Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ________________ FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ1997 27 y*™------------- EvmmiDE ^ Nýjar bækur • ÚT eru komnar harðspjaldabæk- ur fyrir yngstu börnin með ljósmynd- um og teikningum af dýrum og hlut- um úr daglegu umhverfi ásamt heit- um þeirra. Fjórar bækur eru komnar út í flokknum Myndbækur Skjaldborgar: Leikföng, Húsið okkar, Dýr og Fyrstu orðin. Þær eru ætlaðar börn- um á aldrinum 1-2 ára. Fimm bækur eru komnar út um bangsann Benjamín: Benjamín og leikföngin hans, Benjamín og fyrsta bókin, Búferð með Benjamín, Benj- amín og litirnir og Benjamín telur frá 1 til 10. Þær eru ætlaðar börnum á aldrinum 1-3 ára. Komnar eru út þijár bækur um dýr fyrir börn á aldrinum 3-5 ára: Vinir mínir, dýrin inniheldur ljós- myndir af villtum dýrum og húsdýr- um ásamt heitum þeirra; í Sjáðu dýrin á bænum og Sjáðu villtu dýrin er að finna teikningar af ýmsum dýrum ásamt einfaldri sögu. Útgefandi er Skjaldborg. Verð bók- anna erá bilinu 350 til 790 krónur. Lekavörn fyrir steypta og múraða fleti Þökjivalirtröppur og stéttar. EBB2I^B3er 2ja þátta sveigjanlegt ákústunarefni, með sementsgrunni, sem andar. Gripsterkt - frostþolið - slitsterkt - auðvelt í ásetningu. ^áB^r^^^jóHer^is. Úttekið af RB. Asetning ef óskað er. SCHOMBURG ÍSLAND ehf Simar: 587-9911 OG 567-3730 MILLI ÞIN OG VEIÐINNAR ER STERKUR STRENGUR - ertu tilbúinn í slaginn? Veiöihjólin frá Abu Garcia, Cardinal 80R seríunni eru hjól, tilbúin til mikilla átaka. Þau eru með grafít umgjörö, öruggum og liprum bremsudiskum úr tefloni sem tryggja mýkra bremsusvið, sér- stökum útbúnaöi (Anti-Line- Twister) sem kemur í veg fyrir snúning á línu. Öll hjólin í 80 seríunni eru með kúlulegum. CARDINAL HJÖL: Verö frá kr. 3.950 SAbu' Garcia Fæst í öllum betri veiöiverslunum um land allt Kyrrt að kalla? SETNINGIN „og var hann þegar dauður“ geymir örlög margra knárra sveina á fyrri tíð. Ekki þótti þó alltaf ástæða til að gráta Björn bónda, en þess í stað var brýnt bit í deigustu járn og haldið til hefnda og nýrra víga. Þannig hélt hringekj- an áfram þartil hefndir lögðust af. Margir telja að íslendingar, þ.e. ís- lenskir karlar, hafi þá misst mann- dóminn. Síðan hefur verið kyrrt að kalla á íslandi. En ekki hafa víg lagst af, þau hafa aðeins færst til í veröldinni, verið í einn tíma hér og annan þar. Hver man ekki eftir sögum, sem enn þykja hinar æsilegustu, af mannvígum í villta vestrinu á síð- ustu öld? Mannvígasögur af A1 Capone og öðrum mafíósum eru 20. aldar útgáfa af sömu sagnahefð. Á síðari árum eru strætisbullur full- trúar þessarar hefðar í kvikmynd- um, en þar þykir friðelskandi mönn- um ofvöxtur hafa hlaupið í tilhæfu- laust ofbeldi á kostnað sögunnar. Hetjuhugsjón með sæmd Hljóðbókaklúbburinn sendir um þessar mundir frá sér annan skammt af íslendinga sögum í út- gáfuröð sinni. Um er að ræða sjö stuttar sögur, þær stystu, Ölkofra saga og Hænsna-Þóris saga, varla lengri en lengstu þættir. Aðrar sög- ur í þessum pakka eru Bandamanna saga, Gunnlaugs saga ormstungu, Hallfreðar saga vandræðaskálds, Finnboga saga ramma og Bjarnar saga Hítdælakappa. Sögurnar eru í fjórum hljóðbókum, sem eru 3-3 ’/z klst. hver á tveimur snældum. Með árunum verður æ erfíðara að skella skolla- eyrum við sagnaarfin- um, einkum eftir að hann varð heyrinkunnur á snældum. Kjartan — Arnason hætti sér útí orrahríð mannvíga í nýjum hljóðbókum. Ástarþríhyrningar, atvinnuskáld, kjaftforir ofstopamenn, orustur, rúllandi hausar og klofnir búkar eru fáein stikkorð um atburði og að- stæður í sögunum sjö. Þar er einn- ig tekist á um eilíf siðferðisleg álita- mál, svosem sannsögli og efndir orða sinna. Hetjuhugsjónin fær nokkuð hraklega meðferð í Finn- boga sögu, ef gengið er útfrá túlk- un Sigríðar Steinbjörnsdóttur á sög- unni, þarsem hún telur höfund hennar tefla saman „innihaldslítilli sæmdarhugsjón hetjunnar og sjón- armiðum bænda sem vilja frið til að yrkja jörðina", einsog fram kem- ur í formála Örnólfs Thorssonar að verkinu. Samkvæmt þessu voru ein- liverjir þegar á miðöldum farnir að greina hið aumkunarverða í remb- ingi hetjunnar við að öðlast viður- kenningu, sem þá hét kannski sæmd. Á kápu bókanna er að finna ís- landskort þarsem vettvangur sög- unnar er tilgreindur. Þetta er ákjós- anlegt fyrir áhugasama ferðalanga sem sækja ísland heim og vilja heyra góða sögu úr héraðinu sem heimsótt er. Ekki skaðar að sögurnar fara ágæta vel í munni lesaranna, þeirra Jakobs Þórs Einarssonar og Vigdís- ar Gunnarsdóttur leikara, rithöf- undanna Steinunnar Sigurðardótt- ur og Péturs Gunnarssonar og Þor- leifs Haukssonar íslenskufræðings. Flest eru þau þekktar útvarpsradd- ir og fyrirtaks lesarar, svo ferð á slóðir sögunnar undir lestri þeirra gæti orðið eftirminnilegur valkostur við hefðbundinn sunnudagsbíltúr, að ekki sé minnst á ef gist er í tjaldi og andrúmsloft sögunnar drukkið með landslaginu. Útgáfan er hin vandaðasta, upp- tökur góðar, formálar með „alþýð- legum fræðibrag" bæta a.m.k. alin við skilning sögunnar ef menn eru þannig þenkjandi, og loks er lestur sagnanna með mestu ágætum, eins- og getið var. Aðeins eitt atriði varð- andi merkingar snældnanna virðist hafa farið forgörðum: í tveimur bókanna hefur láðst að geta þess hvor snældan er númer eitt og hvor númer tvö, og er það bagalegt. Þótt kábojsagan hafi sótt margt til Islendingasagna, ímynda ég mér að ólíkt skemmtilegra sé að hlusta á góðan upplestur útí náttúrunni, og þar að auki á vettvangi sögunn- ar, heldur en að horfa á Hollywood- kúreka bauna hverja á aðra í þorpi sem maður veit allan tímann að gert er af eintómum framhliðum. Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju ORGANISTI Kristskirkju, Douglas A. Brotchie, leikur á orgel Hall- grímskirkju í hádeginu í dag, fimmtudag milli kl. 12 og 12.30. Á efnisskrá hans er Tríósónata í C-dúr BWV 529 eftir Bach, Ein frölich Wessen eftir Jacob Obrecht og Tokk- ata eftir Jón Nordal. Douglas A. Brotchie er fæddur í Edinborg í Skotlandi, hann stundaði nám við háskólann í St. Andrews og hlaut þar doktorsnafnbót fyrir vísinda- rannsóknir sínar á sviði skammta- efnafræði. Til íslands kom hann fyrst árið 1972 og hefur verið búsett- ur hér síðan 1981. Douglas starfar nú sem annar organisti Krists kon- ungs í Reykjavík auk þess að taka virkan þátt í tónleikahaldi. Laugardaginn 19. júlí leikur David Briggs, dómorganisti í Glouc- ester á Englandi á hádegistónleikum Haligrímskirkju. Hann leikur Tok- kötu og fúgu í d-moll og sálmafor- leikinn Lofið vorn Drottin eftir Baeh, Fantasíu í e-moll eftir Camille Saint- Saens, Tríó úr Triptique eftir Jean Langlais og Tokkötu úr Svítu op. 5 eftir Maurice Duruflé. David Briggs leikur einnig á tónleikum tónleikar- aðarinnar Sumarkvölds við orgelið sunnudaginn 13. júlí kl. 20.30. UTANBORÐSMÓTORAR ...og þú ert fær í flestan sjó! l*\ ÞÓR HF REYKJAVÍK - AKUREYRI Reykjavík: Ármúla 11, s: 568-1500 Akureyri: Lónsbakka, s: 461-1070
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.