Morgunblaðið - 26.07.1997, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 26.07.1997, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1997 9 FRÉTTIR Morgunblaðið/Eiríkur Benjamínsson GUNNAR Stígsson fékk þennan 17 punda hæng í Hellisá á Síðu. Agnið var heimagerð fluga númer 12. Búist við 2.000 löxum úr Norðurá NORÐURÁ í Borgarfirði fór yfir 1.200 laxa á föstudagsmorgun. Þetta er ívið betri veiði en á sama tíma í fyrra. Þá fengust alls 1.960 laxar úr ánni og sagðist Bergur Steingrímsson, framkvæmda- stjóri SVFR, vona að Norðurá færi yfir 2.000 laxa í sumar. Undanfarna daga hefur fengist heldur vænni fiskur en dreginn var á sama tíma í fyrra. Sem vænta má er mikil eftirspurn eftir veiðileyfum í Norðurá og eru allar stangir á svæði 2 seldar í sumar og að seljast upp á svæði 1, enda nógur fiskur í ánni að sögn Bergs. Veiði í Stóru-Laxá í Hreppum fór rólega af stað en hefur glæðst upp á síðkastið, enda venjulega meiri veiði í ánni síðsumars. Á miðvikudag voru komnir 59 laxar af svæðum 1 og 2, á 3. svæði 56 laxar og 44 af því fjórða, samtals 159 laxar. Elliðaárnar eru ekki nema hálf- drættingur á við síðasta ár. Á fimmtudagskvöld voru komnir 253 laxar úr ánum. Bergur Stein- grímsson sagði menn hafa ýmsar skýringar á þessum samdrætti, meðal annars að veiðin byggðist mikið á sleppingum. í fyrra var engum fiski sleppt og öllum seið- um fargað. Gott í Leirvogsá Tuttugu og einn lax kom á land úr Leirvogsá á þriðjudag og höfðu þá veiðst alls 190 laxar í ánni í sumar. Veitt er á tvær stangir og er þessi afli því að meðaltali 3,27 laxar á hvern stangardag. Nægur fiskur mun vera í ánni. Búið er að sleppa á fimmta hundrað hafbeitarlaxa í Hellisá á Síðu. Vel hefur aflast frá því veiði hófst 12. júlí síðastliðinn. Veitt er á þrjár stangir og fyrstu ellefu veiðidagana fengust 50 laxar og tólf 2-3 punda urriðar í Hellisá. Að sögn eins umsjónarmanna ár- innar kom þessi urriðaveiði mönn- um nokkuð á óvart. Hörgsá á Síðu, neðan brúar, hefur verið ágætist sjóbirtingsá. Veiðimenn, sem voru þar á fimmtudag, fengu einungis einn sjóbirting en þrjá laxa, 7-11 punda og nokkrar bleikjur. Formaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn Flóknar rannsóknir nauðsynlegar á Laxá SETTUR hefur verið fram rann- sóknarammi á áhrifum sandburðar í Laxá og mun Náttúrurannsókna- stöðin við Mývatn hafa frumkvæði að þeim rannsóknum og fá meðal annarra til liðs við sig vatnamæl- ingamenn Orkustofnunar. Gísli Már Gíslason prófessor og stjórnarfor- maður stöðvarinnar segir að margs konar og flóknar rannsóknir þurfi að fara fram áður en hægt sé að segja nokkuð með vissu um áhrif sandburðar á lífríki Laxár. Árni Einarsson kynnti rann- sóknaáætlunina á fundi í Veiðifé- lagi Laxár og Krákár á miðviku- dagskvöld og var leitað eftir við- brögðum fundarmanna. Gísli Már Gíslason segir að nú þurfi að út- færa áætlunina frekar í samráði við fleiri sérfræðinga á þessum sviðum. Byrjað að mæla þykkt á sandi Rannsóknirnar munu í fyrsta lagi beinast að því hversu mikill sandur sé í Kráká og Laxá og í öðru lagi hvernig hann berst um árnar. Er þegar byijað að mæla þykkt á sandi á nokkrum stöðum til að prófa að- ferðafræðina. Síðan þarf að kanna áhrifin sem Gísli segir að sé mun viðameiri og flóknari þáttur. „Við vissum að sandur eyðilegg- ur hrygningarsvæði, búsvæði fyrir mý og annað en jafnvel þótt hægt væri að bæta það þarf að spyija hvort bitmýið hafi þá nóg að éta og þar fram eftir götunum," sagði Gísli. Hann sagði einnig að spyija þyrfti hvort hrygningarsvæðin tak- mörkuðu fjölda laxa eða fæðan fyr- ir laxaseiðin. Gísli nefndi sem dæmi að á urr- iðasvæðinu efst í Laxá væru náin tengsl milli fæðuframboðs, þ.e. þéttleika á lirfum og framleiðslu og veiði á urriða og virtust hrygn- ingarsvæðin þar ekki hafa áhrif. Einnig benti hann á að sýnt hefði verið fram á að ástandið í sjó hefði mikil áhrif á laxinn þegar hann héldi til sjávar eftir fyrstu þijú árin í ánum og kæmi til baka að einu til tveimur árum liðnum. Sagði hann að ekki væri hægt að taka einn þátt út úr samhengi og halda fram að hann einn hefði dregið úr lax- veiði enda sýndi 20 ára meðaltal að Laxá væri gjöfulasta laxveiðiá í landinu þótt sveiflur væru milli einstakra ára. Taldi Gísli eðlilegast að beðið væri eftir niðurstöðu um hver áhrif sands væru og spyija þyrfti einnig hvaða áhrif stífla hefði og fyrst þegar það lægi fyrir væri hægt að fjalla um hversu há slík stífla gæti orðið. Breyting á stíflu- hæð væri aðeins heimil samkvæmt verndarlögunum ef vernda þyrfti lax eða rækta. Ef í ljós kæmi að hærri stífla verndaði Laxá eða bætti fiskirækt mun stífluhæðin einvörð- ungu ráðast af verndarforsendum en ekki virkjunarforsendum. Á alþjóðlegri skrá um mikilvæg votlendissvæði Gísli Már Gíslason sagði að hafa bæri í huga að lífríki Laxár væri á alþjóðlegri skrá um mikilvæg vot- lendissvæði sem Island væri aðili að og hefði það verið fyrsta íslenska svæðið s_em tilkynnt hefði verið á þá skrá. íslenska ríkisstjórnin hefur skuldbundið sig til að breyta ekki vistfræðilegum eiginleikum Mý- vatns og Laxár samkvæmt þessum sáttmála. Fjárveiting til Rannsóknastöðv- arinnar er í ár 5,1 milljón króna auk 2,6 milljóna sem Kísiliðjan leggur henni til vegna vöktunar á lífríkinu fyrir verksmiðjuna auk þess sem stöðin hefur fengið fram- lög úr rannsóknasjóðum til sér- stakra verkefna sem oft _eru unnin í samvinnu við Háskóla íslands. ' Uimiinimii Islensk list skemmtileg brúðargjöf MIÐAR3S _ SKART Skólavörðustíg lóa Sími 561 4090 Tilboð opnuð í íþrótta- hús í Mosfellsbæ TILBOÐ í framkvæmdir og hönnun nýs íþróttahúss í Mosfellsbæ sem vera á við íþróttamiðstöðina á Varmá hafa verið opnuð, en fjórir verktakar höfðu verið valdir til að taka þátt í lokuðu alútboði. Aðalboð verktakanna fjögurra hljóða þannig: Byrgi ehf. bauð 196 milljónir í verkið, Límtré hf. bauð 224 milljónir, Islenskir aðalverktak- ar buðu 254 milljónir og Álftárós ehf. bauð 274 milljónir. Að sögn Tryggva Jónssonar bæjarverkfræð- ings Mosfelisbæjar bjóða verktak- arnir síðan svokölluð fráviksboð frá aðalboðunum, sem felast í því að ákveðnum atriðum er breytt annað- hvort til lækkunar eða hækkunar á aðalboðinu. í alútboðsgögnunum var miðað við það að heildarkostnaður við verkið yrði í kringum 200 milljón- ir króna. Þá var gert ráð fyrir því að íþróttahúsið yrði ekki minna en um 2.700 fermetrar. Dómnefnd skoðar tilboðin Jóhann Siguijónsson bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir að bæjarstjóm hafi valið dómnefnd, skipaða bæjar- fulltrúum, verkfræðingi og fulltrúa Ungmennafélagsins Aftureldingar, til að vega og meta tilboðin með til- liti til hönnunar hússins og verðs á framkvæmdum. Tillögur dómnefnd- arinnar eru nú til skoðunar og segir Jóhann að bæjarstjórn stefni að því að taka endanlega ákvörðun um það hvaða tilboði verði tekið í næstu viku. Gert er ráð fyrir því að fram- kvæmdir við íþróttahúsið hefjist næsta haust og ljúki um áramótin 1998/99. Útsala TESS v ncð Ák' neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opiðídag kl. 10-14. Stórútsala Útsalan hefst á mánudaginn Mjög mikill afsláttur f| lm m Eddufelli 2, sími 5571730. HJÁ ANDRÉSI Útsala á sumarfatnaði 20-50% afsldttur Dæmi: Jakkaföt áður 14.900 nú 11.920 Stakir jakkar áður 11.700 nú 9.360 Stakar buxur áður 3.900 nú 1.950 Golfbuxur áður 4.900 nú 3.430 Vandaðar vörur á vœgu verði ANDRES Skólavörðustíg 22A, s. 551 8250. Póstkröfuþjónusta. UER Við fögnum verslunarmannahelginni og bjóðum QOTo afslátt aföllum vörum í dag og í nœstu viku. Opiðfrá kl. 10-22 mán.-fim. 28.-31. jálí. 5íssa tískuhús Hverfisgötu 52. sími 562 500

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.