Morgunblaðið - 26.07.1997, Síða 22
22 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Hann heHi-
ar aiia upp
úr shánum
Anna Mjöll Ólafsdóttir er nú á tónleika-
ferðalagi um heiminn með hinum heims-
fræga söngvara Julio Iglesias, en hún hafði
áður verið valin úr hópi hundrað kvenna til
að syngja með söngvaranum á tónleikum í
Las Vegas í maí síðastliðnum. Kristrún M.
Heiðberg ræddi við Önnu Mjöll um ferðina
og kynni hennar af söngvaranum og
hjartaknúsaranum víðfræga.
ANNA Mjöll Ólafsdóttir tek-
ur nú þátt í heimsreisu með
hinum þekkta söngvara
Julio Iglesias. Eins og marga rekur
eflaust minni til var Anna Mjöll val-
in úr hópi rúmlega hundrað kvenna
til að syngja með Julio á nokkrum
tónleikum í Las Vegas í maí sl. I
kjölfar þess var henni síðan boðið
að taka þátt í heimsreisunni ásamt
annarri söngkonu, sem er frá
Bandaríkjunum.
„Þetta er búið að vera æðislegt í
einu orði sagt,“ sagði Anna Mjöll
þegar greinarhöfundur hitti hana
að máli þegar hún gerði stuttan
stans hér á landi fyrir skömmu.
„Julio er allt öðruvísi týpa en ég
hafði gert mér í hugarlund. Hann
hefur mikinn klassa og er með
gálgahúmor eins og við Islending-
ar. Ég hafði aldrei hugsað neitt
mikið um Julio Iglesias og því ekki
myndað mér neina skoðun á hon-
um, en ég dáist að þessum manni.
Hann er mjög „professional“,
vinnur mikið og veit hvað hann
vill.“
- En er Julio eins mikill sjarmör
og af er látið?
„Já, og jafnvel meiri. Það er eng-
in leið að falla ekki fyrir manninum.
Og að sjá konumar á tónleikum hjá
honum, það er alltaf hópur af kon-
um fremst og það þarf að bera sum-
ar þeirra út. Hann heillar alla upp
úr skónum og veit alveg hvað hann
á að segja og hvernig hann á að
vera. Hann kallar mig alltaf AMÓ,
sem eru upphafsstafimir mínir.
Julio finnst mjög flott að ég skuli
vera frá Islandi og á hverri einustu
sýningu þegar hann kynnir mig
segir hann: „Hún er frá íslandi,
Reykjavík“.“ Heimsreisan, sem
nefnist Tango Tour eftir nýjasta
geisladiski Julio, hófst í Los Angel-
es í júní sl. og síðan var haldið til
helstu borga Bandaríkjanna og
Kanada. Undanfamar vikur hafa
síðan verið haldnir tónleikar á
Spáni, m.a. í Valencia, Barcelona,
Madrid, Pamplona og Sevilla.
„Julio er tilbeðinn á Spáni og þar er
sennilega hans stærsti aðdáenda-
hópur. Að sjá um þrjátíu þúsund
manns úti í sal gjörsamlega um-
tumast yfir þessum manni er
hreint út sagt ótrúlegt. Hann er svo
vinsæll að þegar við keyrum í gegn-
um mannfjöldann í lögreglufylgd,
lemur fólkið í bílana. Aðstoðarkona
Julios segir þá gjaman: „Stelpur,
brosið og vinkið og verið almenni-
legar við fólkið því annars getur
það orðið hættulegt...“
Var stressuð
í byrjun
Að sögn Önnu Mjallar var Julio
lengi búinn að leita eftir réttum
söngkonum til að syngja með sér
en hann setti það sem skilyrði að
hafa eina svarta söngkonu og eina
Ijóshærða. Sú svarta var valin í
fyrra og heitir Wendy. „Ég veit
ekki hvers vegna hann setti þessi
skilyrði. Þetta var bara hugmynd
sem honum fannst sniðug. Síðan
er núna ein ný komin í viðbót og
hún er kynblendingur. En hún
verður bara með í stuttan tíma.
Samstarfíð við Wendy hefur geng-
ið vel og okkur kemur mjög vel
saman. Við emm stundum eins og
tvíburar, við hugsum eins og klæð-
um okkur eins. Hún er alveg ótrú-
leg, syngur eins og Whitney
Houston.
Tango Tour prógrammið stendur
yfir í um tvær klukkustundir og eru
áhorfendur oft 20-30 þúsund tals-
ins. Þetta er rosalegur áhorfenda-
fjöldi og mikil lífsreynsla. Samt
finnst mér núna auðveldara að
syngja fyrir framan allan þennan
fjölda en að syngja t.d. á Kringlu-
kránni, eins skrítið og það nú
hljómar," segir Anna Mjöll og
hlær. „Sú tilfinning að syngja fyrir
framan svona margt fólk er svo yf-
irþyrmandi að það er eiginlega
komið yfir það að vera stress, þetta
er mjög skrítið og ég hefði aldrei
trúað þessu. Ég var hins vegar afar
stressuð á fyrstu tónleikunum í Las
Vegas áður en heimsreisan kom tíl.
Á einum tónleikunum fór ég t.d. að
finna blóðbragð í munninum áður
en ég byijaði. I annað skiptið sat ég
og var að bíða eftir dúettinum og
þegar ég stóð upp, þá svimaði mig
svo mikið að ég gat varla staðið.
Þetta er áreynsla, en maður verður
bara að halda áfram þegar svona
kemur fyrir, það er ekkert annað
að gera.
Þegar ég söng fyrst með Julio í
áheyrnarprófinu á Miami, var ég
búin að vanda mig mjög mikið við
að læra tiltekinn dúett. Við vorum á
risastóru sviði og ég var að drepast
úr stressi. Julio starði í augun á mér
allan tímann og ég þurfti að hafa
mig alla við til að muna textann,
ásamt því að þykjast vera voða köld
og horfa á hann í leiðinni. Síðan
byrjaði hann allt í einu á að grípa í
mig og hvíslaði á milli: „Haltu utan
um mig.“ Hann reyndi að trufla mig
allan tímann á meðan ég var að syn-
gja og þá eingöngu til að athuga
hvort einbeitingin hjá mér væri í
lagi. Þetta var mjög skrítið en hann
þarf að vera viss um að maður fari
ekki úr jafnvægi. En þetta gekk allt
einhvem veginn og síðan kyssti
hann mig þegar dúettinn var búinn.
Julio er mjög ákveðinn og veit hvað
hann vill fá á æfingum. En ég held
líka að maður í hans stöðu þurfi að
vita hvað hann vill.“
/ einkaþatu
til Ibisa
Anna Mjöll segir Julio þægileg-
an í viðmóti, fyndinn og skemmti-
legan, jafnframt sé hann óútreikn-
anlegur. „Hann bauð okkur
Wendy eitt sinn í mat þegar við
í grænni draumalautu
DRAUMSTAFIR Kristjáns Frfmanns
NÚ í hásumrinu þegar græni litur-
inn göfgar landið mætti ætla að
draumar fólks yrðu grænleitari en á
öðrum tímum en svo er ekki nema í
tilvikum. Draumamir litast þó af
sumrinu í öðmm skilningi sem sagt
rósemi; þá eiga flestir frí, slappa af
og draumamir fá meiri ítök í
dreymandanum en í amstri hvers-
dagsins. Þar með dreymir fólk
meira eða það man betur drauma
sína og mikilvægir draumar setja
sig í stellingar og bjóða til veislu í
höll draumalandsins þar sem akrar
eru grænir og greinar draumatrján-
na svigna undan þroskuðum græn-
um skilaboðum. Þessi skilaboð geta
verið af mörgum toga, svo sem að
þú sért grænn og þar með óþrosk-
aður andlega eða líkamlega, eða
grænn og látir auðveldlega blekkj-
ast, eða grænn og dómgreindarlítill
á aðstæður. Þar sem græni liturinn
er litur æskunnar geta skilaboðin
verið á þeim nótum að viðkomandi
hafi ómótaðar skoðanir eða sé ný-
græðingur í málum sér eldri svo
sem ástamálum. En eldri og
þroskaðri dreymendur ganga oft
með grasið í skónum í draumum
sínum um akra ástarinnar með ein-
hvem grænan lim eða ftjóanga sér
til halds og trausts. Græni liturinn
hefur sem draumlitur ólíkar merk-
ingar eftir Ijósmagni og blöndun
sinni við aðra liti. Ljósir grænir litir
tengjast oft léttvigtarmálum svo
sem ýmsu dægurþrasi en líka rógi
og öfund. Þó geta þeir verið rósem-
in uppmáluð í feluleikjalit sínum.
Verði græni liturinn mettaður og
þéttur eins og litur skógarins þá
ber hann með draumi sír.um skila-
boð vaxtar í einhverri mynd og í
þéttum runnum draumsins er
kjami lífsins geymdur. En undnar
rætur og vafningsviður getur flækt
málið og knúið menn til að hugsa
sinn gang. Skærgrænn litur er frjó-
samur og lofar góðu fyrir elskendur
en fái græni ástarbríminn á sig gul-
leitann blæ eða myntulegan eru
átök framundan, öfund og baktal.
Slái græna litnum yfir í blátt er von
á rólegum stundum með íhugun,
lestri góðra bóka eða öðrum skap-
andi athöfnum. Þá má ekki gleyma
að liturinn hvetur til framfara og
hjá Kínveijum er hann tákn „mik-
illa afreka“ þó óperuhefðin kín-
verska tali um grænar persónur
sem ofbeldisfullar en það getur
tengst úrgömlu minni frá frumtíma.
Græni liturinn er því liturinn sem
ýtir á undan sér draumum til fram-
fara í hugsun, vísindum og listum,
hann leggur mönnum fræ draums-
ins til skilnings á eðli ímyndunar-
innar, virkjun innsæisins til góðra
verka og því getur hann verið drey-
mendum grænt Ijós á réttan tíma,
réttan stað og stund þeirra merku
atburða sem græni liturinn lofar.
Draumar lesenda
í stuttum draumi „Bangsa" eru
opinber mál á dagskrá og tengsl
við pólitísk öfl. En draumur „Irju“
er mjög persónulegur og tengist
henni einni.
„Bangsa“ dreymir
„Mig dreymdi að ég var staddur í
húsi við Bergstaðastíginn. Ég var
mjög vel klæddur og ásamt mér
var þar staddur forætisráðherra ís-
lands. Ég vissi af konu hans nálægt
en sá hana ekki. Davíð var í góðum
fótum en ekki eins fínn og ég. Við
vorum í anddyrinu ferðbúnir að yf-
irgefa húsið. Einhvernveginn gerð-
ist það að ég varð fljótari út, stað-
ráðinn í að ganga Bergstaðastíginn
niður í bæ og taka þar strætisvagn
heim. Þegar ég var kominn yfir
Hellusundið leit ég til baka og sá
Davíð koma og hélt þá að hann vildi
verða mér samferða en þegar hann
kom að Hellusundinu beygði hann
inn í það og sá ég hann ganga það á
enda. Ég rölti af stað gangandi
Bergstaðastíginn".
Ráðning
Draumurinn bendir til að þið Da-
víð hafi nokkuð líkar skoðanir á
þjóðmálum (húsið við Berg (stöðu-
leiki) staðastíginn) og pólitík al-
mennt (klæðnaður ykkar) en í ein-
hveiju mikilvægu máli skilja leiðir
ykkar, þú heldur Bergstaðastíginn
(fylgir sannfæringu þinni) en Davíð
velur aðra leið en þú ætlaðir, hann
beygir inn Hellusundið. Hér gæti
Hellusundið táknað sundið milli
Eyjahafs og Marmarahafs sem
skilur Evrópu frá austurlöndum
nær. Líklega er því um að ræða
málefni Evrópu eða Israels og Pa-
lestínu.
Draumur „lrju“
„Mig dreymdi haf og strönd.
Hafið var stórt og dimmt. Ég var
kafari. Ég heyrði stöðugt rödd
fréttamanns (konu). Hún og ég vor-
um að leita að skrímsli sem fólk
hafði séð í sjónum við ströndina.
Önnur kona var að segja mér að
hún hefði hitt skrímslið. Hún hafði
verið að kafa þegar hún allt í einu
heyrði rödd látinnar systur sinnar
fyrir neðan og gat ekki hreyft sig.
Systirin hafði sagt að hún myndi
eftir henni og vakti yfir henni og
vildi að hún kæmi með sér.
Skrímslið var alltaf að skipta um
ham; var annað hvort lítill hákarl
eða aðlaðandi kona með sítt ljóst
hár. Þegar ég var að kafa sá ég
blóð allt í kring um mig og hálfétna
fiska sem enn lifðu og reyndu að
synda en gátu ekki. Allt í einu sá ég
hákarl fyrir framan mig, ég var svo
reið vegna fiskanna að ég ætlaði að
ráðast á skrímslið. Þá dregur allt í
einu ungur maður (strákur sem ég
var með) mig upp úr vatninu. Hann
var „atvinnu-skrímslafræðingur"
og samstarfsmaður minn. Við vor-
um líka líffræðingar og sáum
skrímslið sem eitthvað nýtt og
spennandi fyrirbæri sem við yrðum
að kanna til mergjar. Vatnið nær
okkur bara í hné er hann dregur
mig upp. Hann er að útskýra fyrir
lögreglumönnum nýtt net sem
hann hafði búið til. Ég vildi fara
aftur í sjóinn en hann leyfði það
■dx
Mynd/Kristján Kristjánsson
SAÐ til grænna drauma.
L