Morgunblaðið - 26.07.1997, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1997
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Keppnissvæðið á Melgerðismelum
formlega vígt í dag
Gjörbylting
á svæðinu
MELGERÐISMELAR, keppnissvæði
hestamannafélaganna Léttis á Ak-
ureyri og Funa í Eyjafjarðarsveit,
verður formlega tekið í notkun í
dag, laugardag, og hefst athöfnin
kl. 13. Hátíðisdagar standa yfir á
Melgerðismelum um helgina en þeir
voru settir í gærkvöld. Landsmót
verður haldið á Melgerðismeium
næsta sumar.
Sigfús Helgason, formaður Léttis,
sagði að um gjörbyltingu á svæðinu
væri að ræða en mikil uppbygging
hefur átt sér stað, einkum á liðnu
ári og í sumar. Gerðir hafa verið
tveir keppnisveliir á aðalsvæðinu,
300 metra og 250 metra hringvellir,
auk þess sem 450 metra löng bein
kappreiðabraut er þar einnig og plan
þar sem verða sýningar og hlýðni-
keppni. Á melunum ofan við aðal-
keppnissvæðið er einn keppnisvöllur
fyrir hendi og aðstaða til kynbóta-
sýninga.
Áhorfendabrekka hefur einnig
verið gerð á svæðinu og rúmar hún
að sögn Sigfúsar allt að 25 þúsund
manns.
Mikil uppgræðsla hefur átt sér
stað á Melgerðismelum en þær eru
vel á annan tug þúsunda plönturnar
sem hestamenn og starfsmenn
þeirra hafa gróðursett á liðnum
árum. Það hefur verið gert í sam-
vinnu við Landgræðslu ríkisins, sem
m.a. hefur lagt til áburð, og hefur
nú tekist að koma í veg fyrir sand-
fok, sem á fyrri tíð var til ama á
þessu svæði. Þess í stað eru tún að
gróa upp.
Fundu gríðarlegt
magn af vatni
Friðfinnur Daníelsson, verkfræð-
ingur hjá Alvar, var fyrir skemmstu
á ferð á Melgerðismelum og boraði
þar eftir vatni, en skortur á vatni
hefur háð starfseminni mjög til
þessa. „Við fundum gríðarlegt magn
af vatni, 18 til 20 sekúndulítra, en
tilraunaholan er á 21 metra dýpi.
Þetta gætu orðið um 3.000 til 3.500
tonn á sólarhring," sagði Sigfús.
„Fyrir okkur er þetta bara eins og
að finna olíu. Síðustu ár höfum við
á stórmótum þurft að keyra vatn inn
á mela frá Akureyri í tankbílum með
ærnum tilkostnaði. Þannig að þetta
gerbreytir öllu, m.a. varðandi upp-
græðslu svæðisins."
Um helgina fer fram stórt mót á
Melgerðismelum þar sem keppt
verður í öllum hefðbundnum grein-
um hestamennsku í öllum flokkum.
Forkeppni í stjörnutölti fór fram í
gærkvöld og er áætlað að úrslit verði
í ljósaskiptum í kvöld. Þá er ætlunin
að glóðarsteikja mat ofan í gesti og
gangandi og kveikja upp í heljarstór-
um varðeldi.
Fjörugir flugdagar
Dregið í
getraun
DREGIÐ hefur verið í get-
raunaleik sem efnt var til á
Fjörugum flugdegi íslands-
flugs á Akureyrarflugvelli í lok
júní síðastliðins.
Vinningshafar eru Grétar
Kristinsson, Reykjasíðu 17,
Eygló Birgisdóttir, Tjarnar-
lundi 19g og Guðrún Hreins-
dóttir, Fögrusíðu 8, öll á Akur-
eyri.
Vinningurinn er far fyrir tyo
til einhvers áfangastaðar ís-
landsflugs og til baka.
Morgunblaðið/Golli
Fótsnyrting
FÁTT er betra en finna sér eitt-
hvað að gera utandyra þegar
veðrið skartar sínu fegursta á
stuttu sumri okkar Islendinga.
En margir þurfa að vinna inni
þó að sólin skini en hafa kannski
svolítið tækifæri á bregða sér út.
Ungu stúlkurnar á myndinni sátu
við Strandgötuna á Ákureyri og
fannst tilvalið að dekra aðeins
við tærnar á sér um leið og þær
sleiktu sólskinið.
TILKYNNING UM UTBOÐ MARKAÐSVERÐBREFA
FISKIÐJUSAMLAG HÚSAVÍKUR HF.
HLUTABRÉFAÚTBOÐ
Heildarnafnverð nýs hlutaíjár:
Sölugengi:
Sölutímabil:
Greiðsla hlutafjár:
100.000.000,-
Sölugengi til forkaupsréttarhafa er 2,75.
Gengi í almennri sölu verður tilkynnt
Verðbréfaþingi Islands og auglýst í
fjölmiðlum ef til almennrar sölu kemur.
Söiutímabilið verður frá 29. júlí til 15. ágúst
en sölu til forkaupsréttarhafa lýkur 12. ágúst.
Greiðsluseðlar verða sendir til
forkaupsréttarhafa og er gjalddagi þeirra 26.
ágúst. Komi til sölu hlutabréfa í almennri
sölu, verða þau seld gegn staðgreiðslu.
Söluaðili: Landsbréf hf.
Umsjón með útboði: Landsbréfhf.
Skráning: Jafnframt útboðinu er sótt um sjcráningu
hlutabréfanna á Verðbréfaþingi Islands.
Útboðs- og skráningarlýsing vegna ofangreindra hlutabréfa
liggur frammi hjá söluaðilum.
FISKIÐJUSAMLAG HÚSAVÍKUR HF.
. LANDSBREF HF.
Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 535 2000, bréfasími 535 2001, heimasíða landsbref.is
LÖGGILT VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI, AÐILIAÐ VERÐBRÉFAÞINGIÍSLANDS.
í miðjum
heyönnum
STARFSMENN umhverfis-
deildar Akureyrarbæjar hafa
unnið af krafti síðustu daga við
að slá og hirða um allan bæ,
en að sögn Árna Steinars Jó-
hannssonar umhverfissljóra er
stefnt að því að bærinn skarti
sínu fegursta um næstu helgi
þegar von er á fjölda gesta til
Akureyrar. Umhverfisdeildin
sér um að slá og hirða vel á
annað hundrað hektara lands
víðs vegar um bæinn og þá er
eins gott að hafa fjölda starfs-
fólks tiltækan, en um 600 ungl-
ingar starfa hjá deildinni í sum-
ar við fegrun bæjarins. Þar á
meðal eru þessir tveir félagar
sem voru að slá brekkuna við
Barnaskóla Akureyrar í vik-
Morgunblaðið/Golli
unni.
Messur
AKUREYRARKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 11. á morgun, sum-
artónleikar kl. 17, guðsþjón-
usta á Seli kl. 14, á Hlíð kl. 16
og á Fjórðungssjúkrahúsinu kl.
17.
GLERÁRKIRKJA: Kvöld-
messa verður í kirkjunni kl. 21
annað kvöld. Messa á Dvalar-
heimilinu Hlíð kl. 16.
HVlTASUNNUKIRKJAN: Al-
menn samkoma, ræðumaður
Sam Glad á morgun, sunnu-
dag, kl. 20. Biblíukennsla og
bænastund á miðvikudag kl.
20.30. Mikill og fjölbreyttur
söngur, allir velkomnir. Bæna-
stundir á mánudags-, miðviku-
dags-, og föstudagsmorgnum
frá 6-7. Vonarlínan, sími
462-1210, símsvari allan sólar-
hringinn með orð úr ritningunni
sem gefa huggun og von.
KAÞÓLSKA KIRKJAN, Eyrar-
landsvegi 26: Messa í dag,
laugardag, kl. 18 og á morgun,
sunnudag, kl. 11.