Morgunblaðið - 26.07.1997, Side 16

Morgunblaðið - 26.07.1997, Side 16
16 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1997 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ RÚM milljón plantna hefur verið gróðursett í Húsavíkurlandi á sl. sjö árum. Morgunblaðið/Silli Morgunblaðið/Silli EINAR Svansson forstjóri Fiskiðjusamlags Húsavíkur og Einar Njálsson bæjarsljóri. Ferðamannafrysti- hús opnað á Húsavík Húsavík - Fiskiðjusamlag Húsa- víkur hf. minntist þess 19. júlí sl. að liðin eru 50 ár frá því að nokkr- ir sjómenn og útgerðarmenn stofn- uðu samlagið. Framkvæmdastjóri samlagsins, Einar Svansson, ávarp- aði viðstadda, sem voru margir, bæði heimamenn og gestir í bæn- um, en þeir hafa verið óvenju marg- ir í veðurblíðunni síðustu daga. Hann sagði að frumkvöðlanna yrði nánar minnst á væntanlegri afmæl- ishátíð í október. Einar sagði að i dag væri mönn- um boðið að kynnast því, hvað brautryðjendastarf frumheijanna hafi leitt af sér og hvernig fyrir- tækið væri í dag að 50 árum liðn- um. Hann sagði að 200 starfsmenn ynnu að veltu sem næmi 2 milljörð- um króna. Hann sagði að stefna Fiskiðjusamlags Húsavíkur væri framleiðsla sjávarafurða í hæsta gæðaflokki fyrir kröfuhörðustu markaði um allan heim. Tilgangur fyrirtækisins væri að þjóna við- skiptavinum sínum betur en aðrir gera. Stefna fyrirtækisins væri að vera í fararbroddi matvælafyrir- tækja og að skila hagnaði ásamt því að vera leiðandi í gæðamálum, sem tryggir örugga sókn til fram- tíðar. Stefnt að aukinni starfsmannafræðslu Fyrirtækið ætlar að vinna í góðri sátt við umhverfi sitt og hafa við- skiptavininn ávallt að leiðarljósi. Starfsmannafræðsla verður aukin og byijað á tölvunámskeiðum í haust. Einar gat þess sérstaklega að nú væri komið að því að opna ferða- mannafrystihús FH. Það væri þekkt um allan heiin að verksmiðjur séu opnar gestum. Tilgangur FH væri margþættur. í fyrsta lagi vildu þeir kynna viðskiptavinum fyrirtækisins EINAR Svansson ávarpaði gesti við opnunFerðamanna- frystihússins. starfsemina á einfaldan og skýran hátt. Þeir vildu sýna íslendingum og erlendum ferðamönnum um hvað íslenskur sjávarútvegur snýst. Að- staða til kynningarinnar hefur verið haganlega hönnuð og handverkið unnið af húsvískum iðnaðarmönn- um. Forstjóri nefndi að sjávarútvegs- ráðuneytið hefði verið einstaklega hjálplegt við öflun efnis og bækl- inga. Fulltrúi ráðuneytisins, Ari Edwald, var staddur á Húsavík í tilefni afmælisins og bað forstjóri FH hann um að vígja og opna form- lega Ferðamannafrystihús FH á Húsasvík, og gerði hann það með því að klippa á borða, sem strengd; ur var fyrir dyr frystihússins. í ávarpi sem hann flutti við þetta tækifæri gat hann þess að mikils- vert væri eins og hér væri gert að tengja saman tvær atvinnugreinar, sjávarútveg og ferðaþjónustu. Grænn dagur á Húsavík Húsavík - „Græna deildin" á Húsavík fagnaði nýlega stórum áfanga í gróðurvernd, þegar búið var að gróðurselja rúma eina milljón plantna í Húsavíkurlandi í svokölluðu „Landgræðslu- skógaátaki" á síðastliðnum sjö árum. Fyrsta árið, 1990, voru gróður- settar 45 þúsund plöntur og í ár 40 þúsund og þá hafa alls verið gróðursettar víðsvegar í Húsavík- urlandi 1.017.000 plöntur. í tilefni þessa fór fram kynning á starfi gróðrarstöðvarinnar á Amesi við Asgarðsveg. Garð- yrkjusljóri bæjarins, Benedikt Bjömsson, gekk með gestum um gróðrarstöðina og sýndi og sagði frá hinum ýmsu plöntum sem þar em í uppvexti og ræddi mismun- andi vöxt þeirra með tilliti til ís- lenskrar náttúm. Einnig vár gengið á mela til að sýna hvar gróður væri í stað grjóts. Viðstöddum var síðan boðið til kaffidrykkju, sem þeir nutu vel í fögrum skógarlundi og hinu feg- ursta veðri. Fjölmenn bryggju- hátíð á Drangsnesi Drangsnesi - Bryggjuhátíð var haldin í blíðskaparveðri laugardag- inn 19. júlí sl. Mjög margir sóttu Drangsnesinga heim í tilefni hátíð- arinnar og áttu með þeim góðan dag. Telja menn að um 350-400 gestir hafi komið og er það hátt í fjórföld íbúatala Drangsness, en þar búa tæplega 100 manns. Grímseyjarferðir voru í gangi all- an daginn og var boðið upp á leið- sögn um eyna sem fiestir sem þang- að fóru nýttu sér. I Grímsey er fjöl- skrúðugt fuglalíf og er lundinn þar í þúsundatali. Hann er svo gæfur að það er næstum hægt að snerta hann. Þið horfist í augu, þú og fugl- inn, svo kinkar hann kolli og vappar á braut. Hátt í 300 manns fengu sér far út í Grímsey þennan dag og er það áreiðanlega mesti fjöldi sem þangað hefur farið á einum degi. Börnin veiddu marhnúta í Kokk- álsvíkurhöfn og fengu allir viður- kenningu fyrir að vera með. Aflakló Bryggjuhátíðar var Ingólfur Har- aldsson, 9 ára Drangnesingur. Margt annað var í boði fyrir börn- in, hestaferðir, ratleikur og diskó- tek. Á planinu við frystihúsið var sjávarréttahlaðborð og þar gátu menn smakkað að vild og alveg ókeypis hinar ýmsu matartegundir sem fást úr firðinum. Þessu voru gerð góð skil og margir að smakka t.d. grillaða grásleppu í fyrsta sinn eða þá hráan hörpudisk og annað eftir því. Drangsnesingar voru frumkvöðl- ar í verkun grásleppuhrogna og þennan dag var sett upp sýning sem hét „Grásleppan úr djúpinu á disk- inn“. Þrjár sýningar í Drangsnesskóla í Drangsnesskóla voru þijár sýn- ingar. Listamaðurinn Bubbi, Guð- björn Gunnarsson, var með yfirlits- sýningu á verkum sínum. Einnig var í skólanum sýning á munum eftir hagleiksmanninn Jörund Gestsson frá Hellu. Hann smíðaði báta, skar listilega út, orti ljóð og gamankvæði, vann í málma og gerði við flest það sem bilað gat. Þá var þarna ljósmyndasýning. Gamlar myndir frá upphafi þéttbýl- ismyndunar á Drangsnesi, mannlíf og menning. Þarna voru líka til sýnis myndir sem Halldór Jónsson frá Asparvík færði Kaldrananeshreppi að gjöf nú nýverið ásamt teikningum hans af f|órum fyrstu dekkbátunum sem gerðir voru út frá Drangsnesi. Margt fleira var sér til gamans gert; grillveisla fyrir 400 manns og kvöldskemmtun í troðfullu sam- komuhúsinu, varðeldur og vel heppnaðri fjölskylduhátíð á Drangs- nesi lauk svo með dansleik um nótt- ina. Morgunblaðið/Jenný MIKILL fjöldi gesta tók þátt í Bryggjuhátíð Drangsnesinga í blíðskaparveðri. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson HEIMILISFÓLK í Kerlingardal bauð gestum til kvöldverðar í opnunarhófinu. Kerlingardalur í Mýrdal Sambýli fyrir geðfatlaða Fagradal - í Kerlingardal í Mýrdal var nýlega opnað sambýli fyrir geð- fatlaða einstaklinga. Það eru hjónin Karl Pálmason og Guðrún Jónsdótt- ir sem reka heimilið. Heimilinu var valinn staður I Kerlingardal af svæðisskrifstofu fatlaðra á Suður- landi og hefur hún umsjón með heimilinu. Markmiðið er að sjá íbú- um þess fyrir öruggu skjóli og at- vinnu við hæfi. í Kerlingardal er m.a. rekinn sauðfjár- og nautgripabúskapur, ásamt garðyrkju og tijárækt. Állir hjálpast að við að vinna þau störf sem til falla á búinu og komast í snertingu við náttúruna og dýrin á bænum. Að sögn Karls vinna 10-12 manns að jafnaði við störf sem hveij- um hentar á búinu. Heimilinu var valinn staður í íbúðarhúsi sem stóð fokhelt á bænum og er það orðið afar vistlegt og þægilegt. Undirbún- ingur að stofnun sambýlisins hefur tekið eitt og hálft ár og hafa þau Karl og Guðrún kynnt sér starfsemi annarra slíkra heimila, m.a. í Skaft- holti. Vegagerð á Fjöllum miðar vel Vaðbrekku, Jökuldal. - Gerð vegarins frá Jökulsá á Fjöllum austur fyrir Biskupsháls mið- ar vel, en þessi vegarkafli er rúmir 13 kílómetrar af hring- veginum. Byijað var að vinna við veginn í júní á síðasta ári og var hann gerður vetrarfær á síðasta hausti. Það var síðan í júní síðastliðnum að tekið var til við verkið aftur og reiknað er með að vegurinn verði fullkláraður um miðjan ágúst. Að sögn Björns Sveinsson- ar verkstjóra hjá Héraðsverki, sem vinnur að vegagerðinni, eru þeir um mánuði á undan upphaflegri áætlun. Reiknað er með að leggja bundið slit- lag fyrir verslunarmannahelgi á kaflann frá brúnni á Jökulsá á Fjöllum austur að Biskups- hálsi. Leggja síðan slitlagið á veginn yfir Biskupshálsinn eftir verslunarmannahelgina og ljúka verkinu fyrir miðjan ágúst.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.