Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 38
>38 fimmtudagur 17. júlí 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGURÐUR BIRGIR BJÖRNSSON + Sigurður Birgir Björnsson var fæddur í Reykjavík 29. ágúst 1934. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 4. júií siðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholts- kirkju 11. júlí. -- Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með fijógvun hreina fyrst um dags morgun- stund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, - líf mannlegt endar skjótt. (Höf. Hallgrímur Pétursson) Við ætluðum að hittast öll stór- fjölskyldan frá Fagradal í Mýrdal í „Addalundi" um helgina. Ég hlakkaði til að þakka hluta af ætt- ingjunum fyrir síðast, þegar þeir komu og glöddust með mér á burt- •^farartónleikum mínum annan í hvítasunnu. Þar á meðal voru Erla frænka og Siggi. I staðinn sit ég hnípin og hripa niður fátækleg minningarorð um Sigga „hennar Erlu“. Þannig var það í mínum huga frá því ég sá þau saman fyrst. Siggi sem heilsaði með vinstri hendi og brosti með augunum, tal- aði um „eina fallega frænku“ í við- bót, sem hann gæti kysst og hrós- aði mér fyrir snúðana og kleinurn- ar, sem voru vitaskuld ein af -guðsgjöfunum úr ættinni. Síðast hrósaði hann mér fyrir sönginn og sagðist ekki hafa viljað missa af honum. Alltaf glaður, tilbúinn að hrósa öðrum og gefa af sér. I dag harma ég að tími heim- sóknanna er liðinn, stundum vegna tímaskorts og anna. Elsku Erla, börn, tengdabörn og barnabörn, svo og aðrir ættingjar og vinir. Þegar sorgin er sárust, eru minn- ingarnar til að ylja sér við um ástríkan eiginmann, föður, tengda- föður, afa, mág, tengdason, vin og góðan mann. Við fjölskyldan hér i Vogunum sendum ykkur innilegar saknaðar- og samúðarkveðjur. Guð blessi minninguna um hann Sigga. "•frÆttingjarnir að handan og sá sem öllu ræður munu taka vel á móti honum. Sigrún Ósk, Guðmundur S., Guðmundur G., Sigurður Ragnar og Ingi Guðni. Stórt skarð er höggvið í hóp Hlíðarfólks á skömmum tíma. Þeg- ar við kvöddum föður minn og síð- an Lýð vorum við að vissu leyti viðbúin. Þeir höfðu lokið starfsævi sinni og lifað fagurt ævikvöld. Þó tómleikinn og söknuðurinn væri vissulega til staðar var strax hægt _að njóta minninganna og láta þær ^ylja sér. Nú þegar Siggi Björns er líka hrifinn frá okkur stendur sárið opið og sársaukinn nístir. Farinn er vinur. Alveg einstakur vinur sem lét sig ævinlega miklu varða velferð mína sem og allra annarra vina sinna. Það er erfitt að hugsa sér lífið án hans Sigga. Hann sem var alltaf svo hress og skemmtilegur. Svo lengi sem mig rekur minni til var Siggi hluti af tilverunni. Ég man þegar hann var að ærslast með mig sem litla stelpu og áhyggjur lífsins voru undir eins '}á bak og burt. Eftirvænting og spenningur hríslaðist um mig þeg- ar hann nálgaðist með hlátur í augum og bros á vör. Þá var gam- an að vera lítil stelpa. Ég man líka sorgina sem grúfði yfir þegar hann varð fyrir því hræðilega slysi að missa hægri höndina og líka þá óttablöndnu eftirvæntingu sem ríkti þegar von var á honum eftir endurhæfingu á Reykjalundi. Gleð- in yfir að hitta Sigga aftur og feimnin við fötlun hans toguðust á í barnshuganum, en hann var fljótur að eyða þessari feimni og gera lífið eðlilegt aft- ur. Hann sýndi okkur hvað hann gat gert margt með annarri hendi og hvernig hann gat notað gervihand- legg og krók sér til aðstoðar. Með þessu móti gat Siggi fram- kvæmt nánast allt sem við hin gerum. Það sem meira var, hann var alltaf með eitthvert grín og gamanyrði á vör- um og gerði grín að fötlun sinni. Siggi og eftirlifandi eiginkona hans Erla Pétursdóttir kynntust í Hlíð þar sem hann ólst upp að hluta og hún var kaupakona. Síðar rugl- uðu þau saman reitum og voru upp frá því eins og einn maður. Það ríkti mikil eftirvænting þegar frumburður þeirra fæddist og Siggi krafðist þess að vera viðstaddur sem ekki þótti sjálfsagt á þeim tíma. Með staðfestu sinni og ákveðni fékk hann þetta í gegn og varðaði þannig veginn fyrir verð- andi feður. Síðar fæddust dæturn- ar tvær. Þá þurfti Siggi ekki að berjast fyrir þessum sjálfsögðu mannréttindum verðandi feðra. Það kom mér ekki á óvart að Siggi varð afar góður faðir og saman sköpuðu þau Erla yndilsegt heimili þar sem gott var að koma. Siggi og Erla voru okkur í Hlíð einstaklega trygg og komu oft og alltaf var eftirvæntingin jafn mikil að fá þau í heimsókn. Lengst af var Siggi ómissandi í sauðburðin- um eins og einn af vorboðunum og í réttirnar lét hann sig aldrei vanta. Eiginmanni mínum tók Siggi strax opnum örmum og var honum engu síðri vinur en mér. Sama var að segja um syni mína. Birgi son minn kallaði hann alltaf nafna og mikið gladdi það hann þegar yngsta barnabarnið var skírt í höf- uðið á honum. Siggi var afar kappsamur til vinnu og hafði unun af því að ham- ast og ekki var það verra að geta skákað okkur sem ófötluð vorum, en það gerðist ekki svo sjaldan. Það var Sigga því mikið áfall þeg- ar hann veiktist fyrir nokkrum árum og þurfti að rifa seglin og fara sér hægar. Eftir það gat hann ekki notað gervihandlegginn sér til hjálpar og jók þetta á fötlun hans. Hann barmaði sér samt aldr- ei og vorkunnsemi var eitur í hans beinum. Eins og með fyrri fötlun sinni lærði hann að lifa með þessum nýju takmörkunum sem lífið bauð honum upp á og það var óraunveru- legt að hugsa sér að Siggi ætti við einhver veikindi að stríða, hann var alltaf svo hress og þannig minn- umst við hans. Ég votta Erlu, Sigrúnu, Ingu Birnu, Pétri og fjölskyldum þeirra mína innilegustu samúð og veit að þau munu halda uppi merki hans Sigga og minningu um ókomin ár. Elín Erna Steinarsdóttir. Hún hljómaði ótrúlega fréttin sem flaug á föstudaginn og það tekur mann tíma að átta sig. Siggi Björns var dáinn. Mér hefur verið sagt að hann hafi fyrst komið hingað að Hlíð níu ára og átt að vera í hálfan mánuð en hann fór í raun aldrei heldur tilheyrði Hlíðarfjölskyldunni upp frá því, þessari stórfjölskyldu ef svo má að orði komast. Þar kom fyrst og síðast til hans trygga vin- átta. Það hlýtur að hafa verið gam- an að fá jafn lífsglaðan og orkum- ikinn dreng í vist, sem varð strax þátttakandi í öllu bæði í leik og starfi. Hann hafði sérstaklega mik- inn áhuga á búskap, enda lá leiðin seinna að Hvanneyri. Allt lék í höndunum á honum jafnt skepnur sem vélar og allt þar á milli. Þegar ég fyrst man eftir mér var hann stærsta hjálparhella þeirra bræðra, föður míns og Lýðs, afburða dug- legur og útsjónarsamur og snyrti- mennskan var honum í blóð borin. Hann var mín stóra fyrirmynd í lífinu, stæltur, ímynd hreystinnar. Vegna aldursmunar kom aldrei til að ég reyndi að komast með tærn- ar þar sem hann hafði hælana enda gjörsamlega óraunhæft, en hann kenndi mér að vinna og ég áttaði mig fljótt á að hann þoldi ekki slór og hangs. Þess vegna var það mér seinna sérstakt ánægjuefni þegar Inga Birna dóttir hans var hjá okkur í fjögur sumur. Fyrir okkur systkinin var hann einstakur félagi. Þegar jólin nálg- ast verða dagarnir langir og leiðin- legir, þessi endalausa bið sem aldr- ei tekur enda og flestir kannast við. En svo kom Siggi og þá jólin. Eins á vorin. Fyrsti vorboðinn var Siggi, þá sauðburður og svo blóm í haga. Hann var einstakur hann Siggi, kom með jólin og vorið, er hægt að biðja um meira? Það koma fyrir augnablik í lífinu þegar allt virðist öfugsnúið og and- styggilegt og maður óskar þess helst að tíminn gæti staðið kyrr eða siiast ögn til baka. Þannig var kvöldið sem enginn gleymir og breytti svo miklu í lífi Sigga, þegar lífið sem hafði verið fyrir mér nán- ast sem leikur breyttist í hálfgerða martröð og maður hélt að maður ætti aldrei eftir að sjá framar glað- an dag. En aftur kom Siggi hress og kátur sem fyrr og tókst á við lífið með breyttum áherslum og allt færðist í fyrra horf. Þannig sé ég hann fyrir mér takast á við hið eilífa líf, kappsfullan með glettni í augunum. Margt verður nú með breyttum hætti. Ég nefni réttardaginn þar sem maður er manns gaman. Þar naut Siggi sín vei, félagslyndur, mannglöggur, vinamargur og minnugur svo af bar. Þó verður mesta breytingin hjá hans góðu fjölskyldu sem hann var svo hepp- inn með. Hún tekst nú á við nýtt líf rík af minningum. Innilegar samúðarkveðjur héðan frá Hlíð og sveitungum okkar. Guð veri með ykkur. Tryggvi Steinarsson. Vinur minn, og uppeldisbróðir til margra ára Sigurður Birgir Björnsson er fallinn frá, langt um aldur fram. Hann var bráðkvaddur við slátt á grasflötinni fyrir framan heimili sitt. Mörg voru þau stráin, sem féllu fyrir hans hendi þau mörgu sumur, sem hann vann við heyskap í Hlíð, því hann var harðduglegur til allra verka, reyndar sá dugieg- asti sem ég hef kynnst um ævina. Sumir sögðu að hann böðlaðist, en það var alrangt því að þeir sem þekktu best vissu, að hann vann afar skipulega við gegningar, fór aldrei erindisleysu t.d. við mjaltir, og þau daglegu störf og snúninga sem fylgja. Siggi, eins og hann var jafnan kallaður, lagði metnað sinn í að hafa allt hreint í kringum sig, bæði útihús og húsdýrin. Öll verk- færi á sínum stað og allt vel skipu- lagt. Þessir þættir væru í dag nefndir „gæðastjórnun“. Þessi snyrtimennska fylgdi Sigga alla tíð, bæði í starfi og á heimili sínu yndislega, og öfundaði ég hann alltaf af því að bíllinn þeirra var alltaf eins og nýbónaður. Siggi var feiknalega athugull og áttaði sig strax á skilaboðum þó að hann væri úr kallfæri. Fjárglöggur var hann og minnugur á nöfn og töl- ur, mannglöggur og átti létt með að halda uppi samræðum bæði við kunnuga og ókunnuga. Fljótt fór að bera á því hvað Siggi var góður í íþróttum, þar skákaði hann okkur hinum á íþróttaæfingum, sem voru oft margar á dag, oftast strax eftir máltíðir, á Sólheimaflötinni, uppi í Nátthaga, eða vestur í Nesi. Hann keppti fyrir Ungmennafélag Gnúp- verja í mörg ár, þar fremstur í flokki. Sigraði oft í mörgum grein- um á Hreppamótum, og á stórmót- um Héraðssambandsins Skarphéð- ins á Þjórsártúni. Hans bestu greinar voru spretthlaup og lang- stökk, en stundum tók hann þátt í flestum greinum til að hala inn stig fyrir hreppinn sinn. Mér er minnisstætt á íþróttamótum á tún- inu við Ásaskóla, þegar Jón í Geld- ingaholti, sem var oftast kynnir, tilkynnti: „Sigurður vann, Sigurður stökk 6,3 m“ og afrekin snerust um Sigurð, enda heiðruðu sveit- ungar hans hann með veglegum minjagrip áletruðum. Siggi kom fyrst í Hiíð nær tíu ára, en hafði fram að þeim tíma alist að mestu upp á Tjarnargöt- unni hjá þeim Hermanni Jónassyni og Vigdísi konu hans, sem var móðursystir Sigga. Ráðgert var að dvölin yrði ekki nema svona nokkrar vikur, en önn- ur varð raunin, hann dvaldi nær samfellt í Hlíð fram undir þrítugt, en breytti um umhverfi nokkrum sinnum. Siggi gekk í Ásaskóla og stund- aði einnig nám á Bændaskólanum á Hvanneyri. Árið 1962 um sumar- ið slasaðist Siggi við heyskap, og missti hægri hönd fyrir ofan ol- boga. Var þetta auðvitað hræðilegt áfall fyrir þennan dugnaðarfork og íþróttamann. Ekki lét hann bugast, og náði með ótrúlegu harð- fylgi að komast í vinnu aftur og læra að skrifa með vinstri hendi. Haft var á orði að nú væri Siggi eins-manns-maki, frá því að vera tveggja-manna áður. Siggi réðst til starfa hjá Olíufélaginu hf. árið 1963, og vann þar fjölbreytileg störf allt til æviloka, var vel liðinn og skilaði sínu fyllilega. Árið 1967 giftist Siggi Erlu Pét- ursdóttur frá Vestmannaeyjum, og veitti Erla honum þann styrk, sem þurfti til að ná sér eins og hægt var eftir slysið. Þau bjuggu sér hlýlegt heimili og ætíð var þar mikill gestagangur, enda bæði gestrisin og ekki skorti kaffið og meðlætið. Þau eignuðust þrjú mannvænleg börn, og barnabörnin orðin fjögur. Siggi bar alltaf mikla umhyggju fyrir Qölskyldu sinni, var vinur vina sinna og tryggur þeim til æviloka. Sérstaklega var honum hlýtt til Hlíðarfólksins og sýndi það í verki og brást aldrei. Erla sagði okkur að hann teldi sig Hlíðarmann fyrst og fremst. Ég vil að leiðarlokum þakka þá vináttu og traust sem Siggi sýndi mömmu, Lýð og fjölskyldu okkar Svönu. Elsku Erla, börn, tengdabörn og barnabörn. Ég bið Guð að styrkja ykkur og styðja á sorgarstund. Steinn Þorgeirsson. Kæri Siggi, að kveðja þig núna og sjá ekki meir, finnst mér ótrú- legt. Það er svo stutt síðan við hittumst og myndirnar sem ég ætlaði að sýna þér, næst er ég kæmi í bæinn bíða betri tíma, elsku Siggi minn. Er við hittumst fyrst þá tók ég strax eftir glettnislegum augunum þínum, sem gátu alla brætt og glatt. En ekki grunaði mig þá, að vin- skapur okkar yrði eins mikill og hann hefur orðið og náði til fjöl- skyldu minnar og barna. Það verður aldrei fullþakkað hvað yndislega heimilið ykkar Erlu og allt viðmót, stóð mér og mínum alltaf opið og hafa synir mínir oft haft orð á „hvað hann Siggi væri allaf hress", var oft glettnislega spjallað og stoppað lengur en til stóð. Oft varstu búinn að skamma mig fyrir, hversu seint ég fór upp á spítala að fæða, því þú keyrðir mig á fæðingardeildina. Varst nýkominn heim aftur, er hringt var og drengur fæddur. Hvort ég hefði ætlað að láta hann taka á móti? Ég hélt nú þú hefðir farið létt með það eins og annað, þó hægri handlegg hefði vantað. Aldrei heyrði ég þig mæðast út af fötlun þinni, allt gerðir þú snyrtilega og vel. Og var dæmigert fyrir þig að síðasta verkið þitt var að slá blett- inn þinn. Við kveðjum þig öll með trega vinur. Hvíl í friði. Elsku Erla mín, Pétur, Inga Birna og Sigrún. Guð gefi ykkur styrk til að komast yfir þetta snögglega áfall og mátt til að hugga litlu börnin ykkar vegna fráfalls góðs afa. Guðmunda og fjöl- skylda. Síminn hringir, hann Siggi hennar Erlu er dáinn. Fyrstu við- brögð eru vantrú, það getur ekki verið. Svo kemur gráturinn og spurningarnar sem enginn hefur svör við nema Guð á himnum. Hvers vegna Siggi, þessi góði mað- ur með broshýru augun, alltaf til í sprell, striðinn, stóð fast á sinni meiningu og hafði skoðanir á hlut- unum. En hlýr var hann og faðm- lagið þéttara en hjá mörgum öðrum sem þó höfðu báða handleggina, þétt vegna þess að í því fólst hlýja. Það var alltaf tilhlökkun að hitta Sigga og Erlu. Þrátt fyrir töluverð- an aldursmun á okkur kom það ekki að sök í samræðum okkar á milli, við vorum oftast á sömu bylgjulengd. Elsku Siggi, við hittumst aftur síðar og tökum upp beinskeyttar umræður um málefni líðandi stund- ar hver svo sem þau verða þá. En þangað til lifa allar góðu minning- arnar. Hugurinn leitar til Erlu og krakkanna og í bæn er leitað til Guðs að hann styrki þau í sorg sinni og söknuði. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minninpm hlýjum. (H.I.H.) Elsku Erla frænka og Sigrún, Pétur og fjölskylda, Inga Birna og fjölskylda, aðrir ættingjar og vinir, innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra. Guðrún og Gylfi. Nú þegar sumarið skartar sínu fegursta, kveðjum við okkar góða vin og samstarfsmann Sigurð B. Björnsson. Okkur, sem lengst höfum átt hann að góðum samstarfsmanni, langar að koma á framfæri nokkr- um þakklætisorðum til hans fyrir frábært samstarf og samvinnu til margra ára. Sigurður hóf störf hjá Olíufélag- inu hf. hinn 1. október 1963. Þá var aðalstarfsemi Olíufélagsins hf., þ.e. öll dreifing á bensíni og olíum, ásamt verkstæðum, suður undan Öskjuhlíð, við Reykjavíkurflugvöll. Mikið var að gera á þeim árum við dreifingu á olíunni og bensíninu því þá voru nær öll hús í Reykja- vík kynt með gasolíu eða svartolíu, og dreifingarsvæðið náði alla leið austur í Skaftafellssýslur. Það var við þessa starfsemi sem Sigurður vann lengst af. Hann var þá nýfluttur frá æskuheimili sínu Hlíð í Gnúpverjahreppi. Þar hafði hann orðið fyrir því alvarlega slysi að missa hægri hönd og handlegg. En sú alvarlega fötlun efldi kjark hans og dugnað, og skilaði hann öllum verkum sín- um með ágætum. Með árunum breytast störfin og nú hin síðari ár vann Sigurður í aðalbækistöð Olíufélagsins á Gelgjutanga. Komið er að kveðjustund. Við biðjum Sigurði Guðs blessunar á nýjum leiðum, með þökk fyrir allt. Elsku Erla, við sendum þér, börnunum ykkar og tengdabörn- um, föður þínum og öðrum ættingj- um, innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Sigurðar Birgis Björnssonar. Samstarfsmenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.