Morgunblaðið - 26.07.1997, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 26.07.1997, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1997 13 Tjaldglsting fyrir fullorðna kostar 350 krón- ur nóttin, en fyrir börn á aldrinum 12 til 15 ára kostar hún 150 krónur. Frítt er fyrir börn yngri en 12 ára. Gisting í skálanum fyrir þá sem eru eldri en 12 ára kostar 750 krónur, en fyrir böm á aldrinum 6 til 11 ára kostar gistingin 350 krónur. Svefnpokapláss fyrir 12 ára og eldri kostar 450 krónur, en fyrir böm á aldrinum 6 til 11 ára kostar það 200 krónur. Fjölskyldu- og listflugmót í Múlakoti Flugmálafélag íslands efnir til árlegrar flöl- skylduhátíðar fyrir flugáhugamenn og fjöl- skyldur þeirra um verslunarmannahelgina. Að venju er komið saman við Múlakot í Fljótshlíð. A mótinu munu vélflugmenn, svifflugmenn, svifdrekamenn, módelmenn og fallhlífarmenn gangast fyrir margs konar uppákomum. Á svæðinu verður loftkastali og leiktæki sem íþrótta- og tómstundaráð hefur lánað og verð- ur farið í ýmsar þrautir og skemmtanir sem henta öllum aldursflokkum. Má þar nefna boðhlaup, lendingarkeppni, stangartennis, pokakast, happdrætti og margt fleira. Vegleg verðlaun verða veitt sigurvegurum. Þeim sem hafa áhuga á að skoða Fljótshlíð- ina og umhverfi Þórsmerkur úr lofti gefst kostur á útsýnisflugi með fiugvél, en einnig ætlar Svifflugfélag Islands að vera með svif- flugu á staðnum ef veður leyfir. Á laugardags- kvöldið verður grillveisla. Selt er sérstaklega inn á þá gleði og kostar miðinn 1.500 krón- ur. Frítt er fyrir börn. Veislunni lýkur með varðeldi og söng fram eftir nóttu. Listflugkeppni er fyrirhuguð á laugardaginn frá kl. 12 til 16. Verði veðurskilyrði hins vegar slæm verður keppnin færð yfir á sunnudag. Aðgangur er ókeypis inn á svæðið en tjald- stæði fyrir þrjár nætur kostar 1.500 krónur. Kirkjubæjar- klaustur Dagskrá um verslunarmannahelgina á Kirkjubæjarklaustri verður eins og hingað til sniðin að þörfum fjölskyldunnar. Þar verða í boði gönguferðir með leiðsögn, leikir fyrir börnin, sögustund í Kapellunni, tónlistarflutn- ingur, útimarkaður og fleira. Á laugardags- kvöldið verður haldinn dansleikur í félagsheim- ilinu Kirkjuhvoli og á sunnudagskvöldið verður varðeldur og fjöldasöngur við tjaldstæðið á Kleifum. Á sunnudag verður haldin guðþjón- usta í bænhúsinu á Núpsstað. Eins og venjulega er hægt að skreppa í golf, fara í sund og á hestbak, veiða í ám og vötnum eða að fara í dagsferðir frá Klaustri. Áfangastaðir eru m.a. Lakagígasvæðið, Núps- staðarskógar, Skaftafell og Skálafellsjökull, hringferð um Öldufellsleið, Eldgjá og Skaftárt- ungu og niður í fjöru. Áætlunarferðir eru daglega frá Reykjavík að Kirkjubæjarklaustri og kostar ferðin 2.500 krónur. Tjaldgisting inni í þorpinu kostar 400 krónur fyrir manninn eina nótt, en frítt er fyr- ir 14 ára og yngri. Tjaldgisting fyrir utan þorp- ið kostar 300 krónur fyrir manninn eina nótt. Neistaflug ’97 Fjölskylduhátíðin Neistaflug verður haldin í fimmta sinn á Neskaupstað um verslunar- mannahelgina. Hátíðin fer að mestu fram í miðbænum og verður sett á föstudag. Sá dag- ur verður tileinkaður Norðfirðingum og munu heimamenn sjá um öll skemmtiatriði. Til dæm- is munu lúðrasveitin og harmonikkufélagið sjá um tónlistina og Neistaflugslagið verður frum- flutt. Þá verður boðið upp á útsýnisflug og kajakaleigu. Dagurinn endar á skemmtun á Hótel Egilsbúð um kvöldið með norðfirsku tón- listarfólki í umsjón Btján, samtaka norðfirskra tónlistarmanna. Á laugardag og sunnudag munu þekktir listamenn mæta til leiks og má þar nefna Pál Óskar Hjálmtýsson, Milljónamæringana og Bjarna Ara, Todmobile, Furðuleikhúsið, töfra- manninn Pétur pókus, Ingveldi Ýr og fleiri. Þá eru ýmsir íþróttaviðburðir á dagskrá og má þar á meðal nefna strandblakmót, götu- körfuboltamót og víðavangshlaup. Frítt er inn á hátíðarsvæðið og tjaldstæði eru ókeypis. Vopnaskak á Vopnafirði Fjölskylduhátíðin Vopnaskak á Vopnafirði verður eins og undanfarin ár haldin um versl- VERSLUNARMAININAHELGIN unarmannahelgina. Á föstudag hefst dagskrá Vopnaskaksins með skrúðgöngu kl. 16 frá Austurborg. Þaðan verður haldið niður á kaup- félagsplan, þar sem Götuleikhús Hins hússins mun koma fram, auk Leikfélags Seyðisíjarðar sem mun sýna atriði úr Dýrunum í Hálsa- skógi. Þá mun hljómsveitin Stimið Síríus troða upp. Um kvöldið eða kl. 21 til 22 verða fjöl- skyldutónleikar með Greifunum í Miklagarði. Aðgangur verður ókeypis. Á laugardag verður boðið upp á ýmsa af- þreyingu fyrir börnin, eins og sjóstangaveiði- mót og fjársjóðsleit við fótboltavöllin. Um kvöldið eða kl. 21 til 23 verður söngleikurinn Evita kynntur í Miklagarði í flutningi hljóm- sveitarinnar Todmobile. Aðgangur er ókeypis. Dansleikur með hljómsveitinni Todmobile verður svo í Miklagarði frá kl. 24 til 3.30. Á sunnudag hefst messa í Vopnafjarðar- kirkju kl. 14 og mun sr. Gunnar Siguijónsson predika. Þá mun verða sundlaugarhátíð frá kl. 15 til 18 þar sem Jóhannes Kristjánsson eftirherma mun m.a. koma fram. Fjölskyldu- tónleikar með SSSÓL hefjast í Miklagarði kl. 21 og verða í klukkutíma. Aðgangur er ókeyp- is. Kl. 22.30 verður varðeldur á Merkistúni og þá mun einnig verða haldin flugeldasýning. Dansleikur með SSSÓL verður síðan hald- inn í Miklagarði frá miðnætti og fram eftir nóttu. Verð á alla dansleikina á Vopnaskaki er 2.000 krónur, en tilboðsverð á alla þijá dans- leikina er 5.000 krónur. Frítt er inn á tjald- stæði á Vopnafirði. bítar, Niður, SSSól og Stjórnin auk Páls Ósk- ars og Snara. Þá er margt í boði fyrir alla ijölskylduna annað en tónlist. Má þar nefna Brúðubílinn, Sögusvuntu Hallveigar Thorlacius, Ævintýra- leikhúsið, Pétur pókus, tískusýningu, þolfimi- sýningu og fleira. Götuleikhópur mun setja svip sinn á bæinn, útimarkaður verður á göngu- götu og við höfnina verður hægt að fara í teygjuhopp og bátasiglingu. Þá verður hægt að fara í útsýnisflug frá Akureyrarflugvelli. Tjaldsvæði eru þijú: í Kjamaskógi, á félags- svæði Þórs og á KA-svæðinu. Rútuferð hjá BSÍ fram og til baka frá Reykjavík kostar 7.000 krónur. Síldarævintýrið á Siglufirði Síldarævintýrið á Siglufirði er haldið í sjö- unda sinn um verslunarmannahelgina. Bæjar- myndin breytist og tekur á sig mynd gamla Síídarbæjarins iðandi af ljölbreyttu mannlífi. Gamla síldarstemmningin verður rifjuð upp bæði með söltunarsýningum og dansi á bryggj- um og torgum. Samhliða síldarstemmningunni er reynt að bjóða upp á afþreyingu fyrir böm á öllum aldri. Meðal þess sem í boði verður á Siglufirði má nefna varðeld og bryggjuball, skemmtisigl- ingar um Sigluíjörð, hestasýningu, Dorgveiði- BINDINDISMÓTIÐ í Galtalæk verður haldið í þrítugasta sinn nú um verslunar- mannahelgina. Vegna tímamótanna verður sérstök áhersla lögð á skemmtanir fyr- ir unglinga en einnig verður ýmislegt í boði fyrir yngstu kynslóðina. Sveitalíf í Eyjafirði Fjölskylduhátíðin Sveitalíf verður haldin í annað sinn á Hrísum í Eyjafjarðarsveit um verslunarmannahelgina og hefst hún á föstu- dag. Á hátíðinni verður boðið upp á fjöl- breytta dagskrá alla helgina. Börnin fá að stýra dráttarvél úti á túni. Skralli trúður á afmæli og heldur afmælisveislu á hátíðinni. Hestar verða á bænum og teymt undir bömum og þeim sem óvanir em. Jafnframt er boðið upp á hestaleigu fyrir þá sem vilja í lengri reiðtúra. Þá verður boðið upp á fjallgöngu, leikfimi og skemmtiskokk, skipulagða leiki úti á túni og auk þess er áætluð hópferð í sund á Hrafnagili. Einnig er hægt að fara í golf. Á laugardagskvöld verður varðeldur tendrað- ur. Á Hrísum hefur hlaðan öðruvísi hlutverk en flestar aðrar hlöður því þar verður boðið upp á bamadansleiki, diskótek og hlöðuball með lifandi tónlist alla helgina. Hljómsveitin Far- malls verður á staðnum og mun leika sveita- söngva og línudanslög. Þá mun Jóhann Öm Ólafsson danskennari stjórna hlöðuböllunum og kenna hátíðargestum að dansa línudans. Grillveisla verður öll kvöldin, en auk þess er almenn veitingasala á staðnum. Ekkert hátíðargjald en tjaldstæði á túninu kostar 1.000 krónur. Halló Akureyri Hátíðin Halló Akureyri verður nú haldin í íjórða sinn. Setningarhátíð verður fimmtudag- inn 31. júlí, þar sem Lúðrasveit Akureyrar og hljómsveitin PKK munu m.a. koma fram. Fleiri hljómsveitir munu troða upp um verslun- armannahelgina svo sem Gimp, 200.000 nagl- keppni og guðsþjónustu í Hvanneyrarskál. Bíó- salurinn og Hótel Lækur bjóða upp á dansleiki öll kvöld helgarinnar og meðal hljómsveita sem troða upp má nefna Sixties, Gauta, Sóldögg, Miðaldamenn og Harmonikkusveit Siglufjarðar. Ekkert kostar á síldarævintýrið. Þijú skipu- lögð tjaldsvæði eru á Siglufirði og verður mkk- að um gjald við inngang þeirra. Kántrýhátíð á Skagaströnd Kántrýhátíð verður haldin í íjórða sinn á Skagaströnd um verslunarmannahelgina með viðeigandi kántrýstemmningu. Á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld munu hljóm- sveitir troða upp og má m.a. nefna hljómsveit- ina Texas Two-step og Lukkulákana. Á daginn verður útimarkaður og gefst fólki kostur á að fylgjast með eða taka þátt í pók- er- og lomberspili. Þá verður línudanskennsla og keppni, kúrekabíómynd verður sýnd, boðið upp á hestaleigu, götuleikhús sýnir listir sínar og margt fleira. Auk þess er hægt að líta inn í Kántrýbæ og hitta eða hlusta á Kántrýkóng- inn Hallbjöm Hjartarson í villta vestri norðurs- ins. Á sunnudinn verður fjölskylduguðsþjónusta sem séra Egill Hallgrímsson sér um. Tjaldstæði í bænum verða án endurgjalds. Vestfírðir um verslunar- mannahelgina Á Vestfjörðum verður hægt að velja um margs konar afþreyingu um verslunarmanna- helgina. Á Ströndum verða sveitaböllin á sín- um stað. Á föstudagskvöldið verður dansleikur í Trékyllisvík og í Sævangi spilar hljómsveitin Sixties laugardag og sunnudag. Við Hótel Laugarhól verður boðið upp á veiði um verslun- armannahelgina auk gönguferða og tónlistar. Á Hólmavík munu Húsdraugarnir spila á Café Riis öll kvöldin og á fimmtudaginn sýnir Kaffi- leikhúsið þar Djúpavíkurævintýrið. Stranda- hestar verða með skipulagðar hestaferðir og handverksmarkaður verður í sölutjaldi Strand- akúnstar. Á sunnanverðum Vestíjörðum verður ýmis- legt um að vera. í Þorskafirði í Reykhóla- sveit halda Ásatrúarmenn sumarblót á laug- ardaginn og á eftir verður veisla á Hótel Bjarkarlundi. Sérstakt mót verður í Vatns- firði, sem ber heitið Flókalundur og fjölskyld- an. Þar verður m.a. boðið upp á hjólreiðar, leiki, sandkastalakeppni, varðeld á laugar- dagskvöldið, kajakasiglingu á Vatnsfírði og guðsþjónustu á sunnudaginn. Þá verða gönguferðir í boði. Á laugardag verður geng- ið um Fagradal í Tálknafirði með leiðsögn og daginn eftir verður farið á Rauðasand og gengið þaðan að surtarbrandsnámunni í Stál- fjalli. Báðar gönguferðirnar taka um það bil sex til sjö tíma. Á norðanverðum Vestfjörðum má helst nefna að sandkastalakeppni verður haldin í Önundarfirði. Á ísafirði verður sumarkvöld í Neðstakaupstað á fimmtudagskvöld. Snæfellsásmótið Snæfellsásmótið „Mannrækt undir Jökli“ verður haldið í ellefta sinn á Brekkubæ, Helln- um, um verslunarmannahelgina. Mótið verður sett kl. 22 á föstudagskvöld og stendur með samfelldri dagskrá fram á miðjan mánudag. Dagskrá mótsins verður sett upp fyrir þá sem vilja fræðast meira um sjálfsrækt og andlega vinnu, en aðalgestur mótsins er Þórhallur Guðmundsson miðill. Hann verður með skyggnilýsingu á laugardagskvöldið og seinni- part sunnudags verður hann með fyrirlestur um dáleiðslu og mun dáleiða fólk úr salnum aftur í fyrri líf. Auk þessa verður boðið upp á fjölda ann- arra fyrirlestra um málefni eins og líkamsstöð- ur og hollt mataræði, markmiðasetningu og kynningu á Bænasamtökum alheimsfriðar. Þá verður hægt að komast á ýmis námskeið eins og til dæmis einkatíma í spila- og spálestri, námskeið fyrir þá sem vilja hætta að reykja og námskeið 5 málun árumynda. Aðgangur á Snæfellsásmótið kostar 2.900 krónur en frítt er fyrir börn yngri en 14 ára. Forsala aðgöngumiða á 2.500 krónur verður í versluninni Betra lífi á Laugavegi og á Brekkubæ til 25. júlí. Tjaldstæði er innifalið í mótsgjaldinu. Pakkaferð hjá BSÍ kostar 6.900 krónur en ókeypis er fyrir börn yngri en 14 ára. Sæludagar í Vatnaskógi Skógarmenn KFUM standa fyrir Sæludög- um í Vatnaskógi, áfengislausri fjölskylduhá- tíð, um verslunarmannahelgina. Þar verður m.a. boðið upp á kvöldvökur, kappróður á vind- sængum, guðsþjónustu, gönguferðir og rat- leiki svo eitthvað sé nefnt. Þá verða kvöldvökur haldnar í íþróttahúsinu og kaffihús verður opið í einum skálunum. Aðgangseyrir á Sæludaga er 2.700 krónur. Börn yngri en 13 ára fá ókeypis svo og fólk eldra en 67 ára. Boðið er upp á fjölskyldu- pakka þannig að foreldrar með unglinga yngri en 16 ára greiða 6.000 krónur fyrir alla fjöl- skylduna. Regnboga- hátíðin ’97 Samtökin Friður 2000 standa fyrir áfeng- is- og vímuefnalausri fjölskylduhátíð í Reyk- holti í Borgarfirði um verslunarmannahelgina fyrir félagsmenn. Þar verður ýmislegt til skemmtunar og afþreyingar fyrir alla aldurs- hópa. Irskur þjóðlagahópur mun spila og syngja við varðeld á laugardagskvöld og fram á morgun og hljómsveitin Boney M mun skemmta hátíðargestum á sunnudagskvöld í Logalandi. Þá verður boðið upp á kynningu af ýmsu tagi og má þar nefna Ma-uri nudd. Auk þess verða danssýningar og leikir. FViðarstund verður haldin í kirkjunni og í tilefni af af- mæli eins forsetaframjóðendanna verður borin fram afmælisterta. Aðgangur að hátíðinni er ókeypis fyrir Ambassador-félaga Friðar 2000. Tjaldstæði á svæðinu eru einnig ókeypis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.