Morgunblaðið - 26.07.1997, Page 23

Morgunblaðið - 26.07.1997, Page 23
vorum í Madrid. Það var liðið á nótt og við höfðum verið með sýn- ingu um kvöldið. Yfir matnum spurðí hann okkur allt í einu: „Stelpur, langar ykkur til Ibisa?“ Og við sögðum bara: „Já, já.“ Því næst sagði hann bílstjóranum að keyra okkur upp á hótel og við ættum að pakka niður í hvelli og koma aftur eftir tuttugu mínútur. Þegar við mættum út á flugvöll var allt fullt af lögreglu og öryggis- vörðum. Síðan stigum við um borð í einkaþotu hans sem er mjög glæsileg. Hann sneri sér að mér og sagði: „So, AMO, you like my plane?“ A leiðinni til Ibisa settist hann hjá mér og sagði á bjagaðri ensku: „Your mother is very beautiful." Hann hafði hitt mömmu á tónleikunum í Los Ang- eles og kysst hana í bak og fyrir og talaði síðan ekki um annað en hvað hún væri æðisleg," segir Anna Mjöll og hefur augljóslega lúmskt gaman af. „Julio leigði íbúðir fyrir mig og Wendy á Ibisa og við vorum þar í í fjóra daga. Vinir hans fóru með okkur út að borða og við fórum á diskótek og lágum á stöndinni. Þetta var mjög gaman og það var alveg séð um okkur, m.a. hringt í okkur á hverj- um degi til að athuga hvort allt væri í lagi.“ Eiginkana Juiia hiédræg ag feimin A Spáni gafst Önnu Mjöll tæki- færi til að hitta eiginkonu Julio, en hún heitir Miranda og er frá Hollandi. Að sögn Önnu Mjallar eiga þau hjónin von á barni í sept- ember. „Miranda er ein ljúfasta manneskja sem ég hef hitt á æv- inni. Hún kom hlaupandi til mín og Wendy í fyrsta skiptið sem við hitt- um hana, kyssti okkur á báðar kinnar og sagði: „Loksins fæ ég að hitta ykkur.“ Hún er ægilega sæt, feimin, hlédræg, ómáluð í framan, yfirleitt með hárið í tagli og í strigaskóm. Maður hefði aldrei bú- ist við að maður eins og Julio væri með stelpu eins og henni. Frekar hefði ég búist við einhverri svaka gellu, sem væri alltaf uppstríluð. Húsið sem Julio leigir á Ibisa kem- ur manni líka á óvart. Það er greinilegt að hann vill hafa heimil- islegt í kringum sig, hann vill ekki ANNA Mjöll með samstarfsfólki Julios á góðri stundu. Lengst til hægri er magadansmær frá Kúbu, fatahönn- uður Julios, Wendy, nýja söngkonan og aðstoðarkona Julios. SLAPPAÐ af á Ibiza. Anna Mjöll ásamt Wendy, að- stoðarkonu Julios og nýju söngkonunni, sem er frá Englandi. ANNA Mjöll og Wendy, önnur aðalsöngkonan. „Wendy er alveg ótrúleg, syngur eins og Whitney Houston.“ þennan glamúr. Fólkið sem hann umgengst er heldur ekki tilgerðar- legt. Vinir hans eru allir sömu gömlu vinirnir sem hann hefur átt síðan hann var 12 ára gamall í Ma- drid. Hann heldur fast í sína vini og þeir era honum tryggir og mér finnst það segja mikið um hvemig týpa hann er í raun og veru.“ Anna Mjöll vill ekki gefa upp hvað hún fær borgað fyrir að syngja með Julio. „Gisting og flugfargjöld eru borguð fyrir okkur og það er vel séð um okkur.“ Næstu áfangastað- ir heimsreisunnar era Lissabonj Beirút, Istanbúl og Ukraína. „I Beirút verða haldnir þrennir tón- leikar og þar fáum við sömu ör- yggisgæslu og sjálfur páfinn i Róm. Öryggisgæslan í kringum okkur er með eindæmum, vopnað- ir menn fylgja okkur hvert fótmál og það má segja að við séum eigin- lega hálfhræddar við öryggisverð- ina okkar,“ segir Anna Mjöll og hlær. „Eftir Ukraínu verður síðan farið aftur til Spánar og síðan til austurstrandar Bandaríkjanna." Alltaf á leiðinni heim Anna Mjöll hefur búið í Los Ang- eles undanfarin fimm ár og hefur m.a. starfað með hljómsveit sem heitir Crave sl. tvö ár. Hún segir hljómsveitarmeðlimi ekki hafa ver- ið par hrifna þegar hún tilkynnti þeim að hún væri á leiðinni í heims- reisu með Julio Iglesias. En þetta hafi verið tækifæri sem hún hefði ekki getað látið framhjá sér fara. Hún segir samstarfið við Julio ef til vill eiga eftir að opna henni ýmsar dyr í framtíðinni. Aðspurð hvort hún sé í föstu sambandi, segist Anna Mjöll hreinlega ekki hafa mátt vera að því. „Maður verður alltaf skotinn við og við en ekkert alvarlegt. Ég held að það gangi heldur ekki upp að vera í sambandi og vinna svona mikið, ég kann það allavega ekki.“ En erþún ekkert á leiðinni heim aftur? „Ég er alltaf á leiðinni heim. I mars sl. var ég eiginlega búin að fá nóg af öllu og ákvað að koma heim til Islands í nokkra mánuði. Ég sat heila nótt á gólfinu í íbúð- inni minni með flugfarseðilinn í höndunum. Um morguninn ákvað ég hins vegar að vera um kyrrt, en það var eingöngu vegna þess að ég fékk engan leigubíl út á flugvöll. Morguninn eftir fór ég síðan að fá flugfarseðilinn endurgreiddan og þegar ég kom heim voru skilaboð á símsvaranum frá manninum sem bauð mér að syngja með Julio Ig- lesias. Svona getur lífið verið skrítið." MORGUNBLAÐIÐ I LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1997 23 1 ekki, þá leið mér eins og litlu hræd- du barni og þorði ekki aftur í sjó- inn. Hann tók mig þá í fang sér og sagði að það væri ekkert hættulegt á svona grunnu vatni því skrímslið væri á meira dýpi. Hann bar mig út í vatnið, settist með mig í fanginu og við kysstumst". Ráðning Draumurinn fjallar um þig, ótta þinn við eigið sjálf og sjálfsásakan- ir vegna atvika sem þú átt engan þátt í, en sem innri ótti elur. Hafið er þitt innra (sál) sem þú kafar í en ert samt hrædd við og rígheldur í ýtra samband (fréttakonan/ þú). Skrímslið er þitt óþekkta sem þú í raun hræðist (þar kemur látna systirin sem ígildi einhvers þér tengt en sem er horfið og það veld- ur þessum ugg). Það að skrímslið skipti um ham frá hákarli til ljós- hærðrar stúlku bendir til að öfl góðsemi og illsku takist á í þér á vissum stundum. Ungi maðurinn er þinn Animus og hann er „atvinnu skrímslaveiðari" sem þýðir að þú eigir að hlusta meira en þú gerir á þinn innri mann þá muni hafið grynnka (óttinn hverfa) og skiln- ingur á eigin sjálfi (hákarlinum og ljóshærðu stúlkunni) skýrast og jafnvægi komast á. %Þeir lesendur sem viljn fá drauma sínn birta og ráðna sendi þá með fullu nnfni, fæðingnrdegi og nri nsnmt heimilisfnngi og dulnefni til birtingnr til: Drnumstafir Morgunblnðið Kringlunni 1 103 Reykjnvík. glæsi!egusti sportbílar landsins á einum stað* Aðgangseyrir aðeins 300 kf* Frítt fyrir 12 ára 05 yngri*

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.