Morgunblaðið - 26.07.1997, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.07.1997, Blaðsíða 7
1 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ljósmynd/Chris North UNDIRBÚNINGUR í fullum gangi fyrir stökkið. Búið er að varpa út flutningabilnum og sjúkrahúsinu. vegu milli Eyrarbakka og Selfoss, nálægt Sandavík. Upp úr kl. 10 kvað við rússnesk raust í hátalarakerfi vélarinnar. Björgunarliðar hlustuðu í fyrstu hljóðir en síðan heyrðist kurr í mannskapnum. Þeim hafði verið fyrirskipað að skipta um fallhlífar, taka af sér ferhyrndu hlífarnar og setja á sig kringlóttar fallhlífar sem notaðar eru þegar stokkið er úr lítilli hæð. Veðrið var farið að setja strik í reikninginn. Það gerði líka vonir Flugbjörgunarsveitar- mannanna fjögurra að engu. Þeir höfðu ætlað að stökkva með einni af fremstu björgunarsveitum heims og taka þátt í umfangs- mestu almannavarnaæfingu sem haldin hefur verið á íslandi. En þeir höfðu ekki búnað til að stökkva við þessar aðstæður. STÖKKSTJÓRI rússnesku björgunarliðanna leggur íslendingun- um, Ólafi H. Ólafssyni, Guðmundi Guðjónssyni, Pétri Kristjáns- syni og Konráð Skúlasyni, lífsreglurnar fyrir stökkið sem aidrei var stokkið. Pétur, sem á 220 stökk að baki, og Konráð sem hef- ur stokkið 240 sinnum, voru stökksljórar íslenska hópsins. Kl. 10.13 skar í óvarin eyrun eitt það háværasta flautuhljóð sem undirritaður hefur þurft að þola. Um leið opnaðist afturhleri flug- vélarinnar og fallhlífar skutust út um opið. Þær drógu á eftir sér pallinn með flutningabílnum sem aftur dró á eftir sér fallhlíf sem tengd var pallinum með sjúkrahús- inu. Það liðu vart meira en 10 sekúndur áður en allur farmurinn var kominn út úr vélinni og sveif niður 1.500 fet í fallhlífum til jarð- ar í Árnessýslunni. Svo hljóðlega og snurðulaust gekk þetta fyrir sig að eftir á að hyggja var eins og það hlyti að hafa verið óþarfi að þeyta flauturnar af svo miklum móð. Læknarnir skildir eftir 12 mínútum síðar stukku fyrstu björgunarliðarnir þegar vélin var í um 1.200 feta hæð. Stokkið var út um dyr á stjórn- borða og bakborða á framan- verðri vélinni, sex hvorum megin í einu. Þar sem stokkið er úr svo lítilli hæð og við slæm veðurskil- yrði geta fallhlífarstökkvararnir aðeins að litlu leyti stýrt för sinni til jarðar. Það var því áhöfnin í flugstjórnarklefanum, sem reikn- aði út hagstæðasta stökktímann miðað við vindáttir og ákvað hve- nær yrði stokkið. Um kl. 10.35 stukku síðustu björgunarliðarnir en vegna erfiðra aðstæðna varð að skilja eftir tvo lækna, sem áttu að vera farþegar á leiðinni niður. Á leiðinni til baka til Keflavíkur gafst blaðamanni tækifæri til að setjast í stjórnklefa Iljútsínvélar- innar og fylgjast með aðfluginu. Á slaginu ellefu snerti vélin jörð og velheppnaðri æfingu var lokið. BMW 3 línan með spólvöm / læstu drifi VERO FRÁ 2.288.000 % Q B8.L Suðurlandsbraut 14, sími 553 8636 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1997 7 FRAMÚR- SKARANDI Fylgstu meb í Kaupmannahöfn ptorgtmMatoið ■kjarni málslns! Ö Á SeleCt hraðverslununum við Suðurfell og Vesfurlundsveg fæst ilmandi nýtt brauð og bakkelsi allan daginn, alla daga vikunnar. Við bökum sjólf oft á dag og tryggjum þannig bæði gæði og ferskleika. oeiecr ALLTAF FERSKT SHEILSTÖDVARNAR VID VESTURLANDSVEG OG SUDURFELL www.shell.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.