Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.07.1997, Blaðsíða 40
.40 FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Elín Þorláks- dóttir fæddist á Hrauni í Ölfusi hinn 29. október 1904. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Slyóli hinn 10. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Þorlákur Jónsson, bóndi á Hrauni, f. 26.12. 1872, d. 15.5. 1915, og kona hans Vigdís Sæmunds- dóttir, húsfreyja á Hrauni, f. 23.12. 1877, d. 5. 11. 1965. Systkini hennar eru: Sæmund- ur, f. 1903, d. 1983, Guðrún, f. 1907, d. 1989, Þorlákur Axel, f. 1907, d. 1908; Ólafur, f. 1913, og Karl, f. 1915, d. 1995. Hinn 29. nóvember 1930 gift- ist Elín Siguijóni Guðmunds- syni, kennara og verslunar- manni, f. 16.6. 1903, en hann lést af slysförum hinn 12.11. 1933. Seinni maður hennar var Sigurður Grímsson verkstjóri, f. 10.5. 1888, d. 1.6. 1980, en ^ þau giftust þ. 19.10. 1943. Barn Elínar og Sigurðar Jónssonar, rafvirkjameistara (f. 10.4. 1894, d. 4.6. 1938): Halla Siguijóns, tannlæknir, f. 15.11. 1937. Hennar maður er Sigurgeir Kjartansson, læknir, f. 7.3. 1938. Þeirra börn eru: 1) Aðalsteinn, skóg- fræðingur, f.12.6. 1962, kvæntur Steinunni Geirs- dóttur, f. 28.9.1963. Þeirra börn eru Hugrún, f. 16.7. 1990, og Borghild- ur, f. 7.1. 1993. 2) Elín, tannlæknir, f. 9.2. 1967, gift Kristjáni Hallvarðs- syni, f. 4.5. 1967. Þeirra börn eru Halla, f. 16.12. 1992 og Katla, f. 29.10. 1994. Fóstursonur Elínar og Sig- urðar Grimssonar er Olgeir Skúli Sverrisson, prentari, f. 25.3. 1950. Kona hans er Sigur- rós Hermannsdóttir, meðferð- arfulltrúi, f. 19.11. 1958. Olgeir Skúli á fjögur börn og tvö stjúp- börn: Sigriði Rósu f. 1971, Vigni, f. 1975, Birnu f. 1976, Egil f. 1979, Helgu Birnu f. 1979 og Kristínu Evu, f. 1982. Elín Iauk ljósmóðurnámi árið 1924 og starfaði sem ljósmóðir í Ölfusi á árunum 1924 - 1930 Hún flutti til Reykjavíkur árið 1930 og starfaði þar sem saumakona jafnhliða húsmóð- urstörfum. Útför Elínar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, og hefst athöfnin klukkan 13.30. ELÍN , ÞORLÁKSDÓTTIR Kvödd er í dag tengdamóðir mín, Elín Þorláksdóttir. Nú eru rúm fjörutíu ár liðin síðan fundum okkar fyrst bar saman, en þau kynni áttu ~'eftir að verða lengri en nokkurn grunaði. Það var fremur fáskiptin og alvörugefín kona sem með var- færni en alúðlegu viðmóti tók á móti uppburðarlitlum menntaskóia- dreng, sem þó var greinilega að sniglast kringum einkadótturina, augasteininn hennar. A yfír þriggja áratuga samvistum undir sama þaki reyndi ég hana að óbilandi tryggð, hjálpsemi en um- fram allt umhyggju fyrir heill og hamingju okkar litlu fjölskyldu. Elín var fædd að Hrauni í Ölf- usi, önnur í röð fímm systkina, sem komust á legg af börnum þeirra Vígdísar Sæmundsdóttur og Þorláks Jónssonar bónda þar. Um tíu ára .*,« aldur missti hún föður sinn úr lungnabólgu eftir volk í Ölfusárós- um. Samkvæmt skipuriti félags ráð- gjafa þeirra tíma bar ekkjunni ungu með bamahópinn, frá eins og hálfs árs til tólf ára aldurs að leysa upp heimilið og dreifa börnunum meðal vandalausra á framfæri sveitarinn- ar. En Vigdísi vom kunnir landkost- ir Hraunstorfunnar og með óbilandi atorku, áræði og með dyggri aðstoð elstu barnanna, Sæmundar og Elín- ar, lét hún harðræði og húsbmna hvergi aftra sér frá að sjá fjölskyld- unni farborða. Um tvítugsaldur fór Elín til náms í ljósmóðurfræðum og var veitt staða ljósmóður í Ölfusi utan Varm- ■" ár vorið 1924, sem hún gegndi ásamt aimennum húsverkum á heimili móður sinnar um sex ára skeið. Gæfan fylgdi höndum hennar og missti hún hvorki barn né sæng- urkonu á sínum starfsferli. Um þetta leyti kynntist hún nýútskrif- uðum kennara, Siguijóni Guð- mundssyni frá Móakoti á Kjalar- nesi, en vegna heimilisanna og krefj- andi Ijósmóðurstarfa liðu átta ár í festum þar til þau giftust þjóðhátíð- arárið 1930. Það var björt framtíð sem blasti við þessum ungu hjónum, sem ekk- ert skorti að mennt né líkamlegu atgervi. Þriggja ára nutu þau saman í leik og starfi og bera skipuleg myndahefti frá þeim tíma þess ljós- an vott að þau nutu munaðar, sem fáum þeirra jafnaldra auðnaðist en það var að aka um landið á eigin bifreið og skoða náttúruperlur þess svo í hausthretum sem sumarblíðu. En gæfan var skammvinn. Sigur- jón fór ásamt vini sínum á haustdög- um 1933 til ijúpna á Hellisheiði. Skyndilega skall á þreifandi bylur, þeir villtust, félaginn komst til byggða þrekaður mjög, en Sigutjón varð úti þar á heiðinni. Elín stóð nú eftir með þriggja ára bróðurdótt- ur hans, Höllu, sem þau höfðu tekið í fóstur, en nokkru síðar var hún einnig hrifín á braut af skæðri far- sótt þeirra tíma, barnaveikinni. Þau Siguijón höfðu búið sér fal- legt heimili á Spítaiastíg 6. Með þrotlausri elju og útsjónarsemi tókst Elínu að halda í horfínu þar til kom að því að hitaveita var lögð í Þing- holtin að kostnaður varð henni of- viða og varð hún að selja húsið, ein- mitt þegar gengi þeirra húsa var í mestri lægð rétt fyrir stríð. Á þessum tíma kynntist hún Sig- urði Jónssyni rafvirkjameistara og eignuðust þau saman Höllu. Elín kom hart niður eftir barnsburð; tal- in hafa fengið blóðtappa í lungu, kvilla, sem læknavísindi þeirra tíma höfðu ekki ráð við. Veikindin urðu langvinn og þegar hún kom út af Landspítalanum einum sex mánuð- um síðar var Sigurður allur, hafði fengið lungnabólgu, sem leiddi hann til dauða á örfáum dögum. Hér var í fá hús að venda fyrir einstæða móður, sem hvergi nærri hafði náð fullri heilsu. Nú nutu þær mæðgur góðra frærida og vina, þar sem hún fékk leigt herbergi, eins og þá var títt, stundaði sauma, og kom henni nú vel dvölin hjá Þorgerði frænku sinni á Eyrarbakka á unglingsárum, en svo lauk að hún fluttist til móður sinnar að Hrauni þar sem hún dvaldi nokkur misseri. Á þessum tíma kom að vitja henn- ar Sigurður Grímsson frá Nykhól í Mýrdal. Höfðu þau áður verið gift systkinum en sambúð Sigurðar við fyrri konu hafði orðið skammvinn og giftust þau Elín og fluttu þær mæðgur á ný til Reykjavíkur, fyrst á Leifsgötu 4, síðan í Eskihlíð 16B. Á þessum árum tóku þau í fóstur ijögurra ára frænda Elínar, Olgeir Skúla Sverrisson, ólst hann upp hjá þeim og veittu þau honum allt sem góðir foreldrar kunna að gefa. Hann nam prentiðn og rekur eigið fyrir- tæki í þeirri grein. Sigurður var harðduglegur sjó- maður, fyrst á skútum, en síðar á togurum, en hafði nú hafið störf sem verkstjóri hjá Sláturfélagi Suð- urlands, sem hann gegndi um 30 ára skeið. Þau hjón voru miklir höfðingjar heim að sækja og var öllum veittur góður beini á heimilinu án tillits til efna, mannvirðinga eða ættgöfgi, en ekki var það metið til hnjóðs að vera úr Mýrdal eða Ölfusi. Hér var það sem sá er þessar lín- ur ritar komst í kynni við fjölskyld- una í Eskihlíð fyrir milligöngu Höllu, en í skjóli þeirra Elínar og Sigurðar hófum við okkar búskap og nutum dyggrar aðstoðar þeirra á frumbýl- ingsárunum í Háskólanum. Eftir 6 ára dvöl erlendis fluttum við saman á Langholtsveginn og nutum gagnkvæms stuðnings. Upp- eldisáhrif þeirra á börnin voru ómet- anleg, þau komu aldrei að tómu húsi þar sem afí og amma voru á neðri hæðinni tilbúin að veita aðstoð og aðhlynningu, hvenær sem færi gafst. Sigurður lést í júní 1980 en Elín hélt sínu heimili með myndarbrag, það var oft gestkvæmt á sunnudags- morgnum, þegar heimilisvinir af okkar kynslóð komu við og þágu kaffí og góðgjörðir með heima- bakstri hennar sem lengi verður í minnum hafður. Það voru ánægju- legar stundir. Síðustu tvö árin fór heilsu Elínar að hraka og fyrir ári flutti hún inn á Skjól þar sem hún naut aðhlynn- ingar og uppörvunar þess mæta starfsliðs þeirrar stofnunar. í lífí Elínar hafa skipst á skin og skúrir. Það þarf sterkan persónu- leika til að standa af sér þau stór- viðri mannlífsins, sem á henni dundu framan af æfi en margar átti hún sólskinsstundir í návist vina og þó einkum barna og unglinga, sem hún hafði einkar góð tök á og varð trún- aðarvinur og huggandi þegar á reyndi. Með henni er gengin einstök hetja hversdagslífsins. Ég þakka fjögurra áratuga samfylgd þessarar göfugu konu. Blessuð sé minning hennar. Sigurgeir Kjartansson. Elínu Þorláksdóttur kynntist ég fyrir 13 árum og hefur hún verið ríkur þáttur í lífí mínu síðan. Hún tók mér afar vel og umhyggja henn- ar var alla tíð fölskvalaus. Hún var kona sem veitti og gaf í ríkum mæli og af sérstöku umburðarlyndi. Þótt Elín hafí þurft að mæta mörgu mótlæti og sorg í lífí sínu var hún mjúk á manninn og bar harm sinn í hljóði. Henni þóttu gjarnan brosleg umkvörtunarefni hjá nútímafólki, en, eins og títt er um þá sem fund- ið hafa fyrir andstreymi lífsins, þá dæmdi hún ekki, en benti gjarnan á aðrar hliðar mála, á nærgætinn hátt. Hún gladdist mjög við tilkomu langömmubarna sinna og margar góðar stundir áttu dætur mínar hjá langömmu. Þær eiga án efa eftir að búa að því veganesti sem sam- neytið við Elínu langömmu var þeim. Sjálf á ég Elínu margt að þakka. Hjá henni þáði ég bæði and- legt og líkamlegt fóður. Hafí mér tekist að tileinka mér þó ekki væri nema brot af hennar lífsvisku þá má ég vel við una. Guð blessi minn- ingu hennar. Steinunn Geirsdóttir. Ég vil minnast fósturmóður minnar, Elínar Þorláksdóttur, sem er látin. Ég kom til hennar fjögurra ára gamall. Það er mér minnisstætt þegar ég vaknaði hjá henni fyrsta morguninn og var eitthvað svo lítill og leiður, hvernig hún breiddi út faðminn, tók mig í fangið og hugg- aði mig. Frá þeirri stundu hefur hún ætíð verið móðir mín. Myndin er svo skýr að þegar ég hugsa um það, fínn ég lyktina af appelsínunni sem hún gaf mér. Þessi frásögn segir mikið um það hvernig hún mamma var því hún var mjög hvetjandi og jákvæð manneskja. Það var gott að leita ráða hjá henni vegna þess hve hún var reynslurík, raunsæ og traustvekjandi, enda leituðu margir til hennar jafnt ungir sem aldnir. Varla leið sá dagur að ekki kæmi einhver að heimsækja hana og á sunnudögum var oft hópur fólks í morgunkaffi og spjalli hjá henni. Bar hún þá fram mikið úrval af kökum sem hún bakaði að sjálf- sögðu sjálf þó hún væri orðin öldruð og fengu allir eitthvað við sitt hæfí. Þegar ég hóf búskap með henni Rósu og dætrum hennar þeim Helgu Bimu og Kristínu Evu var gott að eiga mömmu að, eins og endra nær. Tók hún börnunum eins og þau væru mín eigin börn. Við fórum að „keppast við að lifa“ eins og mamma kallaði það og stelp- urnar okkar sem þá voru í Lang- holtsskóla höfðu fast athvarf hjá henni Elínu ömmu eins og þær köll- uðu hana, þar beið þeirra öryggi og uppáhalds kökurnar. Lífsviðhorf hennar var kærleikur til manna og málleysingja, en sýnd- argæði voru ekki ofarlega á blaði hjá henni. Ég á því láni að fagna að hafa alist upp hjá henni og bý ég ævin- lega að þeim kærleika sem ég sótti til hennar. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (23. Davíðssálmur) Olgeir Skúli Sverrisson. Ég naut þeirra forréttinda að búa stóran hluta bernsku minnar og öll unglingsár undir sama þaki og amma og afi, hjónin Elín Þorláks- dóttir og Sigurður Grímsson. í íbúð þeirra á neðri hæð hússins á Lang- holtsvegi 76 mætti okkur barna- börnum þeirra ávallt opinn faðmur, heitur matur og hlýtt viðmót. Fyrir rúmum fimmtán árum gerðist það eitt sinn sem oftar að við langmæðginin ræddum hinstu rök tilverunnar við eldhúsborð hennar. Þetta var stund stórrar ákvörðunar um mál sem þoldi ekki bið, en sú ákvörðun snerist um það hvað ég ætti að taka mér fýrir hend- ur í lífinu. Efi og togstreita milli andstæðra sjónarmiða sóttu á huga tvítugs manns, og úr vöndu virtist að ráða. í miðju eintali sálarinnar verður ömmu þá að orði „Þú átt aldrei að sjá eftir því sem þú tekur þér fyrir hendur, bara því sem þú lætur ekki verða af.“ Þessi frýjunar- orð hafa orðið mér minnisstæð, líkt og mörg önnur huggunar- og hvatn- ingarorð sem hún miðlaði mér á langri ævi sinni. í þessum orðum fólst kjarni þeirrar lífsspeki sem hún sjálf lifði samkvæmt alla ævi: að horfa ekki með trega um öxl, heldur að mæta nýjum degi með bjartsýni og æðruleysi. Heilsu ömmu fór smám saman hrakandi hin síðari ár, eftir því sem ellin og sjúkdómar henni tengdir sóttu að. Þótt oft hefði hún orð á að ellin væri mikið böl, tókst henni fram á síðasta dag að viðhalda sömu eðlislægu bjartsýni, glaðlyndi og forvitni um hagi ástvina sinna. Hjá henni var ellihrumleikinn aðeins enn eitt mótlætið sem hún var stað- ráðin í að yfirvinna, á leið til betra lífs, handan þessa heims. Aðalsteinn. Hún elskuleg amma mín, Elín, er lögð af stað i ferðina löngu. Hennar síðustu orð voru þau að hún ætlaði til Ameríku að heimsækja hana nöfnu sína. Ég var stödd ein i Norður-Karolínu þegar fregnin barst, Kristján og stelpurnar höfðu farið heim til Islands en ég átti ekki heimangengt sökum kennslu- skyldu og annríkis. Ég var hins vegar ekki í vandræðum með að taka ákvörðun um að grípa fyrstu vél heim til þess að fylgja henni síðasta spölinn. Allt annað virtist allt í einu veraldlegt og hjákátlegt. Minningarnar sem að mér sóttu voru margvíslegar, hún var svo stór hluti af uppeldi mínu á Langholts- veginum þar sem hún bjó á neðri hæðinni, það má segja að hún hafí verið í senn amma mín, uppalandi og besta vinkona. Hún var alltaf til staðar, og raunar einn fastasti punkturinn i tilveru minni þegar ég var skólastelpa í Langholtsskólan- um. í hádeginu beið mín jafnan heitur matur, eftir skóla ýmist jóla- kaka með stórum súkkulaðibitum og rúsínum eða kleinur með mjólk og svo spiluðum við Marías af mik- illi innlifun og græddum til skiptis á tá og fíngri. Hún amma Elín var einstök manneskja, hafði alltaf lag á því að benda á hið jákvæða í öllum málum og sýna æðruleysi gagnvart öllu því er að höndum bar. Hún var svo einstaklega ern fram eftir öllu. Má þá nefna hversu áhugasöm hún var og rösk þegar mér, mennta- skólastúlkunni datt í hug að hanna og sauma föt þá lá hún ekki á liði sínu þótt áttræð væri orðin og kenndi mér að sníða og sauma. Oft þurftum við að taka upp sprettu- nálina og spretta upp nokkurra klukkustunda vinnu en þolinmæði hennar virtist takmarkalaus og ævinlega urðu úr hin fínustu klæði. Þótt ég viti að hún amma mín hafi verið orðin södd lífdaga, rösklega níutíu og tveggja ára gömul þá sakna ég hennar, ég sakna þess að dætur mínar skuli ekki hafa getað kynnst henni almennilega né notið allrar þeirrar blíðu er hún átti og var svo óspör á. Ávallt fylgdist hún vel með mér og fagnaði hveijum hjalla er mér tókst að klífa. Ég minnist giftingardags míns og skírnardags eldri dóttur okkar sem hlaut nafnið Halla, í höfuðið á móð- ur minni og einkadóttur hennar. Síðast en ekki síst gladdist hún á fæðingardegi yngri dóttur okkar Kötlu, sem bar upp á níræðisaf- mæli hennar og fréttin um fæðing- una barst þegar veislan stóð sem hæst. Nú var dagur að kvöldi kominn hjá henni, hún var svo sannarlega búin að skila af sér innihaldsríkri ævi þar sem hlutverk gefandans var henni svo miklu tamara en þiggjandans. Ég þakka henni allar ljúfu stundirnar sem hún veitti mér. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu’ og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (H. Andrésd.) Elín Sigurgeirsdóttir. Þegar mamma mín, Rósa, kynnt- ist tilvonandi eiginmanni sínum, varð ég svo lánsöm að kynnast henni Elínu ömmu og í tvö ár var það fastur punktur í lífi okkar systr- anna að koma heim til hennar á Langholtsveginn eftir skólann, þar sem hún tók á móti okkur með nýbökuðum kökum, flatbrauði og kexi. Langholtsvegurinn var okkar annað heimili. Hjá Elínu ömmu voru oft gestir, sérstaklega á sunnudögum og var þá oft þröngt í eldhúsinu hennar en alltaf til nóg með kaffinu. Ég minnist Elínar ömmu sem bjartsýnnar og hjartahlýrrar konu. Helga Birna. Mig langar í nokkrum orðum að minnast hennar Elínar ömmu minnar. Það var eitthvað við Elínu ömmu sem gerði það að verkum að mér leið vel nálægt henni, það var alltaf svo gott að koma til hennar því hún var svo góð við alla í kringum sig. Hún var alltaf svo jákvæð og sá björtu hliðarnar á öllu, hún var allt- af tilbúin að gefa sér tíma til að hlusta á mig og föndra með mér. Fyrst þegar ég sá hana var ég sex ára og fór í heimsókn með mömmu og pabba til hennar. Strax við fyrstu kynni fannst mér eins og hún væri amma mín, ég man að alltaf þegar ég kom í heimsókn til hennar tók hún á móti mér með opnum örmum og vildi allt fyrir mig gera. Ég man að einu sinni gisti ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.