begga til-
vonandi eiginmanni sínum, Agústi
Jóhannessyni, og gengu þau í
hjónabandi þann 27. september
1952. Okkur systkinunum þótti
það alltaf jafn spennandi að þau
sem bæði voru náskyld okkur,
skyldu hittast heima hjá foreldrum
okkar, en Ágúst og móðir okkar
vom bræðrabörn. Þau Begga og
Gústi hófu búskap í Keflavík og
þar bjó fjölskyldan alla tíð. Auk
hjónanna og barnanna var amma
okkar heimilisföst hjá dóttur sinni
og tengdasyni síðustu æviár sín,
en hún lést 1970.
Þau hjónin voru mjög gestrisin
og frændrækin. Var ævinlega opið
hús þeim fjölmörgu ættingjum og
vinum sem þangað lögðu leið sína.
Alltaf hafði heimili þeirra hjóna
mikið aðdráttarafl í huga okkar,
því það var ekki aðeins frændi og
frænka sem tóku okkur opnum
örmum, heldur einnig elskuleg
amma okkar.
Eftir fráfall Ágústar fluttist
Begga til Reykjavíkur. Hún keypti
sér fallega íbúð við Eiðistorg þar
sem hún undi sér vel. Samband
hennar við börnin var mjög náið
og gott. Guðrún bjó um tíma með
móður sinni og alltaf áttu bömin
hennar tvö, þau Dúa og Ágúst,
öruggt athvarf hjá ömmu sinni.
Jóhannes og Hrólfur búa í Svíþjóð
og heimsótti Begga þá eins oft og
hún gat, síðast var hún hjá þeim
í apríl í vor.
Söknuðurinn er sár. Við erum
að kveðja síðasta systkini föður
okkar. Við minnumst Beggu með
þakklæti og virðingu og vottum
börnum hennar og barnabörnum
innilegustu samúð.
í Spámanninum segir: Þegar þú
ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur
huga þinn, og þú munt sjá, að þú
grætur vegna þess, sem var gleði
þín.
Andri, Ingólfur, Gunnhild-
ur og Bryndís Hrólfsbörn.
Amma var alltaf eins og hún
væri sextíu árum yngri en hún
raunverulega var. Líklega var það
vegna þess sem allir elskuðu hana.
Hún var uppáhaldsfrænka allra.
Amma kunni öll lögin með Hauki
Mortens og Ragga Bjama og kunni
flesta sálmana utan að. Hún var
alltaf syngjandi og kenndi okkur
systkinunum mörg lög sem við
munum aldrei gleyma.
Amma skírði líka allar dúkkurn-
ar mínar eftir konum í dægurlög-
unum: Ljósbrá, Stína. Amma var
full af hugmyndum og leikjum, sá
leikur sem er mér minnisstæðastur
er mömmuleikurinn. Þann leik lék-
um við í hægindastólnum hennar,
þá breiddum við rúmteppið hennar
yfir stólinn og var þar komið ágæt-
is tjald sem við lékum „mömmó“ í.
Þegar ég var átta ára fluttum
við mamma og litli bróðir minn
Ágúst inn til ömmu og bjuggum
þar í þijú og hálft ár. Það var
mjög gaman oft á tíðum. Það var
mikið spilað, s.s. ólsen, Ólsen,
Svarti Pétur og borðvist. Hún
kenndi mér lagið við Svarta Pétur.
Hjá ömmu var oft þröng á þingi.
Sumarið ’93 náðum við að troða
siö manns í þijú svefnherbergi.
Ástæðan fyrir þessu var að þá
varð amma sjötug. Það sumar var
líka síðasta ættarmótið sem hún
var á. Þar var amma höfuð ættar-
innar og heiðruð sem sjötug. Þar
voru samankomnir allir söngfuglar
ættarinnar og sungið svo hátt að
vonandi heyrðist söngurinn austur
á Seyðisfjörð.
Amma var með sykursýki og
þegar ég var mjög ung tók ég að
mér að passa mataræði hennar
þegar hún freistaðist til að borða
nammi eða sætar kökur. Það var
nú mjög oft. Það var mitt verk að
segja: „Amma, þú mátt ekki borða
sykur.“ Og hvað sem hún tautaði
fékk hún alls ekki að borða sætt.
Ég vorkenndi henni og of oft lét
ég undan.
Síðustu jólin hennar ömmu voru
fyrstu jól þriðja barnabarnsins
hennar, hans Bjarka. Bjarki fædd-
ist í Svíþjóð. Var það í fyrsta skipti
sem þau hittust. Það urðu miklir
fagnaðarfundir og þau hófu strax
hörkusamræður á barnamáli.
Amma var alltaf fær í því tungu-
máli. Það var fyrsta aðferðin sem
hún notaði til að tala við Bjarka
og Ágúst, líklega mig líka, þó ég
muni sem minnst eftir því.
Síðastliðin áramót urðu mjög
eftirminnileg, um miðja nótt feng-
um við heimsókn frá frænda okk-
ar, Ingólfi Steinssyni. Voru þá
teknar fram söngbækur og sungið
fram eftir nóttu.
Tveimur dögum áður en hún dó
var brúðkaup frænda míns, Jó-
hannesar, sem er elsta bam henn-
ar. Þar lék hún við hvem sinn fing-
ur syngjandi og dansandi og
talandi við vini og ættingja. Sá
dagur var líka sá fyrsti sem ég
fékk að vera í upphlutnum hennar
og mamma og amma eyddu heil-
langri stund í að klæða mig og
hengja á mig alls konar fínirí.
Ekki get ég annað sagt en að út-
koman var stórkostleg, en ég mun
þó aldrei líta eins vel út og amma
þegar hún var í upphlutnum sínum.
Eitt er víst, ég mun aldrei
gleyma henni ömmu minni og það
mun heldur enginn gera sem hana
þekkti. Hún lifir í minningunni sem
góð kona með létt skap og ávallt
ung í anda.
Hún amma hún er mamma hennar mömmu
Mamma er það besta sem ég á
Gaman væri að gleðja hana ömmu
Gleðibros á vanga hennar sjá
í rökkrinu hún segir mér oft sögur
Svæfir mig er dimma fer á nótt
Syngur við mig sálma og kvæðin fögur
Sofna ég þá bæði sætt og rótt
Fyrir hönd barnabarnanna,
Dúa Berg Guðrún-
ardóttir Wilson.
Bergljót Hólmfríður Ingólfsdótt-
ir, alltaf kölluð Begga frænka, er
dáin. Auðvitað á það ekki að koma
á óvart að fólk sem komið er á
áttræðisaldur deyi. Samt kom það
mér í opna skjöldu enda hafði hún
verið hrókur alls fagnaðar í brúð-
kaupsveislu eldri sonar síns tveim-
ur dögum fyrr.
Eftir á að hyggja var ég farinn
að ganga út frá því að Begga yrði
eilíf. Að maður gæti alltaf skropp-
ið til hennar í kaffi út á Seltjamar-
nes og spjallað við hana. En nú
er orðinn endir á því en jafnframt
er Begga orðin eilíf þótt í öðrum
skilningi sé.
Guðrún amma bjó svo lengi sem
ég man eftir mér hjá Beggu í
Keflavík. Það var því margfalt til-
efni til að fara þangað. Ferðalagið
suður var langt, í bamsminni mínu
tók það marga klukkutíma. Mér
er reyndar sagt að það sé vitleysa.
En hitt er víst að ferðin var alltaf
farin með mikilli tilhlökkun. Mót-
tökurnar hjá Beggu og Gústa voru
ætíð höfðinglegar.
Oftar en ekki hitti ég Beggu
fyrst inni í eldhúsi þar sem hún
sagði fréttir og spurði tíðinda. Einu
sinni virti hún mjóan og slánalegan
frænda sinn óvenjulengi fyrir sér
og sagði svo hlæjandi upp úr þurm:
Þú ert alltaf svo rennilegur, Ei-
ríkur.
Ég minnist einnar lönguliðinnar
heimsóknar minnar um páska með
eldri börnin. Móttökurnar í það
sinnið em ógleymanlegar. Ég efast
um að nokkur börn hafi verið jafn-
vel haldin { sælgæti og þau um
þessa páska.
Frásagnir Beggu voru sérstakur
kapítuli. Hún sagði þær af mikilli
innlifun en gat samt leyft sér að
gera hlé á frásögninni til að svara
misviturlegum innskotum hlust-
andans. Það var í góðu samræmi
við frásagnahefð Beggu og syst-
kina hennar. Þegar þau komu sam-
an og sögðu sannar sögur frá Seyð-
isfirði urðu endar sagnanna yfir-
leitt jafnmargir og systkinin. Ef
þær þá enduðu því framvinda
þeirra tafðist einatt vegna inn-
skota.
Söguþráðurinn í sögum Beggu
gat líka slitnað um stundarsakir
því sögumaðurinn hló dátt eftir því
sem sagan gaf tilefni til. Mér dett-
ur í hug að réttast væri að kalla
þessar stundir með Beggu jafn-
ingjafræðslu. Sögurnar voru þjóð-
legur fróðleikur og hún hlustaði
líka á það sem aðrir höfðu fram
að færa.
Begga frænka lifði lengst syst-
kinanna. Ég hugsa mér að ein-
hvers staðar sitji þau öll saman
og segi sögur, botni þær hvert
fyrir öðm og viti öll best hvemig
þær eigi að enda.
Og nú vitum við hvemig sagan
hennar Beggu frænku endaði og
um þann botn verður ekki deilt.
Endirinn kom svo sem ekki á óvart
en þessi langa og mikla saga verð-
ur okkur ógleymanleg sem með
henni fylgdust.
Ég sendi Jóhannesi, Hrólfi, Guð-
rúnu og fjölskyldum þeirra samúð-
arkveðjur og líka öllum hinum sem
nú sjá á eftir frænku.
Eiríkur Brynjólfsson.
Það var mánudagskvöldið 30..
júní sem við fréttum að Begga
frænka væri látin. Fregnin kom
okkur í opna skjöldu því aldrei
höfðum við hugsað út í að stutt
gæti verið í að Begga endaði líf-
daga sína. Fyrir okkur var Begga
ekkert gamalmenni, Begga var
bara Begga sem var alltaf svo
hressilegt að hitta. Það var reynd-
ar ljóst að Begga væri ekki lengur
neitt unglamb en einhvern veginn
fannst okkur hún samt alltaf
standa okkur nær í aldri en hún
gerði.
Þegar við vorum lítil þekktum
við Beggu ekki sérlega mikið, hún
var aðeins ein af þessum viðkunn-
anlegu frænkum sem við hittum í
afmælum og öðrum veislum innan
ættarinnar. Það var hins vegar
þegar við vorum orðin aðeins stálp-
aðri að við fórum að þekkja Beggu
betur. Þá þurftu mamma og pabbi
að bregða sér til útlanda í nokkra
daga og Begga var fengin upp á
Skaga til að stjórna heimilishald-
inu. Það kom fljótt í ljós að Begga
var engin venjuleg frænka. Hún
lék á als oddi; hló, fíflaðist, söng
og dansaði og var nánast eins og
unglingur. Það var frekar skrýtið
þegar Begga fór aftur eftir þessa
dvöl og okkur fannst húsið hálf-
tómlegt. Þegar sú staða kom svo
upp aftur að við krakkarnir yrðum
foreldralaus í nok'kurn tíma kom^
aðeins ein manneskja til greina til
að bjarga málunum; Begga
frænka!
Það er margt minnisstætt frá
heimsóknum Beggu og oft var
mikið hlegið. Einu sinni tókum við
hroturnar hennar upp á kassettu-
tæki og spiluðum fyrir hana þegar
hún var vöknuð. Svo hlógum við
öll eins og vitleysingar. Við lékum
líka oft fyrir hana takta hinna og
þessara Hollywood-stjarna. Og þó
svo að hún hefði aldrei heyrt getið
um kappa á borð við Stallone eða v*
Schwartzenegger var hún ekki
lengi að tileinka sér frasa á borð
við „Hl be back“ eða „I must bre-
ak you“ og notaði þá óspart ef við
systkinin gerðumst eitthvað löt við
heimilisstörfin. Begga hlustaði á
okkur spila á hljóðfærin í húsihu
og átti sín uppáhaldslög sem hún
vildi að við spiluðum. Oftar en
ekki söng hún þá með. Það sem
var þó merkilegast við Beggu var
hvað hún náði vel til okkar. Þótt
við værum unglingar og oft á
móti hinu og þessu í fari fullorðna
fólksins var Begga alltaf eins og
félagi okkar. Hún fylgdist t.d. með
okkur þegar við vorum að fara á «r
böll, athugaði í hvaða fötum við
færum o.s.frv. Hún tók hlutina
aldrei of hátlðlega heldur var tilbú-
in að bregða á leik og hlæja með
okkur. Það var líklega þessi létt-
leiki auk hins bráðsmitandi hláturs
hennar sem við kunnum best við
í fari hennar.
Á allra síðustu árum var Begga
hætt að koma sérstaklega til okkar
til að sjá um okkur enda við orðin
það stálpuð að við björguðum okk-
ur auðveldlega sjálf. Begga komJ*
þó alltaf við og við og alltaf var
gaman þegar þessa „uppáhalds-
frænku" bar að. Alltaf þegar við
hittum hana eða heyrðum í henni
í síma spurði hún okkur af miklum
áhuga hvað væri að frétta og
hvernig við hefðum það. Svo rifjuð-
um við upp gamalt grín og gamla
brandara sem við höfðum látið
flakka.
Það er nú ljóst að heimsóknir
Beggu á Skagann verða ekki fleiri
og við munum sakna þeirra mikið.
Við vitum að hvar sem Begga
dvelur núna mun hún láta öðrum
í kringum sig líða vel og fá þá til
að brosa og sjá spaugilegu hlið-
arnar á málunum alveg eins og1*-
hún gerði þegar hún var hjá okk-
ur.
Við vottum Guðrúnu, Jóhannesi,
Hrólfi og fjölskyldum þeirra inni-
lega samúð okkar.
Steinn Arnar, Eiríkur
og Sigríður Víðis.
• Fleirí minningargreinar um
Bergljóti Hólmfríði Ingólfsdóttur
bíða birtingar ogmunu birtast í
blaðinu næstu daga.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvj^*
sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust
er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld t úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins
í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar
þar um má lesa á heimastðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki
yfir eina örk A-4 miðað við meðalltnubil og hæfilega ltnulengd — eða 2.200 slög.
Höfundar eru beðnir að hafa sktrnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Upplýsingar í símum
562 7575 & 5050 925
5
| HOTEL LOFTLEIÐIR
o'lCllANUAIR HOTRlt
Glæsileg kaffihlaðborð
FALLEGIR SALIR
OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA