Morgunblaðið - 26.07.1997, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 26.07.1997, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Meirihluti bæjarráðs Akureyrar N ylj askógrækt við Skjaldarvík ekki heppileg MEIRIHLUTI bæjarráðs Akureyrar telur ekki heppilegt að rækta upp nytjaskóg í landi Skjaldarvíkur, norðan Akureyrar. Ábúandi í Skjaldarvík hafði leitað heimildar til að ganga til samninga við Skógrækt ríkisins um ræktun nytjaskógar í landi sínu. Guðmund- ur Stefánsson, Framsóknarflokki lagði til á fundi bæjarráðs að orðið yrði við ósk ábúandans, en tillaga hans var felld. Þéttbýli á næstu öld Meirihluti bæjarrráðs tekur undir sjónarmið umhverfisstjóra og skipulagsstjóra bæjarins um að ekki sé heppilegt að binda nýtingu lands í Skjaldarvík til svo langs tíma sem ræktun nytjaskógar krefst, þar sem búast megi við þéttbýli á svæðinu frá Akureyri að Gásum þegar á næstu öld. Meirihluti bæjarráðs sá sér því ekki fært að samþykkja fyrir hönd Akureyrarbæjar, eiganda jarðarinnar Skjaldarvíkur, samning milli ábúanda og Skógræktarinnar um ræktun nytjaskógar þar. Leggur meirihluti bæjarráðs Ak- ureyrar áherslu á að skógrækt á jörðum Akureyrarbæjar í Glæsibæj- arhreppi verið af hálfu bæjarins unnin undir forsjá umhverfisdeild- ar. Á svæðinu verði ræktaðir úti- vistarskógar sem myndi umgjörð um framtíðarbyggð. Bæjarráð Akureyrar hefur beint því til héraðsnefndar Eyjafjarðar að við endurskoðun á svæðisskipu- lagi Eyjafjarðar verði áform um nytjaskógrækt á svæðinu tekin til gagngerrar endurskoðunar með til- liti til þróunar byggðar og þéttbýlis. Kaupa Brún Á fundi bæjarráðs var staðfestur samningur um kaup Akureyrarbæj- ar á jörðinni Brún ofan Akureyrar. Kaupverð er 12,5 milljónir króna. Iðgjald af skíðalyftum Bæjarráð hefur fallist á tillögu Viðlagatryggingar um lækkun tryggingariðgjalds og breytta skil- mála vegna iðgjalds af skíðalyftum. Viðræður hafa staðið yfir um málið milli fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga og Viðlagatryggingar íslands að tilmælum nokkurra sveitarfélaga, m.a. Akureyrarbæj- ar. í breyttum skilmálum felst m.a. 25% sjálfsáhætta, en bæjarráð Ak- ureyrar beinir þeim tilmælum til stjórnar Viðlagatryggingar að end- urskoða tryggingarskilmálana þannig að sveitarstjórnum væri gefíð val um hvetja sjálfsáhættu þau tækju á sig. Morgunblaðið/Golli STARFSMENN Garðverks vinna nú við hellulögn á Akureyrar- flugvelli en þar er verið að útbúa bílastæði og lóð fyrir 180 bíla. Framkvæmdir á Akureyrarflugvelli Útbúin bílastæði fyrir 180 bíla Göngulelð verður lögð frá Tanga- bryggju að flugvellinum VERIÐ er að útbúa bílastæði og lóð við Flugstöðina á Akureyri þessa dagana. Verktaki er Guðmundur Hjálmarsson og Garðverk sér um hellulögn. Fyrirtækið átti lægsta tilboð í verkið, tæpar 16 milljónir króna en það var boðið út fyrir um einum mánuði og er áætlað að verk- efninu verið lokið 1. september næstkomandi. Arkitektastofan í Grófargili sá um hönnun og Verk- fræðistofa Norðurlands sá um verk- fræðihönnun. Pollarnir úr sögunni Heimir Gunnarsson, umdæmis- stjóri flugmálastjómar, sagði að gert væri ráð fyrir að um 180 bflar kæmust fyrir á bílastæðinu. „Loks- ins, loksins, myndu nú kannski ein- hveijir segja um þessa framkvæmd, nú verða pollamir úr sögunni næsta vetur,“ sagði Heimir. Jafnframt því sem bílastæði verða malbikuð er ætlunin að útbúa lóðina gróðri og ljósum. í samvinnu við Akureyrarbæ verður síðar lagður göngustígur frá flugvelli inn í bæinn. Ámi Steinar Jóhannsson, um- hverfisstjóri Akureyrarbæjar, sagði að síðustu misseri hefði verið unnið að endurbótum á strandlengjunni allt frá Tangabryggju meðfram Strandgötu og eftir Glerárgötu en þar standa framkvæmdir nú yfir. Hann sagði að uppi væru hugmynd- ir um að gera gönguleið áfram eftir Drottningarbraut og að flugvelli og yrði unnið að því verkefni eftir því sem fjárhagur leyfði á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.