Morgunblaðið - 26.07.1997, Síða 20

Morgunblaðið - 26.07.1997, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Fyrstu bresku aukakosningarnar eftir stjórnarskiptin Blair gagnrýndur vegna deilu um frambjóðanda Uxbridge. Reuter. Nýr forseti á Indlandi KOCHERIL Raman Narayanan sór í gær embættiseið forseta Indlands eftir að hafa orðið fyrsti maðurinn af lágstétt hindúa sem kjörinn hefur verið þjóðhöfðingi þessa fjölmennasta lýðræðisríkis heims. Forsetinn sagði í innsetningar- ræðu sinni að Indverjar þyrftu að taka höndum saman í barátt- unni gegn því sem Mahatma Gandhi, leiðtogi Indverja f sjálf- stæðisbaráttunni, kallaði „spill- ingarskollann". Narayanan er 76 ára fyrrver- andi stjórnarerindreki og tíundi forseti Indlands. Hann er kominn af fátækri fjölskyldu í suðurhluta landsins og litið var á kjör hans sem táknrænan sigur fyrir lág- stéttimar, sem hafa reynt að styrkja pólitíska stöðu sína til að binda enda á aldagamla mismun- un samkvæmt arfbundnu stétta- kerfi hindúa. TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, sætir nú vaxandi gagnrýni vegna deilu um val Verkamanna- flokksins á þingmannsefni í fyrstu aukakosningunum eftir kosningasig- ur flokksins 1. maí. Blair hélt í gær til kjördæmisins, Uxbridge í vesturhluta London, þar sem aukakosningamar fara fram á fimmtudag, til að styðja frambjóð- anda flokksins, Andrew Slaughter. Verkamannaflokkurinn vonast til þess að ná þingsætinu af íhalds- mönnum, sem héldu því naumlega í kosningunum 1. maí. Michael Shrimpton, fyrrverandi frambjóðandi flokksins, hafði sagt sig úr flokknum vegna deilunnar og gengið til liðs við íhaldsmenn. Hann hafði stutt David Williams, sem var í framboði fyrir Verkamannaflokkinn í síðustu kosningum. „Innan Verkamannaflokksins hafa menn miklar áhyggjur af því... hvemig flokksvélin hefur orðið mið- stýrð og hunsað vilja flokksmanna í kjördæmunum," sagði Shrimpton. Áður hafði Brian Hudson sagt sig úr borgarráði kjördæmisins vegna deilunnar eftir að hafa setið í ráðinu í mörg ár. Hermt er að allt að 30 atkvæðamiklir flokksmenn í kjör- dæminu hafi neitað að taka þátt í kosningabaráttu Slaughters. Margir stuðningsmenn Verka- mannaflokksins hafa sakað Blair um að hafa fært völdin í hendur fá- menns hóps ráðgjafa, sem ákveði stefnuna án þess að hafa nægilegt samráð við aðra, jafnvel þingmenn. Boðað var til aukakosninganna vegna andláts sir Michaels Shersby, sem hélt þingsæti sínu í maí þótt meirihlutinn hefði minnkað úr 13.179 atkvæðum í 724. John Randall, kaup- maður í Uxbridge, er nú þingmanns- efni íhaldsmanna. Fréttaskýrendur segja að fari Verkamannaflokkurinn með sigur af hólmi í aukakosningunum sé það til marks um að „hveitibrauðsdögum" Blairs sé ekki lokið. Mjög sjaldgæft er að breskur stjómarflokkur nái þingsæti af stjórnarandstöðuflokki í aukakosningum. íhaldsflokkurinn hefur ekki farið með sigur af hólmi í aukakosningum frá því í febrúar 1989, þegar William Hagne, nýkjörinn leiðtogi flokksins, náði kjöri í Richmond í Yorkshire. Reuter Hun Sen seg- ir ummæli mistúlkuð HUN SEN, forsætisráðherrann sem fer með völdin í Kambódíu, neitaði í gær að hafa boðið samtökum ríkja í Suðaustur-Asíu, ASEAN, að hafa forgöngu um að koma á sáttum milli stríðandi fylkinga í landinu, og sagði að yfirlýsingar sínar þar að lútandi hefðu verið mistúlkaðar. Hun Sen sagði að ASEAN gæti aðeins stuðlað að friði í Kambódíu með því að hindra afskipti erlendra ríkja. í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær segir að yfirvöld í Kambódíu verði sjálf að takast á við innanríkismál, í samræmi við stjórn- arskrá landsins og friðarsamningana frá 1991. „Stjórnin fagnar því ef ASEAN stuðlar að friði og stöðugleika í land- inu, á grundvelli virðingar fyrir sjálf- stæði og fullveldi þjóðarinnar, með því að koma í veg fyrir að erlend ríki skipti sér af innanríkismálum Kambódíu", segir í yfirlýsingunni. B-vítamín kann að vinna gegn kransæðastíflu Æ STERKARI rök hníga að því að neysla b-vítamíns dragi úr hættunni á kransæða- stíflu. Ný norsk rannsókn, sem sagt er frá í New England Journal of Medicine styður þetta en hún leiddi í ljós að fjórum sinnum fleiri sjúklingar með hátt hlutfall amínósýrunnar homocystíns í blóði dóu á fimm árum en þeir sem höfðu hana innan eðlilegra marka. Rann- sóknir benda til þess að b-vítamínið fólsýra lækki þetta hlutfall. Guðmundur Þorgeirsson, hjartasérfræðing- ur á Landspítalanum, segir þetta ekki ný sannindi og að mörgum hjartasjúklingum hafi verið gefin fólsýra, mælist homocystín- hlutfallið hátt. Hins vegar sé slík mæling flók- in og því ekki gerð á öllum sjúklingum. Guðmundur segir sjónir lækna lengi hafa beinst að homocystíni sem skaðvaldi og að æ fleira bendi til þess að það skemmi æðaþel slagæðakerfisins og stuðli að æðakölkun. Ekki sé hins vegar fullvíst að b-vítamíngjöf skili árangri. Ýmsir læknar séu þó á því og sumir bandarískir hjartasérfræðingar með- höndli alla sína sjúklinga með fólsýru, þar sem hún sé ódýr og ekki sé vitað um skaðlegar aukaverkanir. Ekki eru gefnir stórir skammt- ar af vítamíninu. Vísindamenn í Björgvin í Noregi hafa gert rannsóknir á áhrifum homoc- ystíns í rúmlega áratug og þróuðu þeir m.a. aðferð til að greina það. Fimm ára rannsókn á 587 hjartasjúklingum leiddi í ljós að fjórum sinnum fleiri af þeim sem höfðu hátt híutfall amínósýrunnar í blóði dóu á þessu fimm ára tímabili en þeim sem höfðu hana innan eðli- legra marka. Segja norsku sérfræðingamir að þetta kunni að skýra það hvers vegna fólk með lágt kólesterólinnihald í blóði geti verið hjartveikt. Ástæðan sé þá hátt hlutfall homoc- ystíns. Hlutfall amínósýrunnar er mun lægra hjá þeim sem borða rnikið af grænmeti en hinum sem neyta óhollustu. Reykingar og hreyfíng hafí einnig áhrif á hlutfallið. Áhrifamesta aðferðin til að lækka það virðist hins vegar vera að taka fólsýru. Norsku læknamir vara hjartasjúklinga hins vegar við því að taka stóra skammta af b-vítamíni. Ekki sé fullsann- að að homocystín sé orsök hjartasjúkdóma, heldur kunni það að vera til marks um þá og að hina raunverulegu ástæðu hás hlutfalls þess kunni að vera að fínna annars staðar í líkamanum. Reuter Uppblásið „Draumrými“ SÉRSTÆÐUM uppblásnum skúlptúr eftir listamanninn Maurice Agis hefur verið kom- ið fyrir við Shepherds Bush Green I London. Verkið ber nafnið „Draumrými“ ogþeim sem skoða það er ráðlagt að klæðast litskrúðug- um samfestingum og hlusta á draumkennda tónlist á meðan. Á myndinni sést aðstoðar- maður listamannsins virða fyrir sér marglita ranghalana. STUTT Róttæk uppstokk- un í stj órn Ukraínu LEONÍD Kútsjma, forseti Úkraínu, kynnti í gær róttæka uppstokkun í stjórn landsins eftir að hafa skipað nýjan for- sætisráðherra. Skipt var um ráðherra efnahags-, landbún- aðar-, orku-, kolavinnslu- og iðnaðarmála, eða í þeim mála- flokkum þar sem stefnt er að róttækum umbótum. Vamar-, innanríkis- og fjármálaráð- herramir héldu hins vegar embættum sínum. Hvalveiðum lokið HVALVEIÐIVERÐTÍÐ Norð- manna lauk í gær og norska sjávarútvegsráðuneytið sagði að 503 hrefnur hefðu verið veiddar í ár. Stjórnin hafði heimilað veiðar á 580 hrefnum en ekki tókst að nýta allan kvótann vegna slæms veðurs. 31 skip tók þátt í veiðunum og fékk hvert þeirra að veiða í sex vikur á vertíðinni. Bamavændis- mál rannsakað NORSKA herlögreglan hefur hafíð rannsókn vegna ásakana um að norskir hermenn, sem störfuðu á vegum Sameinuðu þjóðanna, hafí haft samfarir við stúlkur undir lögaldri í Angóla. Rannsóknamefndin hyggst yfírheyra alla norsku hermennina, sem störfuðu í Angóla á ámnum 1992-94. Ákveðið var að hefja rann- sóknina eftir að norski blaða- maðurinn Tom Kristiansen sagðist hafa orðið vitni að því að norskir friðargæsluliðar hefðu leitað til vændiskvenna, m.a. stúlkna undir lögaldri. Smyrsl gegn húðkrabba DANSKIR vísindamenn sögð- ust í gær hafa þróað smyrsl sem tefði myndun húðkrabba- meins í tilraunamúsum. Þeir kváðust vongóðir um að menn gætu brátt notað smyrslið. Nasistar á bankalista? SVISSNESKIR bankar hafa birt lista yfír skráða eigendur um 1.800 bankareikninga, sem legið hafa óhreyfðir frá stríðsámnum, til að gera gyð- ingum kleift að gera tilkall til þeirra. Samtök gyðinga hafa sagt að nasistar kunni að hafa stofnað nokkra þessara reikn- inga en svissnesku bankarnir sögðu í gær að gerðar hefðu verið ráðstafanir til þess að stríðsglæpamenn gætu ekki tekið út peningana. Á bankareikingunum eru alls 61 milljón svissneskra franka, andvirði 2,9 milljarða króna, en bankarnir vildu ekki svara því hversu mikið fé væri á þeim reikningum sem nas- istar gætu hafa stofnað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.