Morgunblaðið - 17.07.1997, Page 33

Morgunblaðið - 17.07.1997, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 1997 33 JN ÞJÓÐGARÐS ðja, skapari i svæðisins igarðs á utanverðu Snæfellsnesi hefur skilað og ákvörðun um stofnun þjóðgarðs bíður nú rsson kynnti sér skýrsluna og ræddi við for- hverfisráðherra um málið. landsins, segir í verndaráætluninni og þar eru miklir gjall- og klepragíg- ar. Svalþúfa og Lóndrangar eru talin hafa mikið fræðslugildi auk þess sem fegurð svæðisins er sögð róm- uð. Sjá má snið í gegnum gjóskugíg þar sem innviðir hans koma vel í ljós. Ströndin milli Malarrifs og Hóla- 1- hóla er talin hafa ótvírætt útivistar- gildi. Þar er klettaströnd með margs konar hraunmyndunum. Gróðurfar og lífríki Gróðurfari er lýst á þennan hátt í verndaráætluninni: „Vel grónar hraunbreiður eru einkennandi fyrir svæðið. Þær þarf að verja enda er slíkur gróður viðkvæmur með af- brigðum fyrir traðki hvers konar. Við friðun fyrir beit má gera ráð fyrir að gróður muni styrkjast og breytast.“ Tvær gróðurtegundir, fléttur af laufuætt, sem ekki hafa íslenskt heiti og eru í bráðri útrýmingar- hættu finnast innan þjóðgarðssvæð- isins. Eini fundarstaður annarrar tegundarinnar er í Berudal í nám- unda við Hólahóla vestast á nesinu en kjörlendi hennar er graslendi. Hin tegundin hefur fundist við Lóndranga', kjörlendi hennar er utan í klettum. Þá er mosategundin Gjótuglit sem finnst í klettum og skútum í ná- grenni Rifs talin í nokkurri hættu og einnig tegundin Ferlaufungur af liljuætt, sem er friðlýst og finnst í nokkrum mæli / Neshrauni og á sér kjörlendi utan í klettum. Öndverðar- neshólar og Neshraun mynda nær óraskaða heild. Gígasvæðið (hólarn- ir) er sérstakt og nokkuð er um hella í hrauninu. í Svörtuloftum (Saxhólsbjargi, Nesbjargi) verpa ýmsar tegundir sjófugla. Fornminjar Fornminjar á svæðinu hafa ekki verið skráðar nema að hluta til. Ljóst er þó að margt merkra minja er innan hins væntanlega þjóðgarðs, m.a. á Djúpalónssandi, í Dritvík, á Öndverðarnesi og Gufuskálum. í Dritvík er TröIIakirkja, og merkar söguminjar. Aflraunasteinarnir Am- lóði, Hálfdrættingur, Hálfsterkur og FuIIsterkur eru þekktir. Svonefndar írskubúðir eru í landi Gufuskála en mikilvægi þeirra er talið felast í því að öll hús, þ.á m. skáli, fjós og smiðja virðast varð- veitt og talið er að bærinn sé frá 10. öld. Á Gufuskálum eru yfir 200 rústir eftir fiskbyrgi, og eru ásamt vörum talin veita vísbendingar um mikið athafnalíf en hvergi eru eins miklar vergagnaleifar sem þar og gætu að mestu leyti verið frá 15. öld, segir í verndaráætlun. Við Bervík eru einstæðar hvilftir eða bollar í hrauni þar sem gras hefur verið slegið og skepnur hafðar á beit. Rústum í Beruvík hefur nokk- uð verið spillt. Skráningu fornminja innan þjóð- garðs á utanverðu Snæfellsnesi er hins vegar ólokið á um það bil helm- ingi þjóðgarðsins, þ.e. svæðinu milli Beruvíkur og Dagverðarár. Sturla Böðvarsson Kemst vonandi á skrið í haust STURLA Böðvarsson alþingismaður, for- maður nefndar til að undirbúa stofnun þjóðgarðs á ut- anverðu Snæfells- nesi, vonast til þess að undirbúningur málsins komist á full- an skrið eftir skoðun í umhverfisráðuneyti í haust og að um- hverfisráðherra hlut- ist til um að þjóð- garðsvörður verði skipaður fyrir hinn nýja þjóðgarð á þessu ári eins og tillögur nefndarinnar gerðu ráð fyrir. Nefndin sem Sturla stýrði var sett á laggirnar áriðl994 í um- hverfisráðherratíð Ossurar Skarphéðinssonar eftir sam- þykkt þingsályktunartillögu um stofnun þjóðgarðs og segist Sturla telja að nægilegt sé að ráðherra lýsi yfir stofnun þjóð- garðs með setningu reglugerðar; óþarft sé að setja lög um málið. Um það hvers vegna hann telji að stofna eigi þjóðgarð á utan- verðu Snæfellsnesi, segir Sturla að svæðið sé einstakt hvað varðar náttúru og umhverfi með Snæ- fellsjökulinn og töluvert svæði, lítt snortið af umferð manna í gegnum aldirnar. „Þarna eru líka athyglisverðar jarðmyndanir og gróðurfar og mannvistarleifar í Dritvík, Ondverðarnesi óg Gufu- skálum sem eru mikilvægar heimildir um atvinnuhætti fyrri alda,“ segir hann. Við þetta bæt- ist að nauðsynlegt sé að búa til athyglisverð svæði þar sem fólk geti fengið að njóta ósnortinnar náttúru og því telji hann mikil- vægt að svæðið verði skipulagt áður en það verður of seint vegna um- ferðar og mann- virkjagerðar. „Við jökulinn hefur ekki verið raskað svo miklu að til skaða geti talist,“ segir Sturla sem telur að efnistaka sem stunduð hefur verið við jökulinn dragi ekki úr gildi hans sem þjóðgarðs. Eftir skoðun í ráðu- neyti og Náttúru- vernd ríkisins verði fyrsta skrefið í mál- inu útgáfa reglugerð- ar þar sem landsvæði þjóðgarðsins verði afmarkað og síðan verði hafist handa um að vinna að framgangi verndaráætl- unar fyrir náttúrufar og fornleif- ar. Veigamesta verkefnið fyrir stofnun þjóðgarðs sé að ná samn- ingum við eigendur þeirra jarða innan þjóðgarðsins sem ekki eru í eigu ríkisins eða Snæfellsbæjar. A jörðunum sem falla innan þjóðgarðsins er ekki stundaður hefðbundinn búskapur og kvaðst Sturla ekki telja að stofnun þjóð- garðs þrengi á nokkurn hátt að byggðinni undir Jökli heldur verði áhrifin af stofnun þjóð- garðs sú að vekja athygli heima- manna á umhverfi svæðisins og náttúrufari og ýta undir tilfinn- ingu manna á svæðinu fyrir því hvað náttúra þess hefur upp á að bj óða auk þess sem auðveldara ' verði að gera ferðamönnum kleift að njóta svæðisins og ferð- ast þar um með skipulagðari hætti en áður. „Mín niðurstaða er sú að þjóðgarður muni draga enn frekar að sér ferðamenn og auðveldara verði að hafa hönd á umferðinni," segir Sturla. Sturla Böðvarsson Guðmundur Bjarnason * Otímabært að dagsetja opnun þjóðgarðs GUÐMUNDUR Bjarnason umhverf- isráðherra kveðst vilja stofna þjóðgarð á utanverðu Snæ- fellsnesi. Hvenær má búast við að þjóð- garðurinn verði opn- aður? „Ég hefði gjarnan viljað sjá það verða meðan ég sit sem umhverfisráð- herra en það er tölu- verð vinna óunnin þannig að það er ótímabært að setja á það dagsetningu," sagði Guðmundur. Skýrsla undirbún- ingsnefndarinnar er nú til skoð- unar hjá ráðuneytinu og Nátt- úruvernd ríkisins og sagði Guð- mundur að málið þyrfti gaum- gæfilegrar skoðunar við þótt skýrsla nefndarinnar og gögn hennar væru vel unnin í hendur stjórnvalda. Um það hvort þjóðgarðsvörð- ur yrði ráðinn á þessu ári til að vinna að undirbúningi málsins sagðist Guðmundur teya að kannski væri nauðsynlegt að fá einhvern aðila til að fylgja þessum málum eftir því þau væru viðamikil. „Ég er ekki viss um að það falli saman að sá einstakl- ingur sem er best til þess fallinn að vera þjóðgarðsvörður sé sá sem er best fallinn til - þess að fara í þessi f ramkvæmdaratriði sem við þurfum að ná saman um. En þetta á eftir að skoða. Mér finnst að það séu þess- ir undirbúningsþættir og skipulagsvinna í kringum það sem þarf að taka á næst.“ Samkvæmt verndaráætlun undirbúningsnefndarinar er gert ráð fyrir því að rekstrar- kostnaður þjóðgarðsins aukist *' úr 6,7 m.kr. í 12,9 m.kr. á fyrstu fimm árunum sem hann verður starfræktur en tekjumöguleikar eru taldir óverulegir í hlutfalli af útgjöldunum. Stofnkostnaður I er talinn 26,6 m.kr., en ekki er | gert ráð fyrir útgj öldum vegna | hugsanlegrajarðakaupa. » Guðmundur Bjarnason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.