Morgunblaðið - 17.07.1997, Side 11

Morgunblaðið - 17.07.1997, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 1997 11 FRÉTTIR Samkeppnisstofnun um auglýsingu á tei Brýtur í bága við samkeppnislög Morgunblaðið/Golli Vargur áferð SAMKEPPNISSTOFNUN telur að sá auglýsingamáti sem notaður var í auglýsingu Heilsuhússins á grænu tei sem birtist í Morgunblaðinu þann 2. júlí síðastliðinn samræmist ekki samkeppnislögum. Að sögn Önnu Birnu Halldórsdótt- ur hjá Samkeppnisstofnun voru í auglýsingunni m.a. fullyrðingar um að drykkja á grænu tei væri ein heppilegasta leiðin til að fyrirbyggja krabbamein. í athugasemd Sam- keppnisstofnunar kemur fram að með hliðsjón af svari Heilsu ehf. um að auglýsingin verði ekki birt aftur muni stofnunin ekki aðhafast frekar í máli þessu. Hafnardagur í fimmta sinn UPPBOÐ á risahumri, fræðslusýn- ing og björgunarsýning með þátt- töku björgunarhunds verður meðal efnis á Hafnardeginum næsta laug- ardag. Hafnardagurinn er nú hald- inn hátíðlegur í fimmta skipti. Árið 1992 var haldið upp á Hafn- ardaginn í fyrsta skipti í tilefni af 75 ára afmæli Reykjavíkurhafnar. Upphaflegt hlutverk Hafnardagsins var að kynna starfsemi Reykjavíkur- hafnar fyrir borgarbúum. Svo vel tókst til að ástæða þótti til að endur- taka leikinn, segir í frétt sem Morg- unblaðinu hefur borist. Dagskrá Hafnardagsins hefst eft- ir hádegi. Hún verður að mestu leyti við Faxaskála og á og við Mið- bakka. Boðið verður upp á skemmti- atriði við allra hæfi. Um kvöldið verður slegið upp harmonikkuballi við Faxaskála og á miðnætti verður flugeldasýning á Faxagarði. í erindi Samkeþpnisstofnunar segir m.a. að auglýsandi verði að geta sannað fullyrðingar þær sem fram koma í auglýsingum á hlutlaus- an og auðveldan hátt, en engar slík- ar sannanir séu í umræddri auglýs- ingu. Auk þess hafi Heilsa ehf. ekki komið neinum sönnunum á framfæri auglýsingunni til stuðnings. Þá segir Samkeppnisstofnun að auglýsingar eigi að vera þannig úr garði gerðar að ekki leiki vafi á að um auglýsingu sé að ræða. Að mati Samkeppnisstofnunar á þetta ekki við um umrædda auglýsingu og brýt- ur hún því í bága við 22. grein sam- keppnislaga. I GÆR þreyttu 266 úrvalsnemendur í eðlisfræði frá 56 löndum keppni í verklegri eðlisfræði. í 5 klst. glímdu þeir hver við sín tilraunatæki, mældu, reiknuðu niðurstöður og skrifuðu jöfnur og gröf sem farar- stjórar hafa nú lokið við að fara yfir. Athygli vekur að þrátt fyrir að verklegi hlutinn hafi ekki verið erfið- ari en búast mátti við veldur árang- ur keppenda eftir fyrstu yfirferð fararstjóranna vonbrigðum. Verklegi hlutinn fjallaði um sam- loku úr rafþrýsti-efni og var sveigja samlokunnar könnuð sem fall af spennumun. Orkutap í samlokunni var metið eftir eina umferð af VARGURINN er samur við sig og veiðir andarunga sér til matar á Tjörninni í Reykjavík þegar tækifæri gefst. Talsvert er um spennubreytingu á milli +36V og -36V. Talsverðrar nákvæmni var þörf við mælingamar en mestum vonbrigðum veldur að keppendur al- mennt skila niðurstöðum á óskipuleg- an og óagaðan hátt þannig að það kernur niður á stigagjöf þeirra. Eng- inn íslendinganna náði hærra en Jón Eyvindur Bjarnason, nemandi við MR, sem fékk rúman helming mögu- legra stiga. Aðrir fararstjórar kvarta undan svipuðu gengi sinna keppenda. Stúlkur eru í miklum minnihluta keppenda og aðeins em 15 kvenkyns keppendur af þeim 266 táningum sem hér keppa. Þetta hlutfall kynj- anna er svipað og verið hefur undan- máv á Tjörninni þó reynt sé að halda honum í skefjum með veið- um og með því að eitra fyrir hann. farin ár. Kanadamenn hafa bætt upp stúlknahlutfallið meðal þátttakenda með því að fela þátttökuliðin í um- sjá leiðsögumanna á sama aldri og keppendur eru og leiðsögumennirnir em flestir stúlkur. Þær vaka móður- lega yfir piltunum og sjá um að þá vanti ekki. 29. Ólympíuleikarnir í eðlisfræði verða haldnir næsta sumar á íslandi og hefur mikið verið spurt um að- stæður íslendinga til að halda mót- ið. Sérstaklega hafa fulltrúar þjóða sem enn keppa ekki á Eðlisfræðileik- unum sótt til skrifstofu íslands til að spyijast fyrir um boðsbréf til að komast inn í hóp keppenda. Islenskir rokkarar til Óslóar ÍSLENSKIR og norskir tón- listarmenn halda uppá 30 ára afmæli Sgt. Pepper’s plötu Bítlana í Osló 27. og 28. sept- ember næstkomandi. Tónleik- arnir verða með svipuðu sniði og þeir sem haldnir voru í Reykjavík í júní, en í Ósló taka þátt Fílharmóníuhljómsveit Óslóarborgar, íslensk rokk- hljómsveit og norskir rokk- söngvarar. Spila með Fílharmóníu- hljómsveit Óslóar „Tónleikamir sem haldnir voru hér með Sinfóníuhljóm- sveit íslands og íslenskum rok- kurum tókust mjög vel,“ sagði Gísli Örn Garðarsson, fram- kvæmdastjóri hjá Nótt og degi sem skipuleggur tónleikana. Gísli sagði að kostnaður við tónleikana í Ósló væri um 9 milljónir króna sem er nokkuð hærri en kostnaðurinn við tón- leikana hér. „Við erum að leita að styrktaraðilum en við erum mjög bjartsýnir á að dæmið gangi upp.“ Áætlaðir eru tvennir tónleikar í Oslo Kon- serthus dagana 27. og 28. september. Hljómsveitarstjórn verður í höndum Ólafs Gauks og Jón Ólafsson er tónlistar- stjóri. Eins og kunnugt er eru 30 ár síðan Sgt. Pepper’s plata Bítlanna kom út en hún mark- aði tímamót á ferli hljómsveit- arinnar og hafði gífurleg áhrif á rokktónlistina. Gísli Örn sagði að Bítlunum hafi verið boðið á afmælistónleikana en óvíst væri hvort þeir gætu komið. Fyrri hluta 28. Ólympíuleikanna í eðlisfræði lokið Almenn vonbrigði með slakan árangur keppenda Sudbury, Kanada. ^ ^ jg * 3 < Við tjöldum aðeins því besta ■<? Hjá okkur færðu alltaf vandaðar vörur á góðu verði. 5 manna hústjald, 43.200 kr. stgr. 4 manna hústjald, 31.482 kr. stgr. Tjaldborð, 4.950 kr. stgr. Kælibox, frá 1.584 kr. stgr. Tveggja hellna eldavél, 11.390 kr. stgr. Allir fimmtudagar eru tjaldadagar í Skátabúðinni en þá er 10% stað- greiðsluafsláttur af tjöldum. -SKARAK framur Snorrabraut 60 • 105 Reyk/avlk • Slml S6I 1045 Netfang skatabud@itn.is ...gsmífiiíffi&ÍÍjBSSWíií

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.