Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 1997 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Fjölskylduvænt yfirbragð á Halló Akureyri Unglingar undir 16 ára verði í fylgd foreldra Morgunblaðið/Björn Gíslason EIRIKUR Björn Björgvinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi Akureyrar fyrir miðju, en til vinstri við hann eru þeir Árni Steinar Jóhannsson, Magnús Már Þorvaldsson og til hægri Elís Árnason og Kara Guðrún Melstað. RÍK áhersla verður lögð á það að unglingar undir 16 ára aldri sæki ekki flölskylduhátíðina Halló Akur- eyri um verslunarmannahelgina nema í fylgd með foreldrum eða forráða- mönnum. Þeim sem flytja eftirlits- lausa unglinga undir 16 ára á hátíð- ina gæti að sögn sýslumanns, Bjöms Jósefs Arnviðarsonar, verið gert að flytja þá aftur til síns heima. Þá sagði hann einnig að ekki yrði látið viðgang- ast að fólk yngra en 20 ára gangi um á almannafæri vingsandi áfengis- flöskum. „Við munum taka stíft á þessum málum,“ sagði Bjöm Jósef. Fulltrúar úr framkvæmdanefnd hátíðarinnar, sýslumaður og Jakob Bjömsson bæjarstjóri á Akureyri, kynntu dagskrána og ýmis fram- kvæmdaatriði hennar á fundi í gær. Þar kom m.a. fram að full sátt hefur náðst um greiðslu leyfísgjalda vegna hátíðarinnar. Féð verður m.a. notað til að greiða þann aukakostnað sem til kemur vegna meiri löggæslu á svæðinu. Mun meira lögreglulið verð- ur til taks á hátíðinni en var á liðnu ári. Félagamálayfirvöld á Akureyri hafa sett sig í samband við fulltrúa félagsmálayfirvalda annarra bæjar- félaga og gert viðvart um að til þeirra verði leitað komi bamavemdarmál upp meðan á hátíðinni stendur. Sett verður upp athvarf í íþróttahöllinni fyrir það fólk sem kann að lenda í vandræðum og sjá félagar í Hjálpar- sveit skáta um það. Viðbúnaður verð- ur í neyðarmóttöku Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri og þá verður sett upp stjómstöð í íþróttahöllinni. Akureyrarbær mun loka tjaldstæð- inu við Þórunnarstræti í fimm daga um verslunarmannahelgina, en fé- lagasamtökum falið að sjá um tjald- stæði. íþróttafélögin KA og Þór verða með tjaldstæði á sínum félagssvæðum og Skátafélagið Klakkur sér um tjald- svæði í Kjamaskógi. Á tjaldstæðinu við Þórunnarstræti verður komið upp leikgarði með fjölda leiktækja. Fjölskylduvæn hátíð Stefnt er að því að Halló Akureyri verði með mun fjölskylduvænna sniði en var í fyrra. Félagasamtök í bænum hafa verið hvött til að taka þátt og bjóða upp á afþreyingu fyrir fjölskyld- una og hafa mörg bragðist vel við. Meðal hljómsveita og tónlistar- manna sem fram koma má nefna SSSól, Greifana, Snörarnar, Pál Ósk- ar, Grétar Örvarsson og Sigríði Bein- teinsdóttur. Dagskrá verður á vegum Brúðubílsins, Hallveigar Thorlacius, ævintýra- og götuleikhús verða á ferðinni og þá munu Magnús Schev- ing og Skari skrípó væntanlega verða á ferðinni. í íþróttahúsi KA verða dansleikir fyrir 16 ára og eldri og í Dynheimum verður ball fyrir þá sem yngri era. GOÐIR KOSTIR A AKUREYRI ÞÚVtLUR: -fJÖRIÐ í MIÐBÆNUM -FRIÐSÆLDINA í KJARNASKÓGI -EÐA LÁGA VERÐIÐ Á GISTIHEIMILINU GULU VILLUNNIGEGNT SUNDLAUGINNI (^0/ Hótel OS Harpa HAFNARSTRÆTI 83 - 85 SÍMI 4B1 1400 Til sölu Hjalteyrargata 2, Akureyri Til sölu atvinnuhúsnæði á hafnarsvæðinu á Akureyri. Húsið er ca 306 fm að grunnfleti, með mikilli lofthæð, háum inn- keyrsludyrum og góðri starfsmannaaðstöðu. Lóðin sem er 4.382 fermetrar að stærð býður upp á viðbótarbyggingu, allt að 1.000-1.200 fermetrum. Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofunni. Q HOLT FASTEIGNASALA Strandgötu 13, Akureyri. Sími 461 3095. Fax461 1227. Morgunblaðið/Björn Gíslason Pilsaþytur á golfvelli FJÖLDI kvenna tók þátt í árlegn hatta- og pilsamóti sem haldið var á Jaðarsvelli á Akureyri fyr- ir skömmu. Eins og nafn mótsins gefur til kynna mæta keppendur í pilsum og bera viðeigandi höf- uðföt. Andrea Ásgrímsdóttir vann mótið án forgjafar en Karo lína Guðmundsdóttir með for- gjöf- Morgunblaðið/Bjðm Gíslason Minjagripa og gjafavöruverslun FJÖLMARGIR ferðamenn hafa litið inn í verslunina Hornið nýja verslun sem opnuð var fyrir nokkru að Kaupvangs- stræti 1 á Akureyri. Þar fást minjagripir og gjafavörur í miklu úrvali. Utlendir sem inn- lendir ferðamenn koma gjarnan við og kaupa gripi til mjnja um ferð til Akureyrar eða íslands. Afgreíðslutími er frá kl. 10-22 í sumar. Eigendur Hornsins eru Karl Jónsson og Helga Þórðar- dóttir. 15 mánaða fangelsi fyrir árás TUTTUGU og eins árs gamall piltur á Raufarhöfn hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir við félagsheimilið Hnitbjörg. Þá var honum einnig gert að greiða um 154 þúsund krónur í skaða- bætur og sakarkostnað. Pilturinn var ákærður fyrir að hafa í júlí í fyrra slegið rúm- lega þrítugan mann þijú högg í andlitið að tilefnislausu, hné hann niður í jörðina og hlaut skurð og fleiðraðist. Þá var hann einnig ákærður fyrir til- raun til manndráps með því að hafa á nýjársnótt stungið fimmtán ára pilt með hnífi í bijóst, aftanverðan háis, í bak og kvið og veitt honum áverka. Hending ein réð að ekki hlutust af alvarlegri meiðsl. Fjölskylduhá- tíð fullveldis- ins í Hrísey FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ fullveld- isins í Hrísey verður haldin um komandi helgi, dagana 18. til 20. júlí. Dagskráin hefst með afhend- ingu vegabréfs til Hríseyjar um leið og farmiðar era keyptir út í eyju. Boðið verður upp á öku- ferðir um þorpið á dráttarvélum, gönguferðir með leiðsögn um eyjuna, tónleikar verða haldnir, söngvarakeppnir, markaðstorg verður í fullum gangi, sýning verður á gömlum aðferðum við fiskverkun, stangveiðikeppni á bryggju, ratleikur, akstursleikni á dráttarvélum og sundlaugar- diskótek verða haldin fyrir yngri kynslóðina. Kvöldvaka og úti- dansleikur verður á laugardags- kvöld. Ekkert kostar að tjalda í Hrísey um þessa helgi. Arnaldur og Asdís á tón- leikum SYSTKININ Arnaldur Arnar- son, gítarleikari og Ásdís Arn- ardóttir, sellóleikari koma fram á Sumartónleikum á Norður- landi en þriðja tónleikahelgin er nú um helgina. Fyrri tónleikamir verða í Reykjahlíðarkirkju við Mývatn laugardagskvöldið 19. júlí og heíjast þeir kl. 21 en þeir síðari í Akureyrarkirkju sunnudaginn 20. júlí kl. 17. Á efnisskránni verða verk eftir F. Bergmiiller, J.M. Zen- amon, Hafiiða Hallgrímsson og R. Gnattali. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og era allir velkomnir. * Irsk sumar- sveifla ÍRSK sumarsveifla verður á Oddvitanum við Strandgötu 53 um helgina, en írska gleðisveitin Brier leikur á skemmtistaðnum á föstudags- og laugardags- kvöld, 18. og 19. júlí. Staðurinn er opin frá kl. 23 til 3. Hljómsveitin er ein af vin- sælustu þjóðlagahljómsveitum írlands um þessar mundir, segir í fréttatilkynningu, og mun hún leika gamalkunn írsk þjóðlög, m.a. með The Dubliners. Messur LAUFÁSPRESTAKALL: Guðs- þjónusta í Svalbarðskirkju næstkomandi sunnudagskvöld, 20. júlí kl. 21. Ræðuefni: Er ekki sama hveiju ég trúi?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.