Morgunblaðið - 26.07.1997, Page 6
6 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sjúkrahúsi
varpaðúr
Djútsín-vél yf-
ir Amessýslu
Vettvangsæfíng Samvarðar 97 hófst í gær-
morgun. Guðjón Guðmundsson flaug í Ilj-
útsín-vél rússnesku björgunarsveitarinnar og
fylgdist með þegar á annan tug tonna rann
aftur úr vélinni í 1.500 feta hæð.
FLYTJANLEGU sjúkrahúsi
og flutningabíl var varpað
úr Iljútsín flutningaflugvél
rússnesku björgunarsveitarinnar
yfir Árnessýslu í gærmorgun þeg-
ar vettvangsæfing Samvarðar 97
hófst. Á eftir farminum stukku
um 25 björgunarmenn í fallhlífum
í um 1.200 feta hæð. Það var
lágskýjað og rigning og talsverð
spenna meðal björgunarmann-
anna. Aðstæður voru ekki ákjós-
anlegar. Stokkið var úr lítilli hæð
og hraði flugvélarinnar var
300-320 km á klst.
Þegar blaðamaður kom um
borð í Iljútsín-vélina á Keflavíkur-
flugvelli upp úr kl. átta í gær-
morgun voru þar fyrir fjórir félag-
ar í Flugbjörgunarsveitinni sem
ætluðu að taka þátt í æfingunni.
Þeir voru tilbúnir í æfinguna en
það var greinilegt að undirbún-
ingur Rússanna var skemmra á
veg kominn. Nokkrir þeirra sem
komnir voru um borð unnu að því
að festa lausa hluti í innanrým-
inu, svo sem stiga, hlemma utan
af hreyflunum og fleira smálegt.
Aftast í vélinni var pallur með
flutningabíl af rússneskri gerð og
þar fyrir framan var enn stærri
pallur með sjúkrahúsinu flytjan-
lega. Þegar vélin kom til íslands
FALLHLÍFIN að opnast og annar á leiðinni út.
í upphafi æfingarinnar bar hún
einnig litla þyrlu og menn undruð-
ust hvar allur mannskapurinn, 16
sjúkraliðar, 16 manns sem sjá um
að setja upp sjúkrahúsið og 10
björgunarsveitarmenn, hefði
hafst við.
Skipulögð ringulreið
Rússneska sveitin kom um borð
um kl. 9 og var þá þröng á þingi
í þessari stóru vél. Athygli vakti
hve mikil ringulreið var um borð
þegar björgunarliðar leituðu að
búnaði sínum sem var í hlaða við
síðu vélarinnar og útbjuggu sig.
Það var mikið skrafað á rúss-
nesku og kallað og vandfundið
væri það flugfélag sem leyfði jafn
miklar reykingar og stundaðar
voru í þessu flugi.
Pétur Kristjánsson, félagi í
Flugbjörgunarsveitinni, sagði
blaðamanni að þrátt fyrir að fyrir-
komulagið virtist tilviljunarkennt
væru þetta fremstu menn á sínu
sviði. Stökkstjóri Rússanna á til
að mynda að baki 6.500 stökk.
Pétur sagði líka að Rússarnir
væru með fyrsta flokks búnað.
Hvorki sæti né belti
Vélin hóf sig á loft með miklum
vélargný laust eftir kl. 9.30. Eng-
in sæti buðust í þessari flugferð
hvað þá heldur öryggisbelti og
þurftu sumir að gera sér að góðu
að halda í víra sem voru strengdir
í loft vélarinnar. Flugið í Árnes-
sýslu tók vart meira en tíu mínút-
ur en þar var áformað að varpa
út bílnum og sjúkrahúsinu. Sveim-
að var yfir svæðinu nokkra stund
til að reikna út vindáttir og hvar
hentugast væri að varpa búnaðin-
um út. Menn höfðu gefið sér að
búnaðurinn hafnaði á svæði miðja
Undirritaður samningxtr um byggingu heilsugæslustöðvar
670 milljónir í sex nýjar
heilsugæslustöðvar
INGIBJÖRG Pálmadóttir, heilbrigð-
isráðherra, Friðrik Sophusson, fjár-
málaráðherra, og Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, borgarstjóri, undirrituðu
samning ríkis og borgar um bygg-
ingu heilsugæslustöðvar við Efsta-
leiti 3 í Fossvogi á Heilsuverndar-
stöðinni í gær.
Ingibjörg Pálmadóttir sagði að
með opnun nýrrar heilsugæslustöðv-
ar í Laugarási í Biskupstungum hefði
uppbyggingu heilsugæslunnar úti á
landsbyggðinni lokið. Við tæki upp-
bygging heilsugæslustöðva í höfuð-
borginni og í nágrenni hennar. Nú
hefur verið samið um varanlegar
lausnir fyrir 6 heilsugæslustöðvar.
Heildarkostnaður uppbyggingarinn-
Lokið er uppbyggingu
heilsugæslustöðva á
landsbyggðinni og á
næstunni verður hafist
handa við uppbyggingu
slíkra stöðva í Reykjavík
og nágrannabyggðum.
ar er talinn vera um 670 milljónir.
Við undirritun samningsins tók
Ingibjörg fram að heilsugæslustöðin
væri langþráð og staðsetning hennar
hefði verið ákveðin árið 1995. Heilsu-
gæslustöðin verður 874 fm að flatar-
mál og er ætluð fyrir 6 lækna. Bygg-
ingarkostnaður hefur verið áætlaður
um 145 milljónir króna og er gert
ráð fyrir að ríkissjóður greiði rúmar
123 milljónir og Reykjavíkurborg
greiði 21,8 milljónir. Eftir að samn-
ingurinn hefur verið undirritaður
verður byggingin boðin út í einu lagi
og eru verklok áætluð í marsmánuði
árið 2000. Nú starfa 3 læknar við
heilsugæslustöðina í húsnæði Sjúkra-
húss Reykjavíkur í Fossvogi.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borg-
arstjóri, tók undir með nöfnu sinni
að um langþráða stund væri að ræða.
Hún nefndi í því sambandi að síðast
hefði ný heilsugæslustöð í Reykjavík
verið vígð við Vesturgötu árið 1989.
Þegar hin nýja heilsugæslustöð yrði
vígð yrðu því 11 ár liðin frá því vígð
hefði verið heiisugæslustöð í Reykja-
víkurborg. Enn hefði talsverður ijöldi
borgarbúa ekki aðgang að heilsu-
gæslustöð og úr því væri brýnt að
bæta.
Varanlegar lausnir fyrir 6
heilsugæslustöðvar
Hjá Ingibjörgu Pálmadóttur kom
fram að uppbygging heilsugæslu-
stöðvanna í borginni hefði verið
grundvallaratriði í samningi ríkis og
heilsugæslulækna á síðasta ári. Nú
þegar hefur verið samið um varan-
legar lausnir fyrir 6 heilsugæslu-
stöðvar í höfuðborginni og nágrenni
hennar. Leigusamningur fyrir heilsu-
gæslustöð í 500 fm húsnæði í Þver-
holti 2 í Mosfellssveit var undirritað-
ur í maí sl. Leigutíminn er 15 ár og
ber leigusala að skila húsnæðinu til-
búnu til notkunar í ársbytjun árið
1998. Með samningnum flyst heilsu-
gæslustöðin úr 250 fm húsnæði á
Reykjalundi.
ÞÚ KAUPIR
EINN KjÓL Á ÚTSÖLUNNI
OG FÆRÐ ANNAN
ÓKEYPIS
S U Ð Ú RK RINGLUN N I
Morgunblaðið/Jim Smart
SKRIFAÐ undir samning ríkis og borgar um byggingu heilsu-
gæslustöðvar í Fossvogi, f.v. Friðrik Sophusson, fjármálaráð-
herra, Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra, og Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri.
I
l
Undirritaður var samningur um
byggingu fyrsta áfanga heilsugæslu-
stöðvar við Smárahvamm í Kópavogi
árið 1995. Verklok við heilsugæslu-
stöðina eru áætluð í byrjun mars á
næsta ári. Húsið er 840 fm að flatar-
máli og er heildarkostnaður áætlaður
133 milljónir króna. Nýju heilsu-
gæslustöðinni er ætlað að koma til
viðbótar núverandi heilsugæslustöð
í Fannborg 7-9. Húsnæðið er ekki
aðeins óhentugt heldur er einnig
löngu orðið of þröngt um vaxandi
starfsemi heilsugæslustöðvarinnar í
Fannborginni.
Samið hefur verið við Álftárós
ehf. um kaup á húsnæði fyrir heilsu-
gæslustöð á Garðatorgi 7 í Garðabæ.
Kaupverðið er um 109,3 milljónir.
Seljandi skilar húsnæðinu tilbúnu til
notkunar 1. október nk. Nýja heilsu-
gæslustöðin verður I 923 fm hús-
næði eða rétt rúmlega helmingi
stærra húsnæði en núverandi hús-
næði við Garðaflöt 16-18.
Undirritaður hefur verið samning-
ur við Öldrunarsamtökin Höfn um
leigu á viðbótarhúsnæði fyrir heilsu-
gæslustöðina Sólvang í Hafnarfirði.
Leigutíminn er 5 ár og er að þeim
tíma liðnum gert ráð fyrir því að
eignin verði keypt. Kaupverðið er
samkvæmt núverandi verðlagi 30,7
milljónir króna. Nýja húsnæðið er
við Sólvangsveg 3 og er 313 fm að
flatarmáli. Við hana er áformað að
2-3 læknar ásamt aðstoðarfólki
starfi.
Nú er unnið að teikningum á D-
álmu Sjúkrahúss Suðumesja. Þar er
áætlað að stækka heilsugæslustöðina
um 121 fm. Nýja húsnæðið verður
til viðbótar öðru eldra og liggur vel
að því. Kostnaður er áætlaður um
17,5 milljónir og er gert ráð fyrir að
verkinu ljúki í byrjun næsta árs.
Viðræður um úrbætur
í Grafarvogi )
Sérstaklega er getið um að nauð- I
synlegt sé að efla ofangreindar heilsu-
gæslustöðvar í greinargerð heilbrigð-
is- og tryggingamálaráðuneytisins frá
því í júlí í fyrra. Einnig er talað um
að efla þurfi heilsugæslustöðvar í
Grafarvogi, Voga- og Heimahverfí, á
Hlíðasvæði og stækka heilsugæslu-
stöð í Árbæ. Vonir standa til að við-
ræður um úrbætur í Grafarvogi skili
árangri á næstu vikum. í greinargerð-
inni er gert ráð fyrir að úrbótum í
byggingarmálum heilsugæslustöðv- )
anna verði lokið árið 2005.
Eins og áður er getið hafa varan-
legar úrbætur fengist á 6 heilsu-
gæslustöðvum á fyrsta árinu. Áætl-
aður kostnaður vegna þeirra lausna
er um 434,8 milljónir króna af þeim
670 milljónum króna sem gert er ráð
fyrir í áðumefndri greinargerð að
heildarkostnaður verði við þessa upp-
byggingu. Þá er ekki talinn með
kostnaður vegna leiguhúsnæðis í
Mosfellssveit. Stækkun heilsugæslu-
stöðvanna verður samtals um 2.600
fm.