Morgunblaðið - 17.07.1997, Síða 25

Morgunblaðið - 17.07.1997, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ1997 25 LISTIR Havel o g evrópski tónninn Václav Havel EINS og við er að búast hefur Havel orðið tíðrætt um Evrópusam- starf, og vandann sem fylgir þeirri vegsemd að finna hinn sameigin- lega tón Evrópu. Hann eyðir þó ekki miklu rými í vangaveltur um tæknilega útfærslu þess, heldur er trúr þeirri sannfæringu sinni, sem hann bendir á oftar en einu sinni, að kjarni Evrópusamstarfs hljóti að byggjast á því „að rækta þau gildi sem andi og siðferðilegur veruleiki evrópskrar sameiningar getur sprottið af“. Meðal þessara gilda, segir hann, er virðing fyrir sérstöðu og frelsi hverrar einustu mannveru; fyrir iýðræðislegu og fjölræðislegu stjórnkerfi; fyrir markaðsbúskap og fyrir grundvallarhugmyndum borg- aralegs samfélags og réttarkerfis. En hver er þessi siðferðilegi veru- leiki sem af slíkum gildum sprettur? Slíkur veruleiki verður aldrei búinn tii, verður ekki skilgreindur sem tæknilegt kerfi. Siðferðilegur veru- leiki er sá raunveruleiki sem maður sjálfur er sprottinn úr og maður verður jafnan að gæta sín á hrokan- um sem er fólginn í því að halda að maður sé alveg sjálfsprottinn og fær um að skilgreina sjálfan sig. Þess vegna er leitin að siðferðileg- um veruieika Evrópu ekki aðeins tæknilegt atriði, heldur líka hug- lægt - andlegt. Skammtímahagsmunir skipta ekki öllu máli Þetta útskýrir Havel nánar, og segir það vera mikinn misskilning „að stóra Evrópuverkefnið sem bíður okkar sé einvörðungu tæknilegt, ein- vörðungu skipuiagslegt, eða einvörð- ungu kerfislegt atriði, og að allt sem við þurfum að gera sé að láta okkur detta í hug snjallir strúktúrar, nýjar stofnanir og ný lagaákvæði og reglu- gerðir. í stuttu máli, við látum sem við þurfum ekki að gera annað en ræða í þaula, eða öllu heldur deila um í þaula, tæknileg atriði, án þess að reyna nokkurn tíma að breyta neinu í fari okkar sjálfra, vana- bundnum markmiðum okkar og stöðnuðu hegðunarmynstri. Þess vegna glatast einmitt þau gildi, sem átti að vernda með kerfisbreyting- um, í flækju rökræðna um þessar breytingar. Með öðrum orðum, það Nýlega kom út í enskri þýðingu safn greina og ávarpa frá árunum 1990 til 1996 eftir Václav Havel, forseta Tékklands, undir heit- inu List hins ómögu- lega. Kristján G. Arn- grímsson kynnti sér skrif Havels, en þessi ómögulega list er það sem kemur fram í und- irtitlinum: Stjórnmál sem siðferði í reynd. sem átti ekki að verða annað en leið að markmiði verður að miðpunkti umræðunnar." Það er algeng vissa meðal stjórn- málamanna, og fólks yfirleitt, að pólitík dagsins í dag og staðarins sem maður er á, það er að segja, skammtímapólitík og hagsmuna- gæsla, sé óhjákvæmilegur raunveru- leiki sem maður verði að horfast í augu við, því það, að velta fyrir sér framtíð og fortíð, sögulegu sam- hengi og hlutskipti mannanna, sé einhverskonar ábyrgðarleysi sem maður megi ekki leyfa sér, ætli maður sér að vera „alvöru“ stjórn- málamaður. Þessu viðhorfi hafnar Havel. Ekki svo að skilja að dagur- inn í dag og skammtímahagsmunir skipti engu máli að hans mati. Skammtímahagsmunir skipta sann- arlega máli, en þeir skipta ekki öllu máli og jafnvel ekki meginmáli. Og það er fjarska mikilvægt að verða ekki þeirri blekkingu að bráð að ætli maður sér að teljast „raunsær" og „ábyrgur" verði maður að ein- blína á efnahagspólitík og hags- munagæslu hér og nú og megi ekki leyfa sér eitthvert huglægt dútl á borð við skrif um „siðferðilegan veruleika". Manns eigin tíð, sem óneitanlega setur manni skorður og er forsenda heimsmyndar manns, er ekki fangelsi, heldur sjónarhóll. Að gleyma því að maður sjálfur á sér forsendur sem eru handan þess sem maður fær einhveiju um ráðið, og jafnvel handan þess sem maður hefur fullan skilning á en getur engu að síður verið meðvitandi um, er að gleyma merkingu þess sem maður gerir, og framkvæma það eingöngu sem tæknilegt verkefni. Þetta er kannski ekki síst hættuleg gildra fyrir menntamenn, og í grein, sem áður hefur birst undir heitinu Ábyrgð menntamanna, útskýrir Havel hvern- ig menntamenn í stjórnmálum geta orðið stórhættulegir. Þeim hætti til að fá ofvaxna tilfinningu fyrir því að þeir beri ábyrgð á heiminum og byrji þá stundum að úthugsa altækar lausnir á vandamálum. Með öðrum orðum, i góðri trú, en algerrri blindni á eigin fordóma, reyni þeir að bjarga heiminum frá honum sjálfum með því að hanna fræðileg og óhlutbund- in kerfi og viðgangur þeirra verði mikilvægari en fólk og velferð þess. Menntamönnum, eins og öðru fólki, hættir til þeirrar þröngsýni að gera sér ekki grein fyrir eigin takmörkun- um og hafa ekki hugmynd um hversu algerlega þá skortir ímyndunarafl. Veran sjálf og skilningur mannanna Sú hugmynd, að heimurinn, veran sjálf, eins og heimspekingar segja stundum, sé skiljanlegur í eðli sínu á rætur í endurreisninni á 15. og 16. öld og hlaut byr í upplýsingunni og iðnbyltingunni á 18. öld. Havel bendir á, að nýjasta birtingarmynd þessarar hugsunar sé upplýsinga- byltingin nú á seinni hluta tuttug- ustu aldar. „Þetta leiddi til þeirrar trúar, sem menn voru stoltir af, að maðurinn, sem hápunktur alls sem er, gæti gefið hlutlæga lýsingu á, útskýrt og stjórnað öllu sem er til, og byggi yfir vitneskju um sannleikann um hvaðeina," skrifar Havel. Afleiðing þessarar trúar hefur orðið það sem Havel nefnir „tækni- menning". Hvað felst í því? Það er menning sem byggist á þeirri grund- vallarhugmynd að allt sem maður gerir, hugsar og er sé í eðli sínu tæknilegt úrlausnaratriði og hafi því ekkert eiginlegt gildi, sem standi dýpra en nytjagildið. Og nytjagildið markast af notandanum, og ekki því sem hann notar. Þetta viðhorf setur því manninn sem notanda í öndvegi, og ekkert hefur gildi nema hann gefi því gildi með því að nota það. Þetta á þá við um hvaðeina, allt frá náttúrunni til tölvunnar. I stjórnmálum birtist þetta viðhorf í líki hvers konar ofurtrúar á úthugs- uð stjórnkerfi, hvort heldur sem það er kommúnismi eða óheftur mark- aðsbúskapur. Havel heldur því fram, að endalok kommúnismans sé við- vörun til okkar allra, merki um að tímabil hrokafullrar algildishyggju sé liðið. Nú sé kominn tími til að draga ályktanir af þessari staðreynd. Vandinn við tæknimenninguna er sá, að tæknilegar lausnir og tækni- hugsun verður að markmiði í sjálfu sér vegna þess að öllum öðrum gild- um er hafnað á þeim forsendum að þau séu blekking, „ópíum handa almúganum", eins og Marx á að hafa sagt um trúna. En þetta leiðir til þess, að tæknigildið er eitt eftir, og tæknin verður þannig sjálf að því sem hún vildi hafna, tekur við hlutverki þess sem ekki er dregið í efa. En þá er komin heiftarleg mót- sögn, vegna þess að það er aðal tæknihyggjunnar, að hafna hvers konar dýrkun algilda og sættast ein- ungis á nytjagildi. A þennan hátt getur tæknimenn- ingin rekið' mann í blindgötu, þar sem eiginlegu gildi lífsins og eigin- legum markmiðum þess sem maður gerir er sjálfkrafa hafnað. Ekki vegna þess að allt slíkt sé i raun og veru blekking, heldur vegna þess hvernig tæknimenningin hefur skorðað hugsun manns, og manni kann jafnvel að þykja sem maður „neyðist“ til að hafna gildum sem maður vildi þó gjarnan hafa í heiðri. Það má segja að skrif Havels séu heimspekileg. Þetta merkir þó ekki að hann sé að fást við rökgreiningu hugtaka að hætti enskra og amer- ískra skólaheimspekinga, heldur eru hugleiðingar forsetans sprottnar úr hinni löngu, evrópsku bókmennta- hefð þar sem náin tengsl eru á milli frásagnarlistar, heimspeki, trúar og stjórnmála. Steingrímur Eyfjörð sýnir á Nelly’s Café STEINGRÍMUR Eyfjörð hefur opnað myndlistarsýningu í galleríi Miðhæð á Nelly’s Café. Á sýning- unni eru ýmis verk sem eru trúar- legs eðlis. Sýningunni lýkur 28. júlí. I I I I I 080 ^aaæm’" ,iöi.9ö0 Baroaolpv'- ^ J FVeece peVsur* / / ^ Fleece PeVsur* / , *,§®ö Baroa F'ee 6 q90 & ip,ó«a^"ar' EUR0 ’ V,SA Póstsendum samdægurs Mr GöogosKór- VtVaUp mi Hö6, 0 m «-4®0 Mú S90 6rfubottas ór: 9" asKór: 9, mmm LAUfiAVföJ 23 * SlMJ 551 55SB

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.