Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sjávarútvegsráðuneytið vill samráð um tilkynningaskyldu Vill að kerfið þjóni fiskveiðieftirliti SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefur farið þess á leit við samgöngu- ráðuneytið að samráð verði haft við það um uppbyggingu kerfis fyrir sjálfvirka tilkynningaskyldu, til að tryggja að það geti þjónað fiskveiði- eftjrliti í framtíðinni. í erindi frá sjávarútvegsráðuneyt- inu varðandi þetta mál kemur fram að ráðuneytið hefur áhuga á að út- gerðir geti nýtt sér þá fjárfestingu sem er fyrir hendi og ráðist verður í vegna sjálfvirkrar tilkynninga- skyldu, til að uppfylla þær kröfur sem fyrirsjáanlega verði gerðar um sendingu upplýsinga vegna físk- veiðieftirlits. Til að lækka kostnað „Eins og kunnugt er byggist fjar- eftirlit með fiskveiðum um margt á svipaðri tækni og sjálfvirk tilkynn- ingaskylda og því hefur þetta ráðu- neyti talið að ráðuneytin ættu að hafa með sér ákveðið samráð um þróun þessara mála, þannig að tryggt væri að útgerðir gætu upp- fyllt mismunandi kröfur opinberra stofnana með sem minnstum til- kostnaði," segir í erindi sjávarút- vegsráðuneytisins, sem Árni Kol- beinsson ráðuneytisstjóri undirritar. Ekkert rætt við Gæsluna Þá kemur fram að ráðuneytið hafi grennslast fyrir um afstöðu til málsins hjá samstarfsaðilum sínum á þessu sviði og hagsmunaaðilum í sjávarútvegi. Hafi Landssamband smábátaeigenda fyrst og fremst staldrað við stofnkostnað smábáta- útgerðar við uppsetningu kerfisins, sem sé áætlaður á milli 150 og 200 milljónir króna, en Landssamband íslenskra útvegsmanna hafi gagn- rýnt meðal annars hve vinnuhópur samgönguráðuneytisins um fyrir- komulag sjálfvirkrar tilkynninga- skyldu, miðar við stór skip varðandi tíðni sendinga og fyrirkomulag gjaldtöku. Þá hafi fulltrúi Landhelgisgæsl- unnar í íjareftirlitsnefnd ráðuneytis- ins talið óraunhæft að heíja leit eftir klukkustund án neyðarkalls, hafi sjálfvirka tilkynningaskyldan ekki gert viðvart um sig, vegna villuboða sem skapist ef skip séu utan út- breiðslusvæðis kerfisins, þ.e. í svo kölluðum skugga eða utan íjarlægð- armarka. Ekkert hafí verið rætt við Landhelgisgæsluna um þetta mál. Ari Edwald, formaður fjareftir- litsnefndar og aðstoðarmaður sjáv- arútvegsráðherra, segir búist við að fjareftirlit með fiskveiðum verði hluti af fiskveiðistjórnun í framtíðinni og það sé nú þegar orðið það að nokkru leyti í tengslum við veiðar á Flæm- ingjagrunni. „Þessi mál hljóta að þróast og verða einnig niðurstaðan á öðrum alþjóðlegum veiðisvæðum, og væntanlega einnig innan lögsög- unnar í auknum mæli. Áhuga okkar á sjálfvirku tilkynningaskyldunni má rekja til þessa,“ segir Ari. ■ Kostnaður/8 Skeiðar- árbrú í samt lag VIÐGERÐUM á Skeiðarárbrú er nú rétt ólokið. Næstkom- andi mánudagskvöld verða síðustu áfangar brúarinnar tengdir saman. A meðan verður lokað fyrir umferð eða frá klukkan tíu um kvöldið til hádegis á þriðju- degi. Þá er eingöngu frágang- ur eftir. Stefnt er að því að öllum framkvæmdum á þeim 180 metra kafla brúarinnar sem eyðilagðist síðasta haust verði lokið fyrir mánaðamót. Að sögn Rögnvalds Gunn- arssonar forstöðumanns fram- kvæmdadeildar Vegagerðar- innar er áætlaður viðgerðar- kostnaður á brúnni og vegin- um frá Sandgígjukvísl og aust- ur úr um 285 milljónir króna. Þá er eftir að gera við veg og brú við Sandgígjukvísl. Hafist verður handa við það í haust og stefnt er að því að ljúka þeim framkvæmdum næsta sumar. Queen Elizabeth II í heim- sókn í dag SKEMMTIFERÐASKIPIÐ Queen Elizabeth II, með tæpa tvö þúsund farþega, kemur til hafnar í Reykjavík fyrir há- degi. Farþegarnir hafa tíma til að fara í land í dag og skoða sig um, en skipið heldur áleið- is til Færeyja klukkan 6 í kvöld. 72 þúsund tonn Queen Elizabeth II, sem er um 72 þúsund tonn, kom hing- að til lands síðasta sumar og að sögn Hjörleifs Hjörleifsson- ar, starfsmanns Eimskips, er það væntanlegt aftur að ári liðnu. Samvinnuferðir-Land- sýn hafa skipulagt skoðunar- ferðir fyrir farþegana en Eim- skip sér um að veita skipinu þjónustu meðan það er hér. „Skipið kaupir til dæmis tölu- vert af ferskum matvælum hér og ég á von á því að farþegum verði boðið uppá íslenskt sjáv- arréttahlaðborð í kvöld,“ sagði Hjörleifur. Hornfirðingar kvarta undan loðnulykt Leyfi Ós- lands í end- urskoðun NÝTT starfsleyfí er í undirbúningi fyrir fiskimjölsverksmiðju Óslands hf. á Höfn, sem að stærstum hluta er í eigu Borgeyjar hf. Drög að starfsleyfí liggja frammi á bæjar- skrifstofunum á Höfn og geta for- svarsmenn verksmiðjunnar, bæj- arbúar og bæjaryfírvöld gert at- hugasemdir til 26. ágúst nk. Að sögn Sturlaugs Þorsteinssonar, bæjarstjóra á Höfn, hafa íbúar ver- ið óánægðir með ástand mála og á síðasta ári var safnað undirskriftum til að mótmæla því. Jóhann Guðmundsson, efnafræð- ingur hjá Hollustuvemd, segir að ákveðið hafi verið að leggja drög að nýju starfsleyfi eftir að verk- smiðjan hafði fengið viðvaranir vegna þess að hún uppfyllti ekki ákvæði núgildandi leyfís um að gera áætlanir um uppsetningu lykt- eyðingarbúnaðar fyrir 1. maí sl. Þann búnað átti að taka í notkun 1. ágúst nk. en ljóst er að það verð- ur ekki. Fulltrúar Hollustuvemdar héldu til Hafnar og funduðu þar með heil- brigðisnefnd bæjarins, sem var að sögn Jóhanns, óánægð með frammi- stöðu fyrirtækisins en lagði engu að síður til að því yrði gefinn árs frestur til að koma búnaðinum upp. Jóhann segir að vindáttir á Höfn séu þannig að yfirleitt leggi ekki lykt frá verksmiðjunni yfír bæinn. Á góðviðrisdögum á sumrin valdi hins vegar hafgola því að lykt legg- ur yfir bæinn auk þess sem mikil áta hafi verið í loðnunni undanfarið og geymsluþol hennar mjög lítið. Forsendur fyrír sviptingu Jóhann setur þann fyrirvara að verði athugasemdir sem berast við starfsleyfisdrögin eindregið á móti verksmiðjunni þá gæti farið svo að ekki yrði af útgáfu starfsleyfisins. Vegna þeirra aðvarana sem verk- smiðjan hafi fengið, séu lagalegar forsendur fýrir því að svipta hana starfsleyfí án frekari aðvarana. Ekki náðist í Halldór Árnason, framkvæmdastjóra Borgeyjar, í gær vegna þessa máls. Morgnnblaðið/Halldór Kolbeins Flugumf erðarstj óramál Einn af næt- urvaktfær Ný verðbólguspá Seðlabanka Islands Verðbólga 1,7% í ár áminningn ÁSGEIR Pálsson, framkvæmda- stjóri flugumferðarþjónustu hjá Flugmálastjóm hefur lagt til við flugmálastjóra að einum flugum- ferðarstjóra við embættið verði veitt skrifleg áminning. Um er að ræða einn þeirra flug- umferðarstjóra sem voru á nætur- vakt aðfaranótt 12. júlí en þá um morguninn boðuðu fimm af sex morgunvaktarmönnum forföll. Ás- geir vildi ekki upplýsa hvað viðkom- andi væri talinn hafa brotið af sér eða hvort hann væri stjómandi eða almennur flugumferðarstjóri. Fær andmælafrest Áminningin er veitt samkvæmt 21. grein laga um réttindi og skyld- ur starfsmanna ríkisins, m.a. þegar starfsmaður hefur sýnt óstundvísi eða aðra vanrækslu í starfí eða óhlýðni við löglegt boð eða bann yfírmanns síns og gefst starfs- manninum kostur á að koma fram andmælum innan frests sem ekki hefur verið ákveðinn í þessu tilviki. SAMKVÆMT nýrri verðbólguspá Seðlabankans verður verðbólga 1,7% prósent milli áranna 1996 og 1997 en 2% frá upphafí til loka þessa árs. Þetta er nokkuð minni verðbólga en Seðlabankinn spáði í apríl síðastliðnum. Samkvæmt upp- lýsingum frá Seðlabankanum staf- ar lægri verðbólga að hluta til af hagstæðri gengisþróun undanfarna mánuði. Þá hafa launahækkanir skilað sér í minna mæli út í verðlag- ið en áður. Samkvæmt spá Seðla- bankans má búast við að verðbólg- an verði 2,5-3% á næsta ári en 2- 2,5% á árinu 1999. Forsendur spárinnar sem Seðla- bankinn gerði í apríl gerðu ráð fyrir óbreyttu gengi. Raunin hefur hins vegar orðið sú að meðalgengi krónunnar hefur hækkað um 1,5% frá því í apríl. Þá hafa launahækk- anir skilað sér bæði hægar og í minna mæli út í verðlagið en gert var ráð fyrir. Þetta skýrir bankinn á þá leið að fyrirtæki standi frammi fyrir vaxandi samkeppni sem veiti þeim minni möguleika til að hækka verð en á árum áður. Einnig hafi framleiðni aukist slð- ustu mánuði. Að mati Más Guðmundssonar, aðalhagfræðings Seðlabankans, ætti ekki að túlka þessa spá á þann veg að svigrúm hafí verið til auk- inna kauphækkana fyrr á árinu. „Það er ekki víst að frekari hækk- un launa hefði skilað fólki meira kaupi. Minnkandi verðbólga skilar auknum kaupmætti sem er á traustari grunni en ella,“ sagði Már. í spá Seðlabankans er gert ráð fyrir 2,5-3% verðbólgu á næsta ári. Síðan er gert ráð fyrir að hún lækki á ný 1999 og verði þá rúm 2 prósent. Ástæðan fyrir vaxandi verðbólgu á næsta ári er fyrst og fremst sú að laun hækka um 4% í byrjun næsta árs, að því er fram kemur. Upplag Morgunblaðs- ins 53.213 eintök í FRÉTT frá upplagseftirliti ráðsins annast eftirlit og stað- Verslunarráðs íslands kemur festingu upplags prentmiðla fyrir fram að meðaltalssala Morgun- útgefendur, sem óska eftir þyí blaðsins var 53.213 eintök á að gangast undir eftirlitsskil- fyrri hluta þessa árs. Á sama mála. Trúnaðarmaður eftirlitsins tíma árið 1996 var meðaltals- er löggiltur endurskoðandi. sala blaðsins 53.276 eintök á Morgunblaðið er eina dagblað- dag. ið sem nýtir sér þjónustu Upplagseftirlit Verslunar- . upplagseftirlitsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.