Morgunblaðið - 26.07.1997, Síða 19

Morgunblaðið - 26.07.1997, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1997 19 Rússneski herinn Umbætur komnar á fullt skrið Moskva. Reuter. BORIS Jeltsín Rússlandsforseti sagði í útvarpsávarpi í gær að rót- tækar efnahagsumbætur væru eina leiðin til að bæta hag hermanna, sem hafa ekki fengið laun sín greidd svo mánuðum skiptir. Jeltsín sagði að áætlanir um sam- einingu herdeilda, einkavæðingu fyr- irtækja í hergagnaiðnaði og fækkun hermanna myndu bæta ástandið í rússneska hernum. Hann ítrekaði loforð sitt um að öll vangoldin laun hermanna yrðu greidd fyrir sept- emberlok, og sagði að umbætur væru komnar á fullt skrið. „í hjarta mínu finn ég til með hermönnunum, sem hafa að þolað hungur og fá ekki launin sín greidd á réttum tíma og eiga ekki í nein hús að venda“, sagði Jeltsín í ávarp- inu. „Ég hef miklar áhyggjur af því að starf hermannsins njóti þverrandi virðingar og því hef ég tekið mál- efni hersins í mínar eigin hendur.“ Reuter Brennan látinn Washington. Reuter. WILLIAM Brennan, fyrrum hæstaréttardómari í Banda- ríkjunum, lést síðdegis á fimmtu- dag. Hann var 91 árs, gegndi embætti dómara í 34 ár en lét af þeim störfum 1990. Úr- skurðir hans höfðu margir fordæmisgildi og juku umtals- vert borgaraleg og stjórn- arskrárleg réttindi flestra Bandaríkjamanna. Bill Clint- on, forseti Bandaríkjanna, sagði að Brennan hefði verið „einn besti og áhrifamesti dómari í sögu þjóðarinnar,“ og sagði hann hafa staðið traustan vörð um frelsi ein- staklinga gagnvart ríkis- valdinu. Bretar setja fimm skilyrði fyrir EMU-aðild GORDON Brown, fjármála- ráðherra Bretlands, út- skýrði í ræðu, sem hann hélt hjá Royal Institute of Foreign Affairs í London í síðustu viku, hver væru skil- yrði Breta fyrir þátttöku í Efnahags- og myntbanda- lagi Evrópu (EMU). Ráð- herrann gaf í skyn Að Bret- land myndi ekki verða með í EMU frá upphafi, en útilokaði ekki aðild síðar. „Þegar þar að kemur verður ákvörðunin tekin í þágu brezkra hagsmuna og á brezka vísu eftir kalt og yfirvegað mat á efnahagsleg- um þjóðarhagsmunum — og, ef við ákveðum að ganga inn, eftir at- kvæðagreiðslu þar sem brezka þjóðin verður spurð álits,“ sagði Brown. Skilyrðin fimm, sem hann nefndi, eru eftirfarandi: • Myntbandalagið verður að skapa betri skilyrði fyrir erlendum Qárfestingum í Bretlandi. • Áhrif EMU á brezka ijármálageirann verður að meta sérstaklega vegna mikilvægis greinarinnar í brezku atvinnulífi. • Hagsveiflur og efnahagsgerð verða að vera svipaðar í Bretlandi og á meginlandi Evrópu. • EMU verður að geta tekið á efna- hagsáföllum. Þess vegna þarf vinnu- markaðurinn að verða sveigjanlegri, einkum í ríkjum meginlandsins. • Efnahags- og myntbandalagið verður að stuðla að hagvexti og meiri atvinnu. Gordon Brown Mónakó vill taka upp evróið Monte Carlo. Reuter. FURSTADÆMIÐ Mónakó, sem er í myntbandalagi við Frakkland, vill taka upp nýja Evrópugjald- miðilinn, evró- ið, þegar Efna- hags- og mynt- bandalag Evr- ópu gengur í gildi. Mónakó á ekki aðild að ESB en tengsl ríkisins við Frakkland eru mjög náin. Rainier fursti bar fram þá ósk við Jacques Chirac, forseta Frakklands, er sá síðarnefndi kom í opinbera heimsókn til Món- akó í gær, að Frakkar aðstoðuðu furstadæmið til að „öðlast sess í hinni nýju Evrópu og gera evróið að lögeyri á sama tíma og í Frakklandi." Chirac tók bón Rainiers vel og sagði að „fullur skiln- ingur“ væri milli ríkjanna tveggja. Mónakó væri mikilvægt samstarfsríki ESB og rætt yrði á næstunni hvernig haga mætti því að evróið yrði tekið upp í Món- akó. EVRÓPA** ESB-málið gegn dönsku stjórninni Dómur í fyrsta lagi í marz Kaupmannahöfn. Reuter. DÖMSMÁLI hóps andstæðinga að- ildar Danmerkur að Evrópusam- bandinu gegn ríkisstjórninni mun ljúka með dómi Hæstaréttar í fyrsta lagi í marz á næsta ári, að sögn lögmanns hópsins. Dönsk stjórnvöld hafa lýst því yfir að þjóðaratkvæða- greiðsla um hinn nýja Amsterdam- sáttmála ESB verði ekki haldin fyrr en að fenginni niðurstöðu í málinu. ESB-andstæðingar stefna stjórn- inni fyrir að hafa brotið stjórnar- skrána með undirritun Maastricht- sáttmálans á sínum tíma. Flestir sérfræðingar telja að stjórnin muni vinna málið. Ný ríkissljórii skipuð í Albaníu Tirana. Reuter. Leita sönnunar- gagna LÖGREGLUMENN bera plastpoka út úr húsbátnum þar sem raðmorðinginn Andrew Cunanan svipti sig lífi í fyrradag. Lögreglan bar burt sönnunargögn úr bátn- um eftir að sérsveitarmenn réðust til inngöngu i bátinn. Cunanan var sá eini, sem grunaður var um morðið á tískuhönnuðinum Gianni Versace, og auk þess var Cun- anan grunaður um fjögur önnur morð. Haft er eftir embættismönnum að leit lög- reglu að Cunanan sé ein um- fangsmesta leit sem um getur í Bandaríkjunum. Nýkjörinn forseti Albaníu, Rexhep Mejdani, samþykkti í gær nýja rík- isstjórn undir forsæti formanns Sós- íalistaflokksins, Fatos Nano. Mejdani, sem er framkvæmda- stjóri Sósíalistaflokksins, var kjör- inn forseti af albanska þinginu á fimmtudag. Hann átti samdægurs fund með Nano og veitti honum umboð til stjórnarmyndunar. Arben Malaj verður fjármálaráð- herra í hinni nýju ríkisstjórn, Pa- skal Milo, formaður Sósíaldemó- krataflokksins, verður utanríkis- ráðherra, og Ylli Bufi verður ráð- herra efnahagsmála, en hann var forsætisráðherra í þjóðstjórninni 1991 til 1992. Neritan Ceka tekur við embætti innanríkisráðherra, en hans biður það erfiða verk að koma aftur á friði og öryggi í landinu. Að minnsta kosti þrír menn lét- ust og sextán særðust þegar sprengja sprakk í fjölbýlishúsi í bænum Peshkopi í norðausturhluta Albaníu í gær. Þrjár hæðir í bygg- ingunni eyðilögðust og sex manna er ennþá saknað. Orsökin er talin vera sú að sprengiefni hafi verið geymt í húsinu, en miklu magni af sprengjum og vopnum var stolið úr birgðageymslum hersins í óeirð- unum í Albaníu fyrr á árinu. Sprengja sprakk einnig á kaffi- húsi í höfuðborginni Tirana fyrr í vikunni, með þeim afleiðingum að einn maður særðist. Albanir binda miklar vonir við að nýju ríkisstjórn- inni takist að koma á röð og reglu í landinu. Happaferigur Veiðimannsins 1 Veiðimanninum, Hafnarstræti 5, færðu vandaðan veiði útbúnaö og fatnaö til veiöimennsku eöa útivistar. Ef þú verslar hjá Veiöimanninum færöu afhentan númeraöan happdrættismiöa, merkir þér miöann og skilur eftir í lukkupotti í versluninni. Dregiö veröur hálfsmánaöar- lega fyrir hveijar tvær vikur á undan, en allir miöamir veröa svo meö í stóra jólaútdrættinum. Heppinn veiöimaöur fær góöan happafeng úr versluninni Veiöimanninum. 26. júii Fenwiek flugustöng 9. áqúst Ambassadeur 6600, laxveiðihjó! frá ABU Garcia 23. ágúst Berkley flugu- eða kaststöng 6. september Veiðistöng frá ABU Garcia 20. septcmber Vöðlur frá Ocean 4. október Goretex jakki frá Aigle 18. október Jakki frá John Partridge l. nóvember Donegal peysa 15. nóvember Hardy hjól 29. nóvcmber Fluguhnýtingarsett og ABU Garcia fluguvciöihjól 13. desember Aigle gönguskór 27. desember Jólapakki: Hardy vöölujakki, ABU reykofn frá ABU Garcia og villibráöarkvöld fýrir tvo. Opið i dag frá 10 til 18 Veiðimaðurinn hf. Hafnarstræti 5, sími 551*6760

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.